Ida Rotter skrifaði:
Ich stricke die Groesse XS. Was passiert mit zwei mal aussersten 8 stillgelegten Maschen von jeden Vordeteil? Befinden sie sich in den 45 auffasenden Maschen aus den ganzen Halsauschnitt? Dankw fuer die Antwort!
12.03.2025 - 23:25DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Rotter, ja genau, diese 8 stillgelegten Maschen sind die 8 ersten und die 8 letzten von den 45 auffassenden Maschen für die Halsblende. Viel Spaß beim Stricken!
13.03.2025 - 15:46
Marianne skrifaði:
Als ik voor het rugpand de patronen achter elkaar brei kom ik niet aan 65 steken (maat M). Is het de bedoeling dat ik herhaal? Dat staat niet aangeven maar misschien mis ik iets?
26.10.2024 - 15:19DROPS Design svaraði:
Dag Marianne,
Bij het achterpand staat het volgende: Brei de volgende naald aan de goede kant als volgt: 1 steek in ribbelsteek, A.1 over de volgende 6-8-9-11-10-13 steken, A.2 (14 steken), A.1 over de volgende 15-15-17-17-19-19 steken, A.3 (14 steken), A.1 over de volgende 6-8-9-11-10-13 steken, 1 steek in ribbelsteek. Je komt dan voor maat M in totaal op 65 steken.
27.10.2024 - 14:39
Christiane skrifaði:
Mit Originalwolle in genau dieser Farbe gestrickt. Die Jacke ist traumhaft schön geworden und das erste Strickstück, dass mir tatsächlich exakt passt. Vielen Dank für die tollen Anleitungen und die schöne Wolle! Freue mich schon auf das nächste Strickprojekt!
17.12.2023 - 15:32
Ina Blok skrifaði:
Ik wil dit vest graag breien met een enkele draad in garengroep C. Moet ik dan het dubbele aantal steken opzetten? Ik brei nog niet zo lang dus ik wil het graag eerst even navragen voordat ik begin en alles weer uit kan halen.
19.06.2023 - 15:35DROPS Design svaraði:
Dag Ina,
Je zou het patroon dan om moeten rekenen op basis van de stekenverhouding, dus het aantal steken over 10 cm van je proeflapje, maar je moet ook rekening houden met de positie van de kabels, de meerderingen en minderingen, etc. Helaas is het voor ons niet mogelijk om een patroon aan te passen naar persoonlijke wensen. Het is het handigst als de stekenverhouding overeen komt met die in het patroon, zodat je het patroon gewoon kan volgen.
21.06.2023 - 20:59
Luiza Maria Eugénio Martins Cardoso skrifaði:
Modelos bonitos e gostsoso de tricotar
25.02.2023 - 16:39
Chestnut Street Cardigan#chestnutstreetcardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, tvöföldu perluprjóni og kraga. Stærð XS - XXL.
DROPS 235-25 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2 og A.3). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við ystu lykkju í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í A.1. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. Prjónið 3 fyrstu lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: XS: 17, 26, 35, 44 og 53 cm. S: 19, 28, 37, 46 og 55 cm. M: 20, 29, 38, 47 og 56 cm. L: 22, 31, 40, 49 og 58 cm. XL: 19, 27, 35, 43, 51 og 59 cm. XXL: 21, 29, 37, 45, 53 og 61 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið, framstykkið og ermar er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp, hvert fyrir sig. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er prjónaður kragi. BAKSTYKKI: Fitjið upp 57-61-65-69-77-83 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan 2 umferðir stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 9. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 6-8-9-11-10-13 lykkjur, A.2, A.1 yfir næstu 15-15-17-17-19-19 lykkjur, A.3, A.1 yfir næstu 6-8-9-11-10-13 lykkjur, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm, fellið af 3-3-4-4-5-5 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 51-55-57-61-67-73 lykkjur. Mynstrið heldur áfram þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 3-5-5-7-5-8 lykkjur, A.2, A.1 yfir næstu 15-15-17-17-19-19 lykkjur, A.3, A.1 yfir næstu 3-5-5-7-5-8 lykkjur, 1 lykkja í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm, fellið af miðju 11-11-11-13-13-13 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 19-21-22-23-26-29 lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist ca 61-63-65-67-69-71 cm og síðasta umferð er prjónuð frá réttu, fækkið um 4-4-4-4-6-6 lykkjur á öxl með því að prjóna lykkjur í hverjum kaðli slétt saman 2 og 2 = 15-17-18-19-20-23 lykkjur eftir. Fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins. Bakstykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 34-36-38-40-44-48 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 6-6-7-7-8-9 lykkjur, A.3, A.1 yfir næstu 6-8-9-11-10-13 lykkjur, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm, fellið af 3-3-4-4-5-5 lykkjur fyrir handveg í byrjun á umferð frá hlið = 31-33-34-36-39-43 lykkjur. Þegar stykkið mælist 54-56-57-59-60-62 cm (1 cm eftir síðasta hnappagat í kanti að framan), setjið ystu 8-8-8-9-9-10 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum = 19-21-22-23-26-29 lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist ca 61-63-65-67-69-71 cm og síðasta umferð er prjónuð frá réttu, fækkið um 4-4-4-4-6-6 lykkjur á öxl á sama hátt og á bakstykki = 15-17-18-19-20-23 lykkjur eftir. Fellið af. Framstykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 34-36-38-40-44-48 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 6-8-9-11-10-13 lykkjur, A.2, A.1 yfir næstu 6-6-7-7-8-9 lykkjur, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm, fellið af 3-3-4-4-5-5 lykkjur fyrir handveg í byrjun á umferð frá hlið = 31-33-34-36-39-43 lykkjur. Þegar stykkið mælist 54-56-57-59-60-62 cm, setjið ystu 8-8-8-9-9-10 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum = 19-21-22-23-26-29 lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist ca 61-63-65-67-69-71 cm og síðasta umferð er prjónuð frá réttu, fækkið um 4-4-4-4-6-6 lykkjur á öxl á sama hátt og á bakstykki = 15-17-18-19-20-23 lykkjur eftir. Fellið af. ERMI: Fitjið upp 30-32-34-36-38-40 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan 2 umferðir stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Skiptið yfir á hringprjón 9. Prjónið síðan A.1 með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 9-9-8½-8½-8-7½ cm millibili alls 5 sinnum í hvorri hlið = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-48-47-46-45-43 cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið – prjónamerkin merkja hvar botninn á handveg byrjar. Prjónið áfram þar til ermin mælist 50-50-50-49-49-47 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af aðeins laust. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í og saumið botninn á handveg – prjónamerkin sem voru sett í ermar eiga að passa við hliðar á fram- og bakstykki – sjá teikningu. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 lykkju í garðaprjóni. Saumið tölur í vinstri kant að framan. KRAGI: Prjónið upp frá réttu ca 45-45-47-47-51-51 lykkjur í kringum hálsmálið á hringprjón 7 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem aukið er út um 6-6-6-8-6-6 lykkjur jafnt yfir = 51-51-53-55-57-57 lykkjur. Setjið nú 1 prjónamerki hvoru megin við miðju 11-11-11-13-13-13 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 13-13-14-14-15-15 lykkjur, 11-11-11-13-13-13 lykkjur í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 13-13-14-14-15-15 lykkjur, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 11-11-11-13-13-13 lykkjur í garðaprjóni (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat, prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í A.1). Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 5 sinnum (fjöldi lykkja í garðaprjóni verður sá sami – fjöldi lykkja í A.1 eykst) = 61-61-63-65-67-67 lykkjur. Þegar kraginn mælist 16-16-17-17-18-18 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í kringum hálsmál, prjónið 2 umferðir stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið síðan af aðeins laust með sléttum lykkjum frá réttu. Kraginn mælist ca 18-18-19-19-20-20 cm. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chestnutstreetcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.