Miss Nic skrifaði:
Stimmt die Anleitung für das Muster? Für das Kästen mit schwarzem Punkt in der Mitte soll eine Masche links in Rückreihen gestrickt werden - müsste es nicht eine Masche rechts sein? Danke!
27.04.2019 - 13:59DROPS Design svaraði:
Liebe Miss Nic, ja genau, dieses Kästchen sollte: 1 Mache rechts in Ruck-Reihen heissen, die Korrektur erfolgt gleich. Viel Spaß beim stricken!
29.04.2019 - 08:55
Tina Lillelund Andersen skrifaði:
Der må da være en fejl i opskriften 🥴 Jeg strikker str. 9/10 år. 17 m x 14 = 238 + 10 kandtm = 248 Hvordan kan det nogensinde blive til 263 m ?
07.04.2019 - 04:39DROPS Design svaraði:
Hei Tina. Når du er ferdig med diagrammet har du 18 masker i hver rapport av A.2. Du øker altså 11 masker i hver rapport. Det er 14 rapporter = 252 masker. Videre har du 1 maske i A.1 og 10 kantmasker = 263 masker. God fornøyelse.
09.04.2019 - 15:20
Gudrun skrifaði:
Well I'm doing pattern for size 3/4 and the stitch totals are not right. After increasing through the yoke I have 219 sts, increase 3 sts, total 222 sts. Then set up 2 fronts, back and 2 sleeves. 222-5(band)-30(front)-44(sleeve)-61(back)-44(sleeve)-30(front)-5(band)=3 remaining stitches. So why do I add 3 sts? I'll add 1 st to each front and 1st to back.
28.03.2019 - 22:12DROPS Design svaraði:
Búið er að leiðrétta þetta mynstur.
08.04.2019 - 11:11
Rachel skrifaði:
I'm doing pattern for size 7/8 and the stitch totals are off. After increasing through the yoke you have 251 sts, increase 5 sts, total 256 sts. Then set up 2 fronts, back and 2 sleeves. 256-5(band)-35(front)-51(sleeve)-71(back)-51(sleeve)-35(front)-5(band)=3 remaining stitches. Am I counting wrong? Should I add these extra sts to the back and adjust the #s in the pattern accordingly? Thank you.
23.03.2019 - 16:19DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, the pattern has been edited, you should adjust the number of sts to 253 sts in size 7/8. Happy knitting!
04.04.2019 - 15:38
Agnes#agnescardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, sléttprjóni og garðaprjóni. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 34-9 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagati eftir 1 cm frá kanti í hálsmáli, síðan er fellt af fyrir næstu 5-5-5-6-6 hnappagötum með 5-6-6-6-7 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Stykkið skiptist síðan upp fyrir fram- og bakstykki og ermar, fram og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 72-76-80-86-92 lykkjur á hringprjón 4 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 17-19-21-23-24 lykkjur jafnt yfir í umferð sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. 89-95-101-109-116 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð og mælið síðan héðan. Prjónið eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN, prjónið A.1 yfir 1 lykkju, prjónið A.2 alls 13-14-15-14-15 sinnum í umferð og prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar mynsturteikning A.1 og A.2 hafa verið prjónaðar til loka á hæðina eru 219-235-251-263-281 lykkjur í umferð. Í næstu umferð frá réttu er lykkjufjöldinn jafnaður út til 219-235-253-261-283 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist ca 15-15-16-17-18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN, prjónið 30-32-35-36-37 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 61-65-71-73-75 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á nýjan þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 30-32-35-36-37 lykkjur (= framstykki) og prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 143-151-163-167-171 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu með 3-4½-5½-6½-7½ cm millibili alls 3 sinnum = 155-163-175-179-183 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram eins og áður þar til stykkið mælist ca 15-17-20-23-26 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Fellið laust af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. ERMI: Setjið til baka lykkjur af öðrum þræðinum yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-48-51-53-62 lykkjur), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-54-57-59-68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 3 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Haldið áfram í sléttprjóni og endurtakið úrtöku með 4-4-4-4-3½ cm millibili þar til lykkjum hefur fækkað alls 5-6-7-8-10 sinnum = 40-42-43-43-48 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 23-28-31-35-38 cm. Prjónið garðaprjón í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #agnescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.