Małgorzata skrifaði:
Czy część robótki jest wykonywana jedną nitką(Drops Alpaca), a część nitkami (Drops Alpaca oraz Kid Silk), czy cała robótka dwoma rodzajami wełny?
23.02.2025 - 14:49DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, nabieramy oczka 3 nitkami (1 nitka alpaki i 2 nitki Kid-Silk). Dalej cały sweter jest przerabiany 2 nitkami, czyli 1 nitką Alpaki i 1 nitką Kid-Silk razem. Pozdrawiamy!
24.02.2025 - 17:09
Paz R skrifaði:
Para un busto de 85cm que talla corresponde?
09.11.2024 - 19:39DROPS Design svaraði:
Hola Paz, las medidas están indicadas en cm en el esquema de medidas en la parte inferior del patrón. Puedes leer cómo interpretar este esquema en la siguiente lección: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=24&cid=23. Como el contorno del pecho está indicado como la mitad del contorno del pecho, para 85 cm necesitarías la primera talla, de 92 cm de pecho.
10.11.2024 - 20:11
Elaine Gonsalves skrifaði:
Beautiful
11.08.2023 - 11:45
Perlita Weekes skrifaði:
Pattern - Sunset glow I cannot find in any of your supplier Drops Alpaca no 8120, Lavender mix. Any suggestion for substitute please. Many thanks
22.02.2022 - 10:53DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Weeks, this colour is now discontinued, please contact your DROPS store, they will help you - even per mail or telephone - to find the best matching colour. Happy knitting!
22.02.2022 - 13:20
Karen Noakes skrifaði:
Your Patterns refer to yard groups - A, C, etc, how does this translate to Australian 5/8/10/12 ply yards, please. For instance, this pattern, would I use an 8 ply yarn? Thank you. Karen
30.09.2020 - 12:33
Ellisen skrifaði:
Looks to be a wonderful jacket. Thanks for offering it.
25.09.2020 - 16:10
Tina Greve skrifaði:
Hello, Will this pattern be translated to danish?
11.08.2020 - 10:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Greve, this pattern is already translated in danish, just click on the menu below foto to edit language. Happy knitting!
11.08.2020 - 11:52
Ilovedogs skrifaði:
Bellissima idea per utilizzare i gomitoli rimasti soli!
05.06.2020 - 10:36
Sunsets Glow Jacket#sunsetsglowjacket |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, garðaprjóni og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-25 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN: Ystu 5 lykkjur í hvorri hlið við miðju að framan eru prjónaðar í gagnstæðu garðaprjóni, þ.e.a.s. þessar lykkjur eru alltaf prjónaðar brugðið frá réttu og brugðið frá röngu. Með þessu þá er skera kantarnir að framan sig úr miðað við garðaprjón á berustykki og fram- og bakstykki, sem er prjónað slétt frá réttu og slétt frá röngu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim 74 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 5,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR Á BERUSTYKKI OG FRAM- OG BAKSTYKKI (prjónað í garðaprjóni): 6-6-7-7-7-8 cm með 1 þræði öskugrár Kid-Silk og 1 þræði dökk blush Alpaca. 2-2-2-2-2-2 cm með 1 þræði grár Kid-Silk og 1 þræði dökk blush Alpaca. 9-9-10-10-10-11 cm með 1 þræði beige Kid-Silk og 1 þræði dökk blush Alpaca. 2-2-2-2-2-2 cm með 1 þræði beige Kid-Silk og 1 þræði blush Alpaca. 6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði ryð Kid-Silk og 1 þræði blush Alpaca. 6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði ryð Kid-Silk og 1 þræði nougat Alpaca. 6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði grár Kid-Silk og 1 þræði nougat Alpaca. 6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði beige Kid-Silk og 1 þræði lavender Alpaca. 6-6-6-6-7-7 cm með 1 þræði grár Kid-Silk og 1 þræði lavender Alpaca. Síðan er prjónað með 1 þræði öskugrár Kid-Silk og 1 þræði lavdender Alpaca til loka. RENDUR Á ERMI (prjónað í sléttprjóni): 6-4-5-3-1-1 cm með 1 þræði ryð Kid-Silk og 1 þræði blush Alpaca (þessi rönd á að mælast 7 cm í öllum stærðum, meðtaldir þeir cm sem prjónaðir voru á berustykki á undan skiptingu fyrir fram- og bakstykki og ermar). 7-7-7-7-7-7 cm með 1 þræði ryð Kid-Silk og 1 þræði nougat Alpaca. 7-7-7-7-7-7 cm með 1 þræði grár Kid-Silk og 1 þræði nougat Alpaca. 7-7-7-7-7-7 cm með 1 þræði beige Kid-Silk og 1 þræði lavender Alpaca. 7-7-7-7-7-7 cm með 1 þræði grár Kid-Silk og 1 þræði lavender Alpaca. Prjónið síðan með 1 þræði öskugrár Kid-Silk og 1 þræði lavdender Alpaca til loka. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju í lykkjuna á undan A.1 og 1 lykkju í lykkjuna á eftir A.1 – í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í útaukningsumferð). Prjónamerkið situr mitt í A.1. Aukið út um 1 lykkju með því að prjóna 1 lykkju slétt framan og aftan í sömu lykkju. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT (ofan frá og niður): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur brugðið saman og prjónið síðustu lykkju brugðið. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður brugðið, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í skiptingunni á milli kants í hálsmáli og berustykki. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 8-8-8½-7½-8-8 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 84-88-92-96-100-104 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 4 með 2 þráðum í litnum öskugrár Kid-Silk og 1 þræði í litnum dökk blush Alpaca (= 3 þræðir). Takið frá annan þráðinn með Kid-Silk. Afgangur af stykkinu er prjónaður með 1 þræði í hvorri tegund, en fitjað er upp með auka þræði til að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði stífur. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan. Haldið svona áfram með stroff í 9 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 14 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚTAUKNING = 98-102-106-110-114-118 lykkjur. JAFNFRAMT í þessari umferð er fellt af fyrir fyrsta HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt og kantar að framan eru prjónaðir brugðið eins og áður). Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 22-23-24-25-26-27 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 10 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 34-36-38-40-42-44 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 10 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 22-23-24-25-26-27 lykkjur á framstykki á eftir síðasta prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN og RENDUR Á BERUSTYKKI OG FRAM- OG BAKSTYKKI - sjá útskýringu að ofan. Að aukið er prjónað A.1 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (prjónamerkið situr mitt í A.1). ATH: Þær 5 ystu lykkjurnar í hvorri hlið við miðju að framan halda áfram eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 8-9-10-13-15-18 sinnum á hæðina og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 11-12-13-13-13-13 sinnum á hæðina. Eftir síðustu útaukningu, eru 250-270-290-318-338-366 lykkjur í umferð. Haldið áfram með garðaprjón, rendur og A.1 (án útaukningar) þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 41-44-47-51-55-60 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-62-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 72-78-84-92-100-110 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 48-52-56-62-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-44-47-51-55-60 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 166-178-194-210-230-250 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni og röndum þar til stykkið mælist 31-31-32-32-32-32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm til loka, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 26-26-30-34-34-38 lykkjur jafnt yfir = 192-204-224-244-264-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan eins og áður, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-52-56-62-64-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerkið, prjónið sléttprjón og RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 0-3-3-3-3-3 cm millibili alls 1-2-3-4-5-5 sinnum á hæðina = 52-54-58-62-64-68 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-36-36-34-32-31 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 6 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-18-18-22-20-24 lykkjur jafnt yfir = 36-36-40-40-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-42-42-40-38-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumið niður með smáu, fínu spori. Saumið saman opið meðfram skammhlið á kanti í hálsmáli – saumið í ystu lykkjubogana. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunsetsglowjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.