Chiara skrifaði:
Modello stupendo!
06.08.2020 - 12:54
Janette skrifaði:
Supermooi, ik kan niet wachten om deze te breien. In 1 woord wauw
05.08.2020 - 21:40
MARIA ANTONIA HERRERO skrifaði:
Original. Ideal para mujeres estilizadas, con poco pecho.
05.08.2020 - 11:22
Masalinchen skrifaði:
Möchte ich stricken!
13.06.2020 - 08:10
Susanne Alfredsson skrifaði:
Fantastiskt vacker modell. Ser så skön ut
10.06.2020 - 09:37
Paola skrifaði:
Bellissimo modello, vorrei farlo subito ma non trovo il modello! PS: lascio Italia come paese ma vivo in Norvegia :)
06.06.2020 - 11:21
Grażyna skrifaði:
Piękny klasyczny wzór, bardzo mi się podoba pod względem konstrukcyjnym. Cudo
05.06.2020 - 10:56
Lisbeth Erlandsson skrifaði:
Verkar väldigt skön.
04.06.2020 - 20:09
Divergence#divergencesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Air eða 1 þræði DROPS Snow eða 1 þræði DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Lykkjufjöldinn á ermum er sá sami (= 34-34-37-37-40-40 lykkjur í stroffi á ermum). Ekki auka út í lykkjuna, heldur um þráðinn á milli 2 lykkja. Aukið út um 3 lykkjur á eftir lykkju með prjónamerki (þ.e.a.s. í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis og í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis) þannig: Prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju (= 1 umferð niður), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 2 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 3 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina). Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja um hverja af síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri). Aukið út um 3 lykkjur á undan lykkju með prjónamerki (þ.e.a.s. í skiptingunni á milli framstykkis og vinstri ermi og í skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi) þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 3 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 2 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki frá fyrri umferð. Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja í hverja af síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri). ÚRTAKA (á við um ermar): Prjónið þar til 4-3-3-3-3-3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í/prjónamerki á milli lykkja, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið næstu 5-2-2-2-2-2 lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón. Síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring í sléttprjóni. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna í stroffprjóni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 48-48-52-52-56-56 lykkjur á stuttan hringprjón 8 með 2 þráðum Air eða 1 þræði Snow eða 1 þræði Wish. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 11 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: UMFERÐ 1: * Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 22-22-24-24-26-26 lykkjur (= 11-11-12-12-13-13 lykkjur fleiri), 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= miðjulykkja á framstykki/bakstykki). Endurtakið 1 sinni til viðbótar í umferð = 70-70-76-76-82-82 lykkjur. UMFERÐ 2: * Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn snúinn brugðið, 1 lykkja brugðið *, prjónið *-* 11-11-12-12-13-13 sinnum, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið (= miðjulykkja á framstykki/bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið 1 sinni til viðbótar í umferð (= 4 lykkjur fleiri í umferð) = 74-74-80-80-86-86 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið. Setjið eitt prjónamerki í hvern uppslátt frá fyrri umferð (= 1 prjónamerki í lykkju hvoru megin við miðjulykkju). Það eru 34-34-37-37-40-40 lykkjur fyrir hvora ermi og 3 lykkjur á framstykki og bakstykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir 34-34-37-37-40-40 lykkjur fyrir ermi í hvorri hlið (fyrsta og síðasta lykkjan á ermi er 1 lykkja slétt) og prjónað er sléttprjón yfir 3 lykkjur á framstykki og bakstykki (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir byrjar útaukning í hvorri hlið á framstykki og bakstykki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 6-6-7-8-9-10 sinnum = 146-146-164-176-194-206 lykkjur. Útaukning í stærð XL, XXL og XXXL er nú lokið. Í stærð S, M og L er nú aukið út þannig: Aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið á framstykki og bakstykki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við lykkju með prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 1-2-1 sinnum = 150-154-168 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Allar stærðir: Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 20-21-23-24-25-27 cm frá prjónamerki í miðjulykkju aftan í hnakka. Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 34-34-37-37-40-40 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 5-8-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 41-43-47-51-57-63 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 34-34-37-37-40-40 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 5-8-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 41-43-47-51-57-63 lykkjur. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 92-102-110-118-130-142 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til fram- og bakstykki mælist 24-25-25-26-26-26 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 34-34-37-37-40-40 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/stuttan hringprjón 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 5-8-8-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 39-42-45-45-48-48 lykkjur. Setjið prjónamerki mitt undir ermi. Í stærð S er prjónamerki sett í miðju slétta lykkju undir ermi. Í stærð M, L, XL, XXL og XXXL er prjónamerki sett mitt á milli miðju 2 lykkjur brugðið. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 11-8-6-6-6-6 cm millibili alls 4-5-6-6-6-6 sinnum = 31-32-33-33-36-36 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til ermin mælist 45-45-43-43-43-42 cm – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #divergencesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.