Tine skrifaði:
Hej. Er strikkeprøven strikket med p 4 eller 5 ?
24.04.2021 - 14:23DROPS Design svaraði:
Hei Tine. På pinne 5. mvh DROPS design
26.04.2021 - 15:32
Patricia Paduvan skrifaði:
Bonjour, je ne trouve pas dans les explications le sens de lecture des diagrammes. Lit on de gauche à droite ou de droite a gauche. Merci pour votre aide.
22.04.2021 - 21:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Paduvan, les diagrammes se lisent de bas en haut en commençant sur l'endroit dans le coin à droite, on les lit de droite à gauche sur l'endroit et de gauche à droite sur l'envers - retrouvez ici plus d'infos sur les diagrammes. Bon tricot!
23.04.2021 - 08:03
Hanneke skrifaði:
Ik heb 22 steken ,naald 4 , bij proef lapje, neem ik ‘n dikkere naald dan wordt het breiwerk veel te los. Ik moet maat m hebben, zal ik nu ‘n grotere maat breien of klopt het patroon dan niet meer? Hoe kan 8k dit oplossen?
14.04.2021 - 09:35DROPS Design svaraði:
Dag Hanneke,
Wat vooral van belang is, is dat je 17 steken in de breedte op 10 cm hebt. Als je minder dan 17 steken hebt, kun je nog een kleinere naald gebruiken. De hoogte kun je namelijk makkelijk aanpassen door extra naalden te breien.
15.04.2021 - 11:10
Anne skrifaði:
Olisiko ohjeessa syytä mainita etukappaleen ohjeessa, että silmukoiden lisäykset ennen joustinneuletta pitäisi tehdä sileällä osuudella, eikä tasaisesti, kuten nyt mainitaan? Varmaankin näin on ollut ajatus, mutta se ei käy ohjeesta ilmi. Toinenkin asia, miksi sivureunoihin pitää jättä aukko molemmille puolille?
14.04.2021 - 09:25
Inger-Lise skrifaði:
Hei. Skal strikke denne og leser oppskriften og lurer på dette er riktig mål på bakstykket rett etter at skuldrene er satt dammen? Skal strikke str L. Når arbeidet måler 17-14-8-12-10-7 cm, økes det 1 maske i hver side til ermehull – les ØKETIPS-1. Er det riktig med 8 cm i str L når M og XL er flere cm lenger?
28.03.2021 - 20:38DROPS Design svaraði:
Hei Inger-Lise, Du skal øke flere ganger i de større størrelsene, og det er derfor målet er kortere i L før du øker første gangen. God fornøyelse!
29.03.2021 - 07:52
Eva Kalling skrifaði:
Hej, jag har kommit till höger framstycke och diagram A1. Efter 4 cm ska man öka maskor på den sida som är mot mitten (jag tolkar mot halsen) men jag tycker inte det stämmer mot bilderna. Där ser det ut som att ökningen ska vara mot ärmens istället. Kan ni förklara? Jag undrar också hur ökningen ska gå till, lägger man till en extra maska innan den sista maskan? Ser fram emot svar
21.03.2021 - 21:23DROPS Design svaraði:
Hej Eva, du skal strikke A.1 yderst mod midt foran på hele forstykket og alle udtagninger skal være i det glatstrikkede lige før A.1 starter. I starten ser der ud til at det er mod siden, men når du altid tager ud lige før A.1 fra retsiden så vil du snart se at A.1 flytter sig mod den anden side som på billedet. God fornøjelse!
23.03.2021 - 14:25
Alexia M skrifaði:
Hello, How do I adjust this pattern if I want to knit it with one strand of Group A only?
04.03.2021 - 18:17DROPS Design svaraði:
Hi Alexia, unfortunately we are not able to adjust our patterns to any individual requests. Should you need any individual assistance, please contact the store where you bought the yarn, even per mail or telephone. Happy knitting!
04.03.2021 - 19:10
Julie Buckingham skrifaði:
Can I use Brushed Alpaca Silk for this pattern? It is in group C, just checking before starting. Thanks.
04.03.2021 - 15:52DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Buckingham, yes that's right, you can use here 1 strand Brushed Alpaca Silk instead of 1 strand BabyAlpaca Silk + 1 strand Kid-Silk worked together, just keep in mind texture will be different since yarns have different characteristics. Read more about alternatives here. Happy knitting!
04.03.2021 - 16:11
Hanneke Van De Kerkhof skrifaði:
Ik zou graag dit overslagvest willen breien op pen 6 en 7, hoe moet ik het patroon omrekenen en kan dit?
03.03.2021 - 08:41DROPS Design svaraði:
Dag Hanneke,
Helaas is het voor ons niet mogelijk om patronen aan te passen naar persoonlijke wensen, maar je kunt op basis van de stekenverhouding die je in je proeflapje hebt, wel vergelijken met het de stekenverhouding in het patroon en op basis daarvan het aantal steken omrekenen.
07.03.2021 - 10:12
Yonnie skrifaði:
Hi, for the right front piece, when it tells me to increase "on the inside of A.1 towards the mid-front", does this mean I should make an increase after the 10th stitch and then isolate those stitches from the pattern and continue working them in stocking stitch? or incorporate those stitches into the pattern and displace the edge stitches from the 20? Thank you.
23.02.2021 - 20:10DROPS Design svaraði:
Hi Yonnie, The increased stitches are in the stocking stitch section and are worked in stocking stitch afterwards. So they do not affect the pattern or the band. Happy knitting!
24.02.2021 - 07:25
Pearl Pointe#pearlpointewrap |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa úr DROPS BabyAlpaca Silk eða DROPS Baby Merino og DROPS Kid-Silk . Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 212-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út innan við 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (á við um hálsmál að framan): Aukið út fyrir hálsmáli innan við 20 lykkjur í A.1/A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING -3 (á við um hlið á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VAFNINGSPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum eru prjónaðar upp lykkjur fyrir snúru. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Síðan er afgangur af ermi prjónaður í hring á hringprjón / sokkaprjóna ofan frá og niður. HÆGRI ÖXL AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5 og haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist ca 2 cm, í síðustu umferð frá röngu eru fitjaðar upp 16-18-18-20-22-24 nýjar lykkjur í umferð = 38-40-40-42-44-46 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl aftan. VINSTRI ÖXL AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist ca 2 cm, stillið af að síðasta umferðin sé prjónuð frá röngu. Nú eru bæði stykkin sett saman og bakstykkið er prjónað eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið hægri – og vinstri öxl á sama hringprjón 5 þannig að þær 16-18-18-20-22-24 lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli eru í miðju = 60-62-62-64-66-68 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju á handveg. Þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 4.-4.-4.-2.-2.-2. hverri umferð alls 2-4-8-11-15-19 sinnum í hvorri hlið. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm. Fitjið nú upp 3 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok 2 næstu umferða = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Nú er stykkið mælt héðan! Prjónið 4 umferðir sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1 (= 2 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm = 64-70-78-86-96-106 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið jafnframt út 8-8-9-10-12-14 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá röngu = 78-84-93-102-114-126 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Bakstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. HÆGRA FRAMSTYKKI (séð þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni að handveg, 2-2-2-2-2-2 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 17 lykkjur í fyrstu umferð) = 25-25-25-25-25-25 lykkjur þegar fyrsta umferð í A.1 hefur verið prjónuð til loka. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, A.1 er endurtekið á hæðina frá 3. umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli innan við A.1 við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-16-15-14-14-14 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. Jafnframt, þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju í hlið fyrir handveg – haldið áfram að auka út á sama hátt og á bakstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok næstu umferða frá röngu. Haldið áfram eins og áður með A.1 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjón, en yfir ystu 6 lykkjurnar að hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið og A.1 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar allar útaukningar innan við A.1 hafa verið gerðar til loka er haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukning í hlið hefur verið gerð til loka. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka eru 54-58-62-66-71-76 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið út 6-8-7-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 60-66-69-72-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 20 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 yfir síðustu 20 lykkjurnar (það er fækkað um 2 lykkjur í mynsturteikningu = 18 lykkjur) = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.2 (= 17 lykkjur í fyrstu umferð), prjónið 2-2-2-2-2-2 lykkjur sléttprjón og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg = 25-25-25-25-25-25 lykkjur þegar fyrsta umferð í A.2 hefur verið prjónuð til loka. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. A.2 er endurtekið á hæðina frá 3. umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli innan við A.2 við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-16-15-14-14-14 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. Jafnframt, þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju í hlið fyrir handveg – haldið áfram að auka út á sama hátt og á bakstykki og hægra framstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok næstu umferða frá röngu. Haldið áfram eins og áður með A.2 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjón, en yfir ystu 6 lykkjur í hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og A.2 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar öll útaukning innan við A.2 hefur verið gerð til loka er haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukning í hlið hefur verið gerð til loka. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka eru 54-58-62-66-71-76 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið út 6-8-7-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 60-66-69-72-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: A.4 yfir fyrstu 20 lykkjur (nú hefur fækkað um 2 lykkjur í mynsturteikningu = 18 lykkjur), * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. ERMI: Fitjið upp 22-24-26-28-24-26 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið sléttprjón fram og til baka fyrir ermakúpu og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið, 1 lykkja 0-1-2-3-3-5 sinum í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið og að lokum 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið = 58-62-66-70-74-80 lykkjur. Setjið stykkið saman og prjónið síðan hringinn á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Setjið 1 prjónamerki þar sem stykkið var sett saman = mitt undir ermi. Það á að nota prjónamerkið síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem það var sett saman er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 3-4-5-6-7-9 sinnum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-18-18-17-16-14 cm frá þar sem það var sett saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 2-0-1-2-0-1 lykkjur jafnt yfir í umferð = 54-54-57-60-60-63 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 29-29-30-30-31-31 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju, en skiljið eftir smá op í hægri hlið til að þræða vinstri snúruna í gegn – opið er staðsett 8 cm frá neðri kanti og 2½–3 cm upp að handveg. Endurtakið í hinni hliðinni. Leggið ermarnar undir kant með garðaprjóni meðfram handveg og saumið niður frá réttu (það á að vera aðeins laus kantur þar sem saumað er og saumað er í ystu lykkju með garðaprjóni frá réttu, svo að kanturinn í garðaprjóni liggi fallega ofan á ermi). SNÚRA: Prjónið upp á prjón 4 með 1 þræði af hvorri tegund: Ca 6-7 lykkjur meðfram stroffkanti að framan, þannig að það verða 8 cm frá affellingarkanti neðst og upp að fyrstu af þeim 6-7 lykkjum. Á hægra framstykki er prjónað garðaprjón fram og til baka þar til snúran mælist ca 40 cm. Fellið af. Á vinstra framstykki er prjónað garðaprjón fram og til baka þar til snúran mælist ca 84-94 cm. Fellið af. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pearlpointewrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.