Yasmine skrifaði:
Pour les torsades, on ne devrait pas commencer par les A4 et A5 ? car si on commence par l'A2 et l'A3, ce n'est pas possible de décaler les torsades
01.05.2020 - 19:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Yasmine, les torsades et décalages de A.2 et A.3 vont permettre de décaler les torsades vers le milieu du devant et du dos (moins de mailles entre les deux), puis en tricotant A.4 et A.5 on va écarter les torsades l'une de l'autre en les rapprochant des côtés. Bon tricot!
04.05.2020 - 11:09
Eva Roberg skrifaði:
Hei igjen. Da har jeg funnet svar på spørsmålet mitt selv! 2.avsnittet av BOL står det: På str L skal en sette merke først etter 30m, så sette et nytt merke etter 40m, så står det (=midt foran) . Det var forvirrende. Burde stå: Ved disse merkene strikkes fletter , dette blir da på hver side av forstykke. Og det samme på bakstykke. Ville forstått oppskriften bedre da. Mvh Eva
24.04.2020 - 16:49
Eva Roberg skrifaði:
Hei. Jeg strikker str L og står nå fast da det under det andre avsnittet under BOL står at det er midt foran ved 2. Merke? Jeg teller fra merketråden ( under armen ) der jeg begynte Bol-arbeidet: 1.merke etter 30 m og 2.merke etter 40m står det. Dette blir da ikke i midten av kjolen? Midten blir da etter i alt 50m ( teller masker fra under armene der jeg har merke. Har lest mange ganger og telt og finner ikke ut av dette.
24.04.2020 - 12:01DROPS Design svaraði:
Hej Eva, du sætter de 2 masker så du har 40 masker midt foran, mærkerne markerer der hvor du skal lave ind og udtagninger og dem kan du se på billedet at de er et stykke ind i hver side. God fornøjelse!
29.04.2020 - 10:33
Rianne Oprel skrifaði:
In de legenda bij de teltekeningen staat bij het dichte bolletje dat de omslag gedraaid averecht gebreid moet worden (dat klopt), zodat er een gaatje ontstaat. Dit moet zijn, zodat er géén gaatje ontstaat!
15.04.2020 - 17:39
Lucia Nascimento skrifaði:
Hei igjen Jeg er 156 høy og skal strikke størrelse M, DROPS Design: Modell cl-106 Garngruppe B . Hvor mange garn nøster av DROPS Cotton Light trenger jeg ? Mvh Lucia
15.04.2020 - 14:45DROPS Design svaraði:
Hei Lucia. Garnmengden finner du under MATERIALER. Når det står slik: STØRRELSE: S - M - L - XL - XXL - XXXL MATERIALER: DROPS COTTON LIGHT fra Garnstudio (tilhører garngruppe B) 650-700-800-850-950-1050 g farge 35, rust. Størrelse M er nr. 2 og da trenger du garnmenden nr. 2, altså 700 gram. God Fornøyelse!
15.04.2020 - 15:38
Lucia Nascimento skrifaði:
Hvilken størrelse bruker modellen på bildet? Medium??
15.04.2020 - 11:21DROPS Design svaraði:
Hei Lucia. Modellen på bildet er ca 170 cm høy og bruker størrelse S eller M. Du finner en målskisse av det ferdige plagget (i cm) nederst i oppskriften. mvh DROPS design
15.04.2020 - 11:31
Desiree Pierey skrifaði:
Volgens mij begint de kabel bij 5cm na de splitsing. Patroon komt niet uit. Op 2cm. Is te hoog. Misschien een fout bij de vertaling. Het Is dat ik geen foto kan plaatsen.
08.04.2020 - 00:24
Desiree Pierey skrifaði:
Volgens mij begint de kabel bij 5cm na de splitsing. Patroon komt niet uit. Op 2cm. Is te hoog. Misschien een fout bij de vertaling. Het Is dat ik geen foto kan plaatsen.
08.04.2020 - 00:23
Larissa Ecke skrifaði:
Vielen Dank für die tollen Anleitungen!!!! Das Kleid ist soo schön. Ich möchte es gern ein ganzes Stück länger stricken, bis über das Knie. Kann ich einfach das Rockteil entsprechend länger sticken oder muss ich etwas beachten?
26.03.2020 - 08:18DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ecke, leider können wir jeder Anleitung nach jedem individuellen Frage anpassen und einzelne Modelle auf individuellen Wunsch hin umrechnen. Wenn sie Hilfe damit brauchen, wenden Sie sich bitte an Ihrem DROPS Laden, dort hilft man Ihnen gerne weiter. Viel Spaß beim stricken!
26.03.2020 - 10:24
Viviane F skrifaði:
Très beau modèle !
19.03.2020 - 09:20
Barn Dance#barndancedress |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll úr DROPS Cotton Light. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri, köðlum og stuttum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 211-2 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 100 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 28) = 3,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um formið á fram- og bakstykki): AUKIÐ ÚT Á EFTIR PRJÓNAMERKI Í HLIÐ ÞANNIG: Prjónið 12-14-16-18-20-22 lykkjur sléttprjón á eftir prjónamerki í hlið, prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuliðinn sem liggur utan um fyrstu lykkju á vinstri prjóni (þ.e.a.s. í lykkjuna frá fyrri umferð) = 1 lykkja fleiri. AUKIÐ ÚT Á UNDAN PRJÓNAMERKI Í HLIÐ ÞANNIG: Prjónið þar til 12-14-16-18-20-22 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki í hlið, prjónið síðan 1 slétta lykkju í lykkjuna sem liggur utan um ystu lykkju á hægri prjóni (þ.e.a.s. í lykkjuna frá fyrri umferð) = 1 lykkja fleiri. ÚRTAKA-1 (á við um formið á fram- og bakstykki): FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR PRJÓNAMERKI Í HLIÐ ÞANNIG: Prjónið 12-14-16-18-20-22 lykkjur sléttprjón á eftir prjónamerki í hlið, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 1 lykkja færri. FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN PRJÓNAMERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 14-16-18-20-22-24 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman = 1 lykkja færri. ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-100-106-112-116-120 lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Light. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 28-28-30-40-44-48 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 128-128-136-152-160-168 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Berustykkið er síðan prjónað eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn (= 16-16-17-19-20-21 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð á undan umferð merktri með ör í A.1, aukið út 0-8-0-8-0-0 lykkjur jafnt yfir = 256-264-272-312-320-336 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist berustykki ca 15-15-15-19-19-19 cm frá prjónamerki við háls. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan. Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir smá laskalínu. Teljið 37-39-40-46-49-53 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 54-54-56-64-62-62 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 74-78-80-92-98-106 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 54-54-56-64-62-62 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 37-39-40-46-49-53 lykkjur eftir á bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 2-4-6-6-8-10 sinnum á hæðina = 272-296-320-360-384-416 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni án útaukninga þar til berustykkið mælist 18-20-22-24-26-28 cm frá prjónamerki við háls. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið 39-43-46-52-57-63 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 78-86-92-104-114-126 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 39-43-46-52-57-63 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá og takið frá öll prjónamerkin. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 168-184-200-224-248-272 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Byrjið umferð við annan merkiþráðinn í hlið á fram- og bakstykki og prjónið sléttprjón hringinn í 2 cm. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: Teljið 24-27-30-35-40-45 lykkjur, setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 36-38-40-42-44-46 lykkjur (= mitt að framan), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 48-54-60-70-80-90 lykkjur, setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 36-38-40-42-44-46 lykkjur (= mitt að aftan) og setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju = 24-27-30-35-40-45 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið merkiþræðina og prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Merkiþræðirnir eru notaðir síðar þegar fækka á lykkjum og auka út í hliðum á fram- og bakstykki, prjónamerkin eru notuð síðar þegar prjónað á kaðla á fram- og bakstykki á kjólnum. Prjónið síðan aðsniðið jafnframt því sem kaðlarnir eru prjónaðir eins og útskýrt er að neðan – lesið bæði AÐSNIÐ og KAÐLAR áður en prjónað er áfram. AÐSNIÐ: Prjónið sléttprjón hringinn og fækkið um 1 lykkju þar sem sniðið dregst inn hvoru megin við báða merkiþræðina – sjá ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 2½ cm millibili alls 4 sinnum á hæðina = 152-168-184-208-232-256 lykkjur. Þegar stykkið mælist 16 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 1 lykkju við sniðið þar sem það dregst inn hvoru megin við báða merkiþræðina – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 24-24-24-26-26-26 sinnum á hæðina = 248-264-280-312-336-360 lykkjur. KAÐLAR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu í öllum stærðum, prjónið kaðla þannig: Prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á undan 1. prjónamerki, prjónið A.2 (= 4 lykkjur), prjónið sléttprjón fram að 2. prjónamerki, prjónið A.3 (= 4 lykkjur), prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á undan 3. prjónamerki, prjónið A.2 (= 4 lykkjur), prjónið sléttprjón fram að 4. prjónamerki, prjónið A.3 (= 4 lykkjur), prjónið sléttprjón út umferðina. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 yfir A.2 og A.5 yfir A.3. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.x yfir A.4 og A.y yfir A.5. Þegar A.x og A.y hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 49-50-51-52-53-54 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 15 cm til loka, mátið e.t.v. kjólinn og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið síðan kant eins og útskýrt er að neðan. KANTUR MEÐ GATAMYNSTRI: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-0-8-0-0-0 lykkjur jafnt yfir = 252-264-288-312-336-360 lykkjur. Prjónið síðan A.6 hringinn (= 21-22-24-26-28-30 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka, eru 294-308-336-364-392-420 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjurnar – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Kjólinn mælist ca 86-89-92-95-98-101 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 58-62-68-76-78-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-68-76-84-88-92 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 2-2-1-1-½-½ cm millibili alls 5 sinnum í öllum stærðum = 54-58-66-74-78-82 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 13-12-10-8-7-5 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. kjólinn og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Þegar ermin mælist ca 16-15-13-11-10-8 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #barndancedress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 211-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.