Ruth skrifaði:
Thank you so much for your quick response to my question, I couldn’t believe you answered me so quickly, much appreciated ❤️
13.01.2025 - 13:01
Ruth skrifaði:
Hello, I’m knitting the size 3/4. In the last part of the yoke, instructions say to cast on 6 new stitches under both sleeves, when I’m done that row I have 12 extra stitches, can you tell me what I’m doing wrong? Thank you
13.01.2025 - 04:58DROPS Design svaraði:
Hi Ruth, The 6 cast-on stitches under each sleeve will leave you with 12 extra stitches on the row as you say, and this is correct. These new stitches are now part of the body and are worked as described in the Body section. Happy knitting!
13.01.2025 - 08:30
Jean skrifaði:
Please clarify how to measure the last measure of the sleeve, size 7 length of sleeve is to be 12-1/4. \" Do I measure from where I started the sleeve under the arm? The picture seems to indicate that the underarm length is longer than the measurement from the yoke.
17.11.2024 - 19:48DROPS Design svaraði:
Dear Jean, measure the sleeve from where you divided piece/started sleeves on the round. Sleeves will be longer than finished length - see also 2nd picture if it can help. Happy knitting!
18.11.2024 - 09:24
Elke Steffen skrifaði:
Ich habe die Jacke mit Göttin Merino Gruppe B in Größe 5/6 gestrickt und benötigte 225g.
08.10.2024 - 13:52
Luci skrifaði:
Oh, I see that now! I completely misread that symbol! Thank you!
26.07.2024 - 12:39
Luci skrifaði:
Hi. I am making Agnes size 9/10. In Diagram A.2 second row do I knit each stitch and make a yarn over between each stitch? I am trying to figure out the stitch count if that is the case-would there be more than 14 repeats in row 3? Thank you for your help.
25.07.2024 - 14:25DROPS Design svaraði:
Hi Luci, The second row (WS) of A.2 is worked knit from wrong side. You don't add stitches there. It is the second symbol in the diagram. Happy knitting!
26.07.2024 - 11:12
Mme Ciolek’ skrifaði:
Bonjour je suis actuellement entrain de tricote le gilet anges explications de la première boutonnières ce fait sur un rang envers après 6cm plus loin pour la deuxième elle s’est fait toujours sur rang envers ? Qui veut dire début de rang ? A l attente d’une réponse merci
10.07.2024 - 11:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ciolek, les boutonnieres se font toujours sur rang envers. Au debut de rang veut dire que vous effectuez una boutonniere apres 1 maille de bord sur la bordure devant droit (quand on porte le gilet). Lisez attentivement la partie BOUTONNIERE. Bon tricot!
15.07.2024 - 12:44
Annika skrifaði:
Ska A1 stickas i början av varje varv, alltså både aviga o räta?
28.04.2024 - 14:06DROPS Design svaraði:
Hei Annika. Nei, bare fra retten. I f.eks str 3/4 år har du 89 masker, så strikker du 5 stolpemasker + A.1+ A.2x13+5 stoplemasker = 5+1+78+5=89 masker. mvh DROPS Design
29.04.2024 - 11:57
Anja Brandsen skrifaði:
In het patroon staat in het begin van het telpatroon bij de uitleg{3de punt} 2 recht samen. Klopt dat wel? Dan heb je dus de helft van de steken over? Ik wil hier graag een antwoord op hebben. vr groet Anja Brandsen
11.04.2024 - 11:47DROPS Design svaraði:
Dag Anja,
Ja, dit klopt hoor. Als er een schuin streepje van links onder naar rechts boven over twee steken staan, moet je die 2 steken samen breien. Vaak maak je voor of na het samen breien een omslag waardoor je er weer een teek bij maakt.
11.04.2024 - 20:31
Wanda skrifaði:
Dzień dobry, nie bardzo rozumiem, o co chodzi w tej wskazówce dotyczącej rękawów. Na jakiej zasadzie dobiera się oczka. Wziąć z powrotem oczka z nitki z jednej strony robótki i przełożyć je na krótkie druty z żyłką/ druty pończosznicze nr 4 (= 44-48-51-53-62 oczka) i nabrać 1 oczko w każde z 6 oczek nabranych na tył/przody (= 50-54-57-59-68 oczek). Będę bardzo wdzięczna za pomoc, pozdrawiam serdecznie
02.04.2024 - 15:50DROPS Design svaraði:
Witaj Wando, jak to zrobić znajdziesz na filmie instruktażowym TUTAJ. Pozdrawiamy!
02.04.2024 - 15:58
Agnes#agnescardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, sléttprjóni og garðaprjóni. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 34-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagati eftir 1 cm frá kanti í hálsmáli, síðan er fellt af fyrir næstu 5-5-5-6-6 hnappagötum með 5-6-6-6-7 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Stykkið skiptist síðan upp fyrir fram- og bakstykki og ermar, fram og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 72-76-80-86-92 lykkjur á hringprjón 4 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 17-19-21-23-24 lykkjur jafnt yfir í umferð sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. 89-95-101-109-116 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð og mælið síðan héðan. Prjónið eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN, prjónið A.1 yfir 1 lykkju, prjónið A.2 alls 13-14-15-14-15 sinnum í umferð og prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar mynsturteikning A.1 og A.2 hafa verið prjónaðar til loka á hæðina eru 219-235-251-263-281 lykkjur í umferð. Í næstu umferð frá réttu er lykkjufjöldinn jafnaður út til 219-235-253-261-283 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist ca 15-15-16-17-18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN, prjónið 30-32-35-36-37 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 61-65-71-73-75 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á nýjan þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 30-32-35-36-37 lykkjur (= framstykki) og prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 143-151-163-167-171 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu með 3-4½-5½-6½-7½ cm millibili alls 3 sinnum = 155-163-175-179-183 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram eins og áður þar til stykkið mælist ca 15-17-20-23-26 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Fellið laust af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. ERMI: Setjið til baka lykkjur af öðrum þræðinum yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-48-51-53-62 lykkjur), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-54-57-59-68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 3 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Haldið áfram í sléttprjóni og endurtakið úrtöku með 4-4-4-4-3½ cm millibili þar til lykkjum hefur fækkað alls 5-6-7-8-10 sinnum = 40-42-43-43-48 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 23-28-31-35-38 cm. Prjónið garðaprjón í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #agnescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.