Mathy skrifaði:
Hei, jeg strikker den i strl L og har 84 masker. Skal nå øke 26 ganger og ende opp med 110 masker. Men jeg får ikke det til å gå opp, får 112 masker. 84/26 er 3,23 som vil da si øke etter hver tredje maske. Hva er det jeg gjør galt?
25.09.2024 - 14:21DROPS Design svaraði:
Hei Mathy, 84 + 26 er 110 masker, så antagelig øker du flere masker i løpet av omgangen enn foreslått. Hvis du ikke har lyst til rekke opp hele omgangen, kunne du justere maskeantall til 110 på neste omgangen, eller rekke opp de 2 siste økninger og strikke rett til slutten av omgangen. God fornøyelse!
26.09.2024 - 06:34
Janet Larkin skrifaði:
What chest sizes are ‘L’ and ‘XL’ intended to fit in inches please
04.09.2024 - 17:07DROPS Design svaraði:
Hi Janet, For measurements in inches you need to use the US English pattern. You change languages by clicking on the English/Norsk button just above "Pattern Instructions/Instruksjoner" next to the photos. Happy crafting!
05.09.2024 - 06:37
Aida skrifaði:
Hello, can I ask; I don’t get it - if I wanna use just one cirkular needle 80cm (as written Bellow the needle list) which size do I need for this pullover? It is size 4 or 5,5mm? Thank You for Your answer :)
18.08.2024 - 14:31DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Aido, je to myšleno tak, že od dané velikosti (např. 5,5) nepotřebujete jehlici dlouhou 40 cm, 80 cm a sadu ponožkových jehlic, ale stačila by vám pouze 1 kruhová jehlice č. 5,5 dlouhá 80 cm. Celkem tedy pro upletení svetru potřebujete při použití Kouzelné smyčky 1 kruhovou jehlici č.5,5/80 cm a 1 kruhovou jehlici č.4/80 cm - na lemy. Hodně zdaru! Hana Hello Aida, the idea is that from a given size (e.g. 5,5) you don't need a 40 cm long needle, 80 cm long needle and a set of DPN, but only 1 circular needle size 5,5 80 cm long would do. Happy knitting!
18.08.2024 - 16:07
Mieke skrifaði:
Ik brei XXL en vraag me af hoe ik het A2 patroon nog moet verder breien na de splitsing tussen lijf en mouwen als op 29 cm er 0 cm van A2 overblijft?
27.07.2024 - 15:46DROPS Design svaraði:
Dag Mieke,
Als A.2 al klaar is in de hoogte op de pas, dan hoef je op het lijf dus niet meer in patroon te breien.
31.07.2024 - 09:59
Susanne Heckkelboldt skrifaði:
Hej kan man få nogle brystmål så jeg kan vælge hvilken str jeg skal strikke.
13.06.2024 - 16:04DROPS Design svaraði:
Hej Susanne, Du finder målene i måleskitsen nederst i opskriften :) Hvordan læser man måleskitsen
14.06.2024 - 08:58
John W skrifaði:
What a beautiful sweater. Thank you for the simple instructions and for sharing this. I like the black tip showing on the double collar so I’m going to do the last row of body and sleeves in black to match.
11.02.2024 - 01:09
Christa skrifaði:
Hallo, möchte mich für dieses Modell bedanken! Habe es in Größe S gestrickt. Alle Angaben waren perfekt! Das nächste Modell ist schon in Arbeit!
04.02.2024 - 19:18
Tricoteuse skrifaði:
Avec quelques rangs raccourcis pour rehausser le col au dos, c'est un modèle parfait!
04.01.2024 - 13:15
Julia skrifaði:
Liebes Drops-Team, zuerst vielen Dank für all die schönen Anleitungen und die Möglichkeit sogar Rat einzuholen! Meine Frage bezieht sich auf die Ärmel: kann es wirklich sein, dass vor dem Bündchen nochmal Maschen zugenommen werden? Außerdem wäre ich sehr dankbar, wenn Sie in der Maßskizze noch noch die Breite des Bündchens angeben könnten. Im Voraus herzlichen Dank für Ihre Bemühungen. Mit freundlichen Grüßen Julia
18.02.2023 - 21:48DROPS Design svaraði:
Liebe Julia, ja genau so stimmt es auch, damit das Bündchen nicht zu eng wird, wird man zunehmen, man braucht mehr Maschen für Rippenmuster und kleinere Nadelnd als für Glattrechts und grösseren Nadeln. Diese Maßnahmen haben wir nicht, aber sollte Ihre Maschenprobe stimmen, dann bekommen Sie das gleiche Ergebnis wie beim Foto. Viel Spaß beim stricken!
20.02.2023 - 09:50
Kirsten Elbo skrifaði:
Jeg strikker i samme garn som opskriften, i str. XL og har 60 masker sat af til ærme, som beskrevet i opskriften inden optagning af 8 masker under armen. På målskitsen vises at bredden skal være 27 cm, På mit strikketøj er ærmebredden ca. 20 cm. hvilket passer med antallet af masker (60maker) ift. strikkefastheden, som jeg læser det.
13.01.2023 - 15:33
Nordic Nights#nordicnightssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og norrænu mynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-14 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 3,2. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI. Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 5,5 með litnum svartur í DROPSA Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6-6-6-7-7-7 cm. Skiptið yfir í litinn ljós brúnn í DROPS Alaska og haldið áfram með stroff í 5-5-5-6-6-6 cm (= alls 11-11-11-13-13-13 cm stroff). Síðar á að brjóta kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan og við frágang verður kanturinn ca 5-5-5-6-6-6 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-25-26-27-28-29 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 100-105-110-115-120-125 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn í DROPS Alaska þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm frá prjónamerki við hálsinn. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING: Ör-1: Aukið út 25-25-30-30-35-35 lykkjur jafnt yfir = 125-130-140-145-155-160 lykkjur (nú er pláss fyrir 25-26-28-29-31-32 mynstureiningar með 5 lykkjum). Ör-2: Aukið út 20-25-25-25-25-30 lykkjur jafnt yfir = 145-155-165-170-180-190 lykkjur (nú er pláss fyrir 29-31-33-34-36-38 mynstureiningar með 5 lykkjum). Ör-3: Aukið út 35-39-41-42-42-44 lykkjur jafnt yfir = 180-194-206-212-222-234 lykkjur. Ör-4: Aukið út 24-22-34-28-18-18 lykkjur jafnt yfir = 204-216-240-240-240-252 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 hringinn (= 17-18-20-20-20-21 mynstureiningar með 12 lykkjum). Prjónið A.2 og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Eftir síðustu útaukningu í A.2 eru 238-252-280-300-320-336 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur. ATH: Ef prjónfestan er rétt á hæðina þá kemur til með að verða eftir ca 6-4-3-1-0-0 cm af A.2 þegar stykkið er síðar skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar – A.2 er prjónað til loka á fram- og bakstykki og ermum eins og útskýrt er síðar. Prjónið þar til berustykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki við hálsmál. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 47-50-58-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram með A.2 yfir næstu 72-76-82-90-98-104 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 47-50-58-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og haldið áfram með A.2 eins og áður yfir síðustu 72-76-82-90-98-104 lykkjurnar (= bakstykki). Klippið þráðinn frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-164-180-196-212-232 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-8-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir annarri erminni. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.2 hringinn – ATH: Mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum undir hvorri ermi – haldið áfram með mynstur frá berustykki eins langt og mögulegt er út að hvorri hlið undir ermum. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn. Prjónið þar til stykkið mælist 32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragist saman, aukið nú út lykkjur eins og útskýrt er að neðan: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-40-44-48-52-56 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 192-204-224-244-264-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 47-50-58-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-12 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, með litnum ljós brúnn = 53-56-66-68-70-76 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-8-12 nýjar lykkjur undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.2 hringinn – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA (í þeim stærðum sem enn er prjónað mynstur á ermi, fækkið lykkjum mitt undir ermi í mynstri). Fækkið lykkjum svona með 7-6½-3½-3-3-2½ cm millibili alls 7-7-11-12-12-14 sinnum = 39-42-44-44-46-48 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 46-44-43-41-39-38 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátaðu e.t.v. peysuna og prjónaðu að óskaðri lengd. Prjónaðu 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9-6-8-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 51-49-48-46-44-43 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nordicnightssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.