Vera skrifaði:
Sind die Knopflöcher nicht am Anfang einer Hinreihe zu stricken, damit sie am rechten Vorderteil sind?\\\\r\\\\nDanke für die Antwort \\\\r\\\\nLg Vera
07.01.2020 - 19:45
GIULIA GIACON skrifaði:
Buon giorno in nr di ferri indicato nella lana è 5mm ma nel modello vengono usati ferri da 7mm e 8mm. Come mai? non viene una lavorazione troppo larga e molla? grazie e cordiali saluti
19.11.2019 - 11:42DROPS Design svaraði:
Buonasera Giulia, questo modello è lavorato con 1 filo di Alpaca e 1 filo di Alpaca Bouclè lavorati insieme, quindi con 2 fili. Buon lavoro!
19.11.2019 - 22:41
Vigdis Sund skrifaði:
Elegant og tidløs jakke. 👍
01.11.2019 - 11:15
Annereau skrifaði:
A quand les explications? J’aimerai beaucoup faire ce modèle
08.09.2019 - 19:26
Aud skrifaði:
Nydelig😘
27.08.2019 - 16:17
Francine skrifaði:
Heel mooi
14.08.2019 - 19:53
Claire Duff skrifaði:
I love this. I will knit it in midnight blue. I plan on wearing it when I finish work and am going on the school run during winter, waiting in the car. I will call it Cosy Hug! Thanks
10.08.2019 - 00:46
Mariola skrifaði:
Z niecierpliwością czekam na opis w rozmiarze XL , XXL. Sweter na jesienne i zimowe chłody.
06.08.2019 - 12:29
Audhild Våge skrifaði:
Nydelig jakke.
23.07.2019 - 23:46
Irena skrifaði:
Piękny! Idealny na chłodne dni. Czekam na opis.
26.06.2019 - 15:13
December Sands Jacket#decembersandsjacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-25 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 4 lykkjur fleiri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og ermar (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 7-8-8-8-8-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er síðan prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 73-73-77-77-81-81 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 7 með 1 þræði Brushed Alpaca Silk og 1 þræði Alpaca (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið 2 lykkjur slétt, A.1 (= 8 lykkjur), 1 lykkja slétt, 0-0-1-1-2-2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* yfir næstu 22-22-24-24-26-26 lykkjurnar, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 0-0-1-1-2-2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, A.1 (= 8 lykkjur), 2 lykkjur slétt, 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið þar til A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 17-17-18-18-19-19 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 7 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki, teljið 25-25-27-27-29-29 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 7 lykkjur (= ermi) og setjið 1 prjónamerki. Nú eru 17-17-18-18-19-19 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= framstykki). Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið frá réttu þannig: 5 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt, A.2, 1-1-2-2-3-3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 23-23-25-25-27-27 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1-1-2-2-3-3 lykkjur slétt, A.3, 2 lykkjur slétt, 5 lykkjur garðaprjón. Þegar fyrsta umferð hefur verið prjónuð, hefur verið aukið út um 2 lykkjur í A.2 og A.3 og 8 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= fyrsta útaukning fyrir laskalínu). Nú eru 85-85-89-89-93-93 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með A.2, A.3, sléttprjón og garðaprjón í kanta að framan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 17-20-20-23-26-30 sinnum – sjá útskýringu að ofan. Eftir síðustu útaukningu eru 213-237-241-265-293-325 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón og mynstur með 5 kantlykkjum að framan innan við kanta að framan. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 36-39-40-43-47-51 lykkjur í garðaprjóni, A.3 og sléttprjón eins og áður (= framstykki), setjið næstu 41-47-47-53-59-67 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 59-65-67-73-81-89 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 41-47-47-53-59-67 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hið undir ermi) og prjónið 36-39-40-43-47-51 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni, A.2 og garðaprjón eins og áður (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 143-155-163-175-191-207 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni, A.2 og A.3 og 5 kantlykjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 8 cm. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 16 og 24 cm = 155-167-175-187-203-219 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 34-33-35-34-32-30 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð frá röngu þar sem fækkað er um 2 lykkjur yfir A.2 og 2 lykkjur yfir A.3 = 151-163-171-183-199-215 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt, A.1, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 16 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, endið með 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 40-39-41-40-38-36 cm frá skiptingu (= ca 6 cm stroff). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 41-47-47-53-59-67 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 47-53-55-61-67-75 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-8-8 lykkjur undir ermi. Prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi -sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-3½-3-2-1½-1 cm millibili alls 7-10-10-13-15-18 sinnum = 33-33-35-35-37-39 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-36-34-32-28-25 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Skiptið yfir á sokkaprjón 7. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm (eða að óskaðri lengd), í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju = 34-34-36-36-38-40 lykkjur. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 42-42-40-38-34-31 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt eins. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #decembersandsjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.