Claudia skrifaði:
Es heißt in der Anleitung, dass die Raglanlinie in Vollpatent gestrickt wird. Und A.1a ist die Strickschrift dafür, richtig? Leider ist A1.a die Strickschrift für ein Halbpatent. Frage ist nun: wie soll die Raglanlinie gestrickt werden? In Vollpatent oder Halbpatent?
25.09.2022 - 13:01DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, die Raglanlinien werden gestrickt wie im A.1 gezeigt; dann stricken Sie diese Maschen nach der Verteilung wie im A.2 gezeigt. Viel Spaß beim stricken!
26.09.2022 - 09:32
Neige skrifaði:
Hallo, warum muss man die Abtei wenden und dann Rechts weiterschicken? Welchen Effekt hat das? Kann ich auch bis zum Ende links auf der richtigen Seite Stricken? Vielen Dank für ein Feedback
25.01.2022 - 21:33DROPS Design svaraði:
Liebe Neige, also mange Strickerinnen stricken lieber mit rechten Maschen als mit nur linken Maschen in der Runde, deshalb wird die Arbeit gewendet und nur mit rechten Maschen gestrickt- wenn Sie immer noch bei Hinreihen /von der Vorderseite stricken, sollen Sie dann A.2 anpassen. Viel Spaß beim stricken!
26.01.2022 - 08:53
Helga Ternes skrifaði:
In der Anleitung ist von Diagramm A.1 und A.2 die Rede. Fehlt das Diagramm in der Anleitung?
11.10.2021 - 08:21DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ternes, A.1 und A.2 finden Sie neben der Maßskizze, können Sie sie sehen? Viel Spaß beim stricken!
11.10.2021 - 08:44
Lil skrifaði:
Are the amounts correct? It would appear to me that the black colour is the lesser amount, however in the pattern it is stated as almost twice as much as the colour used in the body and sleeves. Please let me know as I just got started on this and would like to know very soon!
31.12.2020 - 04:12DROPS Design svaraði:
Dear Lil, you need more of the black yarn = Alpaca than the Delight (stripes colour) since you will require black Alpaca for neck, sleeve edges and bottom edge on sweater. Make sure your tension is correct in both Alpaca and Delight. Happy knitting!
04.01.2021 - 13:31
Elena Petto skrifaði:
The increase for the raglan. Is it part of the raglan stitches so you increase the English rib part. Or is it either side of the of the A1 section. Thus increasing the sleeve , back front etc. I've increased in the raglan and I think this is wrong.
03.12.2020 - 00:45DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Petto, A.1 is worked at each raglan line and you will increase on either side of A.1 - see RAGLAN, the number of sts in A.1 (= English rib) won't increase, you will increase the number of sts between A.1 = sleeves, front and back piece. Happy knitting!
03.12.2020 - 09:02
Christiane skrifaði:
Hallo, die Raglanschrägen werden im Vollpatent gestrickt, der Rest der Runden in Linksreihen. Durch das Vollpatent erreichen die Raglanschrägen nicht die gleiche Höhe wie die Linksreihen. Ich habe schon versucht, das Vollpatent lockerer zu stricken als das Vorder-/Rückenteil u. die Ärmel. Trotzdem kräuselt sich der Übergang zwischen den Raglanschrägen und dem Vorder- bzw. Rückenteil und den Ärmeln. Wie kann man das vermeiden? Danke und Gruß
28.10.2020 - 08:37DROPS Design svaraði:
Liebe Christiane, das Vollpatent sollte die gleiche Höhe haben, die Maschen im Vollpatent sind über 2 Reihen gestrickt, und diese 2 Reihen werden überall anders glatt links gestrickt, versuchen Sie die Umschläge vom Vollpattent nicht zu locker zu stricken - beim spannen/1. Waschen kann auch die Arbeit mehr regelmäßig werden. Ihr DROPS Laden hat vielleicht noch einige Tipps für Sie, gerne bekommen Sie dort Hilfe. Viel Spaß beim stricken!
28.10.2020 - 15:22
MARIA ANTONIA HERRERO skrifaði:
Bonito contraste con el cuello y los puños. Resalta el rostro. Ideal si tienes algo de peso extra.
05.08.2020 - 11:36
Touch of Mystery#touchofmysterysweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Delight og DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, röndum og klukkuprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-37 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning A.1 er prjónuð í laskalínu og A.2 er prjónað í hlið á fram- og bakstykki og mitt undir ermi. RENDUR (prjónaðar í hring): Laskalínur eru prjónaðar í klukkuprjóni eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.2. Aðrar lykkjur eru prjónaðar brugðið frá réttu á berustykki. Á fram- og bakstykki er stykkinu snúið og síðan er prjónað með sléttum lykkjum frá röngu. Rendur eru prjónaðar til skiptist með 1 umferð með Alpaca og 1 umferð með Delight. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 23 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 3) = 7,7. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu fyrir laskalínu): Aukið út í hverri umferð með Alpaca (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð). Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við A.1 (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Uppslátturinn er prjónaður snúin í næstu umferð. Nýjar lykkjur eru prjónaðar brugðið. ÚTAUKNING-3 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð í umferð með Alpaca. Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, A.2, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt! Nýjar lykkjur eru prjónaðar slétt. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.2 þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan A.2, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, A.2, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 109-121-121-133-133-145 lykkjur á hringprjón 2,5 með Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Hálft bakstykki: Prjónið * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* yfir 12-15-15-18-18-21 lykkjur, 2 lykkjur brugðið. Laskalína: Prjónið * 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* yfir 10 lykkjur, 1 lykkja slétt. Ermi: Prjónið * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* yfir 6-6-6-6-6-6 lykkjur, 2 lykkjur brugðið. Laskalína: Prjónið * 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* yfir 10 lykkjur, 1 lykkja slétt. Framstykki: Prjónið * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* yfir 21-27-27-33-33-39 lykkjur, 2 lykkjur brugðið. Laskalína: Prjónið * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir 10 lykkjur, 1 lykkja slétt. Ermi: Prjónið * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* yfir 6-6-6-6-6-6 lykkjur, 2 lykkjur brugðið. Laskalína: Prjónið * 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* yfir 10 lykkjur, 1 lykkja slétt. Hálft bakstykki: Prjónið * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* yfir 12-15-15-18-18-21 lykkjur. Haldið svona áfram í 7 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Í næstu umferð er prjónað og aukið út jafnt yfir þannig: Hálft bakstykki: Prjónið 14-17-17-20-20-23 lykkjur brugðið og aukið út 0-0-1-0-3-3 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING. Ermi: Prjónið A.1 (11 lykkjur = laskalína), 8-8-8-8-8-8 lykkjur brugðið, prjónið A.1 (= laskalína). Framstykki: Prjónið 23-29-29-35-35-41 lykkjur brugðið og aukið út 3-5-7-3-11-11 lykkjur jafnt yfir. Ermi: Prjónið A.1 (= laskalína), 8-8-8-8-8-8 lykkjur brugðið, prjónið A.1 (= laskalína). Hálft bakstykki: Prjónið 12-15-15-18-18-21 lykkjur brugðið og aukið út 0-2-3-0-5-5 lykkjur. = 112-128-132-136-152-164 lykkjur. Prjónið nú stykkið áfram í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í 3. umferð í A.1 byrjar útaukning fyrir laskalínu þannig: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.1 í annarri hverri umferð alls 26-28-32-36-40-44 sinnum – sjá ÚTAUKNING-2 = 320-352-388-424-472-516 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a á hæðina. Þegar stykkið mælist 19-21-22-24-26-28 cm frá prjónamerki, stillið af að næsta umferð sé prjónuð með Delight, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 47-52-57-63-70-77 lykkjur brugðið (= ca hálft bakstykki), setjið næstu 68-72-80-88-96-104 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 7 lykkjur undir ermi, 92-104-114-124-140-154 lykkjur brugðið (= framstykki), setjið næstu 68-72-80-88-96-104 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 7 lykkjur undir ermi og endið með 45-52-57-61-70-77 lykkjur brugðið (= ca hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 198-222-242-262-294-322 lykkjur. Snúið stykkinu þannig að prjónað sé áfram með sléttar lykkjur frá röngu hringinn þannig: Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið, í miðju af nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermum. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir allar lykkjur og A.2 yfir lykkju með merkiþræði í hvorri hlið. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.2a á hæðina. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.2 – sjá ÚTAUKNING-3. Aukið svona út með 3 cm millibili alls 7 sinnum = 226-250-270-290-322-350 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-30-31-31-31-31 cm frá skiptingu, stillið af að næsta umferð sé prjónuð með Delight, aukið út jafnt yfir þannig: Prjónið 57-62-67-73-80-87 lykkjur slétt og aukið út 0-1-2-2-1-0 lykkjur, A.2a eins og áður, 112-124-134-144-160-174 lykkjur slétt og aukið út 1-1-0-2-1-2 lykkjur, A.2a eins og áður, 55-62-67-71-80-87 lykkjur slétt og aukið út 1-0-1-0-0-2 lykkjur = 228-252-273-294-324-354 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið nú stykkið til loka í Alpaca. Prjónið * 1 lykkju brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (A.2a er prjónað brugðið). Prjónið svona þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 68-72-80-88-96-104 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 7 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 75-79-87-95-103-111 lykkjur. Snúið stykkinu, þannig að nú er prjónað í hring með sléttum lykkjum frá röngu. Prjónið A.2 yfir miðjulykkju mitt undir ermi, aðrar lykkjur eru prjónaðar slétt frá röngu í röndum. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.2a á hæðina. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.2a – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 12-13-17-20-22-23 sinnum = 51-53-53-55-59-65 lykkjur. Þegar ermin mælist 41-40-39-38-36-35 cm frá skiptingu, skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 0-1-1-2-1-1 lykkjur = 51-54-54-57-60-66 lykkjur. Prjónið nú stykkið til loka í Alpaca. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið), stillið af að klukkuprjónslykkjan mitt undir ermi sé prjónuð brugðið (það er enn prjónað frá röngu). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 4 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Snúið peysunni þannig að brugðnu lykkjurnar snúi út. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #touchofmysterysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.