Monika skrifaði:
Toller Pullover! Nun bin ich auf ein Problem gestoßen. Ich stricke den Pullover in der Größe L. Nach dem Stricken von Muster A.1 + A.2 ist mein Pullover nach der Halsblende (1 rechts, 1 links) ung. 27 cm lang statt 20 cm wie in der Anleitung beschrieben. Oder ist bei Ende der Halsblende das Ende der einfarbigen Passe gemeint? Momentan bin ich in der 8. Reihe von A.2. Wie ich die Anleitung verstehe, wird die Arbeit für den Beginn der Ärmel nach dem Muster geteilt? Oder liege ich da falsch?
19.01.2026 - 05:22DROPS Design svaraði:
Liebe Monika, stimmt Ihre Maschenprobe? Dh haben Sie 32 Reihen = 210 cm? die 54 Reihen A.1+A.2 sollen so ca 17 cm messen + 2 cm vor A.1 sollen die Passe ca 19 cm nach der Halskante sein. Kann das Ihnen helfen? Viel Spaß beim Stricken!
20.01.2026 - 08:37
Britta skrifaði:
Wie kann man durch die Zunahme gewellte Stellen wieder glatt bekommen? Vielen Dank schon mal im voraus.
08.01.2026 - 19:39DROPS Design svaraði:
Liebe Britta, Sie können den Pullover nach dem Fertigstellen leicht anfeuchten, vorsichtig in Form ziehen und liegend trocknen lassen, dann sollte sich die Unregelmäßigkeiten geben. Viel Spaß beim Weiterstricken!
13.01.2026 - 09:43
Danielle skrifaði:
J’aimerais savoir s’il a de l’aisance d’inclus dans les grandeurs mentionnées Et combien cm d’aisance est il inclus. Merci
07.01.2026 - 21:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Danielle, découvrez ici comment trouver votre taille et ainsi décider de l'aisance qui vous convient. Bon tricot!
08.01.2026 - 09:43
Danielle skrifaði:
.bonjour Je ne vois pas de mention aisance. La mesure inscrite terminé comprend combien d’aisance. Merci
03.01.2026 - 19:16
Michele skrifaði:
Bonjour, j’envisage de faire ce pull en taille S , le patron indique. 48 cm pour le devant . Il est indiqué. 100. Mailles pour Bonjour, j’envisage de faire ce pull mais j.ai un souci ´. Il est indiqué 24 mailles = 10 cm Le devant doit faire 48 cm taille S , or nous avons 100 mailles ce qui donne 42 cm !! Je vous remercie par avance Cordialement comme il y a 24 mailles pour 10 cm
02.01.2026 - 18:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Michele, apres la division pour le dos/devant et les manches, vous allez augmenter quelques mailles sur les cotes. Pour la taille S vous auriez 228 mailles pour le dos/devant (114 mailles pour le dos et le meme pour le devant). 114/24=4,75, env. 48 cm. Bon tricot!
05.01.2026 - 08:58
Christine skrifaði:
Ich liebe das weiche und leichte Alpakagarn und habe dieses Modell vorletztes Jahr gestrickt. Leider musste ich nun feststellen, dass sich mein Lieblingpullover nach häufigem Tragen in den letzten zwei Wintern unter den Achseln fast komplett durchgescheuert hat. Mit welchem Garn könnte ich die Alpakawolle künftig verstricken, um sie robuster zu machen, bzw welche Alpaka-Mischgarne von Drops sind weniger empfindlich gegen Durchscheuern als das reine Alpkagarn?
15.11.2025 - 20:17
Holly skrifaði:
Where can I find the finished measurements to decide what size to knit? Thank you!
26.10.2025 - 20:33DROPS Design svaraði:
Hi Holly, There is a size chart at the bottom of the pattern, with all the measurements for the different sizes. Regards, Drops Team.
27.10.2025 - 06:58
Anna skrifaði:
Hallo, ich komme am Ende des Ärmels nicht weiter. In Größe M soll man nach den Abnahme 54 Maschen Auf der Nadel haben. Das habe ich auch, aber das Muster A3 soll nun angestrickt werden und passt mit einem Rapport von 12 Maschen doch nicht an die 54. Wo liegt mein Fehler?
16.10.2025 - 23:12DROPS Design svaraði:
Liebe Anna, der Mustersatz geht nicht mit den 12 Maschen auf, aber ein halber Mustersatz passt noch in die Runde. Zählen Sie ab der Masche mit dem weißen Stern ab, wo das Muster an der unteren Ärmelmitte beginnt (der Rundenbeginn ist ja an der unteren Ärmelmitte. Sie haben dann insgesamt 4,5 Mustersätze in der Runde. Und dann viel Spaß beim Tragen dieses tollen Pullovers! :-)
21.10.2025 - 22:43
Monique skrifaði:
Mi potete spiegare come evitare lo scalino a ogni inizio giro quando c'è il cambio colore
12.10.2025 - 14:35
Judy skrifaði:
Tension : I can only get 8cm with 24 stitches using 3mm needles and 9cm using 3.75mm needles and it doesn't look good with that size needle. If I used 3.5mm and 3mm needles and worked a size larger would that work?
30.08.2025 - 17:59DROPS Design svaraði:
Dear Judy, have you worked the swatch with both stocking stitch and the Nordic pattern? Because the Nordic pattern usually requires a bigger needle size, to avoid having tight strands on the wrong side of the piece. If the gauge still doesn't match then yes, you could try working a bigger size. Happy knitting!
31.08.2025 - 19:00
Scent of Pine#scentofpinesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri á berustykki og neðst á ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-8 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 36) = 3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldur mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 og A.2). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Slepptu þessum kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Byrjið frá réttu með sjávarþoka og prjónið 14-15-16-16-17-18 sléttar lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-30-32-32-34-36 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-45-48-48-51-54 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 56-60-64-64-68-72 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 70-75-80-80-85-90 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 84-90-96-96-102-108 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið næstu lykkju með prjónamerki slétt, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-114-120-124-128-134 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með litnum sjávarþoka. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-38-40-42-42-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 146-152-160-166-170-178 lykkjur í umferð. Skiptið yfir í hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður slétt). Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan), berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið núna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef ekki á að prjóna upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram! Prjónið sléttprjón hringinn með litnum sjávarþoka. Þegar stykkið mælist 1½-2-2-3-3-3 cm frá prjónamerki við háls, aukið út 50-52-54-56-58-60 lykkjur með jöfnu millibili = 196-204-214-222-228-238 lykkjur. Þegar stykkið mælist 2-3-3-4-4-5 cm frá prjónamerki við háls byrjar mynstrið, þ.e.a.s. prjónið A.1 hringinn JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 og A.2 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING-1 (lykkjufjöldinn gengur ekki jafnt upp með 14 lykkjur á fyrir útaukningu við ör-1 (S, M og L) og ör-2 (XL, XXL og XXXL). Sjá LEIÐBEININGAR og haldið svona áfram með mynstrið (þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 alveg eins). S, M og L: Ör-1: Aukið út 42-48-52 lykkjur jafnt yfir = 238-252-266 lykkjur (nú er pláss fyrir 17-18-19 mynstureiningar A.1 með 14 lykkjum). Ör-2: Aukið út 50-48-58 lykkjur jafnt yfir = 288-300-324 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-25-27 mynstureiningar A.1 með 12 lykkjum). Ör-3: Aukið út 40-44-52 lykkjur jafnt yfir = 328-344-376 lykkjur (nú er pláss fyrir 41-43-47 mynstureiningar A.2 með 8 lykkjum). Ör-4: Aukið út 8-16-20 lykkjur jafnt yfir = 336-360-396 lykkjur (nú er pláss fyrir 28-30-33 mynstureiningar A.2 með 12 lykkjum). Ör-5: Aukið út 4-12-4 lykkjur jafnt yfir = 340-372-400 lykkjur. Prjónið A.2 til loka.. XL, XXL og XXXL: Ör-1: Aukið út 30-40-50 lykkjur jafnt yfir = 252-268-288 lykkjur. Ör-2: Aukið út 28-40-48 lykkjur jafnt yfir = 280-308-336 lykkjur (nú er pláss fyrir 20-22-24 mynstureiningar A.1 með 14 lykkjum). Ör-3: Aukið út 28-32-36 lykkjur jafnt yfir = 308-340-372 lykkjur. Ör-4: Aukið út 28-32-36 lykkjur jafnt yfir = 336-372-408 lykkjur (nú er pláss fyrir 28-31-34 mynstureiningar A.2 með 12 lykkjum). Ör-5: Aukið út 56-60-64 lykkjur jafnt yfir = 392-432-472 lykkjur (nú er pláss fyrir 49-54-59 mynstureiningar A.2 með 8 lykkjum). Ör-6: Aukið út 40-36-32 lykkjur jafnt yfir = 432-468-504 lykkjur (nú er pláss fyrir 36-39-42 mynstureiningar A.2 með 12 lykkjum). Ör-7: Aukið út 8-8-8 lykkjur jafnt yfir = 440-476-512 lykkjur. Prjónið A.2 til loka. ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 19-20-20-24-24-25 cm frá prjónamerkið við háls. Prjónið síðan sléttprjón hringinn með litnum sjávarþoka (í S er prjónað áfram einungis ef stykkið mælist minna en 19 cm þegar A.2 hefur verið prjónað til loka). Þegar stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við háls, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið 50-55-58-64-71-78 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 70-76-84-92-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 100-110-116-128-142-156 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 70-76-84-92-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 50-55-58-64-71-78 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 212-232-248-272-304-332 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón yfir bakstykki fram að fyrsta prjónamerki. Umferðin byrjar núna hér. Prjónið síðan sléttprjón hringinn með sjávarþoka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6 cm alls 4 sinnum á hæðina = 228-248-264-288-320-348 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 56-60-64-70-78-86 lykkjur jafnt yfir = 284-308-328-358-398-434 lykkjur (lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragi stykkið saman). Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI. Setjið 70-76-84-92-96-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum undir ermi = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Setjið nú 2 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Byrjið mitt undir ermi á milli de 6-6-8-8-10-10 lykkja, setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 37-40-45-49-52-54 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju = 37-40-45-49-52-54 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónamerkið mitt undir ermi er notað síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónamerkið mitt á ermi er notað þegar telja á hvar mynstrið á að byrja frá. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð mitt undir ermi með lykkju með prjónamerki í og prjónið sléttprjón hringinn með litnum sjávarþoka. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá AFFELLING. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2-1½-1½-1 cm millibili alls 12-14-17-20-22-23 sinnum = 52-54-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 36-35-33-31-29-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 9 cm að loka máli í öllum stærðum, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd, takið vel eftir að úrtaka undir ermum heldur áfram í hluta af stærðunum. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykki. Nú er A.3 prjónað hringinn (teljið út frá miðju á ermi hvar mynstrið eigi að byrja – lykkjan með prjónamerki mitt á ermi a að passa við lykkju merktri með stjörnu í A.3). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, mælist ermin ca 41-40-38-36-34-33 cm frá skiptingu. Afgangur af ermi er prjónaður með litnum sjávarþoka. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-12-14-14-16-16 lykkjur jafnt yfir = 64-66-72-74-78-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 45-44-42-40-38-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #scentofpinesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.