Dharwin skrifaði:
Please disregard that. it turns out I don't know how to read a chart :D
25.07.2025 - 00:52
Dharwin skrifaði:
For S/M, how may increase after the 3 row's yarn overs on A1?
25.07.2025 - 00:14DROPS Design svaraði:
Hi Mrs Dharwin, you don't increase stitches in A.1, row 4. You have just to purl yarn overs from the 3rd round twisted to avoid holes. Next you will increase stitches in round 7 and 9. Happy knitting!
25.07.2025 - 09:26
Dharwin skrifaði:
Hello, I still having hard time understanding the A1pattern even after reading the comments. in the 6th row of A1 is it knit1 after the knit column? is there a decrease on purls? i am really confused
24.07.2025 - 23:33
Suzanne skrifaði:
Bonjour, après avoir refais 2x le modèle , je me retrouve avec un manque de 180 mailles après les motifs A2. où ai je fais mon erreur? cordialement
12.07.2025 - 23:42
Jonna skrifaði:
Vedr 222-32 Undskyld jeg havde overset at det var et andet stjernesymbol
06.07.2025 - 22:34
Jonna skrifaði:
Strikker str L. Mønster A2 pind 21 .....strik 7 m i en - slå om, 2 sm, 3 ret, 2 sammen, slå om...... skal man ikke droppe omslaget......
06.07.2025 - 22:28DROPS Design svaraði:
Hei Jonna. Så flott at du fant ut av det, kos deg med strikkingen :) mvh DROPS design
11.07.2025 - 10:46
Kaarina skrifaði:
Hei Malli A2 En ymmärrä mitä tyhjä tila tarkoittaa Kiitos avusta
15.06.2025 - 13:22DROPS Design svaraði:
Hei, kun neulot, jätä tämä tyhjä tila väliin, eli siirry piirroksen seuraavaan ruutuun. Tyhjän tilan kohdalle lisätään myöhemmin silmukoita.
16.06.2025 - 19:30
Kaarina skrifaði:
Malli A2 En ymmärrä mitä tyhjä tila tarkoittaa. Saanko apua kiitos
15.06.2025 - 13:21
Britta Hessellund skrifaði:
Hej, jeg kan ikke forstå hvordan 4. pind i diagram A1skal strikkes. Hvis jeg kun strikke 2vrang før den ekstra maske, rykker retmasken sig jo hele tiden, og ligger ikke lige under hinanden, som det ser ud til på den færdige bluse? Er det meningen, at den skal rykke mere og mere hele vejen rundt? Vh. Britta
01.06.2025 - 21:25DROPS Design svaraði:
Hei Britta. Kastet som gjøres på 3. omgang strikkes vridd vrang på neste pinne, slik at på 4. omgang strikkes det slik: 2 vrang (1 vrang og 1 kast), 1 rettmaske over rettmasken fra forrige omgang, 2 vrangmasker, 1 rettmaske over rettmasken fra forrige omgang. Så gjentas dette. Da vil rettmaskene komme over rettmaskene. mvh DROPS Design Den ekstra masken i pinne 4 skal strikkes som en vrangmaske
02.06.2025 - 13:44
Catherine Luchier skrifaði:
Bonjour Je ne comprend A2, xxxl tricoter -9 fois la même maille ainsi: 1 maille endroit, mais sans lâcher la maille de l'aiguille gauche, continuer ainsi... tricoter 3-3-3-4-4-4 fois de *-* au total,. Jai regardé les vidéos. Maiw à quoi correspond 9 fois et 4 fois Merciiiiiiii
28.05.2025 - 21:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Luchier, vous allez tricoter cette maille 9 fois pour augmenter 8 mailles, vous allez donc procéder ainsi: tricotez la maille indiquée, puis *faites 1 jeté, tricotez la même maille encore 1 fois à l'endroit) => vous avez maintenant 3 mailles sur l'aiguille droite, répétez de * à * encore 3 fois (4 fois au total), vous avez augmentez 3 fois 2 m en plus + les 3 mailles déjà sur l'aiguille après la 1ère fois, vous avez 9 mailles sur l'aiguille droite, vous pouvez maintenant lâcher la maille de l'aiguille gauche. Bon tricot!
30.05.2025 - 08:25
Swing by Spring Top#swingbyspringtop |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri, blaðamynstri og stuttum blöðruermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-32 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (á við um í hlið á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-100-104-108-112-120 lykkjur á hringprjón 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt). Þegar stroffið mælist 2-2-3-3-3-3 cm, skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið A.1 umferðina hringinn (= 25-25-26-27-28-30 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar A.1 er lokið, eru 200-200-208-216-280-300 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 4-4-4-4-6-6 cm frá prjónamerki. Prjónið síðan A.2 umferðina hringinn (= 25-25-26-27-28-30 mynstureiningar með 8-8-8-8-10-10 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 er lokið, eru 275-300-312-351-392-420 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 14-14-14-17-19-19 cm frá prjónamerki (þ.e.a.s. alls 16-16-17-20-22-22 cm frá uppfitjunarkanti). Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 18-20-21-23-25-27 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 38-42-44-50-58-63 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 62-66-68-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 75-84-88-99-116-126 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 62-66-68-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 38-42-44-50-58-63 lykkjur slétt (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 167-184-200-223-256-276 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-12-12-12-12 nýrra lykkja undir hvorri ermi (= í hliðar á fram- og bakstykki). Nú eru 83-92-100-111-128-138 lykkjur á framstykki og 84-92-100-112-128-138 lykkjur á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 2 cm millibili alls 4-4-4-4-5-5 sinnum = 151-168-184-207-236-256 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 15-15-16-16-16-16 cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (nú eru eftir 2 cm að loka máli). Prjónið nú 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 23-26-28-31-36-38 lykkjur jafnt yfir = 174-194-212-238-272-294 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 39-41-43-45-47-49 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 62-66-68-76-80-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 4 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-12-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 70-74-80-88-92-96 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 12-11-10-8-7-5 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-16-14-14-14-14 lykkjur jafnt yfir = 54-58-66-74-78-82 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 17-16-15-13-12-10 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #swingbyspringtop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.