Inger skrifaði:
Lurer på hvor man begynner å fylle denne dukken? Dette var en dårlig oppskrift for de som ikke har strikket mye.
06.04.2025 - 09:16DROPS Design svaraði:
Hei Inger, Du fyller hver del med vatt når den er ferdig strikket (står under Kort Oversikt på toppen av oppskriften). Så når hodet er ferdig er det fylt, deretter kroppen når den er ferdig, også beina og armene. God fornøyelse!
07.04.2025 - 06:47
Naima skrifaði:
Bonjour Je ne suis pas très forte en anglais, mais j'arrive quand même à suivre les explications. Je demande juste si je peux tricoter avec les aiguilles ordinaires Merci pour tout
29.04.2023 - 20:46
Jónína skrifaði:
Ég held að fæturnir séu víxlaðir, hægri fyrir vinstri og öfugt vinstri fyrir hægri. Það vantar úrtökurnar fremst á hendurnar (ég fann þær í ensku uppskriftinni)
08.01.2023 - 17:47DROPS Design svaraði:
Blessuð Jónína. Takk fyrir ábendinguna.
09.01.2023 - 12:23
Victoria skrifaði:
Hello! Do you think it is possible to knit the doll using cotton yarn? Will it be ok or it is better use the wool one? Thank you.
21.12.2022 - 10:28DROPS Design svaraði:
Dear Victoria, you can use cotton if you like to - check the suggested alternatives and new matching amount using our yarn converter. Happy knitting!
21.12.2022 - 11:11
Marian skrifaði:
Wat is het beste vulmiddel om te gebruiken?
24.08.2022 - 21:00DROPS Design svaraði:
Dag Marian,
Goede vraag! We hebben niet echt een vulmiddel op de site staan, maar je kunt via internet vulling vinden voor bijvoorbeeld amigurumi of voor poppen.
25.08.2022 - 11:24
Nina skrifaði:
Hej! Ni skriver "För att hårfärgen ska bli jämnast möjlig " menar ni inte hårfästet, inte hårfärgen? Sen skriver ni ärmarna. Då menar ni väl armarna?
09.01.2022 - 11:26
Giovanna skrifaði:
Ciao parte testa guance Giro 3 62 maglie Giro 4 non viene 70 maglie ma 78. Non ho capito Grazie
13.09.2021 - 11:32DROPS Design svaraði:
Buonasera Giovanna, sul giro 4 in quel punto si aumentano 8 maglie, passando da 62 a 70. Buon lavoro!
14.09.2021 - 22:02
Jean Linehan skrifaði:
Hello. I live in Germany and want to knit this doll but with black hair and light beige skin. Is there a way to order it as a kit with all of the necessary yarn and accessories? That would be much easier for me to get it as a kit. Thank you. Jean Linehan.
17.07.2021 - 09:22DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Linehan, you will find the list of DROPS Stores in Germany here - you are welcome to ask them if they have a kit of this pattern. Happy knitting!
19.07.2021 - 09:28
Helga Vaith skrifaði:
Wo finde i h die ganze Strickanleitunge.
01.02.2021 - 22:09DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Vaith, dieses Modell enthält die gestrickte Puppe mit kurzer Hose und Spiralsocken - um die Sprache zu ändern klicken Sie auf das Menu unten das Bild - die unterschiedlichen Kleidungen finden Sie beim klicken auf das gewünschte Bild (Hose/Jake, rosa Kleid usw). Viel Spaß beim stricken!
02.02.2021 - 10:21
Patricia Watkins skrifaði:
I found this pattern in my Knitting magazine and purchased the wool online as I wanted to make two dolls for my neighbour's twin girls for Christmas. I managed to knit the dolls but as I am fairly new to knitting with double pointed needles did not understand the instructions for making the hair! I tried looking online as I find it easier to watch someone explain and making it at the same time a lot easier. I could not find the technique explained and as most of the comments are foreign,
09.11.2020 - 17:55DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Watkins, hair are attached to the head just as fringes - start on the round you'd like the hair to start and fasten fringes around the head to the very top. Then divide them into 2 bounches and plait them together. Happy knitting!
10.11.2020 - 08:56
Cora#dropscora |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð dúkka með 2 þráðum DROPS BabyMerino eða 1 þræði DROPS Big Merino og DROPS Cotton Merino. Prjónaðar stuttbuxur og snúnings sokka með 1 þræði DROPS BabyMerino.
DROPS Children 35-12 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Til að litur á hári verði eins jafn og mögulegt er eru fyrstu 10-12 umferðirnar prjónaðar á toppnum á höfði með lit á hári – eða prjónað að óskaðri lengd. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að taka upp 1 lykkju frá umferð að neðan sem nýlega hefur verið prjónuð þannig: Stingið inn oddinum á vinstri prjóni í lykkju frá röngu og setjið lykkjuna á vinstri prjón, prjónið lykkjuna snúna slétt (í aftari lykkjubogann) (= 1 lykkja fleiri). ÚTAUKNING-1: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki, aukið út um 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt (miðju lykkjan = lykkja með prjónamerki í), aukið út um 1 lykkju (= 2 lykkjur fleiri). ÚTAUKNING-2: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við bæði prjónamerkin (= alls 4 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- DÚKKA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Dúkkan er prjónuð í hring í sléttprjóni, ofan frá og niður. Dúkkan er fyllt með vatti jafnóðum og stykkin eru tilbúin. Byrjað er mitt ofan á höfði, aukið er út fyrir höfði og lykkjum fækkað fyrir háls, síðan er aukið út fyrir búk og hendur. Lykkjur fyrir hendur eru settar á þræði og búkurinn er síðan prjónaður í hring. Síðan skiptist stykkið upp fyrir opi fyrir fætur sem eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig. Að lokum eru lykkjur af þráðum settar til baka á prjóninn og hendur eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig. HÖFUÐ: Fitjið upp 8 lykkjur á 3 sokkaprjóna 3,5 með 2 þráðum með litnum vanillugulur Cotton Merino – sjá LEIÐBEININGAR. Prjónið síðan 1 umferð slétt. Aukið síðan út þannig (prjónið með 4 sokkaprjónum þegar auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur): Umferðin byrjar við miðju að aftan. UMFERÐ 1: Prjónið * 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 16 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið slétt, uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. UMFERÐ 3: Prjónið * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 24 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið slétt, uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. UMFERÐ 5: Prjónið * 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 32 lykkjur. UMFERÐ 6: Prjónið slétt, uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. UMFERÐ 7: Prjónið * 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 40 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 8: Prjónið slétt, uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. UMFERÐ 9: Prjónið * 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur = 48 lykkjur. UMFERÐ 10: Prjónið slétt, uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 6 cm, JAFNFRAMT: Skiptið yfir í litinn ljós beige eftir fyrstu 10 til 12 umferðir. Prjónið síðan áfram þannig: UMFERÐ 1: Aukið nú út um 10 lykkjur jafnt yfir þannig: Prjónið 1 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið * 5 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 8 sinnum, prjónið 4 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið síðustu 3 lykkjur = 58 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Aukið nú út fyrir kinnum í hvorri hlið þannig: UMFERÐ 2: Prjónið 22 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju – sjá ÚTAUKNING, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið 12 lykkjur slétt (= andlit), aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju og endið með 22 lykkjur slétt = 62 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið slétt. UMFERÐ 4: Prjónið 22 lykkjur slétt, * aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju *, prjónið 12 lykkjur slétt, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar og endið með 22 lykkjur slétt = 70 lykkjur. UMFERÐ 5: Prjónið slétt. UMFERÐ 6: Prjónið 22 lykkjur slétt, * aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju, 5 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju *, prjónið 12 lykkjur slétt, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar og endið með 22 lykkjur slétt = 78 lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 12 cm. Fækkið nú lykkjum fyrir háls þannig: UMFERÐ 1: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri),4 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 lykkju slétt = 64 lykkjur. UMFERÐ 2: Setjið 16 prjónamerki í stykkið þannig: * Prjónið 4 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Fækkið síðan um 1 lykkju eftir 1., 3., 5., 7., 9., 11., 13., og 15. Prjónamerki (= 8 lykkjur færri) – sjá ÚRTAKA! Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir 2., 4., 6., 8., 10., 12.,14., og 16. prjónamerki (= 8 lykkjur færri). Haldið svona áfram með úrtöku, þ.e.a.s. fækkið lykkjum til skiptis við annað hvert prjónamerki, alls 5 sinnum = 15 lykkjur. Prjónið 2 umferðir slétt. Höfuðið er nú tilbúið. BÚKUR: = 24 lykkjur. Setjið 4 prjónamerki hér: Prjónið 3 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), prjónið 1 lykkju slétt og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju, 4 lykkjur slétt, prjónið 1 lykkju slétt og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju (= vinstri hendi), 6 lykkjur slétt (= framstykki), prjónið 1 lykkju slétt og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju, 4 lykkjur slétt, prjónið 1 lykkju slétt og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju (= hægri hendi) og endið með 3 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). Í næstu umferð er aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkjur með prjónamerki þannig: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hverja lykkju með prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1 (= 2 lykkjur fleiri við hvert prjónamerki = alls 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í hverri umferð alls 6 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 3 sinnum = 96 lykkjur. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og hendur þannig: Prjónið 12 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 24 lykkjur á þráð fyrir hendi og fitjið upp 2 lykkjur undir hendi, prjónið 24 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 24 lykkjur á þráð undir hendi og prjónið upp 2 lykkjur undir ermi, prjónið síðustu 12 lykkjur slétt (= hálft bakstykki) = 52 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 nýrra lykkja undir hvorri hendi (= 26 lykkjur í hvorri hlið). Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur undir hvorri hendi – sjá ÚTAUKNING-2! Aukið svona út alls 2 sinnum = 60 lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur þar til stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp undir hvorri hendi, nú er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1 cm millibili alls 4 sinnum = 76 lykkjur. Þegar búkurinn mælist 12 cm, skiptist stykkið fyrir 2 fætur. Fellið af 2 lykkjur fyrir klof, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 34 lykkjur, fellið af næstu 4 lykkjur fyrir klof, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 34 lykkjur, fellið af síðustu 2 lykkjur fyrir klof = 34 lykkjur fyrir hvorn fót. Klippið frá og festið enda. HÆGRI FÓTUR: = 34 lykkjur. Byrjið umferð innan á fæti og prjónið í hring. Þegar fóturinn mælist 4 cm frá þar sem stykkið skiptist frá búk, fækkið lykkjum innan á fæti (þ.e.a.s. í byrjun og í lok umferðar) þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, 1 lykkja slétt (= 2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 2 cm millibili alls 3 sinnum = 28 lykkjur. Prjónið sléttar lykkjur þar til stykkið mælist ca 11 cm frá það sem það skiptist frá búk. Aukið nú út um lykkjur fyrir fót þannig: Prjónið 19 lykkjur slétt og setjið 1 prjónamerki hér, * 1 uppsláttur, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki hér (nú eru 8 lykkjur á milli prjónamerkja) og endið með 5 lykkjur slétt = 32 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn. Prjónið næstu umferð þannig: prjónið 19 lykkjur slétt (fram að prjónamerki), * 1 uppsláttur, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (nú eru 12 lykkjur á milli prjónamerkja) og endið með 5 lykkjur slétt = 36 lykkjur. Prjónið síðan án útaukninga þar til fóturinn mælist 14 cm. Nú á að fækka lykkjum framan á fæti þannig: Prjónið 19 lykkjur slétt (fram að prjónamerki), * prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (nú eru 8 lykkjur á milli prjónamerkja) og endið með 5 lykkjum slétt = 32 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið 19 lykkjur slétt (fram að prjónamerki), prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (nú eru 4 lykkjur á milli prjónamerkja) og prjónið 5 lykkjur slétt = 28 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt og takið frá prjónamerkin. Prjónið 18 lykkjur slétt, * prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og prjónið út umferðina = 25 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í 20. lykkju frá umferð = mitt framan á fæti. Nú á að fækka lykkjum hvoru megin við þessa lykkju þannig: Prjónið 2 lykkjur á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), prjónið 2 lykkjur slétt saman og prjónið út umferðina = 23 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Endurtakið úrtöku hvoru megin við lykkju með prjónamerki í 1 sinni til viðbótar = 21 lykkja Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir sem prjónuð er slétt = 11 lykkjur. Prjónið 1umferð slétt. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir sem prjónuð er slétt = 6 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið enda vel. VINSTRI FÓTUR: Prjónið á sama hátt og hægri fótur þar til stykkið mælist 11 cm (= 28 lykkjur), nú er aukið út fyrir fót þannig: Prjónið 5 lykkjur slétt og setjið 1 prjónamerki hér, * 1 lykkja slétt, 1 uppsláttur *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum. Setjið 1 prjónamerki á prjóninn hér (nú eru 8 lykkjur á milli prjónamerkja) og endið með 19 lykkjur slétt = 32 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn. Prjónið næstu umferð þannig: prjónið 5 lykkjur slétt (fram að prjónamerki), * 2 lykkjur slétt, 1 uppsláttur, prjónið frá *-* alls 4 sinnum (nú eru 12 lykkjur á milli prjónamerkja) = 36 lykkjur. Prjónið síðan án útaukninga þar til fóturinn mælist 14 cm. Nú á að fækka lykkjum framan á fæti þannig: Prjónið 5 lykkjur slétt (fram að prjónamerki), * prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum og prjónið sléttar lykkjur út umferðina (nú eru 8 lykkjur á milli prjónamerkja) = 32 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið 5 lykkjur slétt (fram að prjónamerki), prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum og prjónið sléttar lykkjur út umferðina (nú eru 4 lykkjur á milli prjónamerkja) = 28 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt og takið frá prjónamerkin. Prjónið 4 lykkjur slétt, * prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og prjónið út umferðina = 25 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í 6. lykkju frá umferð = mitt framan á fæti. Nú á að fækka lykkjum hvoru megin við þessa lykkju þannig: Prjónið 2 lykkjur á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), prjónið 2 lykkjur slétt saman og prjónið út umferðina = 23 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Endurtakið úrtöku hvoru megin við lykkju með prjónamerki í 1 sinni til viðbótar = 21 lykkja. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir sem prjónuð er slétt = 11 lykkjur. Prjónið 1umferð slétt. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir sem prjónuð er slétt = 6 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið enda vel. HÆGRI HENDI: Setjið til baka 24 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3,5 og takið upp 1 lykkju í hverja og eina af 2 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir hendi = 26 lykkjur. Byrjið umferð mitt undir hendi. Prjónið slétt, hringinn yfir allar lykkjur. Þegar hendin mælist 8 cm, aukið út í næstu umferð þannig: Prjónið 18 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 4 lykkjur fleiri alls) og endið með 5 lykkjur slétt = 30 lykkjur. Þegar ermin mælist 12 cm, setjið 5 prjónamerki með 6 lykkja millibili. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju eftir hverju prjónamerki (= 5 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 5 sinnum = 5 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjur og herðið á þræði. Festið enda vel. VINSTRI HENDI: Prjónið á sama hátt og hægri hendi, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. þegar stykkið mælist 8 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 4 lykkjur fleiri alls) og endið með 18 lykkjur slétt. FRÁGANGUR: Saumið saman lykkjur sem felldar voru af fyrir klof á framhlið og á bakhlið á búk. Saumið saman lykkjur frá uppfitjunarkanti þannig að ekki myndist gat efst uppi á höfði. ANDLIT: Saumið út augu með litnum blár og nokkur augnhár með litnum brúnum. Saumið smá nef með litnum ljós beige og munn með litnum ljós bleikfjólublár. HÁR: Hárið er fest í kringum efsta hluta af höfði, byrjið með að festa enda í umferð þar sem þér finnst að hárið eigi að byrja á efri hlið á andliti. Klippið lengdir af litnum ljós gulur ca 55 cm. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið inn lykkjunni í gegnum 1 lykkju. Dragið síðan þræðina í gegnum lykkjuna og herðið varlega að. Þegar búið er að festa fyrstu umferðina í kringum höfuðið, festið fleiri umferðir með hári þar búið er að þekja höfuðið. Skiptið síðan hárinu í 2 hluta, 1 hvoru megin á höfðinu. Hvor hluti er nú fléttaður og þræði er hnýtt í enda í lokin. Að lokum er hægt að klippa endana til þannig að þeir verði jafn langir. ------------------------------------------------------- STUTTBUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Buxurnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna og saumaðar saman í lokin í klofi til að mynda skálmar. Allt stykkið er prjónað úr 1 þræði. STUTTBUXUR: Fitjið upp 80 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með litnum rauður. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stykkið mælist ca 11 cm. Leggið stykkið flatt, þannig að það vera 40 lykkjur hvoru megin á stykki – stillið af þannig að það verða 2 lykkjur slétt fyrir miðju. Saumið síðan saman 10 miðju lykkjur á framhlið með 10 miðju lykkjur á bakhlið fyrir klof. Klippið frá og festið enda. ------------------------------------------------------- SNÚNINGS SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Sokkarnir eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. Prjónað er stroff sem færist til í 3. hverri umferð. SNÚNINGS SOKKAR: Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með litnum rauður. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið í 1 cm. Í næstu umferð færist stroffið um 1 lykkju til vinstri þannig: Yfir 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið er prjónað 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, haldið áfram út umferðina. * Prjónið 2 umferðir með sléttu yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Í næstu umferð færist stroffið aftur, með 1 lykkju til vinstri *. Endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist 9 cm. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 18 lykkjur. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær 18 lykkjur sem eftir eru 2 sinnum, dragið saman og festið enda vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropscora eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 35-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.