Joan Lyngby Jepsen skrifaði:
I opskriften står der at man skal starte med 120 masker og så tage ind efter 4 cm men på billedet ser det ud til at være omvendt. Er det en fejl? Skulle man starte med 96 masker og så tage ud til 120 masker?
25.10.2025 - 06:34DROPS Design svaraði:
Hej Joan, det stemmer fint, du tager ind så ribben i halsen bliver fin. Når du er færdig med halsen begynder du at tage ud ifølge opskriften - God fornøjelse!
28.10.2025 - 14:07
BEATRIX GUICHARD skrifaði:
Au moment de l’impression après le diagrammeA1 le patron du pull ne s’imprime pas sur la page 5 car il est pas pris en compte. Pourquoi?
08.10.2025 - 20:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Guichard, pensez à vérifier les paramètres de votre imprimantes en veillant à ce qu'elle imprime bien toutes les pages, sans sélection particulière, pour éviter qu'elle n'ait gardé les paramètres d'une impression précédente. Bon tricot!
09.10.2025 - 08:42
Christina skrifaði:
Hallo. Beim Diagramm steht, daß es 19 Rapporte a 6 Maschen sind. Aber es sind ja auch manchmal mehr Maschen. Was ist richtig? In der 7. Reihe ist z.B. 7 Maschen pro Rapport. Oder liege ich da falsch? Können Sie mir helfen?
23.09.2025 - 22:02DROPS Design svaraði:
Hi, Christina, when knitting A.1, you increase the number of stitches you have every time you get to a little black circle in the diagram. See the description above the diagram. Happy knitting!
22.10.2025 - 10:00
Ruth Amherd skrifaði:
Ist dieser Pullover wirklich einfach zu arbeiten
17.09.2025 - 09:19
Marijke Wong skrifaði:
Ik ben nieuw in het breien van kleurwerk. Ik ben aangekomen bij toer 18 en nu moet ik na iedere 10de steek meerderen. Maar moet ik deze meerdering steeds in de blauwe kleur maken of met de kleur waarmee ik de steek ervoor gemaakt heb?
10.09.2025 - 19:33DROPS Design svaraði:
Dag Marijke,
De meerderingen kun je het beste in de basiskleur maken, dus in blauw in dit geval.
12.09.2025 - 21:38
Cecilia Muñoz skrifaði:
Como cambiar el color de la lana en tejido circular cuando hay un aumento...se agradece
09.06.2025 - 17:26DROPS Design svaraði:
Hola Cecilia, los aumentos en el diagrama se trabajan en azul, el color de fondo. Por lo que no cambias de color sobre estos puntos; trabájalos normal con el color azul.
15.06.2025 - 19:03
Françoise BASTIAN skrifaði:
Peut-on transformer ce modèle pull en gilet ?
27.05.2025 - 11:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bastian, probablement, retrouvez ici tous les modèles de gilets & vestes avec ce groupe de tension tricotés de haut en bas avec empiècement arrondi, pour vous inspirer. Bon tricot!
27.05.2025 - 14:29
Ana Isabel Rodriguez Sío skrifaði:
Cuando se cambia para trabajar con agujas de 80 cm?
22.01.2025 - 13:12DROPS Design svaraði:
Hola Ana Isabel, cuando estés trabajando el canesú, una vez el número de puntos sea incómodo para trabajar con la aguja corta puedes cambiar a las agujas de 80cm. No hay una vuelta concreta, depende de cada tejedor.
25.01.2025 - 17:14
Sette Ivana skrifaði:
Buongiorno, sono Ivana non capisco bene il diagramma quando dice 16 ripetizioni ok capisco ...ma di 6 maglie non capisco grazie
10.01.2025 - 19:01DROPS Design svaraði:
Buonasera Ivana, il diagramma A.1 inizia con 6 maglie e si lavorano 16 ripetizioni sul giro. Buon lavoro!
10.01.2025 - 20:11
Sarah skrifaði:
Ich habe drei Dinge anders gemacht als in der Anleitung: 1) Für Größe m habe ich 350g blau statt 300g benötigt. 2) Die Zunahmen habe ich aus dem Querfaden genommen, ansonsten bekam ich Löcher. 3) Die Ärmel habe ich gut 6 cm länger gemacht. Der Pulli ist schnell und einfach zu stricken und sieht toll aus. Das Garn Drops Air ist wirklich sehr schön leicht und warm.
09.01.2025 - 22:03
Merry Stars#merrystarssweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa / jólapeysa úr DROPS Air. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með hringlaga berustykki og snjókristallamynstri. Stærð XS - XXL. Þema: Jól.
DROPS 228-49 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 95-100-105-110-115-120 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum gallabuxnablár í DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5. BERUSTYKKI: Setjið 1 merki í byrjun á umferð fyrir miðju að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu merki! Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-16-18-26-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 84-96-102-114-120-126 lykkjur. Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.1 (= 14-16-17-19-20-21 mynstureiningar með 6 lykkjum). ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR PRJÓN! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 224-256-272-304-320-336 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með litnum gallabuxnablár, þar sem aukið er út um 8-0-0-0-4-8 lykkjur jafnt yfir = 232-256-272-304-324-344 lykkjur. Haldið áfram með litnum gallabuxnablár og sléttprjón þar til stykkið mælist ca 20-22-23-25-27-29 cm frá merki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 34-38-40-44-49-53 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-76-80-88-98-106 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 34-38-40-44-49-53 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 148-164-176-192-216-236 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og með litnum gallabuxnablár. Prjónið þar til stykkið mælist 27-27-27-27-27-27 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm að loka máli). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Klippið þráðinn og festið. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann síðar þegar fækka á lykkjum fyrir miðju undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn með litnum gallabuxnablár. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-6-4-3-2½-2½ cm millibili alls 5-6-8-11-11-12 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 38-36-36-35-34-32 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 4-2-4-2-4-2 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING! Ermin mælist ca 42-40-40-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Hægt er að brjóta uppá kantinn í hálsmáli þannig að hann verði tvöfaldur, eða það er líka hægt að nota hann sem háan kraga. Ef stykkið á að vera með tvöföldum kanti í hálsmáli þá er það gert þannig: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #merrystarssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-49
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.