North Star#northstarsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð 2 - 12 ára.
DROPS Children 37-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 3 lykkjur. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of stíft, þá kemur stykkið til með að verða of stutt og handvegur of lítill – þetta er hægt að jafna til með því að prjóna 1 auka umferð með jöfnu millibili í einingum með einum lit. Ef prjónað er of laust, verður stykkið of langt og handvegur of stór, þá er hægt að prjóna 1 umferð færri með jöfnu millibili í einingum með einum lit. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig (5 næstu lykkjur eru prjónaðar með litnum milligrár): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-72-76-76-80-80 lykkjur á hringprjón 3 með litnum milligrár DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 24-28-28-32-32-36 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 96-100-104-108-112-116 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 0-0-2-0-2-4 umferðir sléttprjón með litnum milligrár. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið síðan A.1 hringinn (= 24-25-26-27-28-29 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1, aukið út lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Ör-1: Aukið út 30-32-34-36-38-40 lykkjur jafnt yfir = 126-132-138-144-150-156 lykkjur (nú er pláss fyrir 21-22-23-24-25-26 mynstureiningar A.1 með 6 lykkjum). Ör-2: Aukið út 42-36-44-38-46-40 lykkjur jafnt yfir = 168-168-182-182-196-196 lykkjur (nú er pláss fyrir 12-12-13-13-14-14 mynstureiningar A.1 með 14 lykkjum). Ör-3: Aukið út 28-36-34-38-36-44 lykkjur jafnt yfir = 196-204-216-220-232-240 lykkjur (nú er pláss fyrir 49-51-54-55-58-60 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Ör-4: Aukið út 16-20-20-20-20-24 lykkjur jafnt yfir = 212-224-236-240-252-264 lykkjur (nú er pláss fyrir 53-56-59-60-63-66 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Prjónið áfram þar til 1 umferð er eftir í A.1. Stykkið mælist ca 15-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki við hálsmál. Í síðustu umferð í A.1 skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 31-33-35-36-38-40 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 44-46-48-48-50-52 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 62-66-70-72-76-80 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 44-46-48-48-50-52 lykkjur á 1 þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 31-33-35-36-38-40 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-144-152-160-168-176 lykkjur. Prjónið A.2 hringinn (nú er pláss fyrir 17-18-19-20-21-22 mynstureiningar A.2 með 8 lykkjur). JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-5 í A.2, auki út um 8-0-4-8-0-4 lykkjur jafnt yfir = 144-144-156-168-168-180 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 alveg eins (nú er pláss fyrir 24-24-26-28-28-30 mynstureiningar A.3 með 6 lykkjum). A.3 er endurtekið á hæðina þar til stykkið mælist ca 12-16-19-19-22-25 cm frá skiptingu, nú eru eftir ca 7-7-7-10-10-10 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið A.4 hringinn (= 36-36-39-42-42-45 mynstureiningar A.4 með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur þar til A.4 hefur verið prjónað til loka. Prjónið 1 umferð slétt með litnum milligrár og aukið JAFNFRAMT út 32-32-32-36-36-36 lykkjur jafnt yfir = 176-176-188-204-204-216 lykkjur. Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! ERMI: Setjið 44-46-48-48-50-52 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum undir ermi = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Setjið nú 2 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án þess að prjóna lykkjur): Byrjið mitt undir ermi á milli 6-6-6-8-8-8 lykkja, setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 24-25-26-27-28-29 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju = 24-25-26-27-28-29 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónamerki fyrir miðju undir ermi er notað þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Prjónamerki fyrir miðju á ermi er notað þegar telja á út hvar mynstrið á að byrja. Prjónið síðan MYNSTUR jafnframt því sem prjónuð er úrtaka - sjá ÚRTAKA - mitt undir ermi eins og útskýrt er að neðan. MYNSTUR: Byrjið í umferð mitt undir ermi á undan lykkju með prjónamerki í og prjónið A.2 hringinn – teljið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja – lykkja með prjónamerki í mitt á ermi á nú að passa með lykkju merktri með stjörnu í A.2 og það kemur til með að fækka lykkjum undir ermi jafnframt því sem mynstrið er prjónað. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn alveg eins. A.3 er endurtekið á hæðina þar til ermin mælist 12-17-21-23-26-30 cm, en endið eftir umferð með «doppum». Nú er A.4 prjónað í hring þar til A.4 hefur verið prjónað til loka. ÚRTAKA: JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2½-3-4-4½-4½ cm millibili alls 6-7-7-7-7-8 sinnum. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka og úrtöku er lokið, eru 38-38-40-42-44-44 lykkjur eftir í umferð og ermin mælist ca 16-21-25-29-32-36 cm frá skiptingu. Afgangur af ermi er prjónaður með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-8-6-8-8 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. Ermin mælist ca 19-24-28-33-36-40 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #northstarsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 37-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.