Lin Grieg Teigland skrifaði:
Hei, jeg har kjøpt alle fargene som er listet i oppskriften med ønske om å stikke en genser med fargekombinasjon som avbildet på modellen. Jeg er overrasket over å oppdage at at disse ikke samsvarer med A1 diagrammet. Hvor finner jeg diagram som samsvarer med bildet?
29.04.2019 - 11:02DROPS Design svaraði:
Hei Lin. Genseren modellen har på på bildet er strikket etter diagram A.1 og A.2. Den er strikket ovenfra og ned, så starten på diagram A.1 er øverst i halskanten. Diagrammene leses på vanlig måte: nedenfra og opp. Stripene blir derfor slik (fra halsen og ned): 2 omg blå, 4 omg natur, 2 omg rosa, 4 omg rubinrød, 2 omg gul osv. God fornøyelse
29.04.2019 - 14:11
Tineke Boerema skrifaði:
Van patroon nr cl-045 is een blokje in het telpatroon zowel de heen als de terug gaande naald? Alvast bedankt.
23.04.2019 - 20:23
Hetty skrifaði:
Hetty Van Buuren- De Swart 20.04.2019 - 12:30: Is dit patroon er ook op dunnere naalden ...?? Nr 5 jullie sturen een mail dat jullie daar antwoord op gegeven hebben .......maarrrrrr waar dan?
23.04.2019 - 11:32
Hetty Van Buuren- De Swart skrifaði:
Is dit patroon er ook op dunnere naalden ...?? Nr 5
20.04.2019 - 12:30DROPS Design svaraði:
Dag Hetty,
Nee, dit patroon is er helaas alleen voor dikke naalden. Je kan wel kijken of je een vergelijkbaar patroon kunt vinden bij de makkelijke patronen, bijvoorbeeld. Je zou ook kunnen kijken bij de effen modellen en dan het streeppatroon van dit patroon aanhouden.
21.04.2019 - 16:55
Gleice Quevedo skrifaði:
Es posible tejer las mangas primero después el cuerpo? Asi no usare las agujas de dos puntas por que no se hacer
12.04.2019 - 15:19DROPS Design svaraði:
Hola Gleice. No es obligatorio usar agujas de doble punta, puedes sustituirlas por agujas circulares cortas o trabajar la manga con costura y de ida y vuelta. En este último caso, tendrías que añadir un punto orillo a cada lado.
17.10.2019 - 19:07
Britt Madsen skrifaði:
Hvordan opnår jeg at mit strikkede arbejde efter vask ser ud som før? Jeg har brugt jeres vaskeanvisning, men mine trøjer bliver slaskede og ikke luftige som før😡kan se på facebook, at der er flere med samme problem! Hilsen britt
09.04.2019 - 08:16DROPS Design svaraði:
Hej Britt, Uld behøver normalt ikke blive vasket så ofte. Når du vasker, skal du bruge vaskemiddel for uld, men kun lidt (brug ikke skyllemiddel). Det kan være en fordel at centrifugere blusen på lette omdrejninger. Sørg for at blusen ligger til tørre (må ikke hænge) og ryst den gerne lidt under tørreprocessen. God fornøjelse!
03.05.2019 - 10:32
Anita øien skrifaði:
Her har dere skrevet forskjellige nr på samme genser. jeg lurer derfor på , hvilket nr er det på fargekombinasjonene på genser B
04.04.2019 - 09:20DROPS Design svaraði:
Hei Anita. Det er disse fargene som er brukt på alternativ B) DROPS Air 12, 01, 09, 16, 21, 18, 11, 02, 19. God fornøyelse
04.04.2019 - 12:09
Kirsten Reimers-Lund skrifaði:
Jeg købte ind til farverne i model C og troede at jeg kunne regne mig frem til hvilket diagram der passede til hvilken farve. Det var ikke muligt og det reultat der er kommet er farvemæssigt så håbløst at jeg netop har trevlet det hele op. Er det muligt at finde en diagramforklaring til model C? Iøvrigt skal diagrammet strikkes oppe fra og ned eller omvendt?
15.03.2019 - 11:12DROPS Design svaraði:
Hei Kirsten. I forhold til rekkefølgen under MATERIALER øverst i oppskriften, blir fargene i alternativ C blir slik: 20, 01, 25, 08, 02, 15, 14, 07, og 13. Jeg ser det står 09 men det er en feil: det skal være farge 13, Orange. Men det kan bli like fint med mellomgrå her. Dvs at fargenummer 20 tilsvarer farge 16, 01 forblir den samme, 25 tilsvarer farge 24 osv.. Så kan du bruke symbolforklaringen til å finne ut hvilke farger som erstatter hvilke i diagrammet. Diagrammet leses fra høyre mot venstre, nedenfra og opp. For mer informasjon om å lese strikkediagrammer trykk her God fornøyelse
25.03.2019 - 14:16
Dorte skrifaði:
Fin opskrift :-) Hvor meget garn skal jeg bruge, hvis den skal være ensfarvet? Vh Dorte
15.03.2019 - 09:35DROPS Design svaraði:
Hei Dorte. Du trenger ca 400-450-500-550-600-650g Air til denne genseren. God fornøyelse
25.03.2019 - 13:13
Yvonne Törnblom skrifaði:
Hjälp att sticka upp tröja 202-1,stickar någon på beställning?önskar det,har så ont i nacken o axlar //mvh Yvonne Törnblom
07.03.2019 - 17:58
Happy Stripes#happystripessweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu, blöðuermum og röndum. Stykkið er prjónað úr 2 þráðum DROPS Air, ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-1 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. RENDUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni með 2 þráðum Air. Prjónið A.1 einu sinni, síðan er prjónað A.2 eins langt og hægt er til loka (á við um bæði fram- og bakstykki og ermar). LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri og alls 8 lykkjur fleiri í útaukningsumferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Byrjið 2 lykkjur á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónaður í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður til loka. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað úr 2 þráðum Air. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 54-56-58-62-64-66 lykkjur á stuttan hringprjón 7 með 2 þráðum í litnum blár. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-2-6-4-2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 60-60-60-68-68-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9 og prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjur): Teljið 2 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju (= ermi), teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju (= bakstykki), teljið 10 lykkjur í öllum stærðum, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju (= ermi), teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju (= framstykki), teljið síðustu 8 lykkjur í öllum stærðum (= ermi). Prjónið síðan þannig: Prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 12-14-15-16-17-19 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 156-172-180-196-204-220 lykkjur í umferð. Haldið áfram með rendur þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 48-52-54-60-64-70 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 30-34-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 48-52-54-60-64-70 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 30-34-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 104-112-120-132-144-156 lykkjur. Byrjið umferð í annarri hliðinni á fram- og bakstykki, mitt í 4-4-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur í A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 eins langt og hægt er til loka. Þegar stykkið mælist 25 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 7 og 2 þræði í litnum blár. Prjónið garðaprjón hringinn í 3 cm og endið með 1 umferð brugðið. Fellið laust af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjóni. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 30-34-36-38-38-40 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 34-38-42-44-46-48 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-6-6-8-8 lykkjur undir ermi og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað síðar þegar aukið er út mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur alveg eins og á fram- og bakstykki (mikilvægt er að halda áfram í sömu umferð og á fram- og bakstykki eftir berustykki). Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 4-5-5-5-4½-4½ cm millibili alls 8-7-6-6-6-6 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist ca 45-44-42-40-39-37 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 23-24-25-26-27-28 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7. Prjónið garðaprjón hringinn í 3 cm og endið eftir 1 umferð brugðið. Fellið af með sléttum lykkjum, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ermin mælist ca 49-48-46-44-43-41 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happystripessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.