Viktoria skrifaði:
Hallo zusammen, in dem Teil, in dem die Marker für die Raglanzunahmen gesetzt werden sollen, komme ich nicht auf die korrekte Maschenzahl. Größe M = 53 Maschen auf der Nadel - 1 (Rand) - 9 (Vorderteil) - 29 (Rücken) - 9 (Vorderteil) - 1 (Rand) = 49 Es bleiben bei mir 4 Maschen über. Mache ich hier etwas falsch?
12.11.2024 - 16:21DROPS Design svaraði:
Liebe Viktoria, beachten Sie, daß die Markierungen jeweils in einer Masche (und nicht zwischen Maschen) eingesetzt werden, so haben Sie: 1+1+9+1+29+1+9+1+1= 53 Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
13.11.2024 - 07:37
Rose-Marie Nilsson skrifaði:
Finns mönstret på svenska?
03.08.2024 - 14:42
Irene Suihko skrifaði:
Hei, jätin kuvion eli mallineuleen tekemättä helmaan ja tein vain pelkkää patenttia. Vaikuttaako se jotenkin joustinneuleosion aloittamiseen? Yt. Irene
07.04.2024 - 14:30DROPS Design svaraði:
Hei, tämä ei vaikuta joustinneuleen aloittamiseen. Tee kuitenkin sivulisäykset ohjeen mukaisesti ennen kuin aloitat joustinneuleen.
08.04.2024 - 18:02
Mia skrifaði:
Hei, når jeg strikker helpatent øker jeg med mange masker, hvordan skal jeg unngå det?
23.03.2024 - 08:43DROPS Design svaraði:
Hej Mia, husker du at strikket omslaget sammen med næste maske?
03.04.2024 - 14:19
ÁNGELA GARCÍA ALARCÓN skrifaði:
Pueden explicar con exactitud como se teje la zona de aumentos por el revés?. Gracias
12.03.2024 - 20:02DROPS Design svaraði:
Hola Ángela, puedes ver el siguiente vídeo sobre cómo trabajar este aumento: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1332&lang=es
17.03.2024 - 21:09
Lene Køhler skrifaði:
Hej. Jeg har desværre problemer med at læse jeres opskrift. Ved sætning af mærke 1+2+3+4 i starten af arbejdet står der, at der er 1 maske tilbage på pinden efter sidste mærke. Dette er ikke rigtigt. Jeg strikker en str. L. Endvidere fremgår det ikke tydeligt ( slet ikke), hvor raglanudtagningerne til ryggen skal være. Der er kun oplyst, hvor der skal være udtagninger til raglan på forstykket efter/ ved maske 9 ( går jeg ud fra). Jeg hører gerne fra Dem. Mvh Lene
06.03.2024 - 13:59
Noémie skrifaði:
Hei Drops Design, Jeg strikker full moon festival cardigan i minste størrelse. Derfor startet jeg med å legge opp 41 masker, dermed økte jeg jevnt fordelt over pinnen med 8 masker og har da 49 masker. Når jeg da begynner på helpatent 1. pinne ender jeg opp med 72 masker. Deretter fortsetter jeg med 2. og 3. pinne og ender fortsatt opp med 72 masker. Når jeg da skal sette markør på 9 + 25 + 9 + 2 + 4 har jeg 72-49=23 masker igjen. Hva gjør jeg feil?
18.02.2024 - 10:48
Maria Venetsanou skrifaði:
Hello team i start it with 41 sts plus 8 sts = 49 1 marker 1 sts 2 marker 9sts 3marker 25 sts 4 marker 9 sts 1 sts edge total 45 sts i have 4 sts more what i make wrong ? can you help me? total
13.01.2024 - 22:00DROPS Design svaraði:
Dear Maria, at the start of the yoke, on row 3 of the English rib, you insert the markers inside stitches. So you have: edge stitch (=1), stitch with marker (= 1), 9 stitches, stitch with marker (= 1), 25 stitches, stitch with marker (= 1), 9 stitches, stitch with marker (= 1), edge stitch. So you have: 1+1+9+1+25+1+9+1+1 = 49 stitches. Happy knitting!
14.01.2024 - 13:33
Maria Venetsanou skrifaði:
Hello team I start it .I put 41st and added 8 =49 For the markers 1 marker 1st 2 marker 9st 3marker 25 st 4 marker9 st Remain 1 std Total 45 sts remain 4 sts What i do wrong?
13.01.2024 - 00:46
Nadya skrifaði:
Hello, Could you please explain why does one need to increase stitches in the sides before knitting the ribbing. Thank you.
10.12.2023 - 00:24DROPS Design svaraði:
Dear Nadya, ribbing tends to pull the knitting in, we do these increases to avoid that. I hope this helps. Happy Knitting!
10.12.2023 - 21:30
Full Moon Festival Jacket#fullmoonfestivaljacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, klukkuprjóni og V-hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 223-16 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 39 lykkjur), mínus 1 kantlykkja í hvorri hlið og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 3,7. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kantlykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca önnur hver og 3. hver lykkja og 3. hver og 4. hver lykkja slétt saman. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað fram og til baka – á við um berustykki og fram- og bakstykki): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 uppslætti, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 2 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Endurtakið umferð 2 og 3. KLUKKUPRJÓN (prjónað í hring á við um ermar): UMFERÐ 1: Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið lykkjunni af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 2: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. Endurtakið umferð 1 og 2. LASKALÍNA: Aukið út um 4 lykkjur í hverja lykkju með prjónamerki í (= 16 lykkjur fleiri í umferð). Öll útaukning er gerð í umferð frá réttu (þ.e.a.s. 3. umferð í klukkuprjóni). Aukið út um 4 lykkjur í slétta lykkju í klukkuprjónsmynstri þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna saman 1 sinni til viðbótar, færið prjónamerkið að þessari lykkju (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar (= 3 lykkjur og 2 uppslættir), sleppið lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni. Prjónið síðan nýjar lykkjur í klukkuprjóni, en takið vel eftir að í fyrstu umferð (ranga) eftir umferð með útaukningum, prjónið sléttu lykkjurnar í útaukningum slétt án uppsláttar þar sem þar er enginn uppsláttur. Prjónamerkið situr nú í miðju útauknu lykkjunni, þ.e.a.s. í sléttri lykkju. ÚRTAKA (á við um undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur í 2. umferð í klukkuprjónsmynstri við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í (uppslátturinn er ekki talinn sem lykkja), lyftið næstu lykkju + uppslætti af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 2 næstu lykkjur + uppslátt slétt saman og steypið síðan lyftu lykkjunni + uppslætti yfir (= 2 lykkjur færri), færið prjónamerkið að næstu sléttu lykkju í stykki. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 41-42-42-44-44-45 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-7-11-9-9-12 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 49-49-53-53-53-57 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki eftir 25-25-27-27-27-29 lykkjur, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið nú KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar 3. umferð hefur verið prjónuð til loka, setjið 1 prjónamerki í skiptinguna á milli bakstykkis/framstykkis og erma þannig: Fyrsta prjónamerki: Hoppið yfir fyrstu lykkjuna (= kantlykkja í garðaprjóni) og setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Annað prjónamerki: Hoppið yfir næstu 9 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Hoppið yfir næstu 25-25-29-29-29-33 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Hoppið yfir næstu 9 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju. Nú er 1 lykkja eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Haldið áfram fram og til baka í klukkuprjóni, JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu og V-hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. LASKALÍNA: Í næstu umferð sem er prjónuð frá réttu (= 3. umferð í mynstri) byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 8. hverri umferð alls 6-7-8-9-10-11 sinnum = 96-112-128-144-160-176 lykkjur fleiri. V-HÁLSMÁL: Þegar á að gera 3. útaukningu fyrir laskalínu, byrjar útaukning fyrir V-hálsmáli. Aukið út um 2 lykkjur í 4. lykkju frá kanti í hvorri hlið (þ.e.a.s. slétt lykkja í klukkuprjónsmynstri) þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar (= 2 lykkjur og 1 uppsláttur), sleppið lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni. Aukið svona út í 8. hverri umferð alls 6-7-7-8-8-8 sinnum (= 12-14-14-16-16-16 lykkjur fleiri fyrir V-hálsmáli í hvorri hlið á stykki). Þegar öll útaukning fyrir laskalínu og V-hálsmáli er lokið eru 169-189-209-229-245-265 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er frá röngu og er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 26-30-32-36-38-40 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 33-37-41-45-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-5-5-7-7 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 51-55-63-67-71-79 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 33-37-41-45-49-53 lykkjur á þræði fyrir ermi, fitjið upp 5-5-5-5-7-7 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 26-30-32-36-38-40 lykkjur. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 113-125-137-149-161-173 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í klukkuprjóni. Þegar stykkið mælist 17-19-19-20-20-20 cm frá skiptingu – stillið af að næsta umferð sé umferð frá réttu, eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú er mynstrið prjónað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur klukkuprjón eins og áður, prjónið A.1 yfir næstu 108-120-132-144-156-168 lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar með 6 lykkjum), endið með síðustu lykkju í klukkuprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið ca 26-28-28-29-29-29 cm frá skiptingu. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út í hliðum og sett eru 4 prjónamerki sem eru notuð síðar þegar stroffprjón er prjónað. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Framstykki: 1 kantlykkja garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 14-16-18-20-22-22 lykkjur. Setjið prjónamerki hér. Í hlið á fram- og bakstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 26-28-30-34-36-40 lykkjur (= 13-14-15-17-18-20 lykkjur fleiri), setjið eitt prjónamerki hér. Bakstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 30-34-38-38-42-46 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki hér. Í hlið á fram- og bakstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 26-28-30-34-36-40 lykkjur (= 13-14-15-17-18-20 lykkjur fleiri), setjið eitt prjónamerki hér. Framstykki: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 15-17-19-21-23-23 lykkjur, 1 kantlykkja garðaprjón. Nú eru 139-153-167-183-197-213 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroffprjón frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) fram að fyrsta prjónamerkinu, prjónið (1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat) fram að næsta prjónamerki, prjónið (= 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) fram að næsta prjónamerki, prjónið (1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat) fram að næsta prjónamerki, prjónið (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja brugðið, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og prjónið 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 33-37-41-45-49-53 lykkjur af þræði frá annarri hlið á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 6 og fitjið upp 5-5-5-5-7-7 nýjar lykkjur á prjóninn (= mitt undir ermi) = 38-42-46-50-56-60 lykkjur. Prjónið KLUKKUPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan (passið uppá að byrja í réttri umferð í mynstri), umferðin byrjar nú með 1. af 5-5-5-5-7-7 lykkjum sem fitjaðar voru upp mitt undir ermi. Í stærð XS, S, M og L er prjónað áfram frá ALLAR STÆRÐIR – sjá útskýringu að neðan. Í stærð XL og XXL er prjónað áfram þannig: Setjið eitt prjónamerki í miðjulykkju undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið nú lykkjum undir ermi – sjá ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 8. hverri umferð alls 2-2 sinnum = 52-56 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið áfram þar til ermin mælist 41-42-41-40-39-38 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 4 cm til loka. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 0-2-4-8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 45-46-45-44-43-42cm frá skiptingu. Prjónið hina ermin á sama hátt. KANTUR AÐ FRAMAN: Setjið 1 prjónamerki mitt aftan í hnakka á bakstykki, prjónamerkið er notað þegar helmingur af lykkjunum í kanti að framan/kanti í hálsmáli er talinn. Kantur að framan er prjónaður upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á framstykki og í 1. umferð sem er prjónaður í kringum hálsmál. Hægri kantur að framan: Byrjið neðst á hægra framstykki frá réttu með hringprjón 4 og Air. Prjónið upp ca 119 til 149 lykkjur meðfram öllu framstykkinu upp að prjónamerki í hnakka (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1). Það er mikilvægt að stroffið verði ekki of slappt með of margar lykkjur, en má heldur ekki vera of stíft með of fáar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, 1 lykkja brugðið, (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 1 cm, fellið af fyrir 5-5-5-5-6-6 hnappagötum. Neðsta hnappagatið á að vera ca 2 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið þar sem v-hálsmálið byrjar. Þau 3-3-3-3-4-4 hnappagöt sem eru eftir eru staðsett jafnt yfir með ca 8 cm millibili á milli hnappagata. 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Haldið áfram þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Vinstri kantur að framan: Byrjið mitt aftan í hnakka frá réttu með hringprjón 4 og Air. Prjónið upp jafn margar lykkjur og á hægri kanti að framan (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1). Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 3 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fullmoonfestivaljacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.