Madeleine skrifaði:
Sur ce modèle, il y a une erreur à la fin du travail pour la taille 5/6 ans. Il est indiqué pour le dos/devant de continuer avec les aiguilles 3.5 en côtes 2/2 pendant 35 cm. Je crois que la bonne longueur est 25 cm.
15.07.2021 - 04:20
Daniela Marini skrifaði:
Si può lavorare un maglione per bambini top down chiuso con i ferri dritti? e se si come ? Grazie Daniela Marini
12.03.2021 - 12:52DROPS Design svaraði:
Buonasera Daniela, questo modello è lavorato in tondo con i ferri circolari, ma sul nostro sito può trovare dei modelli da bambino lavorati con i ferri dritti. Buon lavoro!
12.03.2021 - 22:43
Olivia skrifaði:
Error found in sleeve stitch count, it should read "knit up 1 new stitch in each of the 6 new stitches on the body (= 50-52-54-54-56 stitches)" not "knit up 1 new stitch in each of the 6 new stitches on the body (= 50-52-54-55-58 stitches)"
23.01.2021 - 23:34DROPS Design svaraði:
Dear Olivia, thanks for your feedback, total number of sts is right, in fact, that's the number of sts cast on/picked up under sleeve that was wrong, there should be 6-6-6-8-8 sts - pattern will be edited asap, thanks again for noticing. Happy knitting!
25.01.2021 - 12:58
Monika skrifaði:
Hallo! Ich stricke die Größe für ein 12 jähriges Kind und komme mit den 50 g für die Streifen leider nicht auf 10 cm Höhe. Musste schon bei ca.8,5 cm mit der nächsten Farbe weiterstricken. Maschenprobe stimmt bei mir. Machenanzahl auch und der Pulli misst nun an der Taille ca.45 cm Breite.
21.11.2020 - 08:18
MARTHA ALMEIDA PICAZ skrifaði:
Cadê a receita em português?
05.07.2020 - 01:32
María skrifaði:
Muy bueno; me encantó este patrón, queda muy bonito y se adapta perfectamente a los diferentes tamaños muchas gracias
21.04.2020 - 00:55
Paola Rista skrifaði:
Non si puo esrgire il lavoro con i ferri normali?
18.04.2020 - 16:31DROPS Design svaraði:
Buongiorno Paola, questo modello è stato progettato per essere lavorato in tondo, dall'alto in basso. Non è consigliabile adattarlo alla lavorazione in piano, in ogni caso può provare tenendo la cucitura laterale. Buon lavoro!
19.04.2020 - 13:59
Agneta Boklund skrifaði:
Denna mönsterbeskrivning är för proffs .
24.10.2019 - 12:19
Agneta Boklund skrifaði:
Denna mönsterbeskrivning är för proffs . Varför har ni krånglat till det så .jag efterlyser en lätt beskrivning .
24.10.2019 - 12:17
Mélissa skrifaði:
Pensez-vous que c’est possible de faire un col plus long afin d’avoir un col roulé avec ce modèle?
23.07.2019 - 19:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Melissa! Bien sur. Si vous voulez avoir un col montant, tricotez en côtes (= 2 mailles endroit / 2 mailles envers). Si le col doit etre roule (p. ex. DROPS Extra 0-904), tricotez plutot le point jersey. Bon tricot!
23.07.2019 - 19:20
Spring Lines#springlinessweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með röndum og laskalínu. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 34-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: Prjónið rendur í mismunandi lengdum eftir stærðum. Röðin og lengdin á röndum er: RÖND 1: Prjónið með litnum ljós gallabuxnablár í 7-8-8½-9½-10 cm. RÖND 2: Prjónið með litnum ljós fjólublár í 7-8-8½-9½-10 cm. RÖND 3: Prjónið með litnum fjólublár í 7-8-8½-9½-10 cm. RÖND 4: Prjónið með litnum ljós sægrænn í 7-8-8½-9½-10 cm. RÖND 5: Prjónið með litnum gallabuxnablár til loka í öllum stærðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 148 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 6,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 5 lykkjur slétt (prjónamerki situr í miðju lykkjunni af þessum 5 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Stykkið skiptist upp við fram- og bakstykki og ermar, fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. Allt stykkið er prjónað með RENDUR – sjá útskýringu að ofan. BERUSTYKKI: Fitjið upp 76-80-80-84-84 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum ljós gallabuxnablár. Setjið stykkið saman og prjónið 4 umferðir með stroffi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugði). Byrjun á umferð er á miðju aftan á bakstykki. Prjónið nú 1 umferð sléttprjón og setjið 4 prjónamerki í stykkið sem nota á við útaukningu fyrir laskalínu þannig: Prjónið 12-13-13-14-14 lykkjur (= hálft bakstykki), prjónið 1 lykkju og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju, prjónið 12 lykkjur (= ermi), prjónið 1 lykkju og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju, prjónið 24-26-26-28-28 lykkjur (= framstykki), prjónið 1 lykkju og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju, prjónið 12 lykkjur (= ermi), prjónið 1 lykkju og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju, prjónið 12-13-13-14-14 lykkjur (= hálft bakstykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram í sléttprjóni og röndum eins og áður og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATH! Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum, fylgið því leiðbeiningum nákvæmlega í útskýringu. Aukið út þannig: AUKIÐ ÚT Á FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI/ERMUM ÞANNIG: Aukið út um 2 lykkjur fyrir laskalínu við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum eins og útskýrt er að ofan (= 8 lykkjur alls í umferð): Aukið svona út í annarri hverri umferð 11-12-12-12-12 sinnum. Nú eru 46-50-50-52-52 lykkjur á framstykki/bakstykki, 34-36-36-36-36 lykkjur á hvorri ermi, 4 lykkjur með prjónamerkjum. Það eru alls 164-176-176-180-180 lykkjur í umferð. Aukið nú út í annarri hverri umferð eins og áður á framstykki/bakstykki. JAFNFRAMT er aukið nú út í 4. hverri umferð á ermum þannig: AUKIÐ ÚT Á FRAMSTYKKI OG BAKSTYKKI ÞANNIG: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort framstykki og bakstykki (= 4 lykkjur alls í umferð): Aukið svona út í annarri hverri umferð 10-10-12-12-14 sinnum. Nú hefur verið aukið út alls 21-22-24-24-26 sinnum á fram- og bakstykki og það eru alls 66-70-74-76-80 lykkjur á hvoru fram- og bakstykki. AUKIÐ SVONA ÚT Á ERMUM ÞANNIG: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin á hvorri ermi (= 4 lykkjur alls í umferð): Aukið út í 4. hverri umferð 5-5-6-6-7 sinnum. Nú hefur verið aukið út alls 16-17-18-18-19 sinnum á ermum og það eru 44-46-48-48-50 lykkjur á hvorri ermi. Eftir alla útaukningu eru 224-236-248-252-264 lykkjur í umferð. Prjónið þar til stykkið mælist 16-16-18-18-19 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að aftan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 34-36-38-39-41 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 44-46-48-48-50 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8 nýjar lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 68-72-76-78-82 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 44-46-48-48-50 lykkjur á þráð fyrir ermi, fijtið upp 6-6-6-8-8 nýjar lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 34-36-38-39-41 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 148-156-164-172-180 lykkjur í umferð. Haldið nú áfram í sléttprjóni hringinn með röndum eins og áður. Þegar stykkið mælist 17-21-23-27-30 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð þar sem aukið er út um 24-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 172-184-192-204-212 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist alls 21-25-27-31-34 cm frá skiptingu. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Peysan mælist ca 40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka lykkjur af öðrum þræðinum yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-46-48-48-50), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja af 6-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-52-54-56-58 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6-6-6-8-8 nýju lykkjur. Prjónið sléttprjón og rendur hringinn eins og áður. Þegar ermin mælist 3 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki - sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-3-3-3½-3½-4 cm millibili alls 7-7-8-8-9-9 sinnum = 36-38-38-38-40 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og röndum þar til ermin mælist 20-24-27-32-36 cm. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 8-6-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springlinessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.