Wil skrifaði:
Is dit patroon er ook voor haken. Truitje met raglan mouw.
05.04.2025 - 15:23DROPS Design svaraði:
Dag Wil,
Nee, helaas is dit patroon er alleen in de vorm van een breipatroon.
06.04.2025 - 11:10
Kathleen Cameron skrifaði:
I love the look of this pattern but need an alternative for the Kid-Silk but I am horribly allergic to mohair in any form. What would you suggest as a substitute? Many thanks
05.09.2024 - 15:01DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Cameron, please use the yarn converter to see all alternatives and new amount of yarn. Happy knitting!
06.09.2024 - 08:05
Alexandra Marshall skrifaði:
I just finished this (lovely!) but I'm wondering if in the Pattern section where it says work the first 2 stitches in A2 if it should say K2 every row? That's what I ended up doing as otherwise using the A2 chart (first 2 stitches each row) changes and you create an extra hole. Maybe I did it wrong? But it looks fine with K2 instead of following A2 chart for those two stitches.
05.09.2023 - 18:32DROPS Design svaraði:
Dear Msr Marshall, with working only the first 2 stitches in A.2 we mean to work the pattern in A.2 over these 2 sts, just without the last P2, ie with yarn over and then decrease as in all other A.2 (so that pattern is symmetrical). Happy knitting!
06.09.2023 - 08:54
Gitte skrifaði:
Fortsættes mønstret A2 på de nyopståede masker under armen? Og hvordan? Der er 10 masker, men mønstret dækker kun 8.
14.02.2023 - 18:29
Charlotte Oure skrifaði:
Garn forbruget passer desværre ikke på denne opskrift
24.01.2023 - 20:34
Diana skrifaði:
Hola! Estoy trabajando este patrón. La duda que tengo es donde aumentar los puntos al dejar las mangas en aguja auxiliar y luego como se retoman al tejer las mangas. Agradecería mucho la respuesta.
27.04.2022 - 04:12DROPS Design svaraði:
Hola Diana, con aumentar te refieres a montar bajo la manga los puntos? En ese caso, este vídeo podría ayudarte: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1634&lang=es En el siguiente vídeo también te explican cómo retomar los puntos de las mangas: https://www.garnstudio.com/video.php?id=592&lang=es
27.04.2022 - 21:58
Sue Sommer skrifaði:
Snowdrop The sleeves remind me of the flower :)
04.02.2022 - 17:29
Helena Mjöberg skrifaði:
Summer nights
15.01.2022 - 08:48
Annie Charland skrifaði:
Spring bells
15.01.2022 - 05:31
Sabine skrifaði:
Sweet memories
14.01.2022 - 23:02
Pearlescent Top#pearlescenttop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum og pífu á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-25 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. LASKALÍNA: Allar útaukningar eru gerðar á framstykki og bakstykki (ekki er aukið út yfir ermar). Fyrst eru auknar út 2 lykkjur við hverja laskalínu á framstykki og bakstykki (= 8 lykkjur fleiri í umferð), síðan er aukið út um 1 lykkju við hverja laskalínu á framstykki og bakstykki (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 2 lykkjur á undan 1. og 3. prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, prjónamerkið situr hér. Aukið út um 2 lykkjur eftir 2. og 4. prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út um 1 lykkju á undan 1. og 3. prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, prjónamerkið situr hér. Aukið út um 1 lykkju á eftir 2. og 4. prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Endurtakið við hitt prjónamerkið (= 4 lykkjur færri í umferð). ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 148 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 28) = 5,2. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón ca frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-106-114-120-126-126 lykkjur á hringprjón 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 8-8-12-12-12-12 lykkjur, setjið 1. prjónamerki hér, prjónið A.1 yfir næstu 30-33-33-36-39-39 lykkjur, prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.1, setjið 2. prjónamerki hér, prjónið (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) yfir næstu 16-16-20-20-20-20 lykkjur, prjónið 2 lykkjur brugðið, setjið 3. prjónamerki hér, prjónið A.1 yfir næstu 30-33-33-36-39-39 lykkjur, prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.1, setjið 4. prjónamerki hér, prjónið (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) yfir síðustu 10-10-10-10-10-10 lykkjur í umferð. Haldið svona áfram með stroff hringinn og endurtakið fyrstu 2 umferðir í A.1 þar til stykkið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón fram að 1. prjónamerki, prjónið 3. umferð í A.1 fram að 2. prjónamerki (= 10-11-11-12-13-13 lykkjur fleiri), prjónið sléttprjón fram að 3. prjónamerki, prjónið 3. umferð í A.1 fram að 4. prjónamerki (= 10-11-11-12-13-13 lykkjur fleiri), prjónið sléttprjón út umferðina = 120-128-136-144-152-152 lykkjur. Prjónið 1 umferð til viðbótar með síðustu umferð í A.1 og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan. Héðan er nú stykkið mælt! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú mynstur, jafnframt því sem aukið er út fyrir laksalínu. Lestu MYNSTUR og LASKALÍNA áður en þú prjónar áfram. MYNSTUR: Prjónið sléttprjón fram að 1. prjónamerki, prjónið A.2 yfir næstu 40-44-44-48-52-52 lykkjur (= 10-11-11-12-13-13 mynstureiningar), prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.2, 2. prjónamerki situr hér, prjónið sléttprjón fram að 3. prjónamerki, prjónið A.2 yfir næstu 40-44-44-48-52-52 lykkjur (= 10-11-11-12-13-13 mynstureiningar), prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.2, 4. prjónamerki situr hér, prjónið sléttprjón út umferðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! LASKALÍNA: Jafnframt í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út um 2 lykkjur í annarri hverri umferð alls 8-11-12-14-15-20 sinnum, síðan er aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð alls 7-5-4-4-8-3 sinnum = 23-27-28-32-38-43 lykkjur fleiri í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Þegar allar útaukningar fyrir laskalínu hafa verið gerðar til loka eru 212-236-248-272-304-324 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 15-16-18-19-20-22 cm frá prjónamerki – stillið af að endað sé eftir 3. umferð í A.2 – þ.e.a.s. næsta umferð sem á að prjóna er 4. umferð í A.2. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og kanta á ermum þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 31-35-40-44-50-55 lykkjur (= ca hálft bakstykki), setjið næstu 42-46-46-50-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 64-72-78-86-98-108 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 42-46-46-50-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir síðustu 33-37-38-42-48-53 lykkjur(= ca hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-164-176-192-216-236 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi (= 5 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum og auka út í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3 cm millibili alls 2 sinnum = 140-156-168-184-208-228 lykkjur. Þegar stykkið mælist 12 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út með ca 3 cm millibili alls 4 sinnum = 156-172-184-200-224-244 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 29-29-29-29-30-30 cm frá skiptingu. Nú er eftir ca 3 cm stroff til loka máls. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Til að stroffið komi ekki til með að draga stykkið saman, aukið út um 32-32-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-2 = 188-204-220-240-268-292 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 42-46-46-50-54-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/stuttan hringprjón 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-56-56-60-64-64 lykkjur. Prjónið A.2 hringinn í umferð – stillið af að mynstrið haldi áfram yfir lykkjur frá berustykki eins og áður. Þegar ermin mælist 12-12-10-10-10-9 cm frá skiptingu – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu á hæðina, það á að prjóna pífukant. Nú eru eftir 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið síðan að óskaðri lengd á ermi. Prjónið A.3 yfir A.2. Þegar öll útaukning í A.3 hefur verið gerð til loka, eru 117-126-126-135-144-144 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 16-16-14-14-14-13 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pearlescenttop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.