Pascale skrifaði:
Bonjour. Pouvez-vous me dire si je peux faire ce modèle avec une rehausse dos ? Dans l’affirmative, comment calculer les rangs raccourcis ? Et où dois-je placer le marqueur pour le début de l’empiècement ? Je vous remercie. Pascale B
21.04.2025 - 19:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Pascale, vous pouvez tout à fait tricoter des rangs raccourcis pour une réhausse dos, inspirez vous d'un modèle similaire avec ce type de rangs raccourcis (et de même tension) pour savoir le nombre de mailles/de rangs à tricoter. Bon tricot!
22.04.2025 - 16:35
Marianne Muntz skrifaði:
Bonjour’ si je veux tricoter ce pull, ou peut on trouver le tableau des tailles..au moins le tour de poitrine...merci par avance.. Marianne Muntz
18.03.2025 - 20:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Muntz, pour trouver la taille à tricoter, mesurez un vêtement similaire que le destinataire a et porte volontiers et comparez ces mesures à celles du schéma du bas de page. Retrouvez plus d'infos sur les tailles ici. Bon tricot!
19.03.2025 - 07:19
Mari Muerle skrifaði:
Ich habe vor diesen Pulli zu Stricken aber wollte gerne wissen ob die Drops Alaska Wolle eine „kratzige“ Wolle ist? Und wenn ja, welche Wolle würden Sie empfehlen die nicht „kratzig“ ist?
18.03.2025 - 20:10DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Muerle, da jede Empfindlichkeit unterschiedlich ist, kann Ihnen gerne Ihr DROPS Händler am besten helfen und wenn nötig die beste Garnalternative (die können Sie mit dem Garnumrechner finden) - auch per E-Mail or Telefon empfehlen. Viel Spaß beim Stricken!
19.03.2025 - 07:18
Hedi Oja skrifaði:
I was planning to start knitting in a men's size M. But I noticed that it has a smaller number of stitches than a women's M. Now I'm confused about the size, should I still choose a larger size?
10.03.2025 - 14:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Oja, make sure you are following the right size by measuring a similar garment you have and like the shape (or the person who will wear it), and compare these measurements with the ones in the chart at the bottom of the page, read more here. Happy knitting!
10.03.2025 - 15:40
MC skrifaði:
Hallo, kan ik deze trui ook met Karisma breien. Hoeveel bollen heb ik dan nodig?
24.02.2025 - 12:29
Ildiko Kiszter skrifaði:
Vielen, vielen Dank für die Strickanleitung! 🙏 Ich bin Ihnen sehr dankbar, denn ich habe einen wunderschönen Pullover gestrickt. (Da die das Muster auf den Spielstricknadeln für die Ärmel für mich zu kompliziert war, habe ich einfach das Muster zuerst beendet und dann den Rumpfteil und die Ärmel getrennt weitergestrickt.)
11.01.2025 - 16:36
Kerstin Klemm skrifaði:
Hallo, ich brauche mal eure Hilfe. Beim Stricken des Pullovers entstehen bei der Zunahme Löcher? Was mache ich verkehrt? Ich stricke den Pullover Nordic Nights mit der schönen Wolle Alaska \r\n\r\nIch danke euch im voraus. \r\n\r\nGrüße Kerstin
06.01.2025 - 20:32DROPS Design svaraði:
Liebe Kerstin, wenn Sie mit 1 Umschlag zunehmen, beachten Sie, daß der Umschlag nicht zu locker gearbeitet wird, wenn Ihnen diese Zunahmen nicht passt, können Sie gerne eine andere Technik benutzen - hier finden Sie einige anderen. Viel Spaß beim Stricken!
07.01.2025 - 09:34
Simone Halfwassen skrifaði:
Hallo, würde gern das Alaska-Modell Norweger Herren stricken. Mein Ehemann allerdings mag keine kratzige Wolle. Welche Alternative gibt es?
04.12.2024 - 19:04
Simone Halfwassen skrifaði:
Hallo, würde gern dieses Modell stricken. Mein Ehemann allerdings mag keine kratzige Wolle. Welche Alternative gibt es?
04.12.2024 - 19:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Halbwissen, benutzen Sie den Garnumrechner um die Garnalternative sowie die passende Garnmenge zu finden; gerne kann Ihnen auch Ihr DROPS Laden die beste Alternative passend zu Ihrem Mann (auch per Telefon oder per E-Mail) empfehlen. Viel Spaß beim Stricken!
05.12.2024 - 08:10
Chaima Balil skrifaði:
Start at one of the markers (8 cast on sts underneath the sleeve ) and continue A.2 , so I will work 4 stitches from the pattern under the sleeves then start again the A.2 from the yoke ( front piece ) is that correct ? It says as far as possible towards the sides ? Can you explain this sentence to me please
13.10.2024 - 01:32DROPS Design svaraði:
Dear Chaima, in the body, when you work the pattern, you will notice that the pattern won't fit over all the stitches. So you need to ensure that a repeat is on the middle of the piece and count outwards towards the sides. Then, right in the sides, or under the sleeve, where the pattern is less visible, you may have broken/discontinued repeats, but they won't be too noticeable. You can see an example on how to check this here: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=39&cid=19. Happy knitting!
13.10.2024 - 23:55
Nordic Nights#nordicnightssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og norrænu mynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-14 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 3,2. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI. Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 5,5 með litnum svartur í DROPSA Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6-6-6-7-7-7 cm. Skiptið yfir í litinn ljós brúnn í DROPS Alaska og haldið áfram með stroff í 5-5-5-6-6-6 cm (= alls 11-11-11-13-13-13 cm stroff). Síðar á að brjóta kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan og við frágang verður kanturinn ca 5-5-5-6-6-6 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-25-26-27-28-29 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 100-105-110-115-120-125 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn í DROPS Alaska þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm frá prjónamerki við hálsinn. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING: Ör-1: Aukið út 25-25-30-30-35-35 lykkjur jafnt yfir = 125-130-140-145-155-160 lykkjur (nú er pláss fyrir 25-26-28-29-31-32 mynstureiningar með 5 lykkjum). Ör-2: Aukið út 20-25-25-25-25-30 lykkjur jafnt yfir = 145-155-165-170-180-190 lykkjur (nú er pláss fyrir 29-31-33-34-36-38 mynstureiningar með 5 lykkjum). Ör-3: Aukið út 35-39-41-42-42-44 lykkjur jafnt yfir = 180-194-206-212-222-234 lykkjur. Ör-4: Aukið út 24-22-34-28-18-18 lykkjur jafnt yfir = 204-216-240-240-240-252 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 hringinn (= 17-18-20-20-20-21 mynstureiningar með 12 lykkjum). Prjónið A.2 og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Eftir síðustu útaukningu í A.2 eru 238-252-280-300-320-336 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur. ATH: Ef prjónfestan er rétt á hæðina þá kemur til með að verða eftir ca 6-4-3-1-0-0 cm af A.2 þegar stykkið er síðar skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar – A.2 er prjónað til loka á fram- og bakstykki og ermum eins og útskýrt er síðar. Prjónið þar til berustykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki við hálsmál. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 47-50-58-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram með A.2 yfir næstu 72-76-82-90-98-104 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 47-50-58-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og haldið áfram með A.2 eins og áður yfir síðustu 72-76-82-90-98-104 lykkjurnar (= bakstykki). Klippið þráðinn frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-164-180-196-212-232 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-8-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir annarri erminni. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.2 hringinn – ATH: Mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum undir hvorri ermi – haldið áfram með mynstur frá berustykki eins langt og mögulegt er út að hvorri hlið undir ermum. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn. Prjónið þar til stykkið mælist 32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragist saman, aukið nú út lykkjur eins og útskýrt er að neðan: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-40-44-48-52-56 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 192-204-224-244-264-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 47-50-58-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-12 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, með litnum ljós brúnn = 53-56-66-68-70-76 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-8-12 nýjar lykkjur undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.2 hringinn – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA (í þeim stærðum sem enn er prjónað mynstur á ermi, fækkið lykkjum mitt undir ermi í mynstri). Fækkið lykkjum svona með 7-6½-3½-3-3-2½ cm millibili alls 7-7-11-12-12-14 sinnum = 39-42-44-44-46-48 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 46-44-43-41-39-38 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátaðu e.t.v. peysuna og prjónaðu að óskaðri lengd. Prjónaðu 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9-6-8-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 51-49-48-46-44-43 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nordicnightssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.