Edita Skenderija skrifaði:
Hej . Förstår inte beskrivningen. Ska jag börja med diagram 1, sticka diagram 3, sen 1,2,3? Om jag ska sticka enligt beskrivningen, diagram 1 bara en gång, en hel varv efter bara diagram 2 och sist diagram 3,då stämmer det inte alls med bilden på koftan. Förvirrande. Tacksam för hjälp. MVH/Edita
30.04.2025 - 16:54
Danielle skrifaði:
Se serait utile de numéroter les rangs sur les chartes. Il y aurait moins de confusion.
27.04.2025 - 19:32
Liliia skrifaði:
Good
25.04.2025 - 11:56
Liliia skrifaði:
Good
25.04.2025 - 11:54
France Thibault skrifaði:
Taille XL, XXL et XXXL: Quand l'ouvrage mesure 3-4-5 cm, diminuer 10-10-14 mailles à intervalles réguliers. Répéter quand l'ouvrage mesure 6-7-8 cm = 372-398-424 mailles. Je voulais dire à ce niveau du travail de diminuer 10 mailles 2 fois avant de commencer le rang de l’empiècement.
01.04.2025 - 19:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thibault, au niveau indiqué, diminuez avec 2 mailles ensemble à l'endroit si vous êtes sur l'endroit, avec 2 mailles ensemble à l'envers si vous êtes sur l'envers de l'ouvrage. Bon tricot!
02.04.2025 - 07:46
France Thibault skrifaði:
DIMINUTIONS-2 (empiècement): Diminuer à intervalles réguliers de la même façon comme indiqué sous DIMINUTIONS/ AUGMENTATIONS, mais tricoter cette fois 2 mailles ensemble à l'envers. Est ce que nous les tricotons sur l’endroit ou sur l’envers de notre travail?
31.03.2025 - 23:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thibault, le rang de l'empiècement concerné par cette diminution est un rang squi se tricote à l'envers sur l'endroit, je cite: Tricoter 1 rang envers sur l'endroit (avec 4 mailles de bordure devant de chaque côté au point mousse comme avant) en diminuant en même temps 20-23-30-37-44-47 mailles à intervalles réguliers – voir DIMINUTIONS-2 = 110-118-122-126-130-138 mailles., raison pour laquelle vous tricotez 2 mailles ensemble à l'envers pour diminuer. Bon tricot!
01.04.2025 - 09:03
France Thibault skrifaði:
Bonjour, pour les augmentations aux manches, le rang après l’augmentation compte t’il pour les 3 tours après? Merci à l’avance Bonne journée
24.03.2025 - 13:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thibault, quand on doit augmenter tous les 3 tours, on procède ainsi: *1 tour avec augmentations, 2 tours sans augmentations* et on répète ces 3 tours. Bon tricot!
25.03.2025 - 08:41
Lucille Pineault skrifaði:
Au rang 11 sur le diagramme À 2 il y a deux crochets qui ne sont pas décrits dans l’explication
07.02.2025 - 01:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Pineault, ce sont ici en fait 3 symboles différents, autrement dit, des diminutions (5ème et 6ème symbole) avec 1 jeté (4ème symbole) tricoté torse au rang suivant pour éviter un trou. Bon tricot!
07.02.2025 - 08:37
Gry Tone skrifaði:
Er bredden på største størrelse 71 cm??
16.01.2025 - 14:38DROPS Design svaraði:
Hej Gry, ja det stemmer, så brystvidden/omkredsen er ca 142 cm i den største størrelse :)
16.01.2025 - 14:56
Reidun Bakken Skodje skrifaði:
Hei, på rad 11 i mønsteret får jeg for lite masker igjen på slutten av pinnen. Jeg skal ifølge mønsteret ha 9 masker igjen etter midterste vr-r-vr, men jeg har bare 5 . Hvorfor eller hva kan jeg gjøre her ?
15.12.2024 - 21:59DROPS Design svaraði:
Hej, sæt 1 mærke imellem hver rapport, så er du sikker på at du har fået alle indtagninger og omslag med og at du har samme antal masker i hver rapport :)
17.12.2024 - 13:56
Yellow Tulip Jacket#yellowtulipjacket |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle eða DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað með hringlaga berustykki, gatamynstri og ¾-löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-3 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 258 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 8 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 48) = 5,2. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki og alls 4 lykkjur færri í umferð). ÚRTAKA-2 (á við um berustykki): Fækkið lykkjum jafnt yfir alveg eins og útskýrt er í ÚRTAKA/ÚTAUKNING, en nú er fækkað um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni (= 2 lykkjur fleiri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 4, 12, 21, 29, 38 og 46 cm M: 5, 14, 22, 31, 39 og 48 cm L: 5, 14, 23, 32, 41 og 50 cm XL: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm XXL: 3, 12, 20, 29, 37, 46 og 54 cm XXXL: 5, 14, 22, 31, 39, 48 og 56 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón upp að handveg. Síðan eru ermarnar settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki og berustykkið er prjónað fram og til baka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 258-278-298-322-354-386 lykkjur á hringprjón 3 með Belle eða Merino Exra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 48-52-56-56-64-72 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 210-226-242-264-290-314 lykkjur. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu (þær 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar slétt). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú sléttprjón með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 11 cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þ.e.a.s. setjið 1 prjónamerki 55-59-63-68-74-81 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 100-108-116-128-142-152 lykkjur á bakstykki). Prjónamerkið fylgir með í stykkinu. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 20 cm = 202-218-234-256-282-306 lykkjur. Þegar stykkið mælist 26 cm, fellið af fyrir handveg, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 49-53-56-61-66-73 lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 8-8-10-10-12-12 lykkjur fyrir handveg (= fellið af 4-4-5-5-6-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerki), prjónið næstu 88-96-102-114-126-136 lykkjur (= bakstykki), fellið af næstu 8-8-10-10-12-12 lykkjur fyrir handveg (= fellið af 4-4-5-5-6-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerki), prjónið 49-53-56-61-66-73 þær lykkjur sem eftir eru (= framstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 60-64-68-68-72-76 lykkjur á sokkaprjóna 3 með Belle eða Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 9-12-13-12-14-15 lykkjur jafnt yfir = 51-52-55-56-58-61 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónamerkið fylgir með í stykkinu. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið út mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S: Aukið út í 9. hverri umferð alls 8 sinnum. Stærð M: Aukið út í 5. hverri umferð alls 12 sinnum. Stærð L: Aukið út til skiptist í 4. og 3. hverri umferð alls 15 sinnum. Stærð XL: Aukið út í 3. hverri umferð alls 16 sinnum. Stærð XXL: Aukið út til skiptis í 3. og annarri hverri umferð alls 17 sinnum. Stærð XXXL: Aukið út í annarri hverri umferð alls 18 sinnum. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar eru 67-76-85-88-92-97 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til ermin mælist 33-31-29-28-26-24 cm. Fellið nú af 8-8-10-10-12-12 lykkjur fyrir handveg undir ermi (= 4-4-5-5-6-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 59-68-75-78-80-85 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið ermar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 304-338-364-392-418-452 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað jafnt yfir mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S, M og L: Þegar stykkið mælist 1-3-5 cm fækkið um 10-18-18 lykkjur jafnt yfir = 294-320-346 lykkjur. Stærð XL, XXL og XXXL: Þegar stykkið mælist 3-4-5 cm fækkið um 10-10-14 lykkjur jafnt yfir. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 6-7-8 cm = 372-398-424 lykkjur. Þegar stykkið mælist 3-5-7-9-11-13 cm, prjónið mynstur í öllum stærðum þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 25 lykkjur), A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 10-11-12-13-14-15 mynstureiningar með 26 lykkjum), prjónið A.1 (= 1 lykkja), 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina = 130-141-152-163-174-185 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá réttu (þær 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni) og fækkið jafnframt um 20-23-30-37-44-47 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 = 110-118-122-126-130-138 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka með brugðnum lykkjum frá röngu (kantlykkjur að framan eru prjónaðar eins og áður). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #yellowtulipjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.