Susanne skrifaði:
Buonasera volevo annullare la mia domanda fatta in precedenza poiché ho risolto il problema. Grazie comunque.
23.10.2022 - 17:35
Susanne skrifaði:
Buongiorno vorrei capire il passaggio dopo la sezione traforata. Finita la riga traforata non ho gettati, perché si lavora a dritto . Poi si inizia il ferro 5 delle maglie inglesi e nel pattern è scritto di lavorare insieme maglia e gettato. Devo lavorare singolarmente le maglie? Perché se lavoro insieme una maglia si è una no, non si diminuiscono le maglie? Grazie
23.10.2022 - 08:17
Zeline skrifaði:
Bonjour. J'ai commencé à tricoter ce châle et je m'interroge sur la forme qu'il prend. Je pensais que l'on commençait par la pointe mais en fait je me rends compte que plus les augmentations avancent plus le châle se courbe en formant une pointe vers le haut (la partie sur les aiguilles). donc je me dis que peut être en réalité, l'icord du début fait en fait partie de la plus grande longueur du triangle ? pouvez vous me préciser ce point svp ? Merci
17.04.2022 - 12:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Zeline, ce châle se tricote de haut en bas (en commençant côté encolure jusqu'à la pointe du bas du châle). Cette vidéo montre comment le commencer sur la base du I-cord et celle-ci comment tricoter et répéter les rangs 1-4 du châle; elles devraient toutes deux vous aider à visualiser comment on tricote le châle. Bon tricot!
19.04.2022 - 11:10
María skrifaði:
He hecho el patrón repetidas veces y creo que hay un error ,creo en la hilera 5 ,podría ser revisado? gracias
16.01.2022 - 18:31
Jane Higginbottom skrifaði:
I don’t think this pattern is correct for example in row 2 I had to rewrite the pattern out. This pattern does not make sense and I am giving up. Have spent too long trying to work it out. I am an experienced knitter who has done brioche knitting before and I am very disappointed with this pattern. Now need to find another use for this wool.
01.01.2021 - 15:21
Jane Higginbottom skrifaði:
I think there is an error in line 2 of the pattern as the written instructions are not the same as the video. One stitch is different. In line 5 if I follow the instructions I have an extra stitch after the first increase stitch which needs to be slipped?
11.12.2020 - 10:00
Jane H skrifaði:
I am having trouble with this pattern - for example in line 2 and 5. Are there errors? Can anyone advise. It doesn’t make sense. In line 2 the written instructions are not the same as the video.
10.12.2020 - 19:04DROPS Design svaraði:
Dear Jane H, which kind of errors do you have? Rows 2 and 5 are following the description in the pattern. Can you maybe explain where you are stuck?
11.12.2020 - 07:06
Lagan Sieglinde skrifaði:
Sie sollten diese deutsche Anleitung überarbeiten. Es sind da einige Fehler drin. Zum Beispiel müssen in der3.und 4. ICordreihe die letzten drei Maschen links gestrickt werden. Ein Anfänger kann mit dieser Anleitung nichts anfangen. Da hilft auch das Video nicht, das ist viel zu schnell erklärt worden. MfG Lagan S.
10.10.2020 - 11:01DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Lagan, die Maschen für die I-Cord werden am Ende jeder Reihe, also auch in Rück-Reihen, rechts gestrickt und am Anfang jeder Reihe abgehoben. Zum Video: Die Geschwindigkeit der Videos lässt sich in den Einstellungen anpassen. Wenn Sie das Video abspielen, haben Sie unten rechts in der Leiste ein Symbol für "Einstellungen". Wenn Sie dieses Symbol (Rädchen) anklicken, lässt sich das Video langsamer abspielen.
12.10.2020 - 13:17
Lagan Sieglinde skrifaði:
Ich denke in der 1.Reihe muss es nicht 3 Maschen wie zum linksstricken heißen sondern nur 1Masche. L.G Lagan S.
09.10.2020 - 16:07
Barbara Liebing skrifaði:
Hey, ich versuche gerade dieses schöne Tuch zu stricken , aber schon in der ersten Reihe des zweifarbigen Patents stimmt die Anleitung nicht . ständig steht da , dass drei Maschen abgehoben werden sollen, obwohl es nur eine ist. Jetzt bin ich bei Reihe 5, wo wieder ständig steht das 3 Maschen abgehoben werden sollen. aber hier passt es auch nicht wenn ich nur eine Masche abhebe. Die weiteren Reihen habe ich ich nicht kontrolliert, aber mir vergeht gerade die Lust weiter zu arbeiten.
19.07.2020 - 15:20DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Leibing, so wird dieses Tuch gestrickt - dh das Video zeigt wie die 1. - 4. Reihe mit zweifarbigen Patent strickt; Viel Spaß beim stricken!
20.07.2020 - 09:54
Phoenix Wrap#phoenixwrap |
|
![]() |
![]() |
Prjónað sjal með tveggja lita klukkuprjóni úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með röndum og gataumferðum.
DROPS 212-21 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- I-CORDKANTUR: Fyrstu og síðustu 3 lykkjur í sjali eru prjónaðar sem i-cord. Það er mikilvægt að prjóna lykkjurnar ekki of fast, en einnig þarf að passa uppá að herða aðeins á þræðinum áður en prjónað er áfram í umferð eftir að lykkjum hefur verið lyft af. I byrjun á umferð frá réttu er lykkjum lyft yfir á hægri prjón án þess að prjóna þær með þráðinn frá réttu á stykki/að þér. Í lok umferðar frá réttu eru lykkjurnar prjónaðar slétt. Í byrjun á umferð frá röngu er lykkjunum lyfti á hægri prjón án þess að prjóna þær með þráðinn frá röngu á stykki/að þér. Í lok umferðar frá röngu eru lykkjurnar prjónaðar slétt. RENDUR: RÖND 1: Litur 1 = natur. Litur 2 = gulur/bleikur RÖND 2: Litur 1 = rauður chilli. Litur 2 = gul/rosa RÖND 3: Litur 1 = gulur/bleikur. Litur 2 = rauður chilli RÖND 4: Litur 1 = gulur/bleikur. Litur 2 = texmex RÖND 5: Litur 1 = natur. Litur 2 = gulur/bleikur AUKIÐ ÚT 2 LYKKJUR. Útaukning er gerð í sléttri lykkju frá réttu. Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en sleppið ekki af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið lykkjuna og uppsláttinn saman. Sleppið síðan lykkjunni og uppslættinum af vinstri prjóni = 3 lykkjur á hægri prjóni = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru lykkjurnar prjónaðar inn í mynstur. AUKIÐ ÚT 4 LYKKJUR. Útaukning er gerð í sléttri lykkju frá réttu. Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en sleppið ekki af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum og prjónið lykkjuna og uppsláttinn saman 1 sinni til viðbótar. Sleppið síðan lykkjunni og uppslættinum af vinstri prjóni = 5 lykkjur á hægri prjóni = 4 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru lykkjurnar prjónaðra inn í mynstur. GATAUMFERÐ: Prjónið með litnum natur þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Gerið i-cordkant eins og áður yfir 3 fyrstu lykkjurnar, * prjónið næstu lykkju og uppsláttinn slétt saman, prjónið næstu lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og prjónið i-cordkant eins og áður yfir 3 síðustu lykkjurnar. UMFERÐ 2 (= ranga): Gerið i-cordkant eins og áður yfir 3 fyrstu lykkjurnar, prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir og prjónið i-cordkant eins og áður yfir síðustu 3 lykkjurnar. UMFERÐ 3 (= rétta): Gerið i-cordkant eins og áður yfir 3 fyrstu lykkjurnar, * prjónið 2 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju – það er mikilvægt að enda með 1 uppslætti. Prjónið nú yfir 5 næstu lykkjur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 lykkjur slétt saman og prjónið i-cordkant eins og áður yfir 3 síðustu lykkjurnar (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4 (= ranga): Gerið i-cordkant eins og áður yfir 3 fyrstu lykkjurnar, prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir og prjónið i-cordkant eins og áður yfir síðustu 3 lykkjurnar. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, prjónað er tveggja lita klukkuprjóni fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjurnar. Sjalið byrjar með að prjónuð er 1 lítill i-cord, sem lykkjur eru prjónaðar upp í. Sjalið er síðan prjónað þaðan með i-cordkant í hvorri hlið. Prjónaðar eru rendur með mismunandi litaáferð og gataumferðir gerðar. SJAL: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur. * Prjónið 1 umferð slétt, snúið ekki stykkinu! Færið síðan lykkjurnar á hinn endann á prjóninum þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá sömu hlið *, prjónið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 9 umferðir. Snúið stykkinu þannig að hægt sé að prjóna upp lykkjur í i-cord. Byrjið á að prjóna upp 7 lykkjur meðfram hlið á i-cord – prjónið upp í gegnum báða lykkjubogana og passið uppá að taka upp fyrir neðan í sömu röð með lykkjum. Að lokum eru prjónaðar upp 4 lykkjur í enda á i-cord = uppfitjunarkantur. Nú eru 15 lykkjur í umferð. Snúið stykkinu og prjónið 3 umferðir þannig: Frá röngu: Með þráðinn að þér (= ranga á stykki), lyftið yfir fyrstu 3 lykkjurnar á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið (= I-CORDKANTUR – sjá útskýringu að ofan). Prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Snúið stykkinu. Frá réttu: Með þráðinn að þér (= rétta á stykki), lyftið yfir fyrstu 3 lykkjurnar á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið (= i-cordkantur). Prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Snúið stykkinu. Frá röngu: Með þráðinn að þér (= ranga á stykki), lyftið yfir fyrstu 3 lykkjurnar á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið (= i-cordkantur). Prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Snúið stykkinu. Prjónið nú áfram í tveggja lita klukkuprjóni og notið lit frá RÖND 1. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið með litur 1: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjón yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá réttu á stykki (= i-cordkantur), aukið út 2 LYKKJUR í næstu lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, aukið út 4 LYKKJUR í næstu lykkju (= miðjulykkjan), sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, aukið út 2 LYKKJUR í næstu lykkju. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Nú hafa verið auknar út alls 8 lykkjur í umferð. Færið lykkjurnar til baka yfir á hina hliðina á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað er frá sömu hlið og fyrri umferð. UMFERÐ (= rétta): Prjónið með litur 2: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn brugðið saman, * sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar og sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). ATH: Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju svo að auðveldara sé að sjá hvar auka á út síðar, látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið með litur 1: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjunni brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjunni brugðið saman. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Færið til baka lykkjurnar yfir á hina hliðina á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað sé frá sömu hlið og fyrri umferð. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið með litur 2: Lyftið 3 lykkjum af vinstri prjóni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjunni slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Snúið stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið með litur 1: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), aukið út 2 LYKKJUR í næstu lykkju, * sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 2 lykkjur í næstu lykkju. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Nú hafa verið auknar út alls 4 lykkjur í umferð. Færið til baka lykkjur yfir á hina hliðina á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað er frá sömu hlið og fyrri umferð. UMFERÐ 6 (= rétta): Prjónið með litur 2: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, * sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn brugðið saman *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir. Sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Snúið stykkinu. UMFERÐ 7 (= ranga): Prjónið með litur 1: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman. Prjónið 3 lykkjur slétt (i-cordkantur). Færið til baka lykkjurnar yfir á hina hliðina á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað sé frá sömu hlið og fyrri umferð. UMFERÐ 8 (ranga): Prjónið með litur 2. Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Snúið stykkinu. UMFERÐ 9 (= rétta): Prjónið með litur 1: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), aukið út 2 LYKKJUR í næstu lykkju, * sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn slétt saman *, prjónið frá *-* að miðjulykkju. Aukið út 4 LYKKJUR í miðjulykkju, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 2 lykkjur í næstu lykkju. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Nú hafa verið auknar út 8 lykkjur í umferð. Færið til baka lykkjur á hina hliðina á hringprjón (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað er frá sömu hlið og fyrri umferð. UMFERÐ 10 (= rétta): Prjónið með litur 2: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, * sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju og uppsláttinn brugðið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næstu lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið yfir næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Snúið stykkinu. UMFERÐ 11 (= ranga): Prjónið með litur 1: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjunni brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru efir, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Færið lykkjurnar til baka á hina hliðina á hringprjóninum (án þess að snúa stykkinu), þannig að prjónað er frá sömu hlið og fyrri umferð. UMFERÐ 12 (= ranga): Prjónið með litur 2: Lyftið 3 lykkjum frá vinstri prjóni á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn frá röngu á stykki (= i-cordkantur), * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjunni slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið 3 lykkjur slétt (= i-cordkantur). Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 5-12 alls 6 sinnum á hæðina. Skiptið yfir í lit á RÖND 2 og endurtakið umferð 5-12 alls 6 sinnum á hæðina. Skiptið yfir í natur og prjónið 1 GATAUMFERÐ eins og útskýrt er að ofan. Skiptið yfir í lit á RÖND 3 og endurtakið umferð 5-12 alls 6 sinnum á hæðina. Skiptið yfir í natur og prjónið 1 GATAUMFERÐ eins og útskýrt er að ofan. Skiptið yfir í lit á RÖND 4 og endurtakið umferð 5-12 alls 6 sinnum á hæðina. Skiptið yfir í natur og prjónið 1 GATAUMFERÐ eins og útskýrt er að ofan. Skiptið yfir í lit á RÖND 5 og endurtakið umferð 5-12 alls 3 sinnum á hæðina og stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu með lit 2 – þ.e.a.s. gulur/bleikur. AFFELLING: Nú á að fella af með i-cord affellingu. Það er mikilvægt að fella kantinn laust af svo að sjalið fái fallegt form og falli vel. Notið gjarna grófari prjón til að fella af með og passið uppá að prjóna laust, en jafnar lykkjur. Prjónið og fellið af þannig: * Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 næstu lykkjurnar eru prjónaðar snúnar slétt saman. Færið síðan til baka 3 lykkjurnar frá hægri prjóni á vinstri prjón (í sömu röð og þær eru í) *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjurnar á vinstri prjóni hafa verið felldar af og eftir eru 3 lykkjur á hægri prjóni. Færið þessar 3 lykkjur yfir á vinstri prjón og fellið þær slétt af. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #phoenixwrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.