Anna skrifaði:
Hello, I am confused by the diagram for the sleeve. Before I print it, I wanted to ask why the tree look inverted on the sleeve. In the photo of the man in the sweater the Christmas tree star is pointing up towards the shoulder but in the pattern knit schematic for the color diagram, the Christmas tree star appear facing downwards on the sleeve and towards the wrist. Is this an error? Also, are there any tips that I should for knitting this sweater left handed? Thanks
30.03.2024 - 21:17DROPS Design svaraði:
Dear Anna, this sweater is knitted top down. You start at the neckline and going "downward" from there. Thus the top of the tree will actually be closest to the neckline, and the branches are downward. I hope this helps. Happy Knitting!
30.03.2024 - 21:26
Borde skrifaði:
Il n y a pas le diagramme lorsque l on imprime l explication comment l avoir car pas facile à suivre sur l ecran Merci
18.03.2022 - 08:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Borde, pensez à vérifier les paramètres de votre imprimante, vous devez bien imprimer toutes les pages (soit 6 pages pour ce modèle), et les diagrammes se trouvent en bas de la page 4 - le schéma en haut de la page 5. Bon tricot!
18.03.2022 - 09:40
Hanan Salah skrifaði:
Bonjour faut il lire le diagramme toujours de droite ?
08.02.2022 - 14:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hanan Salah, vous lisez le diagramme de droite a gauche. Plus d'infos vous trouverez ICI. Bon tricot!
08.02.2022 - 14:52
Hanan Salah skrifaði:
Bonjour madame est ce que je dois avoir des mailles en plus ? Par exemple dans la ligne où je dois faire un jeté puis 9 mailles il me reste 6 mailles à la fin du ligne est ce que cela est juste? Merci bcp
28.01.2022 - 12:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Salah, lorsque vous tricotez le diagramme, vous allez augmenter le nombre de mailles d'1 maille à chaque fois pour chaque diagramme, autrement dit, lorsque vous commencez A.1 sur 6 mailles (= 6 m end, 1 jeté), vous devez répéter de (à) tout le tour le nombre de fois indiqué pour la taille (de 16 à 23 fois). Mettez bien un marqueur entre chaque motif/diagramme pour pouvoir bien vérifier votre nombre de mailles à chaque fois. Bon tricot!
28.01.2022 - 13:56
Hanan Salah skrifaði:
Bonjour je n’arrive pas à savoir le début de chaque rang
27.01.2022 - 14:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Salah, pour bien repérer le début de chaque tour, placez un marqueur à la jonction entre la dernière maille du tour et la première maille du tour suivant. Retrouvez comment utiliser des marqueurs dans cette vidéo. Bon tricot!
28.01.2022 - 10:23
Hanan Salah skrifaði:
Bonjour mon carre de tension est de 17.5 x 25 lignes les aiguilles utilisées vont être 5 ou 5.5 pour être exacte? Merci
23.01.2022 - 15:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Salah, essayez avec des aiguilles plus fines (1/2 taille par exemple) et bloquez votre échantillon pour vérifier si vos mesures sont bonnes. Retrouvez ici plus d'infos sur l'échantillon. Bon tricot!
24.01.2022 - 09:48
Hanan Salah skrifaði:
Bonjour madame faut-il repasser les parties du pull avant de le coudre ?
22.01.2022 - 10:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Salah, attention à la laine que vous utilisez, DROPS Air ne se repasse pas (cf étiquette et nuancier); vous pouvez toutefois bloquer le pull avant de faire les dernières coutures; certaines tricoteuses le font, d'autres pas, à vous de choisir, demandez conseil à votre magasin de laine si besoin. Bon tricot!
24.01.2022 - 08:36
Merry Trees#merrytreessweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa / jólapeysa fyrir herra úr DROPS Air. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með hringlaga berustykki og jólatrjáamynstri. Stærð S -XXXL. Þema: Jól.
DROPS 224-6 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-105-110-115-120-130 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum milligrár í DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fækkið nú um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = 80-84-88-92-96-104 lykkjur. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-26-28-30-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 96-102-114-120-126-138 lykkjur. Prjónið nú eftir mynsturteikningu A.1 (= 16-17-19-20-21-23 mynstureiningar með 6 lykkjum). ATH! Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð og lestu LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 256-272-304-320-336-368 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með litnum milligrár, þar sem aukið er út um 0-0-0-4-8-0 lykkjur jafnt yfir = 256-272-304-324-344-368 lykkjur. Haldið áfram með litnum milligrár og sléttprjón þar til stykkið mælist ca 26-28-29-31-33-35 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 38-40-44-49-53-58 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 52-56-64-64-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 76-80-88-98-106-116 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-56-64-64-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 38-40-44-49-53-58 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 164-176-192-216-236-256 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og með litnum milligrár. Prjónið þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd, nú eru eftir ca 6 cm að loka máli). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 68-70-72-74-76-78 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 52-56-64-64-66-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-8-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-64-72-74-78-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-8-8-10-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með litnum milligrár. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-4-3-2½-2½-2½ cm millibili alls 6-8-11-11-12-12 sinnum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 39-38-37-36-34-32 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Hægt er að brjóta uppá kantinn í hálsmáli þannig að hann verði tvöfaldur, eða það er líka hægt að nota hann sem háan kraga. Ef stykkið á að vera með tvöföldum kanti í hálsmáli þá er það gert þannig: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. HNÚTUR: Það á að gera hnút efst á hvert tré. Hnúturinn er hnýttur í kringum lykkju. Klippið 2 þræði af litnum gulur, ca 10 cm. Leggið þræðina saman, notið nál og þræðið þræðina í gegnum efstu gulu lykkjuna efst á tré, þannig að báðir þráðarendarnir liggi frá réttu á stykki, hvoru megin við lykkjuna. Hnýtið hnút, hnýtið síðan annan hnút, í gagnstæða átt – sjá teikningu. Klippið þræðina ca 1 cm langa. Endurtakið efst á öllum trjám. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #merrytreessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.