Margaret Mantz skrifaði:
I am considering knitting Harvard Wreath pattern 232-46 The decrease and increase stitches are quite visible in the picture and wonder if there is any way of either eliminating them or including them in any way? Thank you for considering my question. I thought you would be the best ones to ask. Margaret
28.05.2023 - 20:49DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mantz, the increases on the picture were worked as shown by the diagrams, but feel free to adjust the technique to increase if you rather get them another way. Knitting a swatch to test first might help. Happy knitting!
30.05.2023 - 10:56
Jacqueline Blad skrifaði:
Bij de halsrand hebben jullie het over \'minderen\' in plaats van \'meerderen\' ! zie hieronder: Brei 1 naald recht en minder 33-33-35-37-37-39 steken verdeeld - lees TIP VOOR HET MEERDEREN = 100-104-108-112-116-120 steken. Denk om de knoopsgaten op de rechter voorbies - lees uitleg hierboven. Brei 1 naald averecht op de verkeerde kant (brei de omslagen gedraaid en de voorbiessteken zoals hiervoor).
24.01.2023 - 15:08
Rosemarie Grobosch Thorsell skrifaði:
När man stickar resåren på ärmarna ska man använda stickor storlek 7 eller 9? Vanligtvis i era mönster brukar man alltid går ner i storlek i samband med resårstickningen, men det framgår inte i detta mönster om man ska göra det.
05.03.2022 - 01:44DROPS Design svaraði:
Hej Rosemarie, du har helt ret, det skal vi få lagt til. Tak for info :)
09.03.2022 - 10:07
Camille skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas comment mesurer l'empiècement (taille M). Entre mon marqueur et le rg de montage j'ai env. 10cm (4cm cote1/1 + 5cm cote2/2+ motifs). Or après A5 on me dit que 23cm depuis le marqueur équivaut à 27cm depuis le montage (donc seulement 4cm...). Quelle dimension suivre ?? Merci pour votre aide.
02.03.2022 - 17:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Camille, effectivement, nos stylistes vont vérifier ce point, il semble que la longueur totale est bien juste, autrement dit 27 cm en taille M depuis le rang de montage. Merci pour votre retour, bonne continuation!
03.03.2022 - 10:08
Linda skrifaði:
Harmonica
18.01.2022 - 14:37
Christina skrifaði:
Playing the accordion
17.01.2022 - 14:22
Anastasia skrifaði:
Bel cardigan, ottimo per fare il coordinato alla maglia precedente
13.01.2022 - 21:06
Harvest Wreath Cardigan#harvestwreathcardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri og ¾ löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-46 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 67 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim 49 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 33) = 1,7. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca hverja og aðra hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsi mælist ca 4 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 10-10½-9½-9½-10-10 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 67-71-73-75-79-81 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 7 með DROPS Wish eða DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 33-33-35-37-37-39 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 100-104-108-112-116-120 lykkjur. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn og kanlykkjur að framan eru prjónaðar eins og áður). BERUSTYKKI: Prjónið nú stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 5-5-5-6-6-6 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Byrjið við umferð með ör í mynsturteikningu og prjónið mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 yfir fyrstu 5 lykkjur, A.2 þar til 10 lykkjur eru eftir (= 20-21-22-23-24-25 mynstureiningar með 4 lykkjum), A.3 yfir næstu 5 lykkjur, endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, hefur verið aukið út um 1 lykkju í A.3 = 101-105-109-113-117-121 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9. Setjið eitt prjónamerki hér, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Prjónið nú sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2 cm frá prjónamerki, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Stærð S, L, XL, XXL og XXXL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið 1-2-2-1-1 lykkjur sléttprjón, A.4 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) þar til eftir eru 5-6-6-6-5 lykkjur í umferð (= 15-16-20-21-22 mynstureiningar með 6-6-5-5-5 lykkjur), prjónið 0-1-1-1-0 lykkju sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Stærð M: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.4 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) þar til 10 lykkjur eru eftir í umferð (= 15 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið fyrstu 5 lykkjur í A.4, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Allar stærðir: Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 30-32-32-40-42-44 lykkjur og það eru 131-137-141-153-159-165 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 9-9-9-10-10-10 cm frá prjónamerki. Prjónið nú næstu umferð frá réttu þannig: ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Stærð S, M, L og XXXL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið 0-1-2-0 lykkjur sléttprjón, A.5 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) þar til eftir eru 5-5-5-6 lykkjur í umferð (= 11-14-16-22 mynstureiningar með 11-9-8-7 lykkjum), prjónið 0-0-1-1 lykkju sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Stærð XL og XXL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.5 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) þar til eftir eru 12-10 lykkjur í umferð (= 17-18 mynstureiningar með 8-8 lykkjum), prjónið fyrstu 7-5 lykkjur í A.5, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Allar stærðir: Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 153-165-173-189-197-209 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist = alls 25-27-29-31-33-35 cm frá uppfitjunarkanti, jafnframt í síðustu umferð er aukið út um 1-1-1-1-1-5 lykkjur = 154-166-174-190-198-214 lykkjur. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 27-29-30-32-34-37 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 28-30-32-36-36-38 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-10-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 44-48-50-54-58-64 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 28-30-32-36-36-38 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-10-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 27-29-30-32-34-37 lykkjur (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT. FRAM- OG BAKSYKKI: = 110-118-126-138-146-158 lykkjur. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 42-46-50-50-54-54 lykkjur jafnt yfir = 152-164-176-188-200-212 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið nú stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Stykkið mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 28-30-32-36-36-38 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-10-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 34-36-40-46-46-48 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 6-6-8-10-10-10 lykkjur (= 3-3-4-5-5-5 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónamerkið er notað síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi (á einungis við um stærð L, XL, XXL og XXXL – lykkjum er ekki fækkað í stærð S og M). Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Prjónið eftir stærðum þannig: Stærð S og M: Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 14-12 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 15 cm að loka máli (þ.e.a.s. 7 cm gatamynstur + 8 cm stroff). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 35-35 lykkjur, þ.e.a.s. aukið út um 1 lykkju í S og fækkið um 1 lykkju í M. Stærð L, XL, XXL og XXXL: Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3-1-1-1 cm millibili alls 2-2-2-3 sinnum = 36-42-42-42 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 10-9-8-8 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 15 cm að loka máli (þ.e.a.s. 7 cm gatamynstur + 8 cm stroff). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-0-0-0 lykkju = 35-42-42-42 lykkjur. Allar stærðir: Prjónið nú mynstur A.6 hringinn (= 5-5-5-6-6-6 mynstureiningar með 7 lykkjum). Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka, mælist ermin ca 21-19-17-16-15-15 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9-9-9-10-10-10 lykkjur jafnt yfir = 44-44-44-52-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 7. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 29-27-25-24-23-23 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #harvestwreathcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-46
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.