Shaimaa skrifaði:
Hello, I am confused about the v-neck increasing. It seems to be impossible to increase in the 4th stitch from the edge on both sides because at the end of the row, the stitch is not a yarn over and knitted stitch; unless I am wrong and the pattern means to say increase from the next row. Just in case it is needed, I am knitting the L size. Thanks.
14.10.2022 - 06:31DROPS Design svaraði:
Hi Shaimaa, You start to increase for raglan on row 3 in the English rib, so the 4th stitch from the edge is the knitted together yarn over and slipped stitch from the previous row. You increase every 8th row, so this will be the case on each increase-row. Hope this helps and happy knitting!
14.10.2022 - 06:51
Helen Kelly skrifaði:
How thick is the wool u use please
07.08.2022 - 08:45DROPS Design svaraði:
Dear Helen, all information about the yarn used can be found here: DROPS Air . Happy knitting!
07.08.2022 - 13:03
Phyllis Gulliver skrifaði:
Just another couple questions about the pattern 223-16. I 'm practicing the graph and wondering about the rows knit between the increase rows . is each row actually two rows of english rib. i'm counting nine rows so am i actually knitting eighteen rows. also if i decide to go with the fishermen rib would the size change and would i still count two rows as one
27.07.2022 - 19:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gulliver, the diagram shows all the rows in the English rib, not only the right side rows, this means you will read from RS from the right towards the left and the rows from WS from the left towards the right. The first decreases/increases row is worked on 3rd row in A.1, then on every 10th row (always from RS). Happy knitting!
01.08.2022 - 11:29
Phyllis Gulliver skrifaði:
What is total in yards for yarn for this patt, 223-16 size small and do i count 2 rows of English rib as one knit row. also when i try to order it says $6.55 CAN. but when i click on order it says $8.14 CAN. Thank you for your help . I was doing a trial run of the different techniques used in the pattern . It is different fron my usual way of knitting but think i have it now and i'm ready to knit the sweater. thanks again
25.07.2022 - 06:42DROPS Design svaraði:
Hi Phyllis, There are 164 yds per ball of wool. For size S you need 6 balls = 984 yds. Yes, 2 rows of English rib are equivalent to 1 knitted row. Happy knitting!
25.07.2022 - 06:48
Phyllis Gulliver skrifaði:
Knitting the smallest size yoke for 223-16 place markers after third row of English rib if i skip 1 st and place marker its on the slip st and not the k1 and yo and it says in the raglan inst. to increase in marker st but its not going to work , im 73 and a very seasoned knitter but many parts of this pattern is written very confusing
21.07.2022 - 21:56DROPS Design svaraði:
Hi Phyllis, Inside the last edge stitch on row 3 you have knitted together the YO and the knitted stitch. After turning for row 4 this stitch is now your first marker stitch, which will be used for raglan. Hope this helps and happy knitting!
22.07.2022 - 07:36
Phyllis Gulliver skrifaði:
I am trying the pattern 223-16 Full Moon. I'm knitting it in Fishermens Rib. will the graph for the pattern at the bottom of the sweater come out the same if its done in Fishermens Rib rather than English Rib
11.07.2022 - 18:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gulliver, I guess you can adapt increases and decreases to the fisherman's rib to get the same, the best would be to knit a swatch with fisherman's rib and diagram A.1 so that you will know if it works and if it's okay to you. Happy knitting!
12.07.2022 - 08:42
Veronica skrifaði:
Buonasera, non riesco a comprendere come debbano essere posizionati i segnapunti, in quanto non riesco a trovarmi con le maglie. La spiegazione dice per una taglia M di mettere il primo segnapunti dopo la prima maglia di vivagno, poi dopo 9 maglie, poi dopo 29 maglie, poi dopo 9 maglie ed infine prima dell'ultima maglia di vivagno, ma a me restano fuori 4 maglie. Grazie
09.03.2022 - 16:30DROPS Design svaraði:
Buonasera Veronica, i segnapunti devono essere inseriti NELLE maglie, non TRA le maglie. Le 4 maglie che "avanzano" sono quelle con i segnapunti. Buon lavoro!
10.03.2022 - 18:54
Sini skrifaði:
Onko kauluksen/reunuksen kutomiselle kahdessa osassa jokin erityinen syy? En huomannut ohjeessa mainittavan mitään niskaan tulevasta saumasta, eikä sellaista näy piirroksessakaan. Eikö kaulukseen voisi saman tien poimia kaikki silmukat ja neuloa sen yhtenä kappaleena?
05.03.2022 - 15:09DROPS Design svaraði:
Hei, voit neuloa kauluksen yhtenä kappaleena. Silmukoita tulee tällöin melko paljon, eli kauluksen neulominen kahtena osana on hieman helpompaa.
09.03.2022 - 17:18
Mieke skrifaði:
Bij de markering van de plekken om te meerderen is de verdeling 9-27-9 terwijl ik 53 steken op de naald heb. Wat klopt hier niet?
25.11.2021 - 14:53
Anna skrifaði:
Jeg får ikke patentstrikkingen til å stemme. Det blir ikke helpatent hvis jeg følger oppskriften. Hvis jeg derimot flytter kastet til etter den løse masken på alle pinner, blir patenten rett. Det er vel en feil i oppskriften her?
10.10.2021 - 21:44DROPS Design svaraði:
Hej Anna, Se videoen vi har med patent (du finder videoer til vore opskrifter nederst i opskriften)! Hvordan strikke helpatent
13.10.2021 - 09:12
Full Moon Festival Jacket#fullmoonfestivaljacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, klukkuprjóni og V-hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 223-16 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 39 lykkjur), mínus 1 kantlykkja í hvorri hlið og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 3,7. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kantlykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca önnur hver og 3. hver lykkja og 3. hver og 4. hver lykkja slétt saman. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað fram og til baka – á við um berustykki og fram- og bakstykki): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 uppslætti, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 2 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Endurtakið umferð 2 og 3. KLUKKUPRJÓN (prjónað í hring á við um ermar): UMFERÐ 1: Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið lykkjunni af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 2: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. Endurtakið umferð 1 og 2. LASKALÍNA: Aukið út um 4 lykkjur í hverja lykkju með prjónamerki í (= 16 lykkjur fleiri í umferð). Öll útaukning er gerð í umferð frá réttu (þ.e.a.s. 3. umferð í klukkuprjóni). Aukið út um 4 lykkjur í slétta lykkju í klukkuprjónsmynstri þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna saman 1 sinni til viðbótar, færið prjónamerkið að þessari lykkju (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar (= 3 lykkjur og 2 uppslættir), sleppið lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni. Prjónið síðan nýjar lykkjur í klukkuprjóni, en takið vel eftir að í fyrstu umferð (ranga) eftir umferð með útaukningum, prjónið sléttu lykkjurnar í útaukningum slétt án uppsláttar þar sem þar er enginn uppsláttur. Prjónamerkið situr nú í miðju útauknu lykkjunni, þ.e.a.s. í sléttri lykkju. ÚRTAKA (á við um undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur í 2. umferð í klukkuprjónsmynstri við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í (uppslátturinn er ekki talinn sem lykkja), lyftið næstu lykkju + uppslætti af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 2 næstu lykkjur + uppslátt slétt saman og steypið síðan lyftu lykkjunni + uppslætti yfir (= 2 lykkjur færri), færið prjónamerkið að næstu sléttu lykkju í stykki. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 41-42-42-44-44-45 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-7-11-9-9-12 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 49-49-53-53-53-57 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki eftir 25-25-27-27-27-29 lykkjur, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið nú KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar 3. umferð hefur verið prjónuð til loka, setjið 1 prjónamerki í skiptinguna á milli bakstykkis/framstykkis og erma þannig: Fyrsta prjónamerki: Hoppið yfir fyrstu lykkjuna (= kantlykkja í garðaprjóni) og setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Annað prjónamerki: Hoppið yfir næstu 9 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Hoppið yfir næstu 25-25-29-29-29-33 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Hoppið yfir næstu 9 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Nú er 1 lykkja eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Haldið áfram fram og til baka í klukkuprjóni, JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu og V-hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. LASKALÍNA: Í næstu umferð sem er prjónuð frá réttu (= 3. umferð í mynstri) byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 8. hverri umferð alls 6-7-8-9-10-11 sinnum = 96-112-128-144-160-176 lykkjur fleiri. V-HÁLSMÁL: Þegar á að gera 3. útaukningu fyrir laskalínu, byrjar útaukning fyrir V-hálsmáli. Aukið út um 2 lykkjur í 4. lykkju frá kanti í hvorri hlið (þ.e.a.s. slétt lykkja í klukkuprjónsmynstri) þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar (= 2 lykkjur og 1 uppsláttur), sleppið lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni. Aukið svona út í 8. hverri umferð alls 6-7-7-8-8-8 sinnum (= 12-14-14-16-16-16 lykkjur fleiri fyrir V-hálsmáli í hvorri hlið á stykki). Þegar öll útaukning fyrir laskalínu og V-hálsmáli er lokið eru 169-189-209-229-245-265 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er frá röngu og er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 26-30-32-36-38-40 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 33-37-41-45-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-5-5-7-7 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 51-55-63-67-71-79 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 33-37-41-45-49-53 lykkjur á þræði fyrir ermi, fitjið upp 5-5-5-5-7-7 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 26-30-32-36-38-40 lykkjur. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 113-125-137-149-161-173 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í klukkuprjóni. Þegar stykkið mælist 17-19-19-20-20-20 cm frá skiptingu – stillið af að næsta umferð sé umferð frá réttu, eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú er mynstrið prjónað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur klukkuprjón eins og áður, prjónið A.1 yfir næstu 108-120-132-144-156-168 lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar með 6 lykkjum), endið með síðustu lykkju í klukkuprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið ca 26-28-28-29-29-29 cm frá skiptingu. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út í hliðum og sett eru 4 prjónamerki sem eru notuð síðar þegar stroffprjón er prjónað. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Framstykki: 1 kantlykkja garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 14-16-18-20-22-22 lykkjur. Setjið prjónamerki hér. Í hlið á fram- og bakstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 26-28-30-34-36-40 lykkjur (= 13-14-15-17-18-20 lykkjur fleiri), setjið eitt prjónamerki hér. Bakstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 30-34-38-38-42-46 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki hér. Í hlið á fram- og bakstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 26-28-30-34-36-40 lykkjur (= 13-14-15-17-18-20 lykkjur fleiri), setjið eitt prjónamerki hér. Framstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 15-17-19-21-23-23 lykkjur, 1 kantlykkja garðaprjón. Nú eru 139-153-167-183-197-213 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroffprjón frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) fram að fyrsta prjónamerkinu, prjónið (1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat) fram að næsta prjónamerki, prjónið (= 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) fram að næsta prjónamerki, prjónið (1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat) fram að næsta prjónamerki, prjónið (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja brugðið, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og prjónið 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 33-37-41-45-49-53 lykkjur af þræði frá annarri hlið á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 6 og fitjið upp 5-5-5-5-7-7 nýjar lykkjur á prjóninn (= mitt undir ermi) = 38-42-46-50-56-60 lykkjur. Prjónið KLUKKUPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan (passið uppá að byrja í réttri umferð í mynstri), umferðin byrjar nú með 1. af 5-5-5-5-7-7 lykkjum sem fitjaðar voru upp mitt undir ermi. Í stærð XS, S, M og L er prjónað áfram frá ALLAR STÆRÐIR – sjá útskýringu að neðan. Í stærð XL og XXL er prjónað áfram þannig: Setjið eitt prjónamerki í miðjulykkju undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið nú lykkjum undir ermi – sjá ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 8. hverri umferð alls 2-2 sinnum = 52-56 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið áfram þar til ermin mælist 41-42-41-40-39-38 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 4 cm til loka. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 0-2-4-8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 45-46-45-44-43-42cm frá skiptingu. Prjónið hina ermin á sama hátt. KANTUR AÐ FRAMAN: Setjið 1 prjónamerki mitt aftan í hnakka á bakstykki, prjónamerkið er notað þegar helmingur af lykkjunum í kanti að framan/kanti í hálsmáli er talinn. Kantur að framan er prjónaður upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á framstykki og í 1. umferð sem er prjónaður í kringum hálsmál. Hægri kantur að framan: Byrjið neðst á hægra framstykki frá réttu með hringprjón 4 og Air. Prjónið upp ca 119 til 149 lykkjur meðfram öllu framstykkinu upp að prjónamerki í hnakka (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1). Það er mikilvægt að stroffið verði ekki of slappt með of margar lykkjur, en má heldur ekki vera of stíft með of fáar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, 1 lykkja brugðið, (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 1 cm, fellið af fyrir 5-5-5-5-6-6 hnappagötum. Neðsta hnappagatið á að vera ca 2 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið þar sem v-hálsmálið byrjar. Þau 3-3-3-3-4-4 hnappagöt sem eru eftir eru staðsett jafnt yfir með ca 8 cm millibili á milli hnappagata. 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Haldið áfram þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Vinstri kantur að framan: Byrjið mitt aftan í hnakka frá réttu með hringprjón 4 og Air. Prjónið upp jafn margar lykkjur og á hægri kanti að framan (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1). Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 3 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fullmoonfestivaljacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.