Aga skrifaði:
W wersji polskiej brakuje zdania w miejscu przerabianaia osobno tylu- TYŁ: - "W pierwszym rzędzie od prawej strony zmniejszyć o 1 oczko z każdej strony – patrz ZMNIEJSZANIE OCZEK. Zmniejsz w ten sposób łącznie 4 razy we wszystkich rzędach od prawej strony = (24) 30-34-38-44-(48-54) oczek"
20.04.2025 - 15:08DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko, masz rację, brakujący fragment został dodany. Bardzo dziękujemy za zwrócenie uwagi i pozdrawiamy!
22.04.2025 - 10:25
Geo skrifaði:
Bonjour, Merci pour ce modèle ! Pourriez-vous me préciser la longueur des bretelles pour une taille 6-9 mois ? Vous indiquez 8/14cm après la séparation, mais je ne comprends pas... Je vous remercie !
23.01.2023 - 18:04DROPS Design svaraði:
Bonjour et merci Geo, vous devez tricoter les bretelles pendant 8 à 14 cm en fonction de la taille de l'enfant - basez-vous sur un modèle similaire que l'enfant porte, calculez un peu plus long pour que les boutons puissent être ajustés facilement au fur et à mesure que l'enfant va grandir. Bon tricot!
24.01.2023 - 12:19
Eva Maria skrifaði:
Kære Drops Design Jeg er ved forstykket og skal til at strikke kanten, der ser ud til at være i en form for ribstrik. Helt præcist heri opskriften: På næste pind fra retsiden strikkes der rib således: Strik 3 masker retstrik, * 1 ret, 1 maske retstrik *, strik fra *-* til der er 4 masker tilbage, afslut med 1 ret og 3 masker retstrik. Mit spørgsmål er, hvad er 1 maske retstrik? og skal alle maskerne på vrangsiden strikkes vrang, når der ikke er andet oplyst?
11.01.2023 - 12:14DROPS Design svaraði:
Hej Eva Maria, 1 maske ret (betyder ret fra retsiden og vrang fra vrangen = glatstrik) 1 maske retstrik (betyder ret fra retsiden og ret fra vrangen = rille) Det vil sige hver 2.maske glat og hver 2.maske rille :)
12.01.2023 - 15:31
Elma Lammers skrifaði:
Hi, im the back piece where it says: When the piece measures (...), cast on 2 stitches at the end of each row a total of (5) 6-7-7-8 (8-9) times on each side. I'm making size 68/74. This means I need 7 times 2 extra stiches at each side, is in total 28 stitches. Does this mean I should cast on 4 extra stitches at end of each neelde of 7 needles, or does this mean I should cast on 2 extra stitches at the beginning and end the end of each needle of 14 needles? Thank you!! Best, Elma
17.10.2022 - 10:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Lammers, you start with 12 sts, cast on 2 sts at the end of next 2 rows (after 2 cm) = 14 sts after the first of these 2 rows, and 16 sts at the end of 2nd row, work these 2 rows 6 more times (= you have increased 2 sts 7 times = 14 sts on each side = 40 sts on needle); then cast on 6 sts at the end of next 2 rows (46 sts at the end of the first of these 2 rows; 52 sts at the end of the 2nd row). Hope it can help. Happy knitting!
17.10.2022 - 10:32
Debra Cavender skrifaði:
I have knitted this romper many times for my friends (it’s very popular!) I’ve knitted in 8ply using 3.75mm needles and I don’t do the fox on a pocket - I’ve just knitted it as part of the front. I have found that the finished sizes seem smaller than for suggested age group - so I knit the next size up.
27.04.2022 - 08:37
Lina skrifaði:
Vielen Dank für die tolle Anleitung. Beim stricken der Tasche bin ich jedoch auf ein Problem gestoßen. Laut Strickschrift sollen in den Reihen 12, 14 und 18 jeweils beidseitig zwei Maschen in der Farbe orange zusammengestrickt werden. Alle umliegenden Machen werden aber in braumeliert gestrickt. Auf den Fotos sind aber keine einzelnen orangen Maschen auf der weißen Fläche zu sehen. Vielen Dank für die Hilfe!
19.02.2022 - 21:35DROPS Design svaraði:
Liebe Lina, ja stimmt, danke für den Hinweis, unsere Designteam wird sicher eine Korrektur dafür schreiben. Viel Spaß beim stricken!
21.02.2022 - 09:43
Sarah skrifaði:
Hej! Jag skulle uppskatta om ni kunde specificera hur långa hängslena ska stickas beroende på vilken storlek man stickar, samt exakt varifrån ni vill att man mäter den längden. Om det är från delningen i armhålan så känns det som att de blir oproportionerligt korta jämfört med exempelbildens hängslen.
16.02.2022 - 15:39
HELENE LEPOUTRE skrifaði:
Comment savoir si ce modèle est simple... compliqué... très compliqué...? Où est il écrit ce le niveau requis ...?
10.01.2022 - 15:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lepoutre, lisez attentivement les explications, consultez les leçons et les vidéos si besoin et, si vous avez des questions, utilisez cet espace pour les poser. Bon tricot!
10.01.2022 - 16:18
Dori skrifaði:
Hello. Could you please help clarify the diagram for the pocket? Are all rows shown in the diagram or only RS rows? Also when you come to the decrease rows the legend for the diagram says you decrease with rust when though that part of the fox is knitted with the pearl grey, can you please explain? Thank you
31.12.2021 - 09:29DROPS Design svaraði:
Dear Dori, the diagram shows all the rows in the pattern, seen from the RS. That is, you work the stitches in WS rows opposite to how they are shown in the diagram. The decreases are worked in pearl grey (=white square, as shown above). Happy knitting!
31.12.2021 - 19:58
Victoria skrifaði:
Hola, en la foto se ve como al empezar la parte superior estuviese hecha en punto elástico y luego se ve un cambio a punto jersey?
30.10.2021 - 16:10DROPS Design svaraði:
Hola Victoria, se trabaja de abajo arriba. Primero se comienza en punto jersey y se termina en punto elástico.
01.11.2021 - 13:08
Baby Fox Onesie#babyfoxonesie |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð samfella fyrir börn úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað með refamynstri, axlaböndum og vasa. Stærð fyrirburar – 4 ára.
DROPS Baby 36-2 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 3 lykkjur garðaprjón. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Öll mynsturteikningin er prjónuð í sléttprjóni. Mynsturteikningin sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Þegar prjónað er með 2 litum, prjónaðu með þráðum bæði innan úr og utan með dokkunni í litnum ljós perlugrár, þá sleppur þú við löng hopp með þráðinn á röngunni. Þ.e.a.s. prjónað er með 1 þræði í litnum ljós perlugrár, 1 þræði í litnum appelsína og 1 þræði í litnum ljós perlugrár. ATH: Til að koma í veg fyrir göt við litaskiptin, þá verður að tvinna þræðina um hvorn annan. Breiða rúðan í kringum lykkjur á 2 fyrstu umferðum merkja hvar sauma á lykkjuspor fyrir nef á refnum. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SAMFELLA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í 2 stykkjum fram og til baka áður en þau eru sett saman og prjónað er í hring á stuttan hringprjón. Stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki og stykkin eru prjónuð til loka fram og til baka hvort fyrir sig. Prjónaður er upp 1 kantur í kringum hvora skálm. Prjónaður er laus vasi með refamynstri sem saumaður er á í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp (8) 10-10-12-12 (14-14) lykkjur á hringprjón 3 með litnum appelsína Alpaca. Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, (6) 8-8-10-10 (12-12) lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist (1) 1-2-2-2 (3-3) cm, fitjið upp 2 lykkjur í lok hverrar umferðar alls (5) 6-7-7-8 (8-9) sinnum í hvorri hlið, fitjið síðan upp (5) 5-5-6-7 (8-9) lykkjur í lok næstu 2 umferða = (38) 44-48-52-58 (62-68) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið framstykki. FRAMSTYKKI: Fitjið upp (8) 10-10-12-12 (14-14) lykkjur á hringprjón 3 með litnum appelsína Alpaca. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, (6) 8-8-10-10 (12-12) lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar stykkið mælist (3) 4-5-6-7 (8-10) cm, fitjið upp 2 lykkjur í lok hverrar umferðar alls 3 sinnum í hvorri hlið, síðan eru fitjaðar upp (9) 11-13-14-17 (18-21) lykkjur í lok næstu 2 umferða = (38) 44-48-52-58 (62-68) lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið lykkjurnar af framstykki og bakstykki á sama stutta hringprjón 3 = (76) 88-96-104-116 (124-136) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki á milli stykkja. Það á síðar að fella af lykkjur fyrir handveg hvoru megin við þessi prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist (9) 12-16-17-19 (21-23) cm frá prjónamerki, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – yfir 4 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki (= alls 8 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið). Í næstu umferð eru felldar af 3 lykkjur fyrir handveg hvoru megin við hvort prjónamerki (= 6 lykkjur færri í hvorri hlið) og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: = (32) 38-42-46-52 (56-62) lykkjur. Stykkið er síðan prjónað fram og til baka með 3 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls (4) 4-6-6-7 (6-7) sinnum = (24) 30-30-34-38 (44-48) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með 3 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist (4) 5-5-6-7 (8-10) cm frá skiptingu. Í næstu umferð frá röngu er fækkað um 1 lykkju mitt á stykki með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = (23) 29-29-33-37 (43-47) lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er prjónað stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja garðaprjón *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 3 lykkjur garðaprjón. Þegar stykkið mælist (5) 6-6-7-8 (9-11) cm frá skiptingu, fellið af fyrir 2 hnappagötum í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 1 lykkja slétt, 1 lykkja garðaprjón, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 7 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja garðaprjón, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur garðaprjón. Fellið af með sléttum lykkjum þegar stykkið mælist (6) 7-7-8-9 (10-12) cm frá skiptingu. BAKSTYKKI: = (32) 38-42-46-52 (56-62) lykkjur. Stykkið er prjónað áfram fram og til baka með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin á stykki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 4 sinnum = (24) 30-34-38-44 (48-54) lykkjur. Í næstu umferð frá röngu er fækkað um 1 lykkju mitt í stykki með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman = (23) 29-33-37-43 (47-53) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist (4) 5-5-6-7 (8-10) cm frá skiptingu. Í næstu umferð frá réttu er prjónað stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka með stroff þar til stykkið mælist (6) 7-7-8-9 (10-12) cm frá skiptingu. Nú er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli og prjónað er áfram frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja garðaprjón *, prjónið frá *-* alls (2) 3-3-3-3 (3-3) sinnum, 2 lykkjur garðaprjón (= (9) 11-11-11-11 (11-11) lykkjur fyrir axlabönd), fellið af næstu (5) 7-11-15-21 (25-31) lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja garðaprjón *, prjónið frá *-* alls (2) 3-3-3-3 (3-3) sinnum og endið með 2 lykkjur garðaprjón (= (9) 11-11-11-11 (11-11) lykkjur fyrir axlabönd). Prjónið fram og til baka með stroffprjóni og garðaprjóni yfir annað axlabandið, á meðan hitt hvílir á prjóni. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8 til 14 cm frá skiptingu, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjurnar og fellið síðan af með sléttum lykkjum. Prjónið hitt axlabandið á sama hátt. VASI: Fitjið upp (33) 42-42-42-54 (54-54) lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós perlugrár Alpaca. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, A.1 (= (31) 40-40-40-52 (52-52) lykkjur) og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Allt A.1 er prjónað með 1 kantlykkju garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Allt A.1 er prjónað með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru (21) 28-28-28-36 (36-36) lykkjur í umferð. Stykkið er nú prjónað til loka með litnum appelsína. Stykkið mælist ca (7) 10-10-10-12 (12-12) cm. Í næstu umferð frá réttu er prjónað stroff þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja garðaprjón *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, en fækkið jafnframt um (0) 1-1-1-1 (1-1) lykkjur, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju garðaprjón = (21) 27-27-27-35 (35-35) lykkjur. Prjónið stroff í ca 2 cm (eða að óskaðri lengd). Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið 1 kant frá þar sem (3) 4-4-4-4 (4-4) lykkjur voru felldar af á vasa og upp að affellingarkanti þannig: Prjónið upp 18-28 lykkjur innan við 1 kantlykkju frá réttu. Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: Prjónið * 1 lykkju garðaprjón, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar kanturinn mælist ca 1 cm – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Prjónið annan kant á sama hátt í hinni hliðinni á vasanum. KANTUR Í KRINGUM SKÁLM: Prjónið upp frá réttu ca 40 til 74 lykkjur meðfram öðru opi á skálm á hringprjón 3 með litnum appelsína. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2 og að kanturinn herði ekki á opinu á skálminni. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja garðaprjón) fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þegar kanturinn mælist 2-4 cm, fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Endurtakið meðfram hinni skálminni. FRÁGANGUR: Saumið saman opið á milli skálma. Saumið 1 tölu í hvort axlaband. Saumið augun á refnum á vasanum með 1 lykkjuspori með litnum dökk grár í hvorn reit með litnum ljós perlugrár – sjá hring í mynsturteikningu. Saumið nefið á refnum á vasanum með 1 lykkjuspori með litnum dökk grár í hverja af (3) 4-4-4-4 (4-4) lykkjum í 2. og 3. umferð neðst á vasa – sjá merkt með ferning í mynsturteikningu. Saumið við uppfitjunarkantinn á vasanum ca 2-4 cm upp frá þar sem síðustu lykkjur voru fitjaðar upp á framstykki, með lykkjuspori og saumið affellingarkantinn á vasanum við samfelluna, þannig að vasinn liggi flatur. Saumið hliðar á vasanum við samfelluna, upp að affellingarkanti á vasanum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #babyfoxonesie eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 36-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.