Saskia skrifaði:
Ist meine Frage vom 22.07. untergegangen?
27.07.2022 - 17:32DROPS Design svaraði:
Liebe Saskia, auch bei uns ist gerade Urlaubszeit und daher können wir aktuell nicht wie in gewohnter Weise antworten. Hoffentlich kommen Sie nun weiter. :-) Gutes Gelingen!
28.07.2022 - 08:10
Saskia skrifaði:
Die Zunahme von den 8 Maschen unter dem Ärmel bei der Teilung der Passe: Sind das einfach 8 Umschläge hintereinander?
22.07.2022 - 10:56DROPS Design svaraði:
Liebe Saskia, Sie machen keine Umschläge, sondern schlagen die je 8 Maschen unter den Armen wie beim Maschenanschlag an. Gutes Gelingen weiterhin!
28.07.2022 - 08:07
Denise skrifaði:
Muchas gracias por la aclaración 😊
19.06.2022 - 01:27
Denise skrifaði:
¡Hola! Tips para aumentos está mal explicado, se indica: 1 lazada, tejer 1 punto derecho, marca puntos, tejer 2 puntos derechos, 1 lazada. Al final aumentas (talla S) 26 puntos por 12 veces = 312 puntos. Saludos.
18.06.2022 - 02:22DROPS Design svaraði:
Hola Denise, en el tip se indica que aumentas alternadamente antes y después del marcapuntos. Por ejemplo, la primera vez que aumentas aumentas antes y la siguiente vuelta con aumentos aumentas después del marcapuntos. Por lo tanto, aumentas 13 puntos en cada vuelta con aumentos. Como trabajas 12 vueltas con aumentos, en total aumentas 156 puntos (que, sumando los 78 iniciales, son 234 puntos para la talla S).
18.06.2022 - 15:30
Anne skrifaði:
Hvordan beregner man garnforbruget til stribet, hvis man vil hækle med 1 tråd?
09.02.2022 - 08:26DROPS Design svaraði:
Hej Anne, hvis du vil strikke denne i en tråd skal du bruge et garn fra garngruppe C. Prøv vores omregner, vælge Kid-Silk, vælg antal gram i din størrelse, vælg 2 tråde, så får du forskellige alternativer at vælge imellem :)
09.02.2022 - 10:16
HOURDEBAIGT Paule skrifaði:
Bonjour. J’ai un problème pour placer les marqueurs au début de l’empiècement. J’ai 90 mailles et il faut placer 15 marqueurs toutes les 3 mailles. Hors 90 divisés par 15 donne 6. Je ne comprends pas. Merci pour vos explications.
26.11.2021 - 08:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hourdebaigt, tout à fait 15 x 6 = 90 autrement dit 15 fois (3 m, 1 marqueur, 3 m)= 15 marqueurs répartis toutes les 6 mailles (le début du tour se trouve entre 2 marqueurs, après 3 m puis vous avez 6 m entre chaque marqueur, et le tour se termine par 3 m (= soit 6 avec les 3 m du début du tour). Bon tricot!
29.11.2021 - 09:04
Ingunn skrifaði:
Kjøpte oppgitt garnmengde til str S men får for lite lys beige.
16.02.2021 - 22:13
Lucia Pappalettera skrifaði:
Ogni 2ferri significa che una volta aumento prima del segno e il ferro dopo aumento dopo il segno? Mi riferisco allo sprone grazie!!
04.01.2021 - 10:42DROPS Design svaraði:
Buongiorno Lucia, ogni 2 ferri significa che lavora un ferro con aumenti e un ferro senza. Buon lavoro!
04.01.2021 - 10:56
Valentina skrifaði:
Salve devo fare gli aumenti per il sprone ma non capisco. Faccio la taglia M con 84 m devo aumentare ad ogni segno che sono 14 su 1 ferro per 12 ferri. Ma a ogni ferro che faccio di seguito? Grazie
22.12.2020 - 23:18DROPS Design svaraði:
Buongiorno Valentina, deve lavorare gli aumenti ogni 2 giri, quindi 1 giro si e 1 no per 3 volte e poi ogni 4 giri, quindi 1 giro si e 3 no per 9 volte e arriva a 252 maglie. Buon lavoro!
23.12.2020 - 09:16
Mariarosaria skrifaði:
Per una taglia S devo mettere 13 segnapunti e dopo aver aumentato per 12 volte dovrei arrivare a 234 maglie. Quindi devo fare solo un aumento in prossimità del segnapunto? Perchè se devo fare un aumento prima e dopo la maglia del segnapunto non mi troverei con le maglie finali.
03.11.2020 - 14:16DROPS Design svaraði:
Buongiorno Mariarosaria, deve aumentare in modo alternato una volta prima e una volta dopo i segnapunti. Buon lavoro!
03.11.2020 - 15:03
Sahara Rose Sweater#sahararosesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 213-32 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: ATH: Rönd 1 byrjar á berustykki (á eftir stroffi). RÖND 1: 5-5-5-5-6-6 cm með 1 þræði ljós beige + 1 þræði natur (+ 3 cm í stroffi = alls 8-8-8-8-9-9 cm). RÖND 2: 7-8-8-8-8-8 cm með 2 þráðum natur. RÖND 3: 2-2-2-2-2-2 cm (þ.e.a.s., 4 umferðir) með 1 þræði natur + 1 þræði beige. RÖND 4: 5-5-5-6-6-7 cm með 2 þráðum beige. RÖND 5: 7-8-8-8-8-8 cm með 1 þræði ljus beige + 1 þræði natur. RÖND 6: 2-2-2-2-2-2 cm (þ.e.a.s., 4 umferðir) með 1 þræði beige + 1 þráðum natur. RÖND 7: 7-7-8-8-8-8 cm með 2 þráðum ljus beige. RÖND 8: 5-5-5-6-6-7 cm með 2 þráðum natur. RÖND 9: Prjónið með 2 þráðum beige til loka (ca 5-5-6-6-7-7 cm). RENDUR ERMI: Haldi síðan áfram með rendur á sama hátt og á fram- og bakstykki þar til rönd 7 hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Prjónið síðan með 2 þráðum í litnum natur þar til ermin mælist 32-31-29-28-26-25 cm. Prjónið síðan með 2 þráðum í litnum beige til loka. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 2) = 40. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir 40. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð 39. og 40. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um berustykki): Aukið er út til skiptis fyrir á og eftir prjónamerki. Þ.e.a.s. við 1. útaukningu er aukið út á undan öllum prjónamerkjum í umferð, við 2. útaukningu er aukið út á eftir öllum prjónamerkjum í umferð, við 3. umferð er aukið út á undan öllum prjónamerkjum í umferð, o.s.frv. Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónamerkið situr hér. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-88-92-96-100 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði natur og + 1 þræði ljós beige (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 78-84-90-96-102-108 lykkjur – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA (þ.e.a.s. í stærð S er fækkað um 2 lykkjur, í stærð M er lykkjufjöldi ekki jafnaður út og í stærð L, XL, XXL og XXXL er aukið út um 2-4-6-8 lykkjur). Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). HÉÐAN ER NÚ MÆLT. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Fyrsta umferð á berustykki er prjónuð þannig: * 3 lykkjur slétt, setjið eitt prjónamerki hér, prjónið 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 13-14-15-16-17-18 prjónamerki í stykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í berustykki. Prjónið sléttprjón og RENDUR – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út við hvert prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð 3-3-6-5-4-3 sinnum og í 4.-4.-6.-6.-6.-6. hverri umferð 9-9-6-7-8-9 sinnum = 234-252-270-288-306-324 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-2-6-6-12-14 lykkjur jafnt yfir = 234-254-276-294-318-338 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 33-36-39-42-46-50 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 51-55-59-63-67-68 lykkjur á þráð og fitjið upp 8-8-8-10-10-12 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 66-72-79-84-92-101 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 51-55-59-63-67-68 lykkjur á þráð og fitjið upp 8-8-8-10-10-12 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 33-36-40-42-46-51 lykkjur (= hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-160-174-188-204-226 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og röndum. Þegar stykkið mælist 20 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 28-32-34-40-40-46 lykkjur = 176-192-208-228-244-272 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 49-51-53-55-57-59 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 51-55-59-63-67-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-8-10-10-12 nýjum lykkjum undir ermi = 59-63-67-73-77-80 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur undir ermi (= 4-4-4-5-5-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón og RENDUR ERMI. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-4-3 cm frá skiptingu byrjar úrtaka – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6½-4-3-2½-2-2 cm millibili alls 5-7-8-10-11-12 sinnum = 49-49-51-53-55-56 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 33-32-30-29-27-26 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 9-9-7-5-7-8 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-48-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sahararosesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.