Sri skrifaði:
* A.1 over 6 stitches, A.2 over 2 stitches * after 8 repeats, the ending stich is "make 1 yarn over, slip 1 stitch as if to purl" and for the next round the starting stich is "make 1 yarn over, slip 1 stitch as if to purl" and same with end of second round "purl together the yarn over and slipped stitch" and starting next round with "knit together the yarn over and slipped stitch" , this is creating an overlap, please me know how this is handled?
08.01.2025 - 00:47DROPS Design svaraði:
Dear Sri, yes correct, this will happen at the transition of the rounds, but it should work nicely - see this video where we show how to knit English rib in the round (without the increases in A.2). Happy knitting!
08.01.2025 - 07:29
Goasguen Sophie skrifaði:
Bonjour, Je fais le pull en taille L et j'en suis au début de l'empiècement. J'ai donc 108 mailles, j'ai fait les deux rangs de jersey, puis le rang avec le *le jeté, la maille à l'envers et les 2 mailles ensemble à l'endroit*. Mais je suis toujours avec 108 mailles et non 72 mailles. Donc au rang suivant, je me trouve à faire plus de 9 fois les motifs A1 et A2. A quel moment doit-on faire des diminutions pour arriver à 72 mailles? Merci d'avance pour votre réponse
10.02.2023 - 10:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Goasguen, lorsque l'on fait (1 jeté, glisser 1 maille), la maille et le jeté comptent pour une seule maille, autrement dit, vous diminuez 36 mailles au total, il vous restera sur l'aiguille (1 jeté + la m glissée, 1 m end) x 36 = 72 maille sur l'aiguille. Et vous pourrez ainsi répéter 9 fois (les 6 m de A.1 + l es 2 m de A.2) (9x8= 72 m). Bon tricot!
10.02.2023 - 13:09
Lily Wesche skrifaði:
Beste, Ik zou graag willen weten hoe ik de 8 steken extra opzet als ik met de mouwen moet beginnen. Met vriendelijke groeten Lily Wesche.
09.11.2022 - 11:49DROPS Design svaraði:
Dag Lily,
In een van de video's die onderaan het patroon staat wordt uitgelegd hoe je steken opneemt langs een rand. Dit kun je ook doen als je steken opneemt onder de mouw. Je neemt de steken op langs de rand van het lijf waar je steken af had gekant.
10.11.2022 - 17:14
Branching Out#branchingoutsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Big Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, klukkuprjóni og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-13 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 74 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 7,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við öll 4 prjónamerkin (= alls 8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur og saumaður saman í lokin. KANTUR Í HÁLSI: Fitjið upp 74-78-82-86-90-96 lykkjur á hringprjón 4 með Big Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt á meðan aukið er út um 10-18-26-10-18-24 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 84-96-108-96-108-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= ca mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Í næstu umferð er prjónað þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 56-64-72-64-72-80 lykkjur. Prjónið síðan * A.1 yfir 6 lykkjur, A.2 yfir 2 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 7-8-9-8-9-10 sinnum. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið síðustu 2 umferðir. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 112-128-144-160-180-200 lykkjur. Stykkið mælist ca 7-7-7-9-9-9 cm frá prjónamerki eftir stroff. Ef stykkið mælist minna en þetta, endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu að réttu máli. Prjónið 2 umferðir sléttprjón, í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt saman með lykkjunni sem hann tilheyrir. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.1 yfir næstu 2 lykkjur, A.2 yfir næstu 2 lykkjur, A.1 yfir næstu 12-12-12-16-16-16 lykkjur *, prjónið frá *-* (= 7-8-9-8-9-10 sinnum). Haldið svona áfram hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið síðustu 2 umferðir. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 168-192-216-256-288-320 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 14-14-14-18-18-18 cm. Ef stykkið mælist minna en þetta, endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu að réttu máli. Prjónið nú áfram í sléttprjóni. Í fyrstu umferð í sléttprjóni er uppslátturinn prjónaður slétt saman með lykkjunni sem hann tilheyrir. Í næstu umferð er aukið út um 18-18-18-14-14-14 lykkjur jafnt yfir = 186-210-234-270-302-334 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið í næstu umferð þannig: Prjónið 28-31-35-40-46-52 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, 36-42-46-54-58-62 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, 57-63-71-81-94-106 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, 36-42-46-54-58-62 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki og endið með 29-32-36-41-46-52 lykkjur sléttprjón. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 5-4-3-3-2-2 sinnum = 226-242-258-294-318-350 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 20-21-22-24-26-26 cm frá prjónamerki í hálsi. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 33-35-38-43-48-54 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 46-50-52-60-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 67-71-77-87-98-110 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 46-50-52-60-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 34-36-39-44-48-54 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 150-158-170-190-210-234 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 25-26-27-27-27-29 cm frá skiptingu. Í næstu umferð er aukið út um 26 lykkjur jafnt yfir = 176-184-196-216-236-260 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið í hálsi mælist ca 3 cm – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 46-50-52-60-62-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja 8 nýjum lykkjum undir ermi = 54-58-60-68-70-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 4 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3-3-3-2-2-1½ cm millibili alls 9-10-10-13-13-15 sinnum = 36-38-40-42-44-44 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-37-37-35-33-34 cm, aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-48-50-50 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 6 cm. Ermin mælist 44-43-43-41-39-40 cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá stroffið efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfalt uppábrot. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #branchingoutsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.