Leonor skrifaði:
Hola! Estoy tejiendo este patrón y empecé a tejer en redondo el cuerpo desde abajo hacia arriba como dice en las indicaciones. Pero no entiendo la parte donde dice que se cierran puntos para hacer por separado el delantero de la espalda ¿cierro puntos desde el mismo tejido en redondo? O son dos piezas? No queda claro desde donde se empieza a cerrar ya que es un tejido circular. Gracias
24.01.2022 - 04:35DROPS Design svaraði:
Hola Leonor, despues de cerrar para las sisas, tienes 2 piezas separadas, mira el video AQUI. De este momento tejes el delantero y la espalda por separado, de ida y vuelta. Saludos!
26.01.2022 - 08:24
Elzaan Faria skrifaði:
I simply LOVE this pattern, it is the exact type I require as I'm not one for "fashiony" attire, but I need it in bigger sizes for my daughter and myself. Is this pattern available in adult sizes? I have browsed Jumpers for adults, but couldn't find one that looks like this. This jumper has a matching Cardigan (jacket) - I would greatly appreciate that one in adult sizes too, please? Thank you for a really wonderful website!
27.12.2021 - 10:48DROPS Design svaraði:
Dear Elzaan, we don't make personalized patterns. We have an ample collection of women jumpers starting from size XS, where you will probably find something similar or at least of your liking. Happy knitting!
31.12.2021 - 19:54
Ursula skrifaði:
Dankeschön :-)
09.11.2021 - 00:27
Ursula skrifaði:
Wo ist das Diagramm, es fehlt immer noch?
07.11.2021 - 15:13DROPS Design svaraði:
Liebe Ursula, wir werden es so schnell wie möglich beheben
07.11.2021 - 17:24
Fresh Lime#freshlimesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Air. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 41-12 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni (= 2 lykkjur fleiri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, síðan skiptist stykkið og framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna. Stykkið skiptist þegar fellt er af fyrir ermakúpu og prjónað er síðan fram og til baka. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 112-120-128-132-140-148 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 19-21-24-27-30-31 cm, prjónið næstu umferð þannig – fellið nú af fyrir handvegi og framstykkið/bakstykkið er prjónað til loka hvort fyrir sig: Fellið af fyrstu 6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 50-54-58-60-64-68 lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur og prjónið síðustu 50-54-58-60-64-68 lykkjur (= bakstykki). Prjónið nú áfram yfir lykkjur á bakstykki þannig: BAKSTYKKI: Haldið áfram í sléttprjóni, JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 44-48-52-54-58-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 31-34-38-42-46-48 cm, fellið af miðju 18-20-22-24-26-28 lykkjur fyrir hálsmáli og axlir eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig (= 13-14-15-15-16-17 lykkjur eftir á hvorri öxl). Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð við hálsmál = 12-13-14-14-15-16 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 33-36-40-44-48-50 cm (= 14-15-16-17-18-19 cm frá skiptingu fyrir handveg), fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Setjið til baka 50-54-58-60-64-68 lykkjur frá framstykki á hringprjón 5. Prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 29-31-35-38-42-43 cm = 44-48-52-54-58-62 lykkjur. Setjið nú miðju 14-16-18-18-20-22 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og axlir eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig (= 15-16-17-18-19-20 lykkjur eftir á hvorri öxl). Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1-1-1-2-2-2 sinnum = 12-13-14-14-15-16 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 33-36-40-44-48-50 cm (= 14-15-16-17-18-19 cm frá skiptingu fyrir handveg), fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 32-34-36-38-40-42 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan strofff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5 og prjónið sléttprjón. Setjið prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Haldið áfram í sléttprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2-3-3½-4-4-4½ cm millibili alls 7-7-7-7-8-8 sinnum = 46-48-50-52-56-58 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-28-32-35-39-42 cm, fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki (= 6 lykkjur felldar af mitt undir ermi), prjónið síðan ermakúpu fram og til baka. Fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 1-1-2-2-2-2 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorir hlið þar til ermin mælist 28-33-37-41-45-49 cm, fellið síðan af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 29-34-38-42-46-50 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við annan axlasauminn frá réttu og prjónið upp ca 48 til 74 lykkjur (deilanlegt með 2) í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þráðum) á hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #freshlimesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 41-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.