Helen Hewlett skrifaði:
I have noticed there are no short rows for the neck shaping. Will this cause a problem with the fit ? If I wanted to add them where would be the best place ?
09.01.2025 - 00:52DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hewlett, that's right there is no short rows on this jumper, this means neckline will be as high on back piece as on front piece. If you want to add some,you can add them before starting diagram. Happy knitting!
09.01.2025 - 17:47
Cam skrifaði:
Hi, I’m a little confused about the yoke section - the pattern says to do repetitions of 6 stitches for the snowflakes, but the chart starts with a row of 7 stitches (which means I have the wrong number of stitches to begin the snowflakes). Am I misreading? Thanks.
06.01.2025 - 21:22DROPS Design svaraði:
Dear Cam, on first row in diagram you repeat the 6 stitches, and you will increase as shown in diagram, ie on 2nd row you will have 7 sts in each A.1 all the round - increase as shown in diagram, when all increases are done, there will be 16 sts in each A.1. Happy knitting!
07.01.2025 - 09:39
Antonella skrifaði:
Come faccio a capire la taglia S a che misure corrisponde
06.01.2025 - 13:43DROPS Design svaraði:
Buonasera Antonella, scorrendo in fondo alla pagina trova lo schema con le misure per le diverse taglie. Buon lavoro!
07.01.2025 - 19:33
Marylene skrifaði:
Je voudrai un pull top down facile à faire je suis débutante pour faire se pull
05.01.2025 - 17:26
Evs skrifaði:
Leider sitzt die Passe sehr weit oben (Größe M). (Kann man gut an den geposteten nachgestrickten Pullovern in der Galerie sehen, haben wenig Ähnlichkeit mit dem Original. ) Es hätte gut noch eine dritte Sternenreihe mit entsprechendern Zunahmen gepasst. Insgesamt sind die Maße zu klein/eng gehalten.
04.12.2024 - 09:12
Serap skrifaði:
I did it!!! Thanks for pattern🙏
01.12.2024 - 18:05
ROBERT Nicole skrifaði:
Bonjour, pour le col faut-il vraiment diminuer entre les mailles envers ? Ne serait-ce pas plutôt des augmentations ? Ça va resserrer le col ?! Merci pour votre réponse.
07.11.2024 - 18:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Robert, c'est de tricoter d'abord en côtes 2 m end, 3 m env qui lui donne l'élasticité souhaitée, on continue ensuite simplement en côtes 2 m end, 2 m env - pensez juste. bien vérifier votre tension et à la conserver tout du long. Bon tricot!
08.11.2024 - 07:44
Mette skrifaði:
Jeg er usikker på om jeg skal strikke str. small eller medium og opskriften indeholder ikke mål (fx overvidde) på de forskellige størrelser?
12.09.2024 - 11:56DROPS Design svaraði:
Hei Mette. Joda, bare ta en titt på målskisse nederst på oppskriften. Der finner du alle mål på genseren (samme mål nederst og overvidde). mvh DROPS Design
16.09.2024 - 10:37
Floriana Olivares skrifaði:
Hello, where could I find the same pattern but with instructions from bottom to top. I find the method of working top down too confusing for my limited skills? Thank you for your help. I always knit with circular needles.
09.04.2024 - 15:31DROPS Design svaraði:
Dear Floriana, unfortunately we do not have the same pattern in a bottom up version, and with many thousands of pattern on our site, we cannot modify them to each individual request. However, HERE you can find a number of our sweaters that are knitted from the bottom up, and with a round yoke, some of them also have stranded patterns. Maybe you will find something you like. Happy Knitting!
09.04.2024 - 16:48
Abby James skrifaði:
Love this pattern
15.03.2024 - 18:31
Merry Stars#merrystarssweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa / jólapeysa úr DROPS Air. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með hringlaga berustykki og snjókristallamynstri. Stærð XS - XXL. Þema: Jól.
DROPS 228-49 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 95-100-105-110-115-120 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum gallabuxnablár í DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5. BERUSTYKKI: Setjið 1 merki í byrjun á umferð fyrir miðju að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu merki! Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-16-18-26-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 84-96-102-114-120-126 lykkjur. Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.1 (= 14-16-17-19-20-21 mynstureiningar með 6 lykkjum). ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR PRJÓN! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 224-256-272-304-320-336 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með litnum gallabuxnablár, þar sem aukið er út um 8-0-0-0-4-8 lykkjur jafnt yfir = 232-256-272-304-324-344 lykkjur. Haldið áfram með litnum gallabuxnablár og sléttprjón þar til stykkið mælist ca 20-22-23-25-27-29 cm frá merki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 34-38-40-44-49-53 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-76-80-88-98-106 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 34-38-40-44-49-53 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 148-164-176-192-216-236 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og með litnum gallabuxnablár. Prjónið þar til stykkið mælist 27-27-27-27-27-27 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm að loka máli). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Klippið þráðinn og festið. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann síðar þegar fækka á lykkjum fyrir miðju undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn með litnum gallabuxnablár. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-6-4-3-2½-2½ cm millibili alls 5-6-8-11-11-12 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 38-36-36-35-34-32 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 4-2-4-2-4-2 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING! Ermin mælist ca 42-40-40-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Hægt er að brjóta uppá kantinn í hálsmáli þannig að hann verði tvöfaldur, eða það er líka hægt að nota hann sem háan kraga. Ef stykkið á að vera með tvöföldum kanti í hálsmáli þá er það gert þannig: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #merrystarssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-49
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.