Murphy-ashton skrifaði:
On the first video i thought it was the smaller size, but there is only 36 stitches on it instead of the 52. The yoke starts off with A1(=2stitches) over the first 8 stitches. dosen't that mean you are repeating the A1 pattern 8 times for the extra large pattern?
15.03.2025 - 16:32
Jean Murphy-Ashton skrifaði:
I am not hearing your video on the start of your pattern. I can watch it but no volume. I am not familiar with the English ribbing so it is difficult to start the project.
05.03.2025 - 14:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Murphy-Ashton, Our videos do not have sound. We are a worldwide company and our videos are watched by people speaking endless of different languages and many do not understand English. So since there is not a given language for us to use, we instead have written instructions to accompany the video, and then there is no sound to disturb while watching. Remember to follow diagram at the same time as you are watching the video. Happy knitting!
05.03.2025 - 15:47
Stephanie Kruse skrifaði:
Sorry - should say 'shown' on the diagram
24.02.2025 - 15:31
Stephanie Kruse skrifaði:
Thanks for your response. This is my question - I want to knit the large size but my head is bigger than the neck holes how on the diagram 30cm (as is my neck 34cm)
24.02.2025 - 15:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Kruse, the measurements in chart are taken flat, from side to side, so that the measurements for neck (12 to 17 cm) is matching the width of neck when piece is laying flat, not the circumference of the head. The total number of stitches includes both neck width but also shoulders. Should your tension be correct, then just cast on the number of stitches as explained for your size, make sure that your cast on edge is elastic enough for a better comfort. Happy knitting!
26.02.2025 - 10:05
Stephanie skrifaði:
Hi I am trying to ask a question about this pattern but keep getting an error message saying I have included forbidden words or links. There are no links but I don't know which forbidden words I should not be using. I have 75 characters left and have taken out all special characters. Thank you
23.02.2025 - 18:03DROPS Design svaraði:
Dear Stephanie, since we don't know your message we don't know which words are giving you trouble. Could you try indicating your question in other terms, maybe? What section of the pattern are you having trouble with? Do you think there is a mistake or do you have trouble with some explanation and want us to explain it further? Happy knitting!
23.02.2025 - 23:10
Annette Kohn skrifaði:
Salve, non riesco a completare lo sprone del modello; tra i vari video avevo visto un'immagine del lavoro con le indicazioni esatte delle ripetizioni degli schemi con etichette accanto al lavoro, non so se sul vostro sito o su facebook, purtroppo non lo trovo più; potete indirizzarmi sul video di riferimento per favore? Grazie
11.02.2025 - 19:26DROPS Design svaraði:
Buonasera Annette, se fa riferimento ai video disponibili per il modello, li può trovare sotto il titolo di fianco alla foto. Buon lavoro!
13.02.2025 - 22:31
Anna-Stina skrifaði:
Hej. Jag har påbörjat ett flertal gånger men känner nu att de är för svårt för mig och önskar hjälp att hitta ett lättare och enklare mönster på en väst. Mvh A
05.01.2025 - 10:27
Anna-Stina skrifaði:
Hej. Jag har påbörjat ett flertal gånger men känner nu att de är för svårt för mig och önskar hjälp att hitta ett lättare och enklare mönster på en väst. Mvh A
05.01.2025 - 10:25
Toril Strandvik skrifaði:
Hei. Har begynt å strikke vesten men raglanfellingen blir ikke riktig . Strikker etter oppskriften men når jeg kommer litt ut i strikketøyet stemmmer ikke raglanfellingene. Det må være feil i oppskriften.
26.12.2024 - 10:01DROPS Design svaraði:
Hei Toril. Fint om du oppgir hvilken str. du strikker og mer nøyaktig hvor i oppskriften du er, så kan vi hjelpe deg så godt vi kan. Har du sett på hjelpevideoene til denne vesten? Klikk på Videoer til høyre/eller under bildet. Skal ikke være noe feil med denne oppskriften. mvh DROPS Design
03.01.2025 - 10:43
Jill Crawford skrifaði:
Explain purl yarn over and stitch together.
05.11.2024 - 23:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Crawford; in this video we show how to work the first rounds of this pattern following diagrams, it should then help you to understand how to purl the purled (slipped) stitch and yarn over together. Happy knitting!
06.11.2024 - 08:46
Mountain Moraine#mountainmorainevest |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónað vesti / slipover úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í klukkuprjóns mynstri. Stærð XS - XXL.
DROPS 210-4 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4 (prjónað í klukkuprjóni). ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 62 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,2. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir öxl á berustykki áður en stykkið skiptist og framstykki og bakstykki er prjónað hvort fyrir sig niður að handveg. Stykkin eru sett saman og fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 62-62-66-70-70-74 lykkjur á hringprjón 6 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 1 umferð brugðið og fækkið um 10 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 52-52-56-60-60-64 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 7. BERUSTYKKI: Prjónið mynstur þannig: Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 6-6-6-8-8-8 lykkjur (= hálft bakstykki), A.2 (= 2 lykkjur), A.1 yfir 12 lykkjur, A.3 (= 2 lykkjur = öxl), A.1 yfir 10-10-12-14-14-16 lykkjur (= framstykki), A.2 yfir 2 lykkjur, A.1 yfir 12 lykkjur, A.3 yfir 2 lykkjur (= öxl) og A.1 yfir síðustu 4-4-6-6-6-8 lykkjur (= hálft bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a á hæðina. Þegar A.2 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er endurtekið A.2a og A.3a á hæðina, þ.e.a.s. það er haldið áfram með útaukningar í 6. hverri umferð, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í klukkuprjóns mynstur. Þegar A.2a og A.3a hefur verið prjónað alls 8-9-9-10-11-12 sinnum á hæðina eru 132-140-144-156-164-176 lykkjur í umferð. Prjónið A.1a yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 24-25-25-25-26-26 cm þar sem það er lengst (þ.e.a.s. mælt meðfram öxl), stillið af að næsta umferð sé umferð sem prjónuð er brugðið. Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og axlalykkjur eru felldar af þannig: Prjónið 26-28-28-32-34-36 lykkjur klukkuprjóns mynstur, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= hálft bakstykki), fellið af næstu 13 lykkjur (fellið uppsláttinn af eins og eigin lykkja), 1 lykkja garðaprjón, prjónið 51-55-57-63-67-73 lykkjur klukkuprjóns mynstur, 1 lykkja garðaprjón (= framstykki), fellið af næstu 13 lykkjur (fellið uppsláttinn af eins og eigin lykkja), 1 lykkja garðaprjón og prjónið klukkuprjóns mynstur yfir síðustu 25-27-29-31-33-37 lykkjur. Klippið frá. Nú er prjónað op fyrir ermar fram og til baka yfir bakstykki. Geymið lykkjurnar fyrir framstykki á prjóninum. BAKSTYKKI: = 53-57-59-65-69-75 lykkjur. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, A.4 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir (þ.e.a.s. klukkuprjóns mynstur byrjar og endar með 1 brugðinni klukkuprjóns lykkju) og endið með 1 lykkju garðaprjón. Haldið áfram með mynstur fram og til baka í 10-10-11-12-13-14 cm, mælt meðfram lykkju með garðaprjóni, stillið af að síðasta umferðin sé frá röngu. Geymið lykkjurnar á prjóni, á meðan framstykkið er prjónað. FRAMSTYKKI: Prjónið op fyrir ermar yfir 53-57-59-65-69-75 lykkjur á framstykki á sama hátt og á bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið A.1a yfir framstykki (þ.e.a.s. lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið eru prjónaðar eins og sléttar klukkuprjóns lykkjur), fitjið upp 3 lykkjur, prjónið A.1a yfir bakstykki og fitjið upp 3 lykkjur í lok umferðar = 112-120-124-136-144-156 lykkjur. Prjónið nú A.1a yfir allar lykkjur, hringinn. Í fyrstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermar í mynstri án uppsláttar. Þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, mælt frá hálsmáli, fellið af með sléttum lykkjum, uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja (þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki stífur). |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mountainmorainevest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 210-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.