Flu skrifaði:
Could I make the same with a b group yarn ((similar to drops lima) by doubling all the numbers? Using 4,5 needles? I am trying to adapt to what I have since I love the look
15.03.2022 - 21:09DROPS Design svaraði:
Dear Flu, since your tension would be completely different, you should rather check patterns worked with a yarn group B (see a selection here that could inspire you). Happy knitting!
16.03.2022 - 09:11
Bora Lim skrifaði:
How do I read the chart A1 and A 2?
23.02.2022 - 02:10DROPS Design svaraði:
Dear Bora Lim, read diagrams bottom up from the right towards the left on every round - read more about diagrams < a href="https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=68&cid=17">here. Happy knitting!
23.02.2022 - 08:33
H Booth skrifaði:
Beautiful architectural ripple-effect neckline!
11.02.2022 - 13:17
Drahomíra Rezlerová skrifaði:
Výletní svetřík
16.01.2022 - 16:46
Conny skrifaði:
Spacious luxury
15.01.2022 - 11:30
Falling Fog#fallingfogsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 232-29 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (á við um berustykki): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, prjónamerkið situr á milli þessa lykkja, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við hvert prjónamerki (2 lykkjur fleiri við hvert prjónamerki = 8 lykkjur alls). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-72-76-76-80-84 lykkjur á hringprjón 6 með DROPS Melody. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm er skipt yfir á hringprjón 6. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur. Það eiga að vera 2½ cm á hæðina á milli hverra útaukninga í A.1. Ef prjónfestan passar ekki á hæðina þá þarf að prjóna fleiri eða færri umferðir (prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur) á milli hverra útaukninga. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 162-162-171-190-200-210 lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 11-11-11-14-14-14 cm frá prjónamerki. Nú eru sett 4 prjónamerki án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Teljið 27-27-29-31-33-35 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, teljið 27-26-28-32-34-34 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, teljið 54-55-57-63-66-71 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, teljið 27-26-28-32-34-34 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, nú eru eftir 27-28-29-32-33-36 lykkjur á eftir síðasta prjónamerkinu. Prjónið sléttprjón hringinn og aukið út þannig: Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 5-7-8-8-10-11 sinnum = 202-218-235-254-280-298 lykkjur. Prjónið nú sléttprjón þar til stykkið mælist 21-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki í hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 32-34-37-39-43-46 lykkjur sléttprjón, setjið næstu 37-40-44-48-54-56 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur undir ermi, 64-69-73-79-86-93 lykkjur sléttprjón, setjið næstu 37-40-44-48-54-56 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur undir ermi og 32-35-37-40-43-47 lykkjur sléttprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-150-159-174-188-202 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 25-26-27-27-27-28 cm frá skiptingu. Í næstu umferð er aukið út um 12-14-13-18-16-18 lykkjur = 152-164-172-192-204-220 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 6 cm. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-67 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 37-40-44-48-54-56 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykkinu á sokkaprjóna 6 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 43-46-50-56-62-641 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6-6-6-8-8-8 lykkja sem prjónaðar voru upp undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (2 lykkjur færri) – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 16-10-7-4-3-2 cm millibili alls 2-3-4-7-9-10 sinnum = 39-40-42-42-44-44 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-34-34-33-31-29 cm frá skiptingu, aukið út um 9-8-10-10-12-12 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 5 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fallingfogsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.