Deschênes skrifaði:
Si je comprends bien après le premier rang on a 14 mailles pour l’épaule et 27 mailles pour le devant et le dos
04.08.2024 - 15:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deschênes, si vous pensez au 1er tour d'augmentations pour les épaules/manches marteau dans la 3ème/4ème taille, alors oui effectivement, vous avez toujours 14 mailles pour les épaules et 27 mailles pour le devant et le dos; Bon tricot!
05.08.2024 - 07:56
Deschênes skrifaði:
Merci pour la vidéo
25.07.2024 - 10:14
Sylvie Bérard skrifaði:
J’ai terminé les 12 augmentations à tous les tours ( small) et l’épaule ne mesure pas les 8 cm mais seulement 6. Donc je continue sans augmenter pour 2 cm avant de faire les augmentations des manches?
21.02.2024 - 23:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bérard, votre tension doit être un peu juste en hauteur (vous devriez avoir 16 rangs = 10 cm), tricotez jusqu'à la hauteur indiquée - sans augmenter ou bien ajoutez des tours sans augmenter entre les tours d'augmentations pour les espacer à intervalles plus réguliers et éviter 2 cm sans augmenter. Bon tricot!
22.02.2024 - 09:14
France Poulin skrifaði:
Hello I am the size medium. I have 46 stitches on hold for my sleeve. I now want to knit my sleeve. I picked up 8 stitches under the arm of my sweater because the space was very large. - now I have 54 stitches. how many rows do I knit with 54 stitches? - when and how do I reduce? Thanks very much
04.04.2022 - 05:49DROPS Design svaraði:
Hi France, The correct number of stitches for the sleeve is 44 + 4 = 48. You need to decrease 6 stitches (if you don't want an extra wide sleeve). It is probably best to decrease a couple of stitches over the next 6 rounds, so you don't get a marked decrease line (every 2nd round). Happy knitting!
04.04.2022 - 06:55
France Poulin skrifaði:
I just finished my 12 rounds of increase (done at 2 rounds). For a total of 234 stitches. Medium size I knit it says: the piece measures approx. 28 cm from the collar marker. My question is,: The 28 cm is measured after making the collar in rib for a length of 4 cm? thank you so much PS. I don't see in the pattern where he talks about this marker
27.03.2022 - 07:40DROPS Design svaraði:
Dear France, the 28 cm are measured from the marker after the neck edge (the first 4 cm are not counted with the 28 cm). Happy knitting!
27.03.2022 - 23:28
France Poulin skrifaði:
Ok for increase 4 stitches each 2 row for the sleeves Total 138 stitches After do I still have to increase on each side of the marker total 8 stitches on 1 row? After I have to increase : 12 times each 2 row for a total of 234 stitches. Please confirm if it exactly please. Thanks
21.03.2022 - 15:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Poulin, after you have incrase for sleeve, there are 138 sts on the needle, now increase for yoke: 8 sts a total of 12 times = 8*12= 96 sts. So that y ou have: 138+96=234 sts. Happy knitting!
21.03.2022 - 16:07
France Poulin skrifaði:
I forgot pattern said Increase 4-(5)-5-4-3 in total each second row total will be 142-(138)-154-150-158 Me I'm medium my information it's on the ( ) -Please can you send me the right number of row I need to increase ? - How many stitches on each row I need to increase - And the total of stitches after theses increase . Thanks
21.03.2022 - 14:55DROPS Design svaraði:
See correction - (or click F5 to refresh the page) - in M you will increase for sleeve a total of 4 times on every other round, there will be 138 stitches when all increases are done. Happy knitting!
21.03.2022 - 15:36
France Poulin skrifaði:
Hello is it here the mistake? I do the Medium The pattern said increase 5 times total will be 142
21.03.2022 - 14:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Poulin, there was a mistake and it has been edited, you are suppose to increaes on every 2nd round a total of 5 times in size S and 4 times in size M. = 142 sts in S and 138 sts in M. Happy knitting!
21.03.2022 - 15:35
France Poulin skrifaði:
I did the medium size I will resume my calcul Start with 68 stitches Increase neck now. 74s Inc front + back. 122s now Inc sleeve 20. 142 now Last increase sleeve8. 150 now Next increase total need to be 234-150now 84 to increase ( 12 x 8 stitches =96stitches. Where is my incomprension? Thanks
21.03.2022 - 05:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Poulin, there was a mistake under the number of increases for sleeve, you are supposed to increase 4 times only, ie you will have 122 sts + 4 sts x 4 = 138 sts. Correction has been done, thanks for noticing. Happy knitting!
21.03.2022 - 09:24
Sunshine Impressions Sweater#sunshineimpressionssweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með axlarsæti og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-32 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 63 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 11,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 11. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚTAUKNING-2: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 2 lykkju r færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Á berustykki eru lykkjur auknar út fyrir öxl, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermi og að lokum eru lykkjur auknar út fyrir berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 68-68-72-72-76-76 lykkjur á hringprjón 5 með Melody. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff hringinn í 4 cm, í síðustu umferð eru auknar út 6 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 74-74-78-78-82-82 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu 24-24-26-26-28-28 lykkjurnar í umferð (= ca miðja að framan) – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert af þessum 4 prjónamerkjum eru sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti og verða að hafa annan lit en prjónamerki í hálsi til að aðgreina þau. Fyrsta prjónamerki: Setjið 1. prjónamerki á undan fyrstu lykkju í umferð (= hægri öxl að aftan þegar flíkin er mátuð). Annað prjónamerki: Teljið 12-12-14-14-16-16 lykkjur frá 1. prjónamerki (= öxl), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 25-25-25-25-25-25 lykkjur frá 2. prjónamerki (= framstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 12-12-14-14-16-16 lykkjur frá 3. prjónamerki (= öxl), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 25-25-25-25-25-25 lykkjur eftir í umferð á eftir 4. prjónamerki (= bakstykki). Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjum við hvert og eitt þessa prjónamerkja. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er nú prjónað í A.1 yfir lykkjur á framstykki og bakstykki (sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð) og sléttprjón yfir lykkjur á axlarsæti/ermi. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð alls 12-12-14-14-16-16 sinnum = 122-122-134-134-146-146 lykkjur (útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 8-8-9-9-10-10 cm frá prjónamerki við háls. Aukið síðan út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: ATH! Ekki er aukið út í stærð XXXL, farðu áfram í útaukning á berustykki í þessari stærð. STÆRÐ S-M-L-XL-XXL: Prjónið sléttprjón yfir lykkjur á ermum og haldið áfram með mynstur alveg eins og áður á fram- og bakstykki. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, haldið áfram með mynstur alveg eins (A.2 sýnir 1 mynstureiningu á mynstri), passið uppá að A.2 passi yfir lykkjur frá A.1. JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING-2. Nú eru einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjón. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 5-4-5-4-3 sinnum = 142-138-154-150-158 lykkjur. Stykkið mælist ca 14-12-15-13-13 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ALLAR STÆRÐIR: ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert og eitt af 4 prjónamerkjunum sitja í ystu lykkjunni í hvorri hlið á hvorri ermi. Nú eru 22-20-24-22-22-16 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING. Lykkjur eru nú auknar út á framstykki, bakstykki og báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.2 á fram- og bakstykki og í sléttprjóni á ermum. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 9-12-12-15-16-19 sinnum = 214-234-250-270-286-298 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð, mælist stykkið ca 26-28-30-33-34-34 cm frá prjónamerki við hálsmál. Ef stykkið mælist minna en þetta, prjónið áfram eins og áður án útaukninga að réttu máli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 40-44-48-52-54-54 lykkjurnar á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 67-73-77-83-89-95 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 40-44-48-52-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir síðustu 67-73-77-83-89-95 lykkjur (= bakstykki). Klippið þráðinn frá. Fram- og bakstykki og ermar er prjónað áfram hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 142-154-166-178-194-210 lykkjur. Haldið áfram með A.2 eins og áður, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið áfram þar til stykkið mælist 18-18-17-16-16-18 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2 lykkjur jafnt yfir = 144-156-168-180-196-212 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Setjið 40-44-48-52-54-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 6. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-6-6-8-10 nýjum lykkjum undir ermi = 44-48-54-58-62-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt ámilli nýrra lykkja undir ermi. Það á að fækka lykkjum síðar hvoru megin við þetta prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkið – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 5-4-2½-2-2-2 cm millibili alls 5-6-9-10-11-11 sinnum = 34-36-36-38-40-42 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 28-27-26-24-24-25 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-12-10-12-10 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunshineimpressionssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.