Inge Pinnekamp skrifaði:
Liebe Anleitungsmenschen Kann es sein, dass ich die Ärmellänge von rechts nach links lesen muss?\r\nIch bin irritiert.\r\nDenn eigentlich sind doch die steigenden Zahlen sonst von links nach rechts zu lesen.\r\nOder ?
30.10.2022 - 22:46DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Pinnekamp, so sind die Länge richtig, die Ärmellänge ist kleiner in die grösseren Größe, da die Passe auch länger wird. Viel Spaß beim stricken!
31.10.2022 - 09:45
Bathabile Serei skrifaði:
I would like to have a pattern for the big kintted jacket in beige I saw the pattern at the Instagram post i the link is wool n dog but I don\'t know how to access the pattern instructions.thank uou
16.06.2020 - 09:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Serei, sorry don't know which pattern/post you are talking about, maybe you should ask on Instagram about the pattern, it might be much easier. - or then look at our patterns to jackets here. Happy knitting!
16.06.2020 - 13:37
Anne skrifaði:
Il y a une erreur. Les explications sont pour le pull et non pas le gilet...
02.04.2020 - 08:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Anne et merci pour l'info, l'erreur a été corrigée! Bon tricot!
02.04.2020 - 08:42
Marja skrifaði:
Wanneer komt het patroon?want deze wil ik graag breien
25.02.2020 - 22:35
Marja skrifaði:
Mooie vest
07.02.2020 - 22:25
Maggan skrifaði:
Den här koftan vill jag verkligen sticka!
07.02.2020 - 01:25
Daisy Daydreams Jacket#daisydaydreamsjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 212-32 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 35) = 2,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca aðra hverja og 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn – ATH: Fallegast er að fella af fyrir hnappagötum með því að prjóna 2 lykkjur saman í einingu með 2 lykkjum brugðið (séð frá réttu). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Neðsta hnappagatið er staðsett ca 2 cm frá neðri kanti, fellt er af fyrir efsta hnappagatinu í kanti í hálsi, passið uppá að staðsetja hin hnappagötin jafnt yfir á milli þessa. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki ermar og. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-104-112-116-120-128 lykkjur á hringprjón 4 með litnum bleikur. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist ca 1½ cm fellið af fyrir 1 hnappagati í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð) með því að prjóna frá réttu þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Fellið af 6 lykkjur í byrjun á umferð (hér á að sauma kant að framan við stykkið síðar), prjónið brugðið yfir næstu 88-92-100-104-108-116 lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út um 35-39-39-35-39-47 lykkjur jafnt yfir – SJÁ ÚTAUKNING, haldið áfram með stroff yfir þær 5 lykkjur sem eftir eru og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Snúið stykkinu og fellið af fyrstu 6 lykkjur í byrjun á umferð, prjónið út umferðina = 123-131-139-139-147-163 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið í 1½-2½-3-3-4-5 cm, endið með umferð frá röngu. Stærð XL-XXL-XXXL: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 123-131-139-179-187-211 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. ALLAR STÆRÐIR: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni – haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT eru lykkjur auknar út jafnt yfir í hverri umferð merktri með ör í A.1 eins og útskýrt er að neðan. Ör-1: Aukið út 32-40-40-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 155-171-179-219-227-251 lykkjur. Ör-2: Aukið út 24-32-32-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 179-203-211-251-259-283 lykkjur. Ör-3: Aukið út 24-32-32-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 203-235-243-283-291-315 lykkjur. Haldið áfram þar til A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið síðan í sléttprjón með litnum bleikur þar til stykkið mælist 15-17-18-20-22-24 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu með litnum bleikur: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið 4 umferðir með stroffi, síðan er haldið áfram í sléttprjóni. Prjónið 2 umferðir sléttprjón, í næstu umferð frá réttu er aukið út um 29-21-29-21-33-29 lykkjur jafnt yfir = 232-256-272-304-324-344 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá prjónamerki. Prjónið næstu umferð þannig – frá réttu: Prjónið 34-38-40-44-49-53 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-76-80-88-98-106 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 34-38-40-44-49-53 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-164-176-192-216-236 lykkjur. Haldið áfram með litnum bleikur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 22-22-23-23-23-23 cm frá skiptingu, eða að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 32-32-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir = 180-196-212-232-260-284 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið síðan af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur – SJÁ AFFELLING. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota prjónamerkið síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón með litnum bleikur. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá AFFELLING. Fækkið lykkjum svona með 12-5-6-3-3-2 cm millibili alls 3-5-6-10-9-11 sinnum = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Þegar ermin mælist 36-35-33-32-30-29 cm frá skiptingu, skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ermin mælist ca 40-39-38-36-34-33 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 96-100-104-108-112-116 lykkjur frá réttu innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á hringprjón 4 með litnum bleikur (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í ca 3 cm – stillið af að það sé jafn breitt og breiddin á 6 lykkjum sem felldar voru af í hálsmáli, þannig að það verði fallegt þegar stykkin eru saumuð á móti hvoru öðru. Fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur að framan, en eftir 1-1½ cm er fellt af fyrir 6-6-6-7-7-7 HNAPPAGÖTUM jafnt yfir – sjá útskýringu að ofan. FRÁGANGUR: Saumið kant að framan við 6 lykkjur í hálsmáli. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #daisydaydreamsjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.