Britt skrifaði:
Ska detta mönster stickas med dubbelt garn
02.12.2024 - 17:04DROPS Design svaraði:
Hej Britt, ja enten strikker du med 2 tråde DROPS Alpaca (garngruppe A+A=C) eller 1 tråd DROPS Nepal (garngruppe C) :)
03.12.2024 - 07:51
Mariette Coursol skrifaði:
Je crois qu'il y a erreur sur le patron. Je n'arrive pas au même nombres de mailles (150) plus 8 augmentations : 158 mailles totales sur le patron pour le devant et le dos. Moi j'arrive à 166 mailles pour le devant et le dos. Je crois qu'il manque les 8 augmentations du dos . J'aimerais que vous m'aidiez à comprendre. Merci
16.10.2024 - 23:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Coursol, vous ne devez augmenter que 8 m au 1er rang, je les ai souligné ci-après: 25 m point de riz, (3 m env, tricoter 2 fois à l'endroit chacune des 2 m suivantes = on augmente 2 m, 5 m envers, tricoter 2 fois chacune des 2 m suivantes = on augmente 2 m, 1 m envers, tricoter 2 fois chacune des 2 m suivantes = on augmente 2 m, 5 m envers, tricoter 2 fois chacune des 2 m suivantes = on augmente 2 m et 3 m envers; tricoter 25 mailles au point de riz, et placer 1 marqueur ici (= côté), tricoter au point de riz jusqu'à la fin du tour = 158 m . Bon tricot!
17.10.2024 - 09:42
BRUSINI skrifaði:
Bonjour, concernant les augmentations des manches que veux dire \\\" augmentations sous la Manche ?\\r\\nCordialement
09.01.2023 - 21:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Brusini, vous devez augmenter au niveau du dessous de la manche, autrement dit, à la fin du tour + au début du tour pour que les augmentations se trouvent sous la manche (au niveau de la couture s'il y en avait une). Bon tricot!
10.01.2023 - 09:10
Ilovedogs skrifaði:
Sto lavorando questo pullover , ma arrivata al punto di inserire le maniche non capisco proprio come posso fare : all\'inizio della lavorazione raglan non dovrei trovare le maglie per lavorare insieme le maniche? Lavorando un pullover top down nello sprone si lavorano anche le maglie, ad un certo punto da lasciare in sospeso, che poi diventeranno le maniche...Non riesco proprio a capire come fare. Spero che potrete aiutarmi. Comunque devo dire che questo sito è veramente bellissimo.
23.09.2022 - 20:21DROPS Design svaraði:
Buonasera Ilovedogs, questo modello è lavorato dal basso verso l'alto, per cui si lavora la parte inferiore, poi le maniche e poi si uniscono le parti per lavorare lo sprone. Buon lavoro!
27.09.2022 - 22:03
Mirella skrifaði:
Quanti meglio in ferro devo usare per fare una maglia da bambino 4 anni che veste da 5 anni
31.05.2022 - 08:17DROPS Design svaraði:
Buonasera Mirella, in fondo alla pagina trova uno schema con le misure: lo confronti con un capo del bambino e scelga la taglia più appropriata. Buon lavoro!
31.05.2022 - 21:47
Trudy Danvers skrifaði:
Er zijn op de foto wel erg veel fouten te zien. De kabel is onregelmatig en de gerstekorrel is ook vol foutjes gebreid. Ook de hals is naar mijn smaak slordig afgewerkt. Ik vind dat niet erg professioneel.
11.01.2022 - 12:49
Anna skrifaði:
Vorrei sapere come lavorare le maglie diminuite del raglan nel giro successivo al giro delle diminuzioni Grazie
24.04.2021 - 08:44DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna, queste maglie vanno lavorate a maglia rasata verso le maniche e a grana di riso verso il davanti e il dietro. Buon lavoro!
24.04.2021 - 22:15
Schmidt Mary Ann skrifaði:
English translation available?
16.10.2020 - 21:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Schmidt, sure ! click on the scroll down menu below the photo and choose the appropriate English (either UK with cm or US with cm/inches) required. Happy knitting!
19.10.2020 - 10:40
Cable Road#cableroadsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með köðlum og laskalínu úr 2 þráðum DROPS Alpaca. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 37-10 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PERLUPRJÓN (prjónað í hring): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið síðan umferð 2. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 70 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 5) = 14. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 14. og 15. hverja lykkju slétt saman. LASKALÍNA: Fækkað er um 1 lykkju hvoru megin við 4 prjónamerkin sem skipta fram- og bakstykki og ermar (= fækkað er um 8 lykkjur í hverri umferð). Fækkið lykkjum hvoru megin við 4 prjónamerkin í hverri umferð, þessar 4 lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni við ermar og í perluprjóni við framstykki og bakstykki. Fækkið lykkjum þannig: Prjónið sléttprjón eða mynstur eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið 4 lykkjur (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja og lykkjurnar eru prjónaðar í mynstri háð lykkjum í hvorri hlið, annað hvort 2 lykkjur perluprjón + 2 lykkjur sléttprjón eða 2 lykkjur sléttprjón + 2 lykkjur perluprjón). Prjónið 2 lykkjur saman (prjónið brugðið saman ef prjónað er perluprjón eða slétt saman ef prjónað er sléttprjón). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um ermi): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna upp að handveg. Síðan eru ermarnar settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki og berustykkið er prjónað í hring, skiptið yfir á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna eftir þörf. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 122-130-138-146-150 lykkjur á hringprjón 4 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt og setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = í hlið á stykki. Prjónið stroff með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 18-20-22-24-25 lykkjur PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Nú eru lykkjur auknar út og byrjað er á mynstri yfir næstu 25 lykkjur fyrir miðju framan á stykki þannig: Prjónið 3 lykkjur brugðið, prjónið 2 lykkjur í hvora af næstu 2 lykkjum (prjónið í bæði fremri og aftari lykkjubogann í sömu lykkju) (= 2 lykkjur fleiri), prjónið 5 lykkjur brugðið, prjónið 2 lykkjur í hvora af næstu 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri), prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur í hvora af næstu 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri), prjónið 5 lykkjur brugðið, prjónið 2 lykkjur í hvora af næstu 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri) og prjónið 3 lykkjur brugðið. Prjónið 18-20-22-24-25 lykkjur perluprjón og setjið 1 prjónamerki í stykkið hér (= í hlið), prjónið perluprjón út umferðina = 130-138-146-154-158 lykkjur. Prjónið síðan þannig: Prjónið 18-20-22-24-25 lykkjur perluprjón, prjónið mynsturteikningu A.1 yfir næstu 33 lykkjur og prjónið perluprjón út umferðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 23-25-28-31-35 cm fellið af 6 lykkjur í hvorri hlið, þ.e.a.s. fellið af 3 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki = 63-67-71-75-77 lykkjur á framstykki og 55-59-63-67-69 lykkjur á bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 29-31-31-33-35 lykkjur á sokkaprjóna 4 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið þar til stykkið mælist ca 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið sléttar lykkjur og aukið út 1 lykkju yfir fyrstu 10-11-11-12-13 lykkjur, byrjið mynstur og aukið út yfir næstu 8 lykkjur (= mitt á ermi) þannig: Prjónið 3 lykkjur brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt í hvora af næstu 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri) og prjónið 3 lykkjur brugðið. Prjónið síðustu 11-12-12-13-14 lykkjur slétt = 32-34-34-36-38 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið það fylgja með í stykkinu (= mitt undir ermi). Prjónið sléttprjón með mynstri A.2 yfir 10 lykkjur sem er staðsett mitt á ermi. Þegar stykkið mælist 8-8-8-8-8 cm aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið svona út með 2-2½-2½-3-3½ cm millibili alls 9-9-10-10-10 sinnum = 50-52-54-56-58 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 27-31-34-39-42 cm. Í næstu umferð eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 44-46-48-50-52 lykkjur. Geymið ermina og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af í hvorri hlið = 206-218-230-242-250 lykkjur. Byrjið umferð í skiptingunni á milli bakstykkis og ermi. Prjónið 1 umferð eins og áður (þ.e.a.s. perluprjón á bakstykki, perluprjón + mynstur A.1 á framstykki, sléttprjón + mynstur A.2 á ermi). Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli framstykkis, bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Í næstu umferð byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 17-18-19-20-21 sinnum = 70-74-78-82-82 lykkjur. Stykkið mælist ca 40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 5-5-5-9-7 lykkjur jafnt yfir í umferð = 65-69-73-73-75 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff með 1 lykkju slétt og 1 lykkju brugðið þar til stroffið mælist ca 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið uppá stroff í hálsmáli að réttu þannig að það liggi tvöfalt, saumið niður kantinn með smáu spori. Saumið saman opiði á milli erma og fram- og bakstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cableroadsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 37-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.