Babeth skrifaði:
Bonjour Je ne compte pas le diagramme de milieu A1 Faut il faire le maille envers du milieu avec un jeté avant la maille et un jeté après ou deux jetés à suivre Si oui comment faire 2 jetés de suite Merci
23.01.2024 - 10:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Babeth, tricotez le motif ajouré au milieu de A.1, au 1er rang, ainsi: 4 m end, 1 diminution, 1 m end, 1 jeté, 1 m env, 1 jeté, 1 m end, 1 diminution, 4 m end. Bon tricot!
24.01.2024 - 07:27
Sapine Woelk skrifaði:
Liebes Drops Design Team! Das ist ein entzückender Pulli. Leider nur für Kinder. Gibt es eine Umrechnung für Erwachsene? liebe Grüße
08.10.2023 - 18:44DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Woelk, das machen wir leider nicht, aber hier finden Sie alle unsere Modellen für top-down Pullover mit Lochmuster, vielleicht kann Ihnen eins davon inspirieren. Viel Spaß beim stricken!
09.10.2023 - 09:11
Indigo Larsen skrifaði:
Hej. Jeg strikker størrelse 12/18 . Hvad er det meningen, at trøjen skal måle ved bærestykket, når man er færdig med at udtage til raglan? Altså i omkredsen? Jeg strikker strammer end jeg strikke fasthed, så jeg ved ikke hvornår, jeg skal tage masker fra til ærmer, når I bare skriver “når arbejdet måler 12 cm”. Bærestykket måler cirka 60 cm for mig. Jeg strikker 34 masker på 10 cm.
28.09.2023 - 12:22
Enni skrifaði:
Suomenkielisessä ohjeessa langanmenekki isoimmassa koossa poikkeaa norjan ja englanninkielisistä ohjeista. Tämä kannattaa varmaan päivittää.
14.09.2023 - 14:55
Anna skrifaði:
Hej Svar på din fråga är att det blir inte rätt med maskorna i a1. Det saknas maskor på tredje varvet i mönstret. Jag har markörer till raglan samt ärmen.
11.09.2023 - 15:55DROPS Design svaraði:
Hej Anna, jo A.1 er korrekt, du starter nederst i højre hjørne og diagrammet går over de midterste 29 masker i str 6/9. De 2 masker du tager ind på 3.pind, tages ud igen på 4.pind :)
14.09.2023 - 15:28
Anna skrifaði:
Hej Jag stickar storlek 6/9 månader. Men jag får inte rätt på A1. A1 börjar väl på samma ställe hela tiden? Dvs det ökas på vardera sida om mönstret i raglan?
04.09.2023 - 08:15DROPS Design svaraði:
Hei Anna. Ja, A.1 skal begynne på samme sted hele tiden. Kommer diagrammet skjevt eller? Har du riktig maskeantall, økte du jevnt fordelt etter halskanten slik det er beskrevet i oppskriften? Sett maskemarøkrer ved mønstret, og raglanlinjen, da har du bedre oversikt. mvh DROPS Design
11.09.2023 - 14:54
EC skrifaði:
Row 1, starts with 97 stitches, yet when I work through the first row I am short 16 stitches. Can you clarify row 1, as it used in many patterns (which are beautiful). Thank you. Below is how I have interpreted row 1. Col 1 = # of stitches on needle, col 2 = # of stitches on needle after knitted stitches. Stitches 97 K3 94 k17 77 K6 71 K6 65 K10 55 K2 53 K4 49 48 20 a1=29 16 K4 14 K2 8 K6 -2 K10 -4 K2 -13 K17 -16 K3
11.06.2023 - 19:17DROPS Design svaraði:
Hi EC, Row 1: 3 garter st, 17 stocking st, 1 yo, 2 stocking st, 1 yo, 6 stocking st (increase 4 over these ), 1 yo, 2 stocking st, 1 yo, 4 stocking st, A.1 (29 ), 4 stocking st, 1 yo, 2 stocking st 1 yo, 6 stocking st, (increase 4 over these ), 1 yo, 2 stocking st, 1 yo, 17 stocking st and 3 garter st. Increased 8 stitches for raglan and 8 stitches in addition. Without the increases: 3+17+2+6+2+4+29+4+2+6+2+17+3 = 97 stitches, so you should not have any left-over stitches. With the increases you have 113 stitches. Happy knitting!
12.06.2023 - 06:58
EC skrifaði:
How much yarn is required for largest size 3ft – 3ft3/3ft5 - 3ft3/3ft5. Pattern states 200g; but how many yards is that. How many balls of yarn I will need. Thank you.
03.06.2023 - 18:17DROPS Design svaraði:
Dear EC, for the three largest sizes you will need 150, 150 and 200 gr respectively of DROPS Safran. Each ball of Safran has 50gr and 175 yards. So you will need 3, 3 or 4 balls of DROPS Safran, depending on the size you are working. 150gr of Safran = 525 yards and 200gr of Safran = 700 yards. Happy knitting!
04.06.2023 - 18:20
Jette skrifaði:
Hej, hvorfor ruller kanten forneden, jeg har lukket løst af som beskrevet.
28.04.2023 - 19:59DROPS Design svaraði:
Hei Jette. Prøv å fukte kanten og la den tørke flatt / i fasong. mvh DROPS Design
02.05.2023 - 09:57
Jette Olesen skrifaði:
Når jeg strikker kanten forneden bliver det er stor flæsekant, det syntes jeg ikke det er på modellen. Hvad gør jeg?
27.04.2023 - 08:43DROPS Design svaraði:
Hej Jette, jo bølgemønsteret bliver til en lille flæse, hvis du vil have den lidt mindre kan du strikke med en mindre pind :)
27.04.2023 - 10:29
Sweet Ivy#sweetivysweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, bylgjumynstri og gatamynstri. Stærð 0 – 6 ára.
DROPS Baby 42-7 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (þ.e.a.s. frá röngu) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið þannig að ekki myndist gat. Í næstu umferð (þ.e.a.s. þegar stykkið er prjónað í hring) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir 2 hnappagötum í kanti aftan í hnakka. Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½ cm. Fellið síðan af fyrir næsta hnappagati þegar stykkið mælist ca 4 cm frá fyrra hnappagati. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður, með kantlykkjum mitt að aftan. Þegar opið á baki hefur verið prjónað til loka, prjónið áfram í hring á hringprjóna. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 73-77-81-85 (89-93-97) lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3. BERUSTYKKI: LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR AÐ PRJÓNA! Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu og mitt að aftan þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 11-12-13-14 (15-16-17) lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (10 lykkjur fyrir ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 0-0-0-1 (2-3-4) lykkjur sléttprjón, A.1 (25-27-29-29 (29-29-29) lykkjur – sjá byrjun fyrir þína stærð í minnstu stærðum), 0-0-0-1 (2-3-4) lykkjur sléttprjón (= framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (10 lykkjur fyrir ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-12-13-14 (15-16-17) lykkjur sléttprjón og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni (hálft bakstykki). Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið og það eru 89-93-97-101 (105-109-113) lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni, A.1 og 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að aftan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! og fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ATH! Í stærð 0/1 og 1/3 mánaða eru útauknar lykkjur fyrst prjónaðar jafnóðum inn í A.1, síðan eru þær prjónaðar í sléttprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm frá uppfitjunarkanti, setjið stykkið saman þannig: Í næstu umferð frá réttu eru felldar af fyrstu 3 lykkjur í umferð, prjónið síðan út umferðina eins og áður. Þegar umferðin hefur verið prjónuð til loka er haldið áfram að prjóna í hring yfir allar lykkjur. Prjónið nú sléttprjón yfir allar lykkjur á bakstykki, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni og A.1 eins og áður. Færið umferðina til þannig að miðjulykkjan á bakstykki er byrjun á umferð. Aukið út fyrir laskalínu alls 10-12-13-14 (15-16-18) sinnum = 158-178-190-202 (214-226-246) lykkjur. Prjónið sléttprjón án útaukningar, en mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 9-10-11-12 (13-14-15) cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 24-27-29-31 (33-35-38) lykkjur. setjið næstu 32-36-38-40 (42-44-48) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 47-53-57-61 (65-69-75) lykkjur slétt (framstykki), setjið næstu 32-36-38-40 (42-44-48) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 23-26-28-30 (32-34-37) lykkjur sem eftir eru í umferð. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 106-118-126-138 (146-154-166) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í öðrum hverjum cm alls 3-3-3-4 (4-4-4) sinnum = 118-130-138-154 (162-170-182) lykkjur. Þegar stykkið mælist 8-10-11-13 (15-18-21) cm frá skiptingu, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-23-32-33 (42-34-39) lykkjur jafnt yfir = 136-153-170-187 (204-204-221) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan A.2 yfir allar lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er fellt af aðeins laust með sléttum lykkjum. Peysan mælist ca 25-28-30-33 (36-40-44) cm frá öxl. ERMI: Setjið 32-36-38-40 (42-44-48) lykkjur af þræði frá annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af þeim 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 38-42-44-48 (50-52-56) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8 (8-8-8) lykkjur undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-4-3-3 (4-5-3 ½) cm millibili alls 2-3-4-5 (5-5-7) sinnum = 34-36-36-38 (40-42-42) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 11-14-15-18 (21-26-29) cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í kant að sem er án hnappagata. Leggið kant með tölum undir kant með hnappagötum og saumið saman neðst. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetivysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 42-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.