Ann skrifaði:
Hej. Jeg har strikket vesten i str S - jeg er 162cm høj. Vesten passer fint bortset fra den er 10-12cm for kort... tror jeg forærer den væk til en 12-årig :-)
26.03.2021 - 12:59
Eva-Lena Philip skrifaði:
Hej Jag skulle vilja sticka denna väst i drops Silke-tweed, utgånget garn. Går det? eller har du tips på ngt annat mönster.
20.03.2021 - 14:25DROPS Design svaraði:
Hei Eva-Lena. DROPS Silke-Tweed er utgått fra vårt sortiment, men har du nok garn kan du strikke denne vesten med dobbelt garn (2 tråder). Bare husk å sjekke strikkefastheten din med det som er oppgitt i oppskriften. Ellers så kan du bruke DROPS Silke-Tweed i oppskrifter der garn fra garngruppe A er brukt. mvh DROPS design
22.03.2021 - 15:40
Janet skrifaði:
Hello, I am working on binding off for the right shoulder on the front piece. I am trying to understand how to work on "binding off 2 stitches 2 times and 1 stitch 4 times". Do you mean to bind off 2 stitches at the beginning of the next 2 rows and bind off 1 stitch at the beginning of the next 4 rows? Please help! Thank you so much!
19.03.2021 - 19:19DROPS Design svaraði:
Dear Janet, yest, the sentemce means exactly what you say. Happy Knitting!
20.03.2021 - 07:20
Ann Woodall skrifaði:
Jeg savner en størrelsesguide til denne model.
16.03.2021 - 15:52DROPS Design svaraði:
Hej Ann. Du finner en måleskits med mål i alle størrelser längst ner i opskriften. Mvh DROPS Design
17.03.2021 - 08:23
Hanne skrifaði:
Hvor meget af Drops baby Alpaca Silk og af Drops kid silk skal jeg bruge for at stikke denne vest i en blanding af disse til en erstatning for 200 gram Drops Air? Og hvor meget af Big Merino skal jeg bruge hvis jeg vælger dette garn som erstatning for Drops Air ?
16.03.2021 - 08:00DROPS Design svaraði:
Hej Hanne, Når du bruger garnomregneren for DROPS Air - 200 g - 1 tråd, så får du et forslag op med dobbelt tråd af både Kid-Silk og BabyAlpaca Silk, vil du tage en tråd af hver deler du antal gram med 2. Du får også et forslag op med 400 gram Big Merino :)
17.03.2021 - 15:08
Ida Ravnborg skrifaði:
Er det muligt at strikke vesten med pinde 9 og 10 i uldgarn? Det har jeg nemlig svært ved at gennemskue i forhold til strikkefasthed osv. Den er superfin vesten!
07.03.2021 - 16:52
Marianne Lundmark skrifaði:
Hej, jag har stickat på vanliga stickor. Fattar inte riktigt hur jag ska maska av för ärmhålet. Behöver ju göra om mönstret eftersom jag inte jobbar med markörer.
27.02.2021 - 16:21DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, det er jo de yderste 3 eller 4 masker (beroende på storlek) i hver side du masker av för ärmhål :)
01.03.2021 - 15:06
Dea Aparecida Tota Pestana skrifaði:
Para agulhas retas, quantas malhas para frente e quantas para costas.
18.02.2021 - 15:45DROPS Design svaraði:
Bom dia, Poderá dividir o número total de malhas por 2 para as costas e as frentes MAS à sua responsabilidade porque este modelo foi criado para ser tricotado em redondo, numa só peça. Bons tricôs!
19.02.2021 - 08:58
Dea Aparecida Tota Pestana skrifaði:
Como trabalhar com agulhas retas, meu tamanho M , quantos malhas frente e costas. Muito obrigada
18.02.2021 - 15:42
Giulia skrifaði:
Ciao, posso usare i ferri normali (non circolari) e seguire comunque questo schema? Grazie! Hi! What if I can’t use circular needles, but only regular needles? Is the pattern stille the same? Thank you!
16.02.2021 - 07:51DROPS Design svaraði:
Buonasera Giulia, può lavorare il modello in piano tenendo la cucitura a un lato e riadattando la lavorazione. Buon lavoro!
16.02.2021 - 22:32
College Days#collegedaysvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti / slipover með hringlaga hálsmáli úr DROPS Air. Stærð S – XXXL.
DROPS 210-28 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 156 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 19,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 18. og 19. hverja lykkju og 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli og í handvegi í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 156-172-184-200-220-240 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Prjónið stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist ca 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið sléttprjón og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 148-164-176-192-212-232 lykkjur – sjá ÚRTAKA í útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir næstu 74-82-88-96-106-116 lykkjum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum fyrir handveg. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 28-29-30-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð er lykkjum fækkað fyrir handveg, byrjið 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan fyrsta prjónamerki. Fellið af 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum), prjónið eins og áður þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur á undan næsta prjónamerki, fellið af næstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum lykkjum) og prjónið út umferðina. Héðan er framstykki og bakstykki prjónað hvort fyrir sig fram og til baka. FRAMSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 38-40-40-44-44-46 cm (nú eru eftir ca 10-10-12-12-14-14 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 25-27-28-29-30-32 lykkjur, fellið af næstu 12-12-14-14-16-16 lykkjur og prjónið síðustu 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – hægri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. HÆGRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af og klippið þráðinn frá. VINSTRI ÖXL FRAMSTYKKI: = 25-27-28-29-30-32 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið lykkjur af fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 4 sinnum = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir vinstri öxl. Fellið af og klippið þráðinn frá. BAKSTYKKI: = 68-76-82-88-98-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón og fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í byrjun á hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, fellið af 1 lykkju 1-3-4-6-9-12 sinnum = 62-66-70-72-76-80 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 44-46-48-52-54-56 cm (nú eru eftir ca 4 cm til loka). Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli þannig: Prjónið fyrstu 18-20-21-22-23-25 lykkjur, fellið af næstu 26-26-28-28-30-30 lykkjur og prjónið síðustu 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Axlirnar eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig, ekki klippa þráðinn frá – vinstri öxl er nú prjónuð frá röngu héðan. VINSTRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá röngu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá réttu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. HÆGRI ÖXL BAKSTYKKI: = 18-20-21-22-23-25 lykkjur. Prjónið sléttprjón með byrjun frá réttu og fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu umferð frá röngu = 17-19-20-21-22-24 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 48-50-52-56-58-60 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir framstykkjum. Fellið af og klippið þráðinn frá. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 76 til 92 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum allt opið fyrir háls (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið frá réttu þar sem stykkið skiptist við handveg. Notið hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 84 til 124 lykkjur í kringum allan handveginn (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðið þar til stroffið mælist 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #collegedaysvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.