Marianne Juhler skrifaði:
Hej. Når jeg skal tage ud på højre forstykke på indersiden, er det så efter de 3 kantmasker og 2 masker glasstrik, at der skal tages ud? Så synes jeg bare, at mønsteret rykker sig ud mod ærmet, og sådan ser det ikke ud på billedet. Der ser det slet ikke ud til, at der tages ud på indersiden, men kun mod ærmet. Vh Marianne
30.07.2023 - 21:54DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, mønsteret skal strikkes yderst i kanten hele vejen og udtagningerne sker indenfor mønsteret :)
07.08.2023 - 11:25
Susanna Franchini skrifaði:
Buongiorno. Volendo fare le maniche lunghe in questo modello (sto eseguendo la taglia M) come mi devo comportare con le diminuzioni dal gomito in giù? E quanto devono essere lunghe le maniche? Grazie!
29.07.2023 - 18:21DROPS Design svaraði:
Buonasera Susanna, in questa sede non ci è possibile adattare i modelli a tutte le varianti richieste. Per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
31.07.2023 - 19:38
Marianne Juhler skrifaði:
Hø. forstykke: Har strikket 2 p ret. Næste pind som 1. p i A1. Så skal jeg starte med 3. pind, men det hænger jo ikke sammen med at næste pind skal være en vrangpind. Hvad gør jeg efter at 1. pind i A1 er strikket, der hvor der er en rude, hvor der ingen maske er i? Skal jeg så ikke strikke vrangpinden, men kan ikke få den til at passe med det omslag, der var på 1. pind. Kompliceret.
27.07.2023 - 21:49DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. Ja, du strikker 2 pinner rett og neste pinne strikkes fra retten med 3 kantmasker + 2 masker glattstrikk + 1. rad av A.1. Så fortsetter du mønsteret frem og tilbake slik, altså strikk A.1 1 gang i høyden og når du har strikket A.1 1 gang i høyden (siste rad strikkes fra vrangen). Nå skal du gjenta A.1 i høyden, men da fra 3. pinne i diagrammet (som strikkes fra retten). mvh DROPS Design
28.07.2023 - 13:41
Michèle Collin skrifaði:
Je viens de terminer ce modèle magnifique..je suis coincée pour les liens.. sur la photo le lien droit semble cousu au bas du devant droit... est ce bien cela ? Ou bien faut il faire partir le lien de la couture de côté ? J avoue sécher ! Merci pr votre réponse
18.07.2023 - 09:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Michele, les 2 liens sont tricotes au milieu devant, Ensuite le lien du devant gauche (plus longue) est enfile par une ouverture au cote droit du cardigan, passe par le dos et attache a gauche. Bon tricot!
18.07.2023 - 23:15
Susanna skrifaði:
Buongiorno! Vorrei fare questo modello sostituendo il bordo lavorato del davanti con un semplice bordo a coste e17 maglie mi sembrano tante. Cosa mi suggerite? Grazie!
19.06.2023 - 22:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Susanna, per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
19.06.2023 - 22:35
Berbett skrifaði:
Bonjour, Problème de compréhension pour le devant droit. A 17cm aug. 1m côté emmanchures, puis continuer à augmenter comme pour le dos donc à 19 cm 23 et 24 faut-il encore continuer comme pour le dos en augmentant 8 m à intervalles réguliers et continuer comme pour le dos jusqu'à la fin. En vous remerciant d'avance. Berbett
05.03.2023 - 11:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Berbett, pour le dos, vous avez augmenté à 17 cm 1 m de chaque côté 2 fois tous les 4 rangs; vous devez augmenter pour le devant 1 m sur le côté, 2 fois tous les 4 rangs en commençant à 17 cm aussi. Bon tricot!
06.03.2023 - 09:50
Sabine skrifaði:
Ist es korrekt, dass ich das Muster A1, nachdem ich den Rapport einmal gestrickt habe, immer ab der 3. R beginne?
03.03.2022 - 22:53DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, ja richtig, danke für den Hinweis, unser Design Team wird das mal prüfen. Viel Spaß beim stricken!
04.03.2022 - 11:01
Bettina skrifaði:
Betreft patroon 212-9: * Waarom is hier gekozen voor rondbreinaalden? * In het telpatroon staat bij het zwarte hokje: dit vierkant heeft geen steek; ga gelijk verder met het volgende symbool in het telpatroon. Wat wordt hiermee bedoeld? Wat moet ik hier doen?
20.12.2021 - 13:36DROPS Design svaraði:
Dag Bettina,
De voor- en achterpanden worden aan één stuk heen en weer gebreid zonder zijnaden. Je hebt dan op een gegeven moment veel steken op de naald, vandaar dat er een rondbreinaald gebruikt wordt.
Hier zit geen steek, want deze heb je op de vorige naald geminderd. Als je de telpatronen uit zou knippen, dan zou je de zwarte hokjes er ook uit moeten knippen.
06.01.2022 - 11:14
Karina skrifaði:
Dear Drops-Team, could you please tell me why there is less kids silk needed for this model? Shouldn't be equal? Thank you for your reply in advance.
20.12.2021 - 12:51DROPS Design svaraði:
Dear Karina, BabyAlpaca Silk is 50 g balls/167 m while Kid-Silk is 25 g/210 m, reason why the weight is different, but the meterage will fit. Happy knitting!
20.12.2021 - 14:41
Joana skrifaði:
Olá! Agradeço que me esclareçam o seguinte: para o tamanho M, os primeiros aumentos são feitos imediatamente após as 3 malhas em ponto jarreteira do rebordo ou após 3 malhas a contar das malhas do rebordo (6 malhas no total)? Obrigada!
20.11.2021 - 11:14DROPS Design svaraði:
Boa tarde, Os aumentos para as cavas são feitos imediatamente após as 3 malhas em ponto jarreteira. Depois, vai montar mais 3 malhas que serão tricotadas em ponto jarreteira. Quando tiver 6 malhas jarreteira de cada lado, começará a fazer as diminuições. Bons tricôs!
22.11.2021 - 17:56
Pearl Pointe#pearlpointewrap |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa úr DROPS BabyAlpaca Silk eða DROPS Baby Merino og DROPS Kid-Silk . Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 212-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út innan við 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (á við um hálsmál að framan): Aukið út fyrir hálsmáli innan við 20 lykkjur í A.1/A.2. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING -3 (á við um hlið á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VAFNINGSPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum eru prjónaðar upp lykkjur fyrir snúru. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Síðan er afgangur af ermi prjónaður í hring á hringprjón / sokkaprjóna ofan frá og niður. HÆGRI ÖXL AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5 og haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist ca 2 cm, í síðustu umferð frá röngu eru fitjaðar upp 16-18-18-20-22-24 nýjar lykkjur í umferð = 38-40-40-42-44-46 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl aftan. VINSTRI ÖXL AFTAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist ca 2 cm, stillið af að síðasta umferðin sé prjónuð frá röngu. Nú eru bæði stykkin sett saman og bakstykkið er prjónað eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið hægri – og vinstri öxl á sama hringprjón 5 þannig að þær 16-18-18-20-22-24 lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli eru í miðju = 60-62-62-64-66-68 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju á handveg. Þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í 4.-4.-4.-2.-2.-2. hverri umferð alls 2-4-8-11-15-19 sinnum í hvorri hlið. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm. Fitjið nú upp 3 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok 2 næstu umferða = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Nú er stykkið mælt héðan! Prjónið 4 umferðir sléttprjón með 6 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-1 (= 2 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm = 64-70-78-86-96-106 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjóni í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm = 70-76-84-92-102-112 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið jafnframt út 8-8-9-10-12-14 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá röngu = 78-84-93-102-114-126 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Bakstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. HÆGRA FRAMSTYKKI (séð þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni að handveg, 2-2-2-2-2-2 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 17 lykkjur í fyrstu umferð) = 25-25-25-25-25-25 lykkjur þegar fyrsta umferð í A.1 hefur verið prjónuð til loka. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, A.1 er endurtekið á hæðina frá 3. umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli innan við A.1 við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-16-15-14-14-14 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. Jafnframt, þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju í hlið fyrir handveg – haldið áfram að auka út á sama hátt og á bakstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok næstu umferða frá röngu. Haldið áfram eins og áður með A.1 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjón, en yfir ystu 6 lykkjurnar að hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið og A.1 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar allar útaukningar innan við A.1 hafa verið gerðar til loka er haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukning í hlið hefur verið gerð til loka. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka eru 54-58-62-66-71-76 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið út 6-8-7-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 60-66-69-72-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 20 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 yfir síðustu 20 lykkjurnar (það er fækkað um 2 lykkjur í mynsturteikningu = 18 lykkjur) = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 22-22-22-22-22-22 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.2 (= 17 lykkjur í fyrstu umferð), prjónið 2-2-2-2-2-2 lykkjur sléttprjón og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg = 25-25-25-25-25-25 lykkjur þegar fyrsta umferð í A.2 hefur verið prjónuð til loka. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. A.2 er endurtekið á hæðina frá 3. umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm, aukið út fyrir hálsmáli innan við A.2 við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 8-8-9-11-12-13 sinnum, í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 14-16-15-14-14-14 sinnum og að lokum í 4. hverri umferð 2-2-2-2-2-2 sinnum. Jafnframt, þegar stykkið mælist 17-14-8-12-10-7 cm, aukið út um 1 lykkju í hlið fyrir handveg – haldið áfram að auka út á sama hátt og á bakstykki og hægra framstykki. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok næstu umferða frá röngu. Haldið áfram eins og áður með A.2 við miðju að framan, útaukningu fyrir hálsmáli og sléttprjón, en yfir ystu 6 lykkjur í hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón (þ.e.a.s. þetta er gert í 4 næstu umferðum). Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið og A.2 við miðju að framan (útaukningin heldur áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-9-10-10 og 12-13-14-15-16-17 cm. Þegar stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – munið eftir ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm og 23-24-25-26-27-28 cm. Þegar öll útaukning innan við A.2 hefur verið gerð til loka er haldið áfram með mynstur eins og áður þar til útaukning í hlið hefur verið gerð til loka. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka eru 54-58-62-66-71-76 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm frá handveg og aukið út 6-8-7-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 60-66-69-72-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff þannig: A.4 yfir fyrstu 20 lykkjur (nú hefur fækkað um 2 lykkjur í mynsturteikningu = 18 lykkjur), * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón = 58-64-67-70-76-82 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Framstykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl. ERMI: Fitjið upp 22-24-26-28-24-26 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði BabyAlpaca Silk + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði Baby Merino + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið sléttprjón fram og til baka fyrir ermakúpu og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið, 1 lykkja 0-1-2-3-3-5 sinum í hvorri hlið, 2 lykkjur 3-3-3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið og að lokum 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið = 58-62-66-70-74-80 lykkjur. Setjið stykkið saman og prjónið síðan hringinn á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Setjið 1 prjónamerki þar sem stykkið var sett saman = mitt undir ermi. Það á að nota prjónamerkið síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem það var sett saman er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 3-4-5-6-7-9 sinnum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19-18-18-17-16-14 cm frá þar sem það var sett saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 2-0-1-2-0-1 lykkjur jafnt yfir í umferð = 54-54-57-60-60-63 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 29-29-30-30-31-31 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju, en skiljið eftir smá op í hægri hlið til að þræða vinstri snúruna í gegn – opið er staðsett 8 cm frá neðri kanti og 2½–3 cm upp að handveg. Endurtakið í hinni hliðinni. Leggið ermarnar undir kant með garðaprjóni meðfram handveg og saumið niður frá réttu (það á að vera aðeins laus kantur þar sem saumað er og saumað er í ystu lykkju með garðaprjóni frá réttu, svo að kanturinn í garðaprjóni liggi fallega ofan á ermi). SNÚRA: Prjónið upp á prjón 4 með 1 þræði af hvorri tegund: Ca 6-7 lykkjur meðfram stroffkanti að framan, þannig að það verða 8 cm frá affellingarkanti neðst og upp að fyrstu af þeim 6-7 lykkjum. Á hægra framstykki er prjónað garðaprjón fram og til baka þar til snúran mælist ca 40 cm. Fellið af. Á vinstra framstykki er prjónað garðaprjón fram og til baka þar til snúran mælist ca 84-94 cm. Fellið af. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pearlpointewrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.