Marlies Van Dijk skrifaði:
Beste Drops, In dit patroon wordt er gemeerderd bij de pijlen. Bij pijl 1 en pijl 4 is dat in een patroon naald. Is het niet handiger om dit na de patroon naald te doen? Dus waar weer tricotsteek gebreid wordt? Groet, Marlies
24.04.2025 - 10:13
Cobi skrifaði:
Hoe maak ik nieuwe steken in de zijkant onder de mouw? Alvast dank!
25.07.2024 - 08:00DROPS Design svaraði:
Dag Cobi,
In een van de video's bij het patroon kun je zien hoe je nieuwe steken opzet aan de zijkant. Hier vind je de video.
31.07.2024 - 10:39
Doris skrifaði:
Danke für das schöne Muster. Ich habe die Jacke in der Baby Merino mit langen Ärmeln gestrickt, sie ist wunderschön geworden. Bitte weiter so schöne Anleitungen, so macht stricken richtig Spaß!
17.07.2022 - 09:45
Kristina Dahlberg skrifaði:
Vid oket stämmer inte A1. Det blir en maska över när man stickat A1 sina 27 gånger. Totala maskantalet (229st) stämmer dock. Hur avslutar jag varvet på ett snyggt sätt och samtidigt har 229 maskor?
16.07.2022 - 20:59DROPS Design svaraði:
Hej Kristina, såg du det i kursiv stil: A.1 stickas totalt 27-28-30-32-33-34 gånger, sticka första maskan i A.1 så att mönstret börjar och slutar likadant,
02.08.2022 - 15:15
Anne Von Uden skrifaði:
Mooi patroon!
01.05.2022 - 08:55
Anne Von Uden skrifaði:
Leveren jullie ook in Duitsland? Kan ik op rekening betalen? Is het mogelijk om wol te gebruiken wanneer in een patroon staat dat er katoen wordt gebruikt? vr.gr. anne
01.05.2022 - 08:54DROPS Design svaraði:
Dag Anne,
Jazeker, er zijn ook verkooppunten in Duitsland. Voor de voorwaarden kun je het beste even contact opnemen met de winkel waar je de garens koopt. Wij verkopen zelf geen garens via de site. Dat gaat allemaal via onze verkooppunten. Via deze link vind je een lijst met verkooppunten in Duitsland.
04.05.2022 - 09:04
Purlyplatypus skrifaði:
Joy of spring
14.01.2022 - 07:25
Mountain Frill Cardigan#mountainfrillcardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með ¾ löngum ermum úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-36 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 137 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 12 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 46) = 2,7. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 3. hverja lykkju (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca önnur hver og 3 hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = Prjónið frá réttu eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni. Snúið, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, prjónið uppsláttinn slétt saman með næstu lykkju svo það myndist gat, prjónið síðan áfram eins og áður. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið í hálsmálið mælist ca 1½ til 2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-7½-7-8-8½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptis fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stutta hringprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 137-143-147-153-157-163 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Nord. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: UMFERÐ 1 (rétta): 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið slétt og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (ranga): 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið brugðið og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 46-48-52-56-60-62 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 183-191-199-209-217-225 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 2-2-3-3-4-5 cm frá prjónamerki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 46-46-54-60-60-60 lykkjur jafnt yfir = 229-237-253-269-277-285 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Prjónið síðan mynstur – sjá útskýringu að ofan. MYNSTUR: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 er prjónað alls 27-28-30-32-33-34 sinnum, prjónið fyrstu lykkju í A.1 þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins, endið með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Ör-1: Aukið út um 36-40-44-50-54-60 lykkjur = 265-277-297-319-331-345 lykkjur (passið uppá að útaukningarnar skiptast þannig að þær eyðileggja ekki mynstrið). Ör-2: Aukið út um 42-45-49-51-60-67 lykkjur = 307-322-346-370-391-412 lykkjur. Ör-3: Aukið út um 18-27-35-43-54-57 lykkjur jafnt yfir = 325-349-381-413-445-469 lykkjur (nú er pláss fyrir 39-42-46-50-54-57 mynsturteikningar með A.1). Ör-4: Aukið út um 12-20-20-28-28-40 lykkjur jafnt yfir = 337-369-401-441-473-509 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón án útaukninga með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 53-58-62-68-74-81 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 95-105-113-125-137-151 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið 53-58-62-68-74-81 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 217-237-257-281-309-337 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 22-24-26-28-30-34 lykkjur jafnt yfir = 239-261-283-309-339-371 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff þannig: UMFERÐ 1 (ranga): 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið brugðið og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (rétta): 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja snúið slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið slétt og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMI: Setjið 68-74-82-90-94-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – það á að nota það þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2-1½-1½-1½-1½ cm millibili alls 4-5-8-9-9-9 sinnum = 68-72-76-82-88-92 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 22-21-19-18-16-15 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd áður en kanturinn er prjónaður. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-10-12-14-16-16 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 60-62-64-68-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja snúið slétt, 1 lykkja brugðið) í 2 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er tvöfaldaður með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir hverja lykkju umferðina hringinn = 120-124-128-136-144-152 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir sléttprjón (í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat). Fellið af með tvöföldum þræði. Ermin mælist ca 26-25-23-22-20-19 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mountainfrillcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.