Morgane skrifaði:
Hello, can you explain how to decrease the shoulder? I'm having trouble understanding “Decrease as follows on each row from the right side by the neck: 2 stitches 4 times” do I have to decrease 4 times on the same row? Thank you
19.10.2024 - 15:51DROPS Design svaraði:
Dear Morgane, you should decrease on each right side row, 2 stitches at once. Then the next time you get to a right side row, 2 stitches again, etc, until you decreased 4 times. Happy Knitting!
20.10.2024 - 10:39
Renneke Visee skrifaði:
Er staat dat voor en achterpand apart gebreid worden op een rondbreinaald. Waarom niet op gewone breinaalden? een rondbreinaald gebruik je toch om iets rond te breien, als één geheel.
14.10.2024 - 13:07
Morgane Bahier skrifaði:
Hi, for the body, we are told to decrease evenly, does that mean that we have to decrease on A.2 and A.3 ? Because for the size XL, by following the lesson, I had to decrease after 20 stitches, and then after 21... Then the diagram will not match (instead of 12 stitches, I have 11 stitches).
06.10.2024 - 18:53DROPS Design svaraði:
Dear Morgane, you decrease evenly over the stitches in stocking stitch. Start with stocking stitch over 19 stitches. You must decrease 4 stitches evenly over these 19 stitches, so you will have to alternate your decreases by knitting together every 4th and 5th stitch and every 3rd and 4th stitch alternately. You do the same at the end, over the final stitches in stocking stitch. So the charts remain the same, you simply reduce the length of the stocking stitch sections on the sides. Happy knitting!
06.10.2024 - 23:38
Vicky Butterfield skrifaði:
After the first purl from wrong side then right side are you going to purn again on wrong side cause stitch not line up at all
16.09.2024 - 23:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Butterfield, at the very bottom of front piece, you first purl all stitches (wrong side row) then work in rib from RS with 1edge st in garter stitch on each side, then work rib with K over K and P over P. ReadA.1 from the right towards the left from RS and from the left towards the right from WS. Happy knitting!
19.09.2024 - 16:18
Peta skrifaði:
Hi, Could you please confirm when it says. Repeat pattern on the 68 stitches until you reach the desired size length. The cable patterns have 32 rows. Do you just repeat these 32 rows until you reach your size length?
12.08.2024 - 13:14DROPS Design svaraði:
Dear Peta, correct, work the remaining stitches on each side as before. Happy knitting!
12.08.2024 - 15:29
Kasia skrifaði:
How do you decrease for size s? n11,p4,A2,p4,A3,p4,A2,p4,11=74 nDo you decrease from the 11 stitches?
29.07.2024 - 12:37DROPS Design svaraði:
Dear Kasia, decrease evenly as explained in this lesson over the 11 sts, this means you will have 11 sts - 3 sts decreased = 8 sts left on each side of piece. Happy knitting!
01.08.2024 - 09:09
Kasia skrifaði:
Is it possible to get this pattern with full detail - row by row instructions cs abbreviated version . Thank you
28.07.2024 - 12:41DROPS Design svaraði:
Witaj Kasiu, niestety ten wzór jest dostępny w takiej formie. Możesz skorzystać z naszych instrukcji video, kursów, a jeśli w dalszym ciągu masz jakieś wątpliwości, proszę zadaj pytanie przez formularz kontaktowy na dole strony. Postaramy się pomóc. Pozdrawiamy!
28.07.2024 - 15:52
Peta skrifaði:
Thank you. Makes sense now. Next time I’ll check the tutorials to see what I’m doing wrong. I haven’t done many DROP patterns but, l love them !!!! Just need to familiarise myself with them. Peta
26.07.2024 - 02:11DROPS Design svaraði:
Hi Peta, in each pattern you will find video tutorials, lessons and FAQ. If you can't understand something, feel free to ask question via our comment/questions form. I wish you many fulfilling projects based on DROPS patterns and yarns. Happy knitting!
26.07.2024 - 10:38
Peta skrifaði:
I’m reading the pattern from right to left. Is it left to right. Maybe that’s where I’m confused. Thank you Peta
25.07.2024 - 10:32DROPS Design svaraði:
Hi Peta, When working back and forth, you read pattern from right to left from the right side and from left to right from the wrong side. For more information please see our lesson HERE. Happy knitting!
25.07.2024 - 11:15
Peta skrifaði:
Thanks for your reply. I’m still confused unfortunately. I’m reading he A1 pattern as k2, p3,k2,p3,k2,p1,k2,p1 total 16 stitches. Where does it say just k1 as you’re suggesting. Please help. Peta
25.07.2024 - 10:27DROPS Design svaraði:
Hi Peta, sorry my mistake, I corrected it in my previous answer. So you read A.1 pattern from right to left from the right side (the part of garment which is seen when it is worn): so you will have: p1, k2, p1, k2, p3, k2, p3, k2. Pattern is read from left to right from the wrong side (inside of your garment): p2, k3, p2, k3, p2, k1, p2, k1. Happy knitting!
25.07.2024 - 11:13
Scent of Sage#scentofsagesweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Stykkið er prjónað með köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 226-62 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum í byrjun á umferð (hægri öxl) þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman. Fækkið lykkjum í lok umferðar (vinstri öxl) þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt. ÚTAUKNING (á við ermar): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður upp tvöfaldur kantur í hálsmáli. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 74-74-82-90-98-98 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 2 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* 2-2-3-4-5-5 sinnum, A.1 er prjónað 3 sinnum, prjónið 4 fyrstu lykkjur í A.1, 2 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* 2-2-3-4-5-5 sinnum, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram stroffprjón þar til stykkið mælist 10 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: sléttprjón yfir fyrstu 11-11-15-19-23-23 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 3-1-2-4-4-1 lykkjur jafnt yfir, 4 lykkjur brugðið, A.2, 4 lykkjur brugðið, A.3, 4 lykkjur brugðið, A.2, 4 lykkjur brugðið, sléttar lykkjur yfir síðustu 11-11-15-19-23-23 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 3-1-2-4-4-1 lykkjur jafnt yfir = 68-72-78-82-90-96 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 64-68-74-78-86-92 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 50-52-53-55-56-58 cm. Í næstu umferð eru miðju 20-22-22-24-26-26 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er lykkjum fækkað við háls, fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu þannig: Fækkið um 2 lykkjur 4 sinnum – sjá ÚRTAKA = 14-15-18-19-22-25 lykkjur eftir á öxl. Prjónið sléttprjón yfir kaðlalykkjur þegar ekki er lengur pláss fyrir heilan kaðal á breiddina. Prjónið þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. BAKSTYKKI. Fitjið upp 56-60-68-72-80-88 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjón, 2 lykkjur slétt * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroffprjón svona í 10 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 6-6-8-8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 50-54-60-64-72-78 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 46-50-56-60-68-74 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 16-18-18-20-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 14-15-18-19-22-25 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 36-40-40-44-44-48 lykkjur á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-4-6-4-6 lykkjur jafnt yfir = 32-34-36-38-40-42 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 11 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 9½-9½-9-9-8½-8 cm millibili alls 5 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Fellið af þegar ermin mælist 52-52-50-49-46-45 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana, niður að stroffi (10 cm klauf í hvorri hlið). Saumið ermar í. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu og á annarri öxlinni og prjónið upp ca 60 til 76 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði), á stuttan hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 16 cm. Fellið af. Brjótið hálsmálið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #scentofsagesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 226-62
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.