Kuschi skrifaði:
Hallo, ich verstehe nicht wie ich bei den Ärmeln 8Maschen in Höhe abnehmen soll, bin Anfängerin, wie ist das gemeint?
22.03.2025 - 09:25DROPS Design svaraði:
Liebe Kuschi, für die Ärmel wird man jeweils 2 Maschen insgesamt 8 Mal (in die 1. Größe) in jeder 4. cm abnehmen; in diesem Video zeigt man, wie man diese 2 Maschen abnimmt. Viel Spaß beim Stricken!
24.03.2025 - 08:11
Helene Lindén skrifaði:
Jag beställde rekommenderat antal garn men det blir drygt 4!! över. Tror inte rätt antal är rekommenderat.
22.10.2023 - 10:53
DOULET CHRISTIANE skrifaði:
Bonjour, étant donné qu'on tricote en rond , on est toujours sur l'endroit du travail , je ne comprends pas le diagramme : 1 maille endroit 2 mailles envers , et le rang suivant ? Merci de votre réponse
13.05.2023 - 18:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Doublet, Si vous parlez de A.1, tricotez ainsi, sur l'endroit: *1 m end, 2 m env*, puis sur l'envers, tricotez les 3 m à l'endroit sur l'endroit (puis à l'envers sur l'envers quand on tricote les côtes du bas du pull pour les fentes côté) (cf légende case blanche) et répétez ces 2 rangs, vous avez ainsi des côtes formées par alternativement 1 m jersey endroit (1ère m de A.1) et 1 m point mousse (tricotée alternativement à l'envers et à l'endroit en rond puis quand on tricote en rangs: à l'envers tous les rangs). Bon tricot!
15.05.2023 - 08:28
Susi skrifaði:
Der Pulli ist fertig. Ich habe in Größe L statt der angegebenen 14 Knäuel ( 700 g ) nicht einmal ganze 10 gebraucht. Es ist OK, wenn 2 Knäuel als Sicherheit oder auch für unterschiedlich festes Stricken eingeplant sind, aber 200 Gramm zuviel? Was mache ich nun damit?
12.05.2023 - 18:04
Susi skrifaði:
Aber so stricke ich doch auch mit doppeltem Faden. Das ist bei dickem Glattstrick leider in der Fläche total auffällig.
09.05.2023 - 08:26
Susi skrifaði:
Wie kann man ein Knäuelende unsichtbar verstricken ? Bei so glatter Wolle und glatt rechten Maschen sieht man den Übergang sehr deutlich, wenn ich mehrere Maschen mit doppeltem Faden stricke. Dies wird aber in Strickanleitungen oft empfohlen. Wie macht es Drops? Gibt es eine Anleitung?
08.05.2023 - 12:31DROPS Design svaraði:
Liebe Susi, gerne können Sie beim Fadenwechsel diese Technik benutzen - Ihr DROPS Händler hat sicher noch weitere Tipps, gerne fragen Sie mal dort - ob ich Ihre Frage richtig verstanden habe. Viel Spaß beim stricken!
08.05.2023 - 16:10
Christiane Doulet skrifaði:
Ces 2 laines laines se tricotent avec les aiguilles 4 (puna et merino extra fine). Pourquoi utilisez vous des aiguilles 4 1/2 ? Merci
31.03.2023 - 16:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Doulet, c'est la taille des aiguilles qu'il nous faut pour obtenir l'échantillon (20 mailles x 26 rangs jersey = 10 x 10 cm), pensez à bien tricoter votre échantillon au préalable et ajustez la taille des aiguilles si besoin. Bon tricot!
11.04.2023 - 10:03
Susi skrifaði:
Wie kann ich hierbei mit verkürzten Reihen am Halsausschnitt und mit hohem Kragen arbeiten? Gibt es vielleicht ein passendes Video oder ein ähnliches Modell?
27.03.2023 - 17:03DROPS Design svaraði:
Liebe Susi, vielleicht können Sie die verkürzten Reihen wie in diesem Video arbeiten. Viel Spaß beim stricken!
28.03.2023 - 09:49
Tanja skrifaði:
Hallo! Mit welcher Nadelstärke wird die Maschenprobe durchgeführt? Vielen Dank im Voraus
27.11.2022 - 13:39DROPS Design svaraði:
Liebe Tanja, Maschenprobe stricken Sie mit den grösseren Nadeln. Viel Spaß beim stricken!
28.11.2022 - 10:46
Florence skrifaði:
In vervolg op jullie antwoord over het inbreipatroon patroon: dat is natuurlijk een onzinnig antwoord. Rondbreien heeft geen goede en verkeerde kant maar rondgaande toeren. Dus kun je niet recht op de goede en averecht op de verkeerde kant breien. Maar ik heb zelf wat dingen uitgeprobeerd en kom dan tot de volgende inschrijvingsprijs A1: 1e naald: 1 recht 2 averecht, 2e naald: alle steken recht. Deze twee naalden steeds herhalen. Dit lijkt het meest op de foto.
14.11.2022 - 15:08DROPS Design svaraði:
Dag Florence,
Dat klopt zoals je de naalden omschrijft. Fijn dat je eruit gekomen bent. Veel breiplezier.
14.11.2022 - 20:30
Misty Moon Sweater#mistymoonsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Puna. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og köntum í áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 228-16 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 15 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 3,8. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca 3. og 4. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í útaukningsumferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður þar til stykkið skiptist fyrir klauf í hvorri hlið. Síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig að loka máli. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið laust upp 120-120-120-132-132-132 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Puna. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn. Haldið áfram með mynstur svona í 9 cm. Síðar á að brjóta uppá kantinn tvöfaldan og við frágang þá verður hann 4 cm. Í næstu umferð er lykkjum fækkað jafnt yfir, þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað frá miðju að aftan þannig: Prjónið 15-15-15-18-18-18 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 4-4-2-4-4-2 lykkjur jafnt yfir þessar 15-15-15-18-18-18 lykkjur – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING (= ½ bakstykki), prjónið A.2 yfir næstu 10 lykkjur (þessar 10 lykkjur verða laskalína og A.2 á að passa fallega yfir lykkjur frá kanti í hálsi), prjónið 11 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 5 lykkjur jafnt yfir þessar 11 lykkjur (= ermi), prjónið A.2 yfir næstu 10 lykkjur, prjónið 29-29-29-35-35-35 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 8-8-4-8-8-4 lykkjur jafnt yfir þessar 29-29-29-35-35-35 lykkjur (= framstykki), prjónið A.2 yfir næstu 10 lykkjur, prjónið 11 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 5 lykkjur jafnt yfir þessar 11 lykkjur (= ermi), prjónið A.2 yfir næstu 10 lykkjur, prjónið 14-14-14-17-17-17 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 4-4-2-4-4-2 lykkjur jafnt yfir þessar 14-14-14-17-17-17 lykkjur (= ½ bakstykki) = 94-94-102-106-106-114 lykkjur í umferð. Prjónið eina umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið sléttprjón hringinn og A.2 í hverja skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 25-28-30-34-37-40 sinnum á hæðina. Eftir síðustu útaukningu eru 294-318-342-378-402-434 lykkjur í umferð. Prjónið án útaukningar þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki við háls. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 45-49-52-57-62-68 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 89-97-103-113-123-135 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir síðustu 44-48-51-56-61-67 lykkjur (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 190-206-222-242-266-290 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum í hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 18 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú skiptist stykkið við bæði prjónamerkin og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig, þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. FRAMSTYKKI: = 95-103-111-121-133-145 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 8-9-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 103-112-121-133-145-157 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, byrjið á 2. umferð í A.1, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (séð frá réttu), prjónið síðan A.1 þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni að hlið. Haldið áfram með mynstur svona fram og til baka í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: = 95-103-111-121-133-145 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 8-9-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 103-112-121-133-145-157 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, byrjið á 2. umferð í A.1, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (séð frá réttu), prjónið síðan A.1 þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu) og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni að hlið. Haldið áfram með mynstur svona fram og til baka í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. ERMI: Setjið 58-62-68-76-78-82 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-68-76-84-88-92 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3-3-2-2-2-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3½-2½-1½-1½-1½ cm millibili alls 8-9-12-15-16-17 sinnum = 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-33-31-29-28-26 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-7-8-6-7-8 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 54-57-60-60-63-66 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið A.1 hringinn í 10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-42-41-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mistymoonsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 228-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.