Élise Deschatelets skrifaði:
Pouvez-vous m’éclairer sur la façon de faire les diminutions (Diminuer ainsi 5 fois tous les 2 tours et 2 fois tous les tours. ) moufles. Dois je diminuer 5 mailles à la fois?
21.12.2020 - 17:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Deschatelets, vous diminuez comme indiqué sous DIMINUTIONS autrement dit, vous diminuez 2 mailles, 1 m après le marqueur + 1 m avant le marqueur. Vous répétez ces diminutions 5 fois au total tous les 2 tours (= 1 tour en diminuant 2 m, 1 tour sans diminuer) x 5 , puis diminuez à chacun des 2 tours suivants, - en même temps, diminuez comme dans A.5 côté dos de la main. Bon tricot!
22.12.2020 - 09:30
Caroline Marceau skrifaði:
Bonjour je ne comprend les explications dans moufles gauche quand ça dit: Tricoter le tour suivant ainsi: 0-3 mailles endroit. Qu'est ce que ça veut dire 0-3?
13.12.2020 - 06:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Marceau, dans la 1ère taille, vous ne décalez pas le début du tour, seulement dans la 2ème taille. Autrement dit, en S/M, sautez cette phrase et placez votre marqueur du début du tour avant la 1ère maille du tour. En taille L/XL , tricotez 3 mailles endroit et mettez votre marqueur de début du tour ici et continuez comme indiqué sur les 44 mailles. Bon tricot!
14.12.2020 - 10:26
Anne-Louise skrifaði:
Når man strikker halsen står der at man skal slå 76 masker op, men inddeling bagefter hedder 12, 12,24,12,12 det giver kun 72? Hvad er rigtigt?
04.11.2020 - 17:27DROPS Design svaraði:
Hej Anne-Louise. Du missar 4 maskor, jag har markerat de i fet stil: Strik (2 ret / 2 vrang) over de første 12-16 masker, sæt 1.mærke her, strik A.2 over de næste 12 masker (= skuldermasker), sæt 2.mærke her, strik 2 vrang , (2 ret / 2 vrang) over de næste 24-28 masker, sæt 3.mærke her, strik A.2 over de næste 12 masker (= skuldermasker), sæt 4.mærke her, strik 2 vrang , (2 ret / 2 vrang) over de sidste 12-12 masker. Mvh DROPS Design
05.11.2020 - 08:27
Nelli skrifaði:
Een fout in de werkbeschrijving van de halswarmer, maat s/m: daar moeten niet 76, maar 72 steken voor worden opgezet: 24 per pand en 12 per schouder.
19.10.2020 - 21:50
Line Vesterheim skrifaði:
Kan dere sjekke inndelingen ? Får ikke maskeantallet til å gå opp
12.10.2020 - 12:44DROPS Design svaraði:
Hej Line. Vad stickar du och var menar du att det är fel? Mvh DROPS Design
15.10.2020 - 13:34
Rosy skrifaði:
Le plastron bien couvrant est parfait pour les grands froids
05.06.2020 - 09:10
Winter Wisps Set#winterwispsset |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónað eyrnaband, hálsskjól og vettlingar úr DROPS Alaska. Stykkin eru prjónuð með köðlum og útaukningu fyrir axlarsæti.
DROPS 214-49 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.1. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.2. Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.3, A.4 og A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um hálsskjól): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur) mínus lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið (t.d. 4 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 4,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-3 (á við um vettlinga): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA: Lykkjum er fækkað í einingu í sléttprjóni að neðanverðu á vettlingi þannig: Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju á prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna og saumað saman í lokin. EYRNABAND: Fitjið upp 31 lykkjur á hringprjón 4,5 með Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 2 kantlykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 yfir næstu 27 lykkjur, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 49 cm, eða prjónið að óskaðri lengd – stillið af að endað sé eftir 4. eða 10. umferð í A.1. Fellið af. Saumið eyrnabandið saman innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er prjónað í hring þar til útaukning fyrir öxl er lokið. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað hvort fyrir sig. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 76-84 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff þannig: Prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 12-16 lykkjur, setjið 1. prjónamerki hér, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjur (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki hér, prjónið 2 lykkjur brugðið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 24-28 lykkjur, setjið 3. prjónamerki hér, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjurnar (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki hér, prjónið 2 lykkjur brugðið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir síðustu 12-12 lykkjurnar. Haldið svona áfram hringinn í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Héðan er nú mælt. Prjónið síðan mynstur þannig: ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Haldið áfram með A.2 yfir axlalykkjur í hvorri hlið og prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð, jafnframt í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1. Nú er einungis bara aukið út á bakstykki og framstykki og fjöldi lykkja á öxl verður sá sami. Aukið út í hverri umferð alls 14-16 sinnum = 132-148 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur fram að axlalykkjum, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir 12 axlalykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 54-62 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir framstykki, fellið af næstu 12 axlalykkjur, prjónið sléttprjón yfir allar 54-62 lykkjur á bakstykki. BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón fram og til baka með 2 kantlykkjum GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar kraginn mælist 27-29 cm frá prjónamerki sem setta var í eftir hálmáli, aukið út um 12-16 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-2 = 66-78 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú stroff frá réttu þannig: 2 lykkjur garðaprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (lykkjur í garðaprjóni eru felldar af með sléttum lykkjum). Hálsskjólið mælist ca 32-34 cm frá prjónamerki. FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á hringprjón 5,5 og prjónið á sama hátt og á bakstykki. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 40-44 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 0-3 lykkjur slétt. Setjið eitt prjónamerki hér. Þetta er byrjun á umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 2-3 lykkjur slétt, prjónið A.3 yfir næstu 18 lykkjur (= 1 lykkja fleiri), 2-3 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 16-18 lykkjur = 40-44 lykkjur. Prjónið eina umferð með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og A.3 yfir A.3. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið síðan mynstur þannig: 2-3 lykkjur slétt, A.4 yfir A.3, sléttar lykkjur yfir næstu 19-22 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8-8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við síðustu lykkju í umferð fyrir þumal (= 2 lykkjur fleiri) – sjá ÚTAUKNING-3. Aukið svona út á ytri hlið við útauknar lykkjur í annarri hverri umferð alls 5-6 sinnum = 50-56 lykkjur. Setjið nú 11-13 þumallykkjur á þráð. Prjónið mynstur eins og áður hringinn á vettlingnum og fitjið upp 1 nýja lykkju aftan við þumal í næstu umferð = 40-44 lykkjur. Haldið svona áfram þar til A.4 hefur verið prjónað til loka 4 sinnum á hæðina. Vettlingurinn mælist nú ca 23 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki á eftir 23-25 lykkjum (= 23-25 lykkjur á efri hlið á vettlingi og 17-19 lykkjur að neðanverðu á vettlingi). Prjónið nú A.5 yfir A.4, JAFNFRAMT í næstu umferð er lykkjum fækkað að neðanverðu á vettlingi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 5 sinnum og í hverri umferð 2 sinnum. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 12-16 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð þar sem allar lykkjur eru prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6-8 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALL: Setjið til baka 11-13 þumallykkjur á þræði á sokkaprjóna 4. Prjónið að auki upp 4 lykkjur aftan við þumal = 15-17 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til sjálfur þumallinn mælist ca 5-5½ cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú á að vera ca ½ cm að loka máli). Prjónið 2 umferðir slétt JAFNFRAMT þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum umferðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og vinstri vettlingur, en aukið út fyrir þumal hvoru megin við 24.-26. lykkju (= 3.-4. lykkja í sléttprjóni eftir A.4). |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterwispsset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-49
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.