Marie skrifaði:
Qu'est ce que ça veut dire crocheter en hauteur Ex crocheter A1 en hauteur.
04.01.2026 - 19:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie, quand on lit, je cite Continuer jusqu'à ce que A.1, A.3, A.6, A.7 et A.8 aient été crochetés 1 fois en hauteur., cela signifie que vous devez crocheter ces diagrammes du 1er au dernier rang (soit 12 rangs). Bon crochet!
05.01.2026 - 11:07
Rebeca Grieco skrifaði:
I am working on the body of the sweater. I see that we decrease under the arm on treble crochet rows (sections A.11a and A. 10a). I also see that we increase on treble crochet rows (sections A.6 and A.8). My question is, do we continue to increase on the single crochet rows in A.6 and A.8? Thank you, Lovely pattern by the way
27.12.2025 - 05:01
Christina skrifaði:
[...] beidseitig jedes A.7 zunehmen bis noch 15 M vor dem Markierer an den Seiten übrig sind [...] Ich verstehe diese Anweisung nicht ganz. A.7 ist ja die Mittelmasche. Ich nehme davor und danach zu - wie können denn dann die Maschen weniger werden? Nach dem Ende der Passe, habe ich zwischen der Mittelmasche und dem Seiten-Marker doch viel mehr als 15 M.
06.12.2025 - 13:03
Mirella skrifaði:
Buongiorno sto cercando di eseguire il Modello Day to Date , ma non riesco a seguire i grafici , mi sono bloccata al primo giro del grafico ,e non riesco ad andare avanti Help me , grazie
27.09.2025 - 05:27DROPS Design svaraði:
Buonasera Mirella, deve leggere i diagrammi dal basso verso l'alto e da destra a sinistra. Buon lavoro!
05.10.2025 - 21:41
Annelieke skrifaði:
Wat wordt bedoeld met ‘Voeg 4 markeerdraden in’?
17.09.2025 - 18:16DROPS Design svaraði:
Dag Annelieke,
Er een brak een stukje tekst in de zin die daarop volgt. Aan het begin van dat stuk is nu bij gezet 'Voeg een markeerdraad in'. Hopelijk is het zo wel duidelijk.
17.09.2025 - 21:21
Tina skrifaði:
Hej Garnstudio/Drops. Jeg er i gang med denne trøje, og er i tvivl om, man skal forsætte med at tage ud ved fastmaskerne i diagram A6 og A7 når man kommer til “ryg og forstykke”? Mange hilsner Tina
13.08.2025 - 22:39DROPS Design svaraði:
Hei Tina. Det skal økes på hver side av A.7 (som vist i mønster A.6 og A.8) . mvh DROPS Design
15.09.2025 - 08:24
Ulrike skrifaði:
Ich nehme alles wieder zurück, ich habe die 4x5 Maschen von dem Zopfmuster nicht mitgezählt.
07.09.2024 - 19:25
Ulrike skrifaði:
Hallo, ich arbeite in Größe XXL und habe die ersten 12 Reihen = 14 cm fertig. Leider komme ich nur auf 61 Maschen und nicht auf die 81 Maschen für das Vorder- und Rückenteil. Die 33 Maschen für die Ärmel habe ich. Wenn ich das Diagramm A6, A7 und A8 nachzähle sind es auch nur 61 Maschen. Wo fehlen mir die 20 Maschen? Vielen Dank für eine Antwort.
07.09.2024 - 19:18DROPS Design svaraði:
Liebe Ulrike, nach den 12 Reihen sind es: 2 M in A.4 und 18 M in A.5a (wie zuvor), dann 20 M in A.6 + 1 M in A.7 + 20 M in A.8, und 18 M in A.9 + 2 M in A.4 = 2+18+20+1+20+18+2=81 Maschen. Viel Spaß beim Häkeln!
09.09.2024 - 10:05
Klara skrifaði:
I have finished the first part of the yoke in size L. The piece measures 14cm and there are 236 stitches. However, the next part of the description is not clear: I never get to 236 stitches A1+A4(37)+A3+A4(4)+A5(17)+A6+A7+A8+A4(17)+A9(17)+A4(4). There are at least 18 stitches missing to 236. How shall I continue the pattern, actually?
06.09.2024 - 21:14DROPS Design svaraði:
Dear Klara, you missed one part of A.4 instructions. You should have: A.1 (=1), A.4 (= 37), A.3 (= 1), A.4 (= 4), A.5b (= 17), A.4 (= 17), A.6 (= 1), A.7 ( =1), A.8 (= 1), A.4 (= 17), A.9b (= 17), A.4 (= 4). Then repeat this once more. If you add them up: 1+37+1+4+17+17+1+1+1+17+17+4 =118 x 2 = 236. Happy knitting!
08.09.2024 - 19:54
Annette skrifaði:
Bedankt voor het antwoord, maar mijn vraag staat nog steeds. Het minderen vindt plaats in de toeren met dubbele stokjes; dit doe ik ook. Maar als je A6 en A8 blijft volgen, blijf je in de toeren met vasten meerderen en ik vraag me af of dat de bedoeling is.
01.03.2024 - 20:04
Day to Date#daytodatesweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með laskalínu úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er heklað ofan frá og niður í vinkil, A-formi og köðlum með stuðlakrókum. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-11 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, er fyrsta tvíbrugðna stuðli skipt út fyrir 4 loftlykkjur. Hver umferð endar með 1 keðjulykkju i 4. loftlykkju í byrjun á umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, er fyrstu fastalykkju skipt út með 1 loftlykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar): Einungis er fækkað bara í umferð með tvíbrugðnum stuðlum! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hlið þannig: Heklið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, heklið A.13 (= 3 lykkjur), prjónamerki situr hér, heklið A.12 (= 3 lykkjur). ÚRTAKA-2 (á við um ermar): Einungis er bara fækkað í umferð með tvíbrugðnum stuðlum! Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hvora af fyrstu 2 fastalykkjum, heklið í næstu 2 tvíbrugðna stuðla saman (= 1 lykkja færri), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja fastalykkju þar til 4 fastalykkjur eru eftir í umferð, heklið 2 næstu tvíbrugðna stuðla saman (= 1 lykkja færri), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hvora af síðustu 2 fastalykkjum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Fyrst er berustykkið heklað. Síðan skiptis stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar sem heklað er áfram í hring hvort fyrir sig. BERUSTYKKI: Heklið 88-88-96-100-100-108 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA, með heklunál 4,5 með Merino Extra Fine og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju umferðina hringinn – sjá HEKLLEIÐBEININGAR = 88-88-96-100-100-108 fastalykkjur. HEKLIÐ MYNSTUR A.1-A.9 þannig: Setjið 4 prjónamerki (látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu) jafnframt er heklað í hring þannig: * Setjið prjónamerki, heklið A.1 yfir fyrstu lykkju, A.2 yfir 1 lykkju og A.3 yfir 1 lykkju (= ermi), setjið prjónamerki, heklið A.4 yfir 2-2-4-2-2-4 lykkjur, A.5a yfir 17-17-17-18-18-18 lykkjur, A.6 yfir 1-1-1-3-3-3 lykkjur, A.7 yfir 1 lykkju (= miðju lykkja), A.8 yfir 1-1-1-3-3-3 lykkjur, A.9a yfir 17-17-17-18-18-18 lykkjur og A.4 yfir 2-2-4-2-2-4 lykkjur (= framstykki/bakstykki) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur, en heklið A.2 einungis að ör sem er sýnd í þinni stærð, heklið síðan A.4 yfir þessar lykkjur. Þegar A.5a og A.9a hefur verið heklað til loka, heklið A.5b og A.9b, endurtakið síðan A.5b og A.9b á hæðina. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram þar til A.1, A.3, A.6, A.7 og A.8 hefur verið heklað til loka á hæðina. Nú eru 29-31-39-37-33-31 lykkjur í hvorri ermi og 75-75-79-81-81-85 lykkjur bæði á framstykki og bakstykki. Stykkið mælist ca 14 cm, mælt meðfram öxl. ENDURTAKIÐ MYNSTUR A.1-A.9 ÞANNIG: Fyrsta umferð er hekluð þannig: * Heklið A.1 yfir fyrstu lykkju, A.4 yfir 27-29-37-35-31-29 lykkjur og A.3 yfir 1 lykkju (= ermi), heklið A.4 yfir 2-2-4-2-2-4 lykkjur, A.5b yfir 17-17-17-18-18-18 lykkjur eins og áður, A.4 yfir 17 lykkjur, A.6 yfir 1-1-1-3-3-3 lykkjur, A.7 yfir 1 lykkju (= miðju lykkja), A.8 yfir 1-1-1-3-3-3 lykkjur, A.4 yfir 17 lykkjur, A.9 yfir 17-17-17-18-18-18 lykkjur eins og áður og A.4 yfir 2-2-4-2-2-4 lykkjur (= framstykki/bakstykki) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist ca 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti, mælt meðfram öxl (þ.e.a.s. ca 7-9-10-12-14-15 umferðir á eftir fyrstu endurtekningu af mynstri A.1 – A.9). ATH: Í hvert skipti sem A.6/A.8 hefur verið heklað til loka á hæðina, endurtakið A.6/A.8 á hæðina hvoru megin við A.7, þær lykkjur sem eftir eru yfir A.6/A.8 eru heklaðar í A.4. Nú eru ca 45-51-59-61-61-63 lykkjur í hvorri ermi og ca 95-101-107-115-119-127 lykkjur bæði á framstykki og bakstykki = alls ca 280-304-332-352-360-380 lykkjur. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki þannig: Heklið 6-6-6-8-10-12 loftlykkjur, hoppið yfir ermalykkjur (= ca 45-51-59-61-61-63 lykkjur), heklið yfir lykkjur á framstykki eins og áður (= ca 95-101-107-115-119-127 lykkjur), heklið 6-6-6-8-10-12 loftlykkjur, hoppið yfir ermalykkjurnar (= ca 45-51-59-61-61-63 lykkjur) og heklið yfir lykkjur á bakstykki eins og áður (= ca 95-101-107-115-119-127 lykkjur). Nú eru ca 202-214-226-246-258-278 lykkjur í umferð (= ca 101-107-113-123-129-139 lykkjur bæði á framstykki og bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Heklið 1 umferð með mynstri eins og áður og 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðul (þannig að það passið við mynstrið) í hverja loftlykkju undir ermi. Klippið þráðinn frá og færið umferðina til þannig að byrjað er undir ermi. Setjið 1 prjónamerki mitt undir báðar ermar. Heklið síðan mynstur eins og áður, en lykkjum er fækkað í hvorri hlið þannig: * Heklið A.4 yfir 2-2-4-4-5-8 lykkjur, A.10a eða A.10b (veldu umferð í mynsturteikningu þannig að hún passi við þar sem stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki í þinni stærð, þannig að mynstrið haldi áfram) yfir 11 lykkjur, heklið mynstur eins og áður, þ.e.a.s. haldið áfram að auka út hvoru megin við A.7 (eins og útskýrt er í mynstri A.6 og A.8) þar til 13-13-15-15-16-19 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki í hlið, heklið A.11a eða A.11b (veldu umferð í mynsturteikningu þannig að hún passi við þar sem stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki í þinni stærð, þannig að mynstrið haldi áfram) *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Haldið áfram með þetta mynstur. Þ.e.a.s. í hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru lykkjur auknar út hvoru megin við A.7 eins og útskýrt er í mynstri A.6 og A.8 (= alls 8 tvíbrugðnir stuðlar fleiri í umferð) og lykkjum er fækkað í A.10 og A.11 (= alls 4 tvíbrugðnir stuðlar færri í umferð). Þegar A.10 og A.11 hefur verið heklað til loka á hæðina er fækkað um 2 lykkjur í hvorri hlið (= alls 4 lykkjur) til loka – sjá ÚRTAKA-1. Heklið þar til stykkið mælist ca 25-25-26-26-26-26 cm frá skiptingu, mælt meðfram hlið þar sem stykkið er styst – stillið af eftir umferð með fastalykkjum (þ.e.a.s. ca 11 umferðir með tvíbrugðnum stuðlum = 11 úrtökur). Heklið nú 1 kant þannig: Heklið * 1 fastalykkju, 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* hringinn, stillið af þannig að endað sé með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Passið uppá að kanturinn verði ekki stífur, hoppið e.t.v. yfir færri lykkjur. Klippið frá og festið enda. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm mælt frá öxl og niður, þar sem stykkið er styst. ERMI: Festið enda með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju undir ermi, heklið 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull í hverja og eina af 2-2-2-3-4-5 loftlykkjum undir ermi (passið uppá hvor heklaðar séu fastalykkjur eða tvíbrugðnir stuðlar miðað við mynstur), heklið 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af ca 45-51-59-61-61-63 lykkjum sem hoppað var yfir fyrir ermi og endið með 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðul í hverja af síðustu 3-3-3-4-5-6 loftlykkjum undir ermi = ca 51-57-65-69-71-75 fastalykkjur/tvíbrugðnir stuðlar. Haldið áfram hringinn eftir A.4. Þegar ermin mælist 2 cm fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-3-2½-2½-2½-2 cm millibili alls 8-11-13-13-14-15 sinnum = ca 35-35-39-43-43-45 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 43-42-41-40-38-37 cm (eða að óskaðri lengd – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis) – stillið af eftir umferð með fastalykkjum. Nú er heklaður 1 kantur í kringum ermi þannig: Heklið * 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* í kringum alla ermina, stillið af þannig að endað sé með 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant í kringum hálsmálið þannig: Byrjið mitt ofan á öxl, festið endann með 1 keðjulykkju í 1 lykkju, heklið * 1 fastalykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* hringinn þannig, stillið af að umferðin endar með 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Passið uppá að kanturinn verði ekki stífur, hoppið e.t.v. yfir færri lykkjur. Klippið frá alla enda og festið. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #daytodatesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.