Ingela Hill skrifaði:
När axlarna sätts ihop och man lägger upp maskor för nacken emellan och stickar tvärsöver, står det att när arbetet mäter 17 cm börjas för ärmhålen. Men varifrån mäter man? Från axelns början eller från nackens början? Det är ju en skillnad på 4 cm. Vänligen Ingela Hill
07.11.2024 - 10:36DROPS Design svaraði:
Hej Ingela. Om det inte står något annat så ska det mätas från uppläggningskanten, men se gärna på framstyckena så det blir på samma höjd. Mvh DROPS Design
08.11.2024 - 12:11
Kicki Lodin skrifaði:
Drops 219-3 modell u-899 Det står att man ska öka varannat och 4:e varv. Om man ökar så är det alltid varannat och det inkluderar vart 4:e varv Varför står det inte bara varannat varv? /Kicki
06.11.2024 - 16:08DROPS Design svaraði:
Hej Kicki, når du øker skiftevis på hver 2. og hver 4 varv så gør du såhär: øka på varv 1 - 3 - 7 - 9 - 13 - 15 osv :)
07.11.2024 - 08:52
Solveig Madsen skrifaði:
På opskriften herover kan jeg se at der mangler et afsnit ( 4 linier) i min opskrift. Det forklarer problemet.
03.11.2024 - 03:34
Solveig Madsen skrifaði:
Strikker Boston vest i str L . Opskriften ufuldstændig, man strikker hø og ve skulder men der står ikke noget om at slå ekstra masker op til hals eller hvordan skal man samle dem???
03.11.2024 - 03:25DROPS Design svaraði:
Hei Solveig. Jo det står under BAGSTYKKE og 3. avsnitt. Når du har strikket højre og venstre skulder, står det: Nu strikkes de 2 dele sammen således: Strik de 22 masker på venstre skulder som før, slå 38 masker op på pinden (= hals) strik de 22 masker på højre skulder som før = 82 masker. Strik glatstrik frem og tilbage med 1 kantmaske retstrik i hver side. mvh DROPS Design
04.11.2024 - 11:06
Søren Oscar skrifaði:
Jeg har fået svaret på mit spørgsmål, gennem svaret til Linda 12.08.2024-1415 Mvh Søren Oscar
18.09.2024 - 12:37DROPS Design svaraði:
Hej, fint at du selv fandt svaret :)
18.09.2024 - 13:40
Søren Oscar skrifaði:
Hej! Er startet på opskrift Drops 219-3 - Boston Vest , og er godt i gang med højre forstykke. Ved. udtagning , tag 1 maske ud indenfor 2 masker i slutningen af næste pind fra retsiden. 1.næste pind vrang. 2.næste pind ret, udtagning 3.næste pind vrang 4.næste pind ret 5.næste pind vrang 6.næste pind ret, udtagning. Gentages ialt 20 gange, altså 40 udtagninger. Er det rigtig forstået Mvh Søren Oscar
17.09.2024 - 17:06DROPS Design svaraði:
Hej, fint at du selv fandt svaret :)
18.09.2024 - 13:40
Linda Vikman skrifaði:
Vad innebär vartannan gång och vart fjärde varv (beskrivning av V-hals-ökning). Innebär det ökningar på vartannat varv eller?
06.08.2024 - 21:20DROPS Design svaraði:
Hei Linda. Det betyr at du øker annenhver gang på hver 2. og hver 4. pinne. F.eks strikk 1 pinne uten økning deretter strikkes det 1 pinne med økninger. Så strikkes det 3 pinner uten økning, mens det økes på 4. pinne. Så økes det det på hver 2. pinne igjen (strikk 1 pinne uten økning deretter strikkes det 1 pinne med økninger). Så økes det det på hver 4. pinne igjen (strikk 3 pinner uten økning deretter strikkes det 1 pinne med økninger), osv. mvh DROPS Design
12.08.2024 - 14:15
Debra Anderson skrifaði:
Body instructions are unclear…I am having problem with instructions on the body when I need to increase for the vneck for extra stitches. Do I follow increase method for every 2nd row? Can you explain how to do this? Then it says to decrease after 2 inches. , then increase again. Can you provide more details? Thx.
05.08.2024 - 20:34DROPS Design svaraði:
Dear Debra, you increase alternately in every 2nd or 4th row. This means that you increase as follows: increase row, 1 row without increases, increase row, 3 rows without increases and repeat. When you join both front pieces and the back, there should be some stitches remaining to increase for the V-neck, first finish these increases. Then start decreasing in the mid under sleeve on each side of each marker when the piece measures 2 inches since you joined the body. Finally, when you are nearly done with the sleeve decreases increase stitches evenly on the round for a larger and more elastic rib edge. Happy knitting!
06.08.2024 - 00:27
Debra Anderson skrifaði:
Body instructions are unclear…I am having problem with instructions on the body when I need to increase for the vneck for extra stitches. Do I follow increase method for every 2nd row? Can you explain how to do this? Then it says to decrease after 2 inches. , then increase again. Can you provide more details? Thx.
05.08.2024 - 20:33DROPS Design svaraði:
Dear Debra, you increase alternately in every 2nd or 4th row. This means that you increase as follows: increase row, 1 row without increases, increase row, 3 rows without increases and repeat. When you join both front pieces and the back, there should be some stitches remaining to increase for the V-neck, first finish these increases. Then start decreasing in the mid under sleeve on each side of each marker when the piece measures 2 inches since you joined the body. Finally, when you are nearly done with the sleeve decreases increase stitches evenly on the round for a larger and more elastic rib edge. Happy knitting!
06.08.2024 - 00:27
Françoise skrifaði:
Lorsque vous dites : Monter 20 mailles (y compris 1 maille lisière de chaque côté) = cela veut dire que les 2 mailles lisière sont inclues où qu'il faut les ajouter ? Soit 22 mailles au total.
07.07.2024 - 17:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, les mailles lisières sont comprises dans le nombre de mailles à monter et ne doivent pas être ajoutées; ainsi, vous allez monter simplement 20 mailles en taille S. Bon tricot!
29.07.2024 - 08:22
Boston Vest#bostonvest |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónað vesti fyrir herra úr DROPS Karisma eða DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með V-hálsmáli og köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-3 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um V-hálsmál): Sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um hlið á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum frá réttu í hægri kanti að framan. Neðsta hnappagatið á að sitja ca 2 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið 1 cm frá þar sem v-hálsmálið byrjar (þ.e.a.s. ca 32-33-34-35-36-37 cm mælt frá affellingarkanti á fram- og bakstykki). Prjónið alls 6 hnappagöt með ca 6-6-6½-6½-7-7 cm millibili. Stillið staðsetninguna af þannig að fellt er af í brugðinni einingu (séð frá réttu). 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist hnappagat. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka. Hvor öxl er prjónuð fyrir sig, aukið er út/fitjaðar eru upp lykkjur fyrir v-hálsmáli og undir ermi áður en stykkið er sett saman í eitt stykki. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka. Lykkjur eru teknar upp fyrir kant í hálsmáli, kant á ermum og kanti að framan og prjónað er stroff fram og til baka yfir þessar lykkjur í lokin. FRAMSTYKKI: Hægra framstykki: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4-5-5-6-6-7 cm, byrjar útaukning fyrir V-hálsmáli og þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út lykkjur fyrir handveg, sjá útskýringu að neðan: V-hálsmál: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í annað hvert skipti í annarri hverri og 4. hverri umferð alls 19-19-20-20-21-21 sinnum (útaukning fyrir v-hálsmáli er ekki lokið þegar handvegur hefur verið gerður til loka, en heldur áfram á fram- og bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Handvegur: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg). Geymið stykkið og prjónið vinstra framstykki. Vinstra framstykki: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4-5-5-6-6-7 cm, byrjar útaukning fyrir V-hálsmáli og þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út lykkjur fyrir handveg, sjá útskýringu að neðan: V-hálsmál: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í byrjun næstu umferðar frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í annað hvert skipti í annarri hverri og 4. hverri umferð alls 19-19-20-20-21-21 sinnum. Handvegur: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg). Geymið stykkið og prjónið bakstykki. BAKSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig áður en stykkin eru sett saman: Hægri öxl: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út 1 lykkju innan við 2 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá réttu = 21-22-22-23-23-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl. Vinstri öxl: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út 1 lykkju innan við 2 lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 21-22-22-23-23-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú bæði stykkin saman þannig: Prjónið 21-22-22-23-23-24 lykkjur á vinstri öxl eins og áður, fitjið upp 36-36-38-38-40-40 lykkjur á prjóni (= hálsmál) prjónið 21-22-22-23-23-24 lykkjur á hægri öxl eins og áður = 78-80-82-84-86-88 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út/fitjið upp nýjar lykkjur í hvorri hlið á stykki fyrir handveg alveg eins og á framstykki (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82-90-98-108-118-130 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, prjónið fram- og bakstykki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Hversu margar lykkjur eru í umferð fer eftir því hversu margar útaukninar fyrir V-hálsmáli eru eftir. Setjið 1 merki í miðju á 11-11-13-13-15-15 nýjum lykkjum undir hvorri ermi. Látið merkin fylgja með í stykkinu, síðar á að fækka lykkjum hvoru megin við merkin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú framstykki og bakstykki saman frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón yfir lykkjur fyrir vinstra framstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 82-90-98-108-118-130 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á hægra framstykki, 1 kantlykkja garðaprjón. Hversu margar lykkjur eru í umferð fer eftir því hversu margar útaukningar fyrir V-hálsmáli eru eftir. Setjið 1 merki í miðjulykkju af 11-11-13-13-15-15 nýju lykkjum í hvorri hlið. Látið merkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað hvoru megin við merkin. Þegar öll útaukning fyrir V-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 186-202-222-242-266-290 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum hvoru megin við merki í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með ca 9-9-10-10-10-11 cm alls 4 sinnum = 170-186-206-226-250-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, aukið út um 26-26-30-34-38-42 lykkjur jafnt yfir = 196-212-236-260-288-316 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið á stykki þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Vestið mælist ca 57-59-61-63-65-67 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HANDVEG: Prjónið upp 88-132 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón 3 með Karisma eða Soft Tweed. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Prjónið hinn kantinn á ermi á sama hátt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN OG KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu neðst á hægra framstykki og prjónið upp 144-172 lykkjur á hringprjón 3 með Karisma eða Soft Tweed innan við 1 kantlykkju garðaprjón og upp mitt að aftan í hálsmáli aftan í hnakka. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4 Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út með uppslætti nákvæmlega þar sem v-hálsmálið endar (þ.e.a.s. í horni ca 33-34-35-36-37-38 cm mælt frá affellingarkanti og upp), prjónið * 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið *-* alls 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 2 kantlykkjur garðaprjón síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) út umferðina (uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat). Passið uppá að kantur að framan hvorki herðist né sé of laus miðað við lengd á framstykki, prjónið e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur. Þegar kantur að framan mælist 1 cm fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar kantur að framan/kantur í hálsmáli mælist 2½ cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN OG KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt aftan í hálsmáli í hnakka með hringprjón 3 með Karisma eða Soft Tweed og prjónið upp jafnmargar lykkjur og á hægri kanti að framan og kanti í hálsmáli innan við 1 kantlykkju mitt að framan frá réttu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út með uppslætti nákvæmlega þar sem v-hálsmálið endar (þ.e.a.s. í horni ca 33-34-35-36-37-38 cm mælt frá affellingarkanti og upp), prjónið * 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið *-* alls 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur garðaprjón (= uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat). Þegar kantur að framan/kantur í hálsmáli mælist 2½ cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bostonvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.