Valérie skrifaði:
Bonjour Comment savoir quand on glisse ou quand on la tricote ? Ce n'est pas indiqué. Pourriez vous m'aider s'il vous plaît ? Merci d'avance
07.11.2024 - 08:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Valérie, retrouvez les explications sous le POINT MOSAIQUE et, en illustration, cette vidéo devraient vous aider. Bon tricot!
07.11.2024 - 09:29
Rødø Helene skrifaði:
Betyr det at mønsterA1 blir 16 omganger?
18.01.2022 - 11:43DROPS Design svaraði:
Hei Rødø. Nei, ikke A.1. Mosaikkmønsteret (A.x og A.2) har egen forklaring i oppskriften, les - MOSAIKKMØNSTER. Hver rad i A.x og A.2 tilsvarer 2 pinner. mvh DROPS Design
18.01.2022 - 13:47
Sandrine skrifaði:
Bonjour. J'ai bien compris le principe pour tricoter le point mosaïque, seulement comment faire le point de lisière en gris clair de chaque côté ? Faut il faire glisser le fil tout le long du rang en même temps que l'on glisse les mailles!? Merci.
10.12.2021 - 01:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, tricotez les mailles lisières avec la couleur du rang indiquée dans A.x, autrement dit, les mailles lisières ne seront pas toujours en gris clair, mais tricotées dans la couleur du rang indiquée par A.2. Bon tricot!
10.12.2021 - 08:46
Sandrine skrifaði:
Bonjour. L'échantillon se fait il avec l'aiguille circulaire n°3 ou 3,5? Merci.
06.12.2021 - 15:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, l'échantillon se tricote avec l'aiguille circulaire 3,5, celle utilisée pour le point mousse/mosaïque et le jersey. Bon tricot!
07.12.2021 - 06:57
Rodneyhox skrifaði:
Reduslim uomo Rodneyhox
04.09.2021 - 01:53
Rodneyhox skrifaði:
Come perdere la pancia Rodneyhox
02.09.2021 - 14:07
Line skrifaði:
L’etoile dans A1. et A3 veut dire quoi?
30.03.2021 - 03:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, l'etoile signifie 1 maille endroit sur l'envers. Bon tricot!
30.03.2021 - 11:33
Elisabet skrifaði:
Hej, Det står att alla maskor i rader med enfärgade rutor skall stickas rätstickning fram och tillbaka. Menas det då att de enfärgade rutorna i A1 är två rätstickade rader? Mvh Elisabet
10.03.2021 - 21:17
Lilian skrifaði:
Het youtube filmpje van mozaiekbreien was heel duidelijk maar ik loop toch vast in het patroon! Ik begrijp dat 1 blokje twee naalden is. Bij patroon A.2 loop ik al meteen vast. Bij de vierde ribbel moet ik beginnen met een roze afhaling ( na de kantsteek) maar er staat een grijze steek op de naald. Ook verder in het patroon kom ik dat tegen. Wat begrijp ik verkeerd?
12.01.2021 - 18:10DROPS Design svaraði:
Dag Lilian,
Bij de vierder ribbel staat in A.x een horizontaal streepje en dat betekent dat je alle lichtgrijze steken in A.2 recht moet breien en alle roze steken af moet halen. Hierbij gaat het niet om de roze of grijze steken van de vorige naald, maar van de huidige naald. Omdat bij een roze steek van de huidige naald een grijze steek van de vorige naald op je linker naald staat is dat wat verwarrend. Het klopt dus dat je een grijze steek af moet halen.
17.01.2021 - 12:11
Ansan skrifaði:
Tack för svar, men det blir inte rätt ändå i diagrammet. Jag valde att sticka vanliga rillepinner och ta bort några varv. Jag har läst beskrivningen noga flera gånger och så även min mamma. Jag har stickat i över 40 och och hon i över 60 och vi har aldrig sett en så konstig beskrivning.
16.12.2020 - 13:59
Lantern River Jacket#lanternriverjacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og mosaikmynstri í garðaprjóni á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-19 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Slepptu þessum kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Byrjið frá réttu með litnum ljós grár og prjónið 12-13-13-14-14-15 sléttar lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-26-26-28-28-30 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 36-39-39-42-42-45 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-52-52-56-56-60 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-65-65-70-70-75 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 72-78-78-84-84-90 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 84-91-91-98-98-105 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-104-104-112-112-120 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, snúið og prjónið 1 umferð brugðið til baka (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Öll útaukning er gerð frá réttu! Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 107 lykkjur) mínus kantlykkjur (t.d. 2) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 35) = 3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.x og A.2). ATH: Mosaikmynstur (A.x og A.2) hafa eigin útskýringu að neðan. MOSAIKMYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.x og A.2 og lesið útskýringu fyrir aðferðina að neðan. Hver umferð í A.x og A.2 jafngildir 2 umferðum. Þ.e.a.s. frá réttu er mynsturteikning prjónuð frá hægri til vinstri og frá röngu er SAMA umferð prjónuð frá vinstri til hægri = 2 umferðir garðaprjón. Í öllum umferðum frá réttu er þræðinum haldið aftan við stykkið (þ.e.a.s. frá röngu á stykki) þegar lykkju er lyft af prjóni. Í öllum umferðum frá röngu er þræðinum haldið framan við stykkið (að þér og enn frá röngu á stykki) þegar lykkju er lyft af prjóni. Það er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki, látið þá heldur vera aðeins of lausa. Til að fá betri yfirsýn yfir mynstrið, er hægt að setja prjónamerki á milli hverrar mynstureiningar með A.2. A.X. = hjálparrúða – þessi rúða er ekki prjónuð, heldur sýnir hvernig mynsturraðirnar eru prjónaðar (lestu síðan útskýringu aðeins neðar). A.2 = 1 mynstureining. Í þeim röðum sem eru með einum lit í mynsturteikningu, prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur án þess að lyfta nokkrum lykkjum af prjóni. Í hverri mynsturröð í A.2 sem er með rúðu með svörtum ferningi í A.x (vínrauður), eiga allar lykkjur með litnum vínrauður í A.2 að prjónast slétt og allar lykkjur með litnum ljós grár er lyft af prjóni eins og útskýrt er að ofan. Í hverri mynsturröð í A.2 sem er með rúðu með smá striki í A.x (ljós grár), eiga allar lykkjur með litnum ljós grár í A.2 að prjónast slétt og allar lykkjur með litnum vínrauður eða litnum dökk blush að verða lyft laust af prjóni eins og útskýrt er að ofan. Í hverri mynsturröð í A.2 sem er með rúðu með kross í A.x (dökk blush), eiga allar lykkjur með litnum dökk blush í A.2 að prjónast slétt og allar lykkjur með litnum ljós grár er lyft af prjóni eins og útskýrt er að ofan. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Á berustykki er prjónað mosaikmynstur. Það er mikilvægt að fylgja mynsturteikningu vel. Allt litamynstrið er prjónað í garðaprjóni, en mynstur er ekki prjónað í venjulegar sléttar lykkjur. Litamynstrið næst fram með því að lyfta lykkjum af prjóni. Lestu allar útskýringar fyrir MOSAIKMYNSTUR áður en þú byrjar að prjóna! Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum er prjónaður kantur mitt að framan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 117-123-126-129-135-141 lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3 með litnum dökk blush. Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Skiptið yfir í litinn ljós grár og haldið áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 3 cm. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Fellið af 6 fyrstu lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 105-111-114-117-123-129 lykkjur og aukið jafnframt út 35-37-38-43-49-51 lykkjur jafnt yfir þessar 105-111-114-117-123-129 lykkjur – sjá ÚTAUKNING-1 og prjónið stroff eins og áður yfir þær 6 lykkjur sem eftir eru. Snúið stykkinu, fellið af 6 fyrstu lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð svo ekki myndist gat) og prjónið brugðnar lykkjur til baka yfir allar lykkjur, en kantlykkjur (ysta lykkja í hvorri hlið á stykki) eru prjónaðar í garðaprjóni og uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat = 142-150-154-162-174-182 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki innan við kantlykkju í byrjun á umferð mitt að framan. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef ekki er óskað eftir upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. Berustykkið er nú mælt frá prjónamerki við hálsmál. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir í umferð og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-1 í A.1, aukið út 45-45-49-53-57-65 lykkjur jafnt yfir = 187-195-203-215-231-247 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið MOSAIKMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni með ljós grár, sjá tákn í A.x (táknin eru einungis útskýring á því hvernig litirnir í röðinni eru prjónaðir – táknin eru ekki prjónuð), prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð (= 46-48-50-53-57-61 mynstureiningar A.2 með 4 lykkjum), prjónið fyrstu lykkju í A.2 þannig að mynstrið byrji og endi alveg eins í hvorri hlið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni í litnum ljós grár. Haldið svona áfram með mynstur, en munið eftir 1 umferð í mynsturteikningu jafngildir 2 umferðum garðaprjón, þ.e.a.s. 2 umferðir (1 umferð frá réttu og 1 umferð frá röngu). JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.2, eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING-1. Ör-2: Aukið út 44-48-52-56-60-64 lykkjur jafnt yfir = 231-243-255-271-291-311 lykkjur (nú er pláss fyrir 57-60-63-67-72-77 mynstureiningar A.2 með 4 lykkjum). Ör-3: Aukið út 36-48-60-68-72-76 lykkjur jafnt yfir = 267-291-315-339-363-387 311 lykkjur (nú er pláss fyrir 22-24-26-28-30-32 mynstureiningar A.2 með 12 lykkjum). Ör-4: Aukið út 40-40-44-52-56-62 lykkjur jafnt yfir = 307-331-359-391-419-449 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið afgang af stykki með litnum ljós grár. Prjónið A.3 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.3 aukið út 23-23-27-35-35-41 lykkjur jafnt yfir = 330-354-386-426-454-490 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar berustykkið mælist 20-22-24-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 49-53-57-63-68-75 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 68-72-80-88-92-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 96-104-112-124-134-148 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 68-72-80-88-92-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 49-53-57-63-68-75 lykkjur eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 206-222-242-266-290-318 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 52-56-61-67-73-80 lykkjur inn frá hvorri hlið (= í hliðar á fram- og bakstykki). Það eru 102-110-120-132-144-158 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorir hlið. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6 cm millibili alls 4 sinnum á hæðina = 222-238-258-282-306-334 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 27 cm frá skiptingu í öllum stærðum. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 66-71-78-84-90-101 lykkjur jafnt yfir = 288-309-336-366-396-435 lykkjur (lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjónast, dragi stykkið saman). Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 68-72-80-88-92-96 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3,5 – prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 74-78-88-96-102-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6-6-8-8-10-10 lykkja = mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-3-2-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá AFFELLING. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 12-13-16-19-21-21 sinnum = 50-52-56-58-60-64 lykkjur eftir. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-37-35-35-33-32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 6 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 13-14-16-17-18-20 lykkjur jafnt yfir = 63-66-72-75-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5½ cm. Skiptið yfir í litinn dökk blush. Prjónið 2 umferðir í stroffi eins og áður. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-41-41-39-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp frá réttu ca 120 til 140 lykkjur meðfram vinstra framstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á hringprjón 3 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem lykkjur eru auknar út jafnt yfir til ca 147-153-159-162-168-174 lykkjur (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 3). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2½ til 3 cm (stillið lengdina af eftir lykkjum sem felldar voru af í kanti í hálsi). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið alveg eins og vinstri kantur að framan, en eftir 1 cm er fellt af fyrir 6-6-7-7-8-8 hnappagötum jafnt yfir. Efsta hnappagatið á að vera staðsett í skiptingunni á milli kants í hálsmáli og berustykki og neðsta hnappagatið á að sitja ca 2 til 4 cm frá neðri kanti. Fallegast er að fella af fyrir hnappagötum í brugðinni einingu (séð frá réttu). 1 HNAPPAGAT = prjónið 2 lykkjur brugðið saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat og lykkjurnar ganga upp í stroffi. FRÁGANGUR: Saumið kant í hálsmáli við kant að framan efst í hvorri hlið á peysu – saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í kanti að framan. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lanternriverjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.