Chantal skrifaði:
Est-il possible de tricoter le dos et le devant ensemble en rond ?
27.03.2022 - 11:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, si vous le souhaitez, toutefois, le pull a ici 10 cm de fente de chaque côté, il vous faudra alors tricoter les 10 premiers cm du dos et du devant séparément puis de les tricoter en rond jusqu'aux emmanchures pour les terminer séparément. Bon tricot!
28.03.2022 - 09:14
Randi Harriet Sørensen skrifaði:
Har problemer med å bestille garnet til denne modellen.
19.03.2022 - 20:13DROPS Design svaraði:
Hei Randi. Du bestiller garn via garnbutikk/nettbutikk, ikke direkte fra oss. Kontakt den butikk/nettbutikk du prøver å bestille i fra, så hjelper de deg. mvh DROPS Design
21.03.2022 - 14:04
Veerle Theunis skrifaði:
Bij het achter- en voorpand dient na 44 cm een rij met gaatjes gebreid te worden. Voor maat M en L dient patroon A2 gebreid te worden tot er 1 steek over is en dan 2 steken recht en tenslotte 1 kantsteek. Moet patroon A2 dan niet gebreid worden tot er nog 3 steken over zijn?
15.03.2022 - 19:24
Antje Van Dam skrifaði:
Sieht ganz toll aus, würde ich sofort stricken!
04.02.2022 - 18:48
Charlaine skrifaði:
Citadine chic
02.02.2022 - 14:16
Drahomíra Rezlerová skrifaði:
Barevné téčko
16.01.2022 - 16:46
Colorful Walk#colorfulwalksweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köntum í stroffprjóni. Stærð XS - XXL.
DROPS 231-11 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 96 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 36) = 2,6. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna til skiptis ca hverja og aðra hverja lykkju og hverja og 3. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir aðra hverja og 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Stykkið er sett saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er prjónaður kantur í kringum hálsmál í hring á stuttan hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 92-96-108-116-124-136 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.1, 1 kantlykkja í garðaprjón. Haldið áfram með stroff fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur og fækkið jafnframt um 32-32-38-42-44-48 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA / ÚTAUKNING, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (= kantlykkja). Skiptið yfir á hringprjón 8. Snúið og prjónið til baka frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, brugðnar lykkjur út umferðina og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (= kantlykkja) = 62-66-72-76-82-90 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok næstu 2 umferða = 64-68-74-78-84-92 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 40-42-44-46-48-50 cm, prjónið gataumferð þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 1-1-2-2-1-1 lykkja sléttprjón, A.2 þar til eftir eru 2-2-1-1-2-2 lykkjur, 1-1-2-2-1-1 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, aukið út um 12-16-18-18-20-20 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð frá röngu – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 76-84-92-96-104-112 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 9 cm. Setjið miðju 30-30-30-34-34-34 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli eru felldar af 2 lykkjur. Í næstu umferð frá hálsmáli eru ystu 2 lykkjur prjónaðar frá hálsmáli saman (= 1 lykkja færri) = 20-24-28-28-32-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka með stroffi og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stroffið mælist alls 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 4-5-6-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 16-19-22-22-25-28 lykkjur fyrir öxl. Skiptið yfir á hringprjón 8. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. Þegar stykkið mælist 40-42-44-46-48-50 cm, prjónið gataumferð á sama hátt og á bakstykki. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, aukið út um 12-16-18-18-20-20 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð frá röngu = 76-84-92-96-104-112 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu 2-lykkjur í A.1, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 6 cm. Setjið nú miðju 18-18-18-22-22-22 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 4 lykkjur 1 sinni og 2 lykkjur 2 sinnum. Í næstu umferð frá hálsmáli eru prjónaðar 2 ystu lykkjur frá hálsmáli saman (= 1 lykkja færri) = 20-24-28-28-32-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka með stroffi og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stroffið mælist alls 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 4-5-6-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 16-19-22-22-25-28 lykkjur fyrir öxl. Skiptið yfir á hringprjón 8. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 52-52-52-56-56-56 lykkjur á sokkaprjóna 5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið A.1 hringinn í umferð. Þegar stroffið mælist 10 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 22-21-20-22-21-20 lykkjur jafnt yfir = 30-31-32-34-35-36 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt á ermi). Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Prjónið nú gataumferð þannig: Prjónið 1-1-2-1-1-2 lykkjur slétt, A.2 þar til eftir eru 1-2-2-1-2-2 lykkjur, 1-2-2-1-2-2 lykkjur slétt. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið hringinn í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 13 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 7½-6-4½-4½-3½-3½ cm millibili alls 5-6-7-7-8-8 sinnum = 40-43-46-48-51-52 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til ermin mælist 47-46-44-44-42-40 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í. Saumið hliðarsauma niður að klauf (= 10 cm klauf í hvorri hlið). KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt ofan á öxl með hringprjón 5 og 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið upp lykkjur frá réttu í kringum kant í hálsmáli þannig: Prjónið upp 8 lykkjur á milli axlasauma og 18-18-18-22-22-22 lykkja á þræði, prjónið 18-18-18-22-22-22 lykkjur í stroffi eins og áður inn á prjóninn, prjónið upp 8 lykkjur upp að axlasaumi, prjónið upp 2 lykkjur á eftir axlasaum, prjónið 30-30-30-34-34-34 lykkjur af þræði í stroffi eins og áður inn á prjóninn, prjónið upp 2 lykkjur upp að axlasaumi = 68-68-68-76-76-76 lykkjur. Prjónið stroff A.1 hringinn í umferð í 4 til 5 cm (eða að óskaðri lengd) – stillið af að stroffið yfir lykkjum frá þráðum haldi áfram eins og áður. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #colorfulwalksweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.