Conny Fahrendorf skrifaði:
Zijn alleen de heengaande naalden in het patroon getekend?
22.08.2021 - 11:49DROPS Design svaraði:
Dag Conny,
Nee, zowel de heengaande als de teruggaande naalden zijn in het telpatroon getekend.
03.09.2021 - 10:22
Anne skrifaði:
Hej igen, bare glem mit “knaphuls spørgsmål” jeg havde åbenbart ikke fået skrevet hele opskriften ud !
31.08.2019 - 13:38DROPS Design svaraði:
Hej Anne, Super - god fornøjelse! :)
02.09.2019 - 15:32
Anne skrifaði:
Er lige begyndt på denne model og har strikket de første 4 pinde. I opskriften står der så “husk knaphul”. Dette skal selvfølgelig strikkes i de 5 ret m kanten, men over hvor mange masker og hvor i opskriften står der noget om det?
31.08.2019 - 10:04DROPS Design svaraði:
Hej Anne, ser at du har fundet svaret selv :)
02.09.2019 - 15:31
Gry Rønnevik skrifaði:
Hei. Hvis jeg legger sammen alle mønstrene som er oppgitt får jeg 132 masker, mens det i oppskrifta bare står oppført 119masker. På størrelse L. Får da 5 stolper rille, A1=1m, A2=16-m, 1mr, 1k, 15r, 1k, 1r, A3=16m, A4=1m, A2=16m, 1r, 1k, 15 m, 1k, 1r, A3=16-m, A5=1m, 5stolpemasker. Dette blir 132 m, men det står oppført 119m. Hvor er feilen?
02.08.2019 - 10:39DROPS Design svaraði:
Hej Gry, hvis du lægger dine tal sammen så får du 111 m (uden kast) + 4 kast (på hver side af ærmet) + 4 kast (fra diagrammerne) = 119 masker. God fornøjelse!
02.08.2019 - 11:43
Christa skrifaði:
Toll ich habe gerade die deutsche Uebersetzung gefunden,freue mich sehr,bin am nachdenken ob ich beide Jacke und Pullover stricke. Besten Dank Christa.
28.03.2019 - 15:19
Martine skrifaði:
Proposez le même au crochet. Merci
18.12.2018 - 08:43
Ilovedogs skrifaði:
Bello e adatto a qualunque età
17.12.2018 - 19:46
Chantal skrifaði:
Bonsoir ... J'adore ce modèle, il est chic tout en étant tout allé... Bien Habillée pour les jeunes aux ainées ! BRAVO à tous vos CRÉATEURS et grand merci de nous donner la possibilité de les réaliser avec tous vos tutos que vos nous proposés ! ... Cordialement Vôtre Chantal
13.12.2018 - 00:24
Angelika skrifaði:
Raglan-Teile bevorzuge ich besonders, da sie sich viel besser stricken und individuell anpassen lassen. Außerdem entfällt das lästige Zusammennähen. Diese Jacke gefällt mir sehr gut in ihrer Farb- und Formgebung.
11.12.2018 - 19:10
Sweet Nothing Cardigan#sweetnothingcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með röndum og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-19 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 95 lykkjur) mínus kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið (= 4 lykkjur) og deilið lykkjunum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 4,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI: Rendur eru prjónaðar þannig: Rönd-1: Prjónið 18-19-19-20-21-21 cm með litnum ljós gallabuxnablár. Rönd-2: Prjónið 18-18-19-20-20-21 cm með litnum gallabuxnablár. Rönd-3: Prjónið með litnum ljós sægrænn til loka (= 17-18-19-19-20-21 cm). RENDUR Á ERMI: Haldið áfram með litinn gallabuxnablár þar til röndin mælist alls 23 cm í öllum stærðum, prjónið síðan með litnum ljós sægrænn til loka. LASKALÍNA (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju á undan/eftir prjónamerki á ermum þannig: Prjónið fram að fyrsta prjónamerki á ermi, (prjónamerki situr hér), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið fram að 1 lykkju á undan næsta prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, (= prjónamerki situr hér). Endurtakið á hinni erminni (= 4 lykkjur fleiri í umferð. Í næstu umferð (frá röngu) er uppslátturinn prjónaður brugðið svo að það myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Fellið af næstu 2 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið í hálsi mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-5-6-6 næstu með ca 9-9-10-10-9-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka í eitt niður að klauf í hliðum, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 103-107-111-115-119-123 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3,5 með litnum ljós gallabuxnablár. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (ranga): prjónið slétt. UMFERÐ 2 (rétta): prjónið slétt. UMFERÐ 3: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, brugðnar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, 5 kantlykkjur í garðaprjóni. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan og mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 1 lykkja), A.2 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 16-16-16-20-20-20 lykkjur), setjið 1 prjónamerki hér (= vinstra framstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn 11-13-15-9-11-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= ermi), A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 16-16-16-20-20-20 lykkjur), A.4 (= 1 lykkja, þ.e.a.s. miðja að aftan), A.2 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, setjið eitt prjónamerki hér (= bakstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-13-15-9-11-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= ermi), A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, A.5 (= 1 lykkja) (= hægra framstykki), 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Nú hefur verið aukið út um 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á ermi, auknar hafa verið út 2 lykkjur mitt að aftan (hvoru megin við miðjulykkju = A.4), aukin hefur verið út 1 lykkja í hvort framstykki (á eftir A.1 og á undan A.5) = 111-115-119-123-127-131 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram fram og til baka og aukið út fyrir laskalínu á ermum í annarri hverri umferð 21-25-26-31-31-30 sinnum til viðbótar (alls 22-26-27-32-32-31 sinnum), JAFNFRAMT þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru endurteknar síðustu 2 umferðirnar á hæðina 20-23-27-28-33-36 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. þar til það eru 49-55-63-65-75-81 lykkjur sléttprjón á milli A.2 og A.3 á bakstykki og það eru 25-28-32-33-38-41 lykkjur sléttprjón á milli A.2/A.3 og á kanti að framan á hvoru framstykki) = 295-327-351-379-403-415 lykkjur. Haldið síðan áfram með áferð yfir 18-18-18-22-22-22 lykkjur í A.2 og A.3, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og sléttprjóni yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm mælt frá uppfitjunarkanti og niður mitt að framan. Næsta umferð frá röngu er prjónuð þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 48-51-55-60-65-68 lykkjurnar (= hægra framstykki), setjið næstu 57-67-71-75-77-77 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-18 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 85-91-99-109-119-125 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 57-67-71-75-77-77 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-18 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 48-51-55-60-65-68 lykkjur sem eftir eru í umferð eins og áður (= vinstra framstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 201-213-233-253-277-297 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermum (= 5-5-6-6-7-9 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Haldið síðan áfram með 2 síðustu umferðir í A.2 og A.3, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, prjónið garðaprjón yfir 4 miðjulykkjur undir ermum (= 2 lykkjur í garðaprjóni hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið) og þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 16 cm eru fyrstu og síðustu 53-56-61-66-72-77 lykkjur settar á þráð fyrir vinstra og hægra framstykki. Síðan er fram- og bakstykki prjónað til loka hvort fyrir sig þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. BAKSTYKKI: = 95-101-111-121-133-143 lykkjur. Prjónið mynstur A.1/A.3, sléttprjón og 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 27 cm er aukið út um 20-20-22-24-26-28 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 115-121-133-145-159-171 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 2 kantlykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir í grófari prjóna ef affellingarkanturinn verður stífur. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka 53-56-61-66-72-77 lykkjur af þræði á hringprjón 4,5. Prjónið mynstur fram og til baka eins og áður. Þegar stykkið mælist 27 cm er prjónuð 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 9-9-11-11-13-15 lykkjur jafnt yfir = 62-65-72-77-85-92 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 2 kantlykkjur í garðaprjóni að hlið og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Þegar stoffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir í einu númeri grófari prjónum þegar fellt er af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema spegilmynd. ERMI: Setjið 57-67-71-75-77-77 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-18 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermum = 67-77-83-87-91-95 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur undir ermi (= 5-5-6-6-7-9 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn og RENDUR ERMI – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum í mismunandi stærðum þannig: Stærð S: Fækkið lykkjum með 2 cm millibili 7 sinnum og með 3 cm millibili 6 sinnum. Stærð M: Fækkið lykkjum með 2 cm millibili 12 sinnum og 3 cm millibili 3 sinnum. Stærð L: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili 5 sinnum og með 2 cm millibili 12 sinnum. Stærð XL: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili 9 sinnum og með 2 cm millibili 9 sinnum. Stærð XXL: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili 12 sinnum og með 2 cm millibili 7 sinnum. Stærð XXXL: Fækkið lykkjum með 1 cm millibili 16 sinnum og með 2 cm millibili 4 sinnum. Þegar allar úrtökur hafa verið gerðar til loka eru 41-47-49-51-53-55 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 39-38-36-35-33-32 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9-9-9-11-11-11 lykkjur jafnt yfir = 50-56-58-62-64-66 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn erði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 43-42-40-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetnothingcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.