Nancy Kremin skrifaði:
My question is: when you cast on 22 stitches for the right front piece including 1edge stitch on each side, does this mean a total of 24 stitches or does the 22 stitches include the the edge stitches? Thank you, Nancy
08.02.2025 - 13:07DROPS Design svaraði:
Dear Nancy, the 22 stitches include the edge stitches. Happy knitting!
09.02.2025 - 13:42
Bonnie Banfield skrifaði:
Hi! Bonnie again - re stitch count. XXL instructions begin w 22 sts per each front side, adding 1 st per side every 2nd and 4th row for the V and 16 sts total per side for underarms. My calculations: 22+42+16 = 80 sts ea front side, 118 sts for the back, plus 5 sts ea side after decreases on the 15 added underarm sts. That’s 160+118+10, which equals 288 stitches. I’m way off - again! Please help. Thanks
19.01.2025 - 20:26DROPS Design svaraði:
Dear Bonnie, you have 118 stitches for the back and 15 stitches cast on under each arm. You also had 16 sts increased for each armhole. However, you increase 1 stitch every 2nd and 4th row alternately 21 times in total. This means that the total number of increases is 21 and you increase 11 times every 2nd row and 10 every 4th (or viceversa, alternating between them). So that would be: Front piece (22 sts + 21 V-neck increases + 16 armhole increases) x 2 (for each front piece) + 15 sts cast on for each sleeve (30 in total) + 118 back piece stitches = 59x2 (=118) +30 + 118 = 266 sts. Happy knitting!
19.01.2025 - 23:23
Bonnie Banfield skrifaði:
Hi! Thanks so much for responding to my previous question! I’m back with more questions. Which might take 2 emails. The first is: I’m knitting the XXL size and I’m at about 14cm from the underarm cast-on sts. I still have about 10 more Vneck increases left. According to the diagram that is way off. It shows those increases completed by 23cm around the start of the underarm. I’ve been increasing on the 2nd and 4th rows as instructed. Where have I gone wrong? Help! ;-) Thanks!
19.01.2025 - 20:03DROPS Design svaraði:
Dear Bonnie, you start at 6cm the V-neck increases. Then you work approx. 62 rows with V-neck increases. The 6cm and V-neck total increases should be approx. 78 rows (if you calculate it with the gauge) and 64 rows for the armhole (23 cm as in the size chart). So, in those 14 rows difference (78-64 = 14), you could have at max around 5 more increases for the V-neck left when you finish the armhole increases. But not 10. Check the number of worked rows and if you have increased alternately correctly (increase, 1 normal row, increase, 3 normal rows; repeat these 6 rows) Happy knitting!
19.01.2025 - 23:11
Bonnie Banfield skrifaði:
I am knitting the XXL size. After joining the back and shoulder pieces the pattern says to start decreases when piece measures 5cm. Is this 5cm after joining, or 5cm after all of the increases for the V-neck are completed? Since the instruction comes after it says what the stitch count should be when all V-neck increases are complete, I’m not sure where to start the decreases. Thanks!
13.01.2025 - 18:45DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Banfield, under BODY measure the 5 cm from after the division, ie from the new stitches cast on on each side for armhole. Happy knitting!
14.01.2025 - 10:14
Ruth Mason skrifaði:
When measuring the BACK PIECE after joining the shoulder pieces do you measure from the top of the shoulders or from the top of the joint section ? 7" in my case...
31.12.2024 - 20:07DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mason, measure from the stitches cast on for shoulders. Happy knitting!
02.01.2025 - 15:35
ANGE32 skrifaði:
Bonjour, Je souhaiterai remplacer Karisma par Alpaca. Comment dois-je faire ? Merci par avance. Bonne journée
31.12.2024 - 09:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Ange32, Alpaca n'est pas vraiment une alternative à Karisma, retrouvez grâce à notre convertisseur les alternatives possibles (y compris en laine comportant de l'alpaga: ici par ex..). Bon tricot!
02.01.2025 - 15:22
Nanna Morsbøl skrifaði:
U899. Jeg er godt igang med denne vest, men undrer mig over, at der skal tages ud før ribkanten forneden. Er det en nødvenlighed eller læser jeg forkert? på forhånd tak. Nanna Morsbøl
06.12.2024 - 16:45DROPS Design svaraði:
Hei Nanna. For å få en penere overgang til vrangborden økes det masker, samt byttes til en mindre pinne. Da slipper man å få en vrangbord som trekker seg sammen (som det gjerne gjorde på plagg fra 80-tallet). Om du ønsker at den skal trekke seg litt sammen, kan du la være å øke masker, men pass på at du har et maskeantall som stemmer med vrangborden. mvh DROPS Design
10.12.2024 - 07:20
Susie skrifaði:
I'm starting the bottom ribbing of K2/P2. It says to add a garter stitch on each side. I have 260 stitches (XL) on the needle which agrees with the pattern. If I do K1 * K2,P2 * K1, I will have 2 stitches too many ...and not enough for an addition K2,P2. Is this incorrect?
23.11.2024 - 20:02DROPS Design svaraði:
Dear Susie, no, it's correct. You start with 1 stitch in garter stitch and knit 2 (so you have 3 knit stitches), purl 2. Repeat the whole row and finish with: knit 2, purl 2, (3 stitches left until the end of the row) knit 2 and 1 stitch in garter stitch. So the start and end of the row will be symmetrical. Happy knitting!
24.11.2024 - 20:52
Debra Anderson skrifaði:
Armhole ribbing question. What is the ratio stitches to pick up? Other patterns say to pick up 3 and then skip 4 stitch. Thank you
17.11.2024 - 01:59DROPS Design svaraði:
Dear Debra, the picked up stitches are usually calculated by eye, since it usually is variable due to the gauge. So it's only needed to know the limits for working the pattern and it also lets us shape the armhole and neck more freely depending on personal needs. For example, for size XL, you'd need to approx. pick up 120 stitches for the armholes, but you can adjust it and pick up more or less depending on how you prefer it. Happy knitting!
17.11.2024 - 23:32
Rachel skrifaði:
When it says to increase for the v neck every 2nd and 4th row 15 times, is it 15 increases overall or 30 increases overall? e.g. does doing the 2nd and 4th increase count as "1" of the "15" or do each the 2nd and 4th rows count as an increase?
16.11.2024 - 20:48DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, it means that you will alternate between every 2nd and every 4th row (so one row straight, one row with increases, three rows straight, one row with increases; and repeat) but you have to work a total of 19, 20 or 21 increase rows (depending on your size), regardless of which rows you worked the increases in (each of them counts as one increase row). Happy knitting!
17.11.2024 - 21:26
Boston Vest#bostonvest |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónað vesti fyrir herra úr DROPS Karisma eða DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með V-hálsmáli og köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-3 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um V-hálsmál): Sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um hlið á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum frá réttu í hægri kanti að framan. Neðsta hnappagatið á að sitja ca 2 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið 1 cm frá þar sem v-hálsmálið byrjar (þ.e.a.s. ca 32-33-34-35-36-37 cm mælt frá affellingarkanti á fram- og bakstykki). Prjónið alls 6 hnappagöt með ca 6-6-6½-6½-7-7 cm millibili. Stillið staðsetninguna af þannig að fellt er af í brugðinni einingu (séð frá réttu). 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist hnappagat. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka. Hvor öxl er prjónuð fyrir sig, aukið er út/fitjaðar eru upp lykkjur fyrir v-hálsmáli og undir ermi áður en stykkið er sett saman í eitt stykki. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka. Lykkjur eru teknar upp fyrir kant í hálsmáli, kant á ermum og kanti að framan og prjónað er stroff fram og til baka yfir þessar lykkjur í lokin. FRAMSTYKKI: Hægra framstykki: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4-5-5-6-6-7 cm, byrjar útaukning fyrir V-hálsmáli og þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út lykkjur fyrir handveg, sjá útskýringu að neðan: V-hálsmál: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í annað hvert skipti í annarri hverri og 4. hverri umferð alls 19-19-20-20-21-21 sinnum (útaukning fyrir v-hálsmáli er ekki lokið þegar handvegur hefur verið gerður til loka, en heldur áfram á fram- og bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Handvegur: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg). Geymið stykkið og prjónið vinstra framstykki. Vinstra framstykki: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4-5-5-6-6-7 cm, byrjar útaukning fyrir V-hálsmáli og þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út lykkjur fyrir handveg, sjá útskýringu að neðan: V-hálsmál: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í byrjun næstu umferðar frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í annað hvert skipti í annarri hverri og 4. hverri umferð alls 19-19-20-20-21-21 sinnum. Handvegur: Aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu 2-1-1-3-4-4 sinnum, síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 0-2-2-3-3-4 sinnum og 3 lykkjur 0-0-1-1-2-3 sinnum (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg). Geymið stykkið og prjónið bakstykki. BAKSTYKKI: Hvor öxl er prjónuð fyrir sig áður en stykkin eru sett saman: Hægri öxl: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út 1 lykkju innan við 2 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá réttu = 21-22-22-23-23-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl. Vinstri öxl: Fitjið upp 20-21-21-22-22-23 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Karisma eða Soft Tweed. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út 1 lykkju innan við 2 lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 21-22-22-23-23-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú bæði stykkin saman þannig: Prjónið 21-22-22-23-23-24 lykkjur á vinstri öxl eins og áður, fitjið upp 36-36-38-38-40-40 lykkjur á prjóni (= hálsmál) prjónið 21-22-22-23-23-24 lykkjur á hægri öxl eins og áður = 78-80-82-84-86-88 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-18-18-17-17-16 cm, aukið út/fitjið upp nýjar lykkjur í hvorri hlið á stykki fyrir handveg alveg eins og á framstykki (= alls 2-5-8-12-16-21 lykkjur fleiri fyrir handveg í hvorri hlið) = 82-90-98-108-118-130 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, prjónið fram- og bakstykki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Hversu margar lykkjur eru í umferð fer eftir því hversu margar útaukninar fyrir V-hálsmáli eru eftir. Setjið 1 merki í miðju á 11-11-13-13-15-15 nýjum lykkjum undir hvorri ermi. Látið merkin fylgja með í stykkinu, síðar á að fækka lykkjum hvoru megin við merkin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú framstykki og bakstykki saman frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón yfir lykkjur fyrir vinstra framstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 82-90-98-108-118-130 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 11-11-13-13-15-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á hægra framstykki, 1 kantlykkja garðaprjón. Hversu margar lykkjur eru í umferð fer eftir því hversu margar útaukningar fyrir V-hálsmáli eru eftir. Setjið 1 merki í miðjulykkju af 11-11-13-13-15-15 nýju lykkjum í hvorri hlið. Látið merkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað hvoru megin við merkin. Þegar öll útaukning fyrir V-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 186-202-222-242-266-290 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum hvoru megin við merki í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með ca 9-9-10-10-10-11 cm alls 4 sinnum = 170-186-206-226-250-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm, aukið út um 26-26-30-34-38-42 lykkjur jafnt yfir = 196-212-236-260-288-316 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið á stykki þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Vestið mælist ca 57-59-61-63-65-67 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HANDVEG: Prjónið upp 88-132 lykkjur innan við 1 lykkju frá réttu á stuttan hringprjón 3 með Karisma eða Soft Tweed. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Prjónið hinn kantinn á ermi á sama hátt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN OG KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu neðst á hægra framstykki og prjónið upp 144-172 lykkjur á hringprjón 3 með Karisma eða Soft Tweed innan við 1 kantlykkju garðaprjón og upp mitt að aftan í hálsmáli aftan í hnakka. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4 Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út með uppslætti nákvæmlega þar sem v-hálsmálið endar (þ.e.a.s. í horni ca 33-34-35-36-37-38 cm mælt frá affellingarkanti og upp), prjónið * 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið *-* alls 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 2 kantlykkjur garðaprjón síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) út umferðina (uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat). Passið uppá að kantur að framan hvorki herðist né sé of laus miðað við lengd á framstykki, prjónið e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur. Þegar kantur að framan mælist 1 cm fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar kantur að framan/kantur í hálsmáli mælist 2½ cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN OG KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt aftan í hálsmáli í hnakka með hringprjón 3 með Karisma eða Soft Tweed og prjónið upp jafnmargar lykkjur og á hægri kanti að framan og kanti í hálsmáli innan við 1 kantlykkju mitt að framan frá réttu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út með uppslætti nákvæmlega þar sem v-hálsmálið endar (þ.e.a.s. í horni ca 33-34-35-36-37-38 cm mælt frá affellingarkanti og upp), prjónið * 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið *-* alls 4 sinnum (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur garðaprjón (= uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat). Þegar kantur að framan/kantur í hálsmáli mælist 2½ cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bostonvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.