Sonia skrifaði:
Non mi è chiaro come fare ad aggiungere le 10 maglie per la parte sotto della manica. Le 10 maglie vanno aumentate sul ferro circolare del corpo e poi riprese dai ferri circolari della manica? Il punto della spiegazione è avviare 8-8-10-10-12-12 nuove maglie sul ferro (= a lato sotto la manica).... Potete darmi un aiuto più chiaro? Grazie
20.02.2024 - 09:10DROPS Design svaraði:
Buongiorno Sonia, le nuove maglie vanno avviate a nuovo per il sottomanica. Buon lavoro!
21.02.2024 - 08:45
Sieglinde skrifaði:
Modell in Größe 38 mit Paris gearbeitet. Hat Spaß gemacht mit dem tollen Garn und den wunderschönen Farben. Wichtig war der Tipp, zum Vernaehen der Faeden das Garn zu teilen. Es hatte mich kurz in mittelschwere Verzweiflung gestuerzt, dass man die dicken Faeden sah und sie auch wieder rauskamen!Jetzt habe ich eine wunderschöne neue Lieblingsjacke, die allerdings ein bißchen größer geworden ist, als abgebildet, aber das finde ich persönlich sehr angenehm.
02.07.2021 - 20:01
Jonna skrifaði:
Om man vill sticka den enfärgad, vet ni hur mycket garn det går åt då?
16.03.2021 - 18:04DROPS Design svaraði:
Hej Jonna. Vi har dessvärre ingen uppgift på det, men här kan du se andra koftor i samma garn, så om du ser på garnåtgången på dem bör du kunna få en rätt bra uppfattning. Mvh DROPS Design
17.03.2021 - 09:34
Marga Van Dijk skrifaði:
Ik heb even een vraagje als je de 12 steken voor de mouw op hebt gezet moet je die dan meebrengen met het achterpand of worden deze steken niet mee gebreid
20.07.2020 - 23:09DROPS Design svaraði:
Dag Marga,
Bij het verdelen van het werk voor het lijf en de mouwen zet je 12 nieuwe steken op, zeg maar onder de oksel, aan beide kanten en deze brei je inderdaad ook in patroon.
02.08.2020 - 21:04
Lin Janson skrifaði:
Jeg har begynt å strikke minste størrelsen i Drops Paris. Jeg bruker riktige strikkepinner, og fastheten er riktig, men etter å ha strikket 14cm av bærestykket har jeg bare .5 av siste garnnøstet i den fargen, og det kan jo ikke være nok for ermene.....?
01.11.2019 - 16:52DROPS Design svaraði:
Hej Lin, men hvis du har strikket de første 14 cm af bærestykket ifølge opskriften, så har du også strikket det øverste af ærmerne med :)
05.11.2019 - 09:19
Laura skrifaði:
Ho appena finito questo modello e sono molto contenta del risultato. Le spiegazioni sono chiarissime, i colori molto belli e il cotone morbido. Sono molto contenta, grazie di cuore
12.09.2019 - 09:28
Laura skrifaði:
Buongiorno, vorrei sapere come fare a nascondere il cambio di colore tra le strisce: nel video proposto sono strisce che si susseguono, ma nel modello alla fine di una striscia di colore, lo stesso colore non viene più ripreso più avanti quindi non serve portare su il filo. Come nascondo le codine che si trovano proprio sul bordo del golfino?
28.08.2019 - 13:48DROPS Design svaraði:
Buongiorno Laura. Può seguire le indicazioni del video che alleghiamo, avendo cura di passare il filo attraverso maglie dello stesso colore. Buon lavoro!
28.08.2019 - 14:17
Geraldine Austin skrifaði:
Thank you for reply, my stitch count is correct then. However the original pattern is not. E.g. Your count and mine is 42+54=74+54+42=266. The pattern above shows 44+50+78+50+44=266 Size M should be 46+58+82+58+46=290. Pattern above shows 47+56+84+56+47=290 I have managed to to knit this as I am used to top down design but it needs to be changed. I spent some time checking the stitch counts to see the mistake whereas a might not.
12.08.2019 - 12:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Austin, depending on the size, the stitches worked for front/back and sleeve may be different, in size S you will work 2 sts from sleeve for body and in size M you will work 1 st from sleeve for body. Happy knitting!
12.08.2019 - 12:59
Geraldine Austin skrifaði:
Problem with stitch count 23 for front +21 increase =44. Sleeve 16 + 42 increase =58. Back 36 +42= 78. This is the stitch count for 19 increases, but it takes 21 to get this no of stitches. Also first size has only 50 for sleeve, not possible as 16 + 19 increases 38 st =54. Totally confused.
10.08.2019 - 19:49DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Austin, in size S you increase 19 times (but 21 times in size M) so that you will have: 23+19 = 42 sts for each front piece - 16 + 38 = 54 sts for each sleeve and 36+38 = 74 sts for back piece = 266 sts in total. Happy knitting
12.08.2019 - 07:51
Marianna skrifaði:
Hvilken størrelse er modellen?
04.08.2019 - 13:07DROPS Design svaraði:
Hei Marianna. Er du usikker på hvilken størrelse du skal velge? Da hjelper det kanskje å vite at modellen på bildet er ca 170 cm høy og bruker størrelse S eller M. Om du lager en genser, jakke, kjole eller lignende, kan du finne en målskisse av det ferdige plagget (i cm) nederst i oppskriften. God Fornøyelse!
09.09.2019 - 14:06
Sonora Sunrise#sonorasunrisejacket |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-34 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-5-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9-9½-9½-8½-8½ cm millibili. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 9,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 9. og 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. RENDUR: 14-14-14½-14½-15-15 cm með litnum púðurbleikur. 9-9½-10-10½-11-11 cm með litnum bleikfjólublár. 2-2-2-2-2-2 cm með litnum sinnep. 9-9½-10-10½-11-11 cm með litnum ferskja. 9-9½-10-10½-11-11 cm með litnum ljós fjólublár. Síðan er prjónað með litnum gallabuxnablár til loka. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn( = 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður brugðinn svo það myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Auknar eru út alls 8 lykkjur í hverri útauknings umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað í sléttprjóni og röndum og kanti með stroffi. BERUSTYKKI: Fitjið upp 104-108-112-116-120-124 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4,5 með litnum púðurbleikur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan, sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 10-14-18-18-14-18 nýjar lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 114-122-130-134-134-142 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (það er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Fyrsta prjónamerkið er sett í stykkið eftir fyrstu 23-25-27-28-28-30 lykkjur (= framstykki), annað prjónamerkið er sett eftir næstu 16 lykkjur (= ermi), þriðja prjónamerkið er sett eftir næstu 36-40-44-46-46-50 lykkjurnar (= bakstykki) og fjórða prjónamerkið er sett eftir næstu 16 lykkjur (= ermi), nú eru 23-25-27-28-28-30 lykkjur eftir síðasta prjónamerki (= framstykki). Prjónið síðan sléttprjón og RENDUR með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni, í hvorri hlið við miðju að framan – JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til aukið hefur verið út alls 19-21-22-24-26-28 sinnum hvoru megin við 4 prjónamerkin. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu eru 266-290-306-326-342-366 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 23-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Ef þessu máli hefur ekki verið náð, prjónið áfram án útaukninga að réttu máli. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 44-47-50-54-57-62 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 50-56-58-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 78-84-90-98-104-114 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 50-56-58-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 44-47-50-54-57-62 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 182-194-210-226-242-262 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og rendur með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 30-30-31-31-31-31 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 34-38-42-42-46-50 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 216-232-252-268-288-312 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur brugðnar og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með hringprjón 5,5. Peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 50-56-58-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 58-64-68-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón og haldið áfram með rendur eins og á fram- og bakstykki. Þegar stykkið mælist 31-30-29-27-26-24 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-12-12-14-14-12 lykkjur jafnt yfir = 68-76-80-84-88-88 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með sokkaprjón 5,5. Ermin mælist ca 35-34-33-31-30-28 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sonorasunrisejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.