Kirsten Garde skrifaði:
Jeg er nu kommet til deling til krop og ærmer - der står at man skal sætte mærketråd, som skal bruges til senere udtagning, Min mærketråd sidder midt foran og midt bag. Nu står der at udtagningen skal være i siderne - men mine tråde er for og bag. Hvad gør jeg forkert? Kirsten
12.04.2020 - 23:42
Koi Barbara skrifaði:
A DROPS 212-26 minta magyar fordításában elírás történt: Vállrész nyakkivágáshoz tett jelölőtől 6-7-8 cm-re A4. mintát kell kötni nem A2-t! Üdv: Barbara
02.04.2020 - 13:54
Ellen Christine Sjølie skrifaði:
Hei. Jeg har et spørsmål vedrørende mønster A4. Hva betyr den sorte prikken i første linje?
19.02.2020 - 07:48DROPS Design svaraði:
Hej Ellen, du finder diagramteksten lige over måleskitsen, teksten til ruden med sort prik står lige over pilen. God fornøjelse!
19.02.2020 - 08:18
Pia Hyldig skrifaði:
Er det virkelig korrekt, at der kun skal slås 36 m op til halskant (str. M)? Jeg synes den bliver alt for snæver og umulig at få hovedet igennem.
17.02.2020 - 16:54DROPS Design svaraði:
Hej Pia, ja det stemmer, men du skal slå LØST op med 3 tråde for at kanten ikke skal stramme. God fornøjelse!
18.02.2020 - 11:44
Anne-Marie skrifaði:
Jag undrar om garnmängden för Drops Air verkligen stämmer. Har nu stickat oket och ca 20 cm på fram och bakstycket och har bara ett nystan kvar som ska räcka till resten av tröjan. Stickfastheten stämmer. Mvh /Anne-Marie
02.02.2020 - 13:27DROPS Design svaraði:
Hei Anne-Marie. Det høres litt lite ut med et nøste igjen, men vi har nå veid genseren og garnmengden stemmer. Hvilken størrelse strikker du? mvh DROPS design
03.02.2020 - 11:08
Jannie skrifaði:
Jeg vil høre om der er DROPS BRUSHED ALPACA SILK der passer til Air blå uni colour nr 16. Eller om I kan anbefale et alternativ til brushed alpaca silk, som vil passe til blå Air.
29.01.2020 - 11:58DROPS Design svaraði:
Hej Jannie, du kan feks vælge DROPS Brushed Alpaca Silk fv 13 eller farve 17 alt efter om du vil have et lille farvespil (som også findes i den natur/rosa på billedet) God fornøjelse!
31.01.2020 - 09:23
Kosa Timea skrifaði:
It is splendide. I would like a sugestion for another color. Thank you.
19.01.2020 - 10:51DROPS Design svaraði:
Dear Timea, if you would like to knit this in another color, let's say in a colder tone the purple haze (no 15) and the light lavander brushed alpaca silk could work. Also the sea green Air and the light sea green Brushed Alpaca Silk would give a fresh, spring tone. Happy Knitting!
20.01.2020 - 03:18
Marie A Klein skrifaði:
Can this sweater be made into a dress? If so any suggestions?
16.01.2020 - 19:49
Joe skrifaði:
Je dois faire ma commande ce soir chez Kalidou pour profiter des promos. Ma fille a choisi la couleur bleu paon (11) laine air. Que me conseillez-vous comme couleur en brusched alpaca silk. Merci
16.01.2020 - 14:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Joe, n'hésitez pas à contacter directement votre magasin, même par mail ou téléphone, on pourra vous conseiller de façon beaucoup plus individuelle. Bon tricot!
16.01.2020 - 15:37
Alexandra skrifaði:
Joli colori printanier et tres feminin tres beau
09.01.2020 - 16:55
Summer Peach#summerpeachsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með klukkuprjóns lykkjum á berustykki og ¾ löngum ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 212-26 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur brugðið (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 4 lykkjur fleiri í umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum og í 4 minnstu stærðunum). Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 32-34-36-42-44-46 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air + 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 3 þræðir). Takið frá annan þráðinn með Air og prjónið afgang af stykki með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn. Þegar kantur í hálsi mælist 4 cm, prjónið næstu umferð þannig: * prjónið 1 klukkuprjóns lykkju (þ.e.a.s. prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 48-51-54-63-66-69 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð með sléttum lykkjum yfir klukkuprjóns lykkjurnar og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á stuttan hringprjón 9 og prjónið A.2 hringinn (= 16-17-18-21-22-23 mynstureiningar með 3 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 3-3-3-3-4-4 cm frá prjónamerki við hálsmál, prjónið næstu umferð þannig: * prjónið 1 klukkuprjóns lykkju, prjónið 2 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 64-68-72-84-88-92 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt með sléttum lykkjum yfir klukkuprjóns lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður brugðinn svo ekki myndist gat). Prjónið síðan A.3 hringinn. Þegar stykkið mælist 6-6-6-7-7-8 cm frá prjónamerki við háls, prjónið A.4 hringinn (= 16-17-18-21-22-23 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 128-136-144-168-176-184 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 32-34-36-42-44-46 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar stykkið mælist 14-15-17-19-20-22 cm frá prjónamerki við hálsmál, prjónið A.1 hringinn. Þegar stykkið mælist ca 18-20-22-24-26-28 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið 18-20-21-24-26-28 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 28-28-30-36-36-36 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-6-6-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 36-40-42-48-52-56 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 28-28-30-36-36-36 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-6-6-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 18-20-21-24-26-28 lykkjur sem eftir eru slétt (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 84-92-100-108-116-128 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 42-46-50-54-58-64 lykkjur (= í hliðar á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 8 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 16 cm frá skiptingu = 92-100-108-116-124-136 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28 cm frá skiptingu í öllum stærðum (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 28-28-30-36-36-36 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 9 og prjónið að auki upp 1 lykkjur í hverja af 6-6-8-6-6-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 34-34-38-42-42-44 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-6-6-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi (á við um XS, S, M og L) = 32-32-36-40-42-44 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 28-26-25-22-21-19 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Skiptið yfir á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 8. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir affelling! Ermin mælist ca 31-29-28-25-24-22 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summerpeachsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.